Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 31 verkum Egils og Ármóðs? í rauninni er ekki út í hött að fullyrða að þessi húmor ís- lendingasagna, sjö til átta alda gamall, sé talsvert ,,nú- tímalegri" en þau gamanmál sem hér voru við lýði í fásinn- inu á nítjándu öld. Ýkjusagan Heljarslóðarorrusta, sem Benedikt Gröndal skrifaði á nítjándu öldinni ofanverðri, þótti lengi einna fyndnust bóka á íslensku; nú þykir manni vandséð að neinum stökkvi það bros við lestur hennar sem höfundurinn ætl- aði. Allt öðru máli gegnir um Dægradvöl, ævisögu Grön- dals, sem hann setti saman á gamalsaldri og er einhver mesta furðubók sem hefur verið skrifuð á íslensku, full af beiskju, glettni, kald- hæðni, slúðri og stráksskap; í áreynslulausum og hvers- dagslegum frásagnarmáta og tildurleysi kannski fyrsta nú- tímabók íslensk og ef til vill sú fyndnasta: „Seinna bjó ég á Örsteds- götu hjá Dahl, sem var hof- píanisti og frægur hljóðfæra- maður, hafði haft það emb- ætti að leika fyrir Kristján átt- unda og lifði víst ekki í öðru en sönglist; hann var aldrei heima, en átti eldgamla kerl- ingu, sem hann hafði fengið til fjár, 100.000 daii, en var þá búinn að eyða því og hafði ekkert; kerlingin var fjörug og öll á hjólum, þó hún væri gömul, og svo hrukkótt og af- skræmd, að maður gat varla litið á hana; hún var alltaf að koma inn til mín og kjafta um kjóla og alls konar prjál, og leiddist mér það mikið.“ Gröndal svaf um hríð í sömu stofu og Jónas Hall- grímsson hafði búið í þegar hann dvaldi á íslandi fáeinum áratugum áður: „ogvar allillt, allt fullt af rottum, sem léku á gólfinu eins og kettir, þó menn væri inni“. Líkt og Gröndal hafði Jónas ýmsa til- burði í fyndnisátt, lengi vel þótti þjóðinni að honum hefði tekist ágætlega upp. Reykvíkingi undir lok tuttug- ustu aldar veitist hins vegar erfitt að skilja hvað sé eigin- lega fyndið í ýmsum gaman- bréfum Jónasar, í gamanvís- um hans eða í skopsögum á borð við Klauflaxinn og Að tyggja upp á dönsku. Ekki síðaren 1928 bjástraði Halldór Laxness, kornungur maður, við að fá botn í fyndni Jónasar Hallgrímssonar og notaði reyndar tækifærið til að spekúlera í gamansemi ís- lensku þjóðarinnar, þeirri margumtöluðu íslensku fyndni: „Fyndni hans er meira að segja svo íslensk að tæpri öld eftir að hún hefur verið sett í kviðlínga getur nú enginn hlegið að henni lengur, frem- ur en skrýtlunum í Land- námu. En svo menn skilji bet- ur þessa öfugmælakenndu staðhæfingu verður að gera sér grein þess í hverju íslensk fyndni er fólgin. Vor fyndni þolir jafnílla evrópskan mæli- kvarða einsog erlend fyndni verður hégómleg og innan- tóm á íslandi. Þekki ég enga fyndni smágervari á sinn hátt en íslenska, andlægri né per- sónubundnari. Hún er venju- lega öfgamynd sérstaks þjóð- legs einkennis einsog fram kemur í orðum, látbragði eða athæfi einhverrar tiltekinnar persónu. Algeingust evrópsk fyndni er talin gyðingleg að eðli, og er broddur hennar venjulega sá að einhver glóp- ur mætir hraklegri reynslu, og eru auðvitað á þessu mý- mörg tilbrigði. í alíslenskri fyndni er sjaldgæft að línur skerist, kontrapúnkts gætir sjaldan og stígandi er óljós, — aðeins „flöt“ saga af skrýtn- um karli eða skrýtinni kell- íngu, og svo persónubundin að maður verður helst að þekkja aðilja til þess að hafa hennar not. Menntaður kunníngi minn komst einu sinni svo að orði að „íslensk menníng" væri mestmegnis fólgin í sögum af skrýtnum köllum og kellíngum. Hann sagði þetta menníngu vorri fremur til hnjóðs, en ég hef það hér eftir íslendíngum til lofs. Það liggur nefnilega innilegri sálræn athugun í ís- lenskri gamansemi en flestri annarri. Þegar vel íslensk gamansaga er sögð þá byrjar sögumaður venjulega, í stíl Landnámu, á því að ættfæra persónu þá eða þær sem mest koma við fyndnina, og lýsa ættmönnum þeirra, ævi- ferli og aðstæðum í lífinu. Venjulega er gamanið sjálft eða „fyndnin" lángveiga- minnsta atriðið í sögunni, og svo smágert að það nýtur sín ekki nema hermt sé eftir per- sónunum með sem nákvæm- astri stælíngu raddar, mál- hreims, orðfæris, andlitssvips og limaburðar. „Læknirinn“, „Þorkell þunni", „Dóri litli, dreptu yður", „Robb og Grím- ur“, „Rímnastælíngar" og önnur gamankvæði Jónasar yrðu þannig broslegri fyrir oss ef vér þekktum nákvæm- lega persónurnar, kækina og tiktúrurnar, sem þau eru bundin." Það eru liðin næstum 65 ár frá því Halldór skrifaði Al- þýðubókina, en líklega hefur skopskyn þjóðarinnar ekki tekið neinum stökkbreyting- um síðan þá. Að sönnu eru gamanmál íslendingsins orð- in „alþjóðlegri", svona upp að vissu marki; í skáldskap og kvikmyndum hefur borið meira á skopi sem er ætlað að vera fyndið í sjálfu sér, tiltölu- lega græskulausu gríni sem hefur varla annan tilgang en að vera afþreying, skemmtun sem vekur kátínu og vellíðan. Hitt er þó líklega óbreytt að algengustu birtingarmyndir íslenskrar fyndni eru svipað- ar og fyrr: I samtölum okkar á milli gerum við óspart grín að náunganum, segjum af honum ófagrar sögur, en vit- um um leið að hann svarar í sömu mynt undir eins og færi gefst. Það eru leikreglurnar. Við getum gert grín að okkur sjálfum, en útlendingar sem reyna að komast upp með slíkt mega eiga von á að þjóð- in sármóðgist. Skrýtna karla og skrýtnar kerlingar höfum við ennþá í hávegum, kannski helst að okkur þyki miður hversu nútíminn hafi gert allt svo marflatt að fólk hljóti að hafa verið miklu skrýtnara hér áður fyrr. En stjórnmálamenn eru skrýtnir, að minnsta kosti sumir hverj- ir, og til eru fjölmiðlamenn sem hafa einkennilegar tik- túrur og kæki; við virðumst seint ætla að þreytast á að hlæja okkur máttlaus að „sem nákvæmastri stælingu raddar, málhreims, orðfæris, andlitssvips og limaburðar" svoleiðis fólks í áramóta- skaupum og spaugstofum — og þá þarf fyndnin í sjálfu sér ekki að vera neitt sérstaklega fyndin. FYNDNA KYNSLÓÐIN Líklega var það Jóhann Hjálmarsson gagnrýnandi sem gaf kynslóð rithöfunda, fæddra um 1950, þessa nafnbót. Síðan hefur „fyndna kynslóðin varla mátt heyra á það minnst að hún sé fyndin, þótt almennt séð hljóti að teljast ákveðin upphefð í því að vera af fyndinni kynslóð. Fyndni er eins konar skammaryrði í þeirra munni, enda lá kannski í orðunum að kynslóðin hefði lítið til brunns að bera umfram það að vera fyndin. Sumir þessara höfunda lögðu sig í líma við að hætta að vera fyndnir, reyndu það ekki einu sinni, aðrir héldu sínu striki - oft með ágætum árangri. En hverjir skipa fyndnu kynslóðina? Örugglega Þórarinn, Pétur, Steinunn og Sigurður Páls - kannski Einararnir líka? ekki endilega það hvort þessi verk bera af fyrir fyndni sak- ir. Svo er það auðvitað Guð- bergur, nýja bókin hans og fyrri bækur hafa gefið mér ómælda ánægju af hlátri og gleði. íslenskur húmor er til; hann er dálítið kvikindisleg- ur, en um leið nettlegri og beinskeyttari en húmor margra Evrópuþjóða. Ég tel mig til dæmis þekkja þýskan húmor; hann er lítið annað en svona hundakæti og grett- ur yfir einhverju sem er ekki hætishót fyndið. Okkar húm- or kemur meira að innan, enda hefur hann nóg til að nærast á: Þetta endalausa og búralega hallæri í fasi og fari þessarar þjóðar, sem hlýst af því að við teljum okkur al- deilis vera eitthvað, þessi dig- urbarkaheit sem alltaf eru jafnhlægileg — og í því efni er ég líklega ekki hótinu betri en aðrir." HARALDUR BESSASON HÁSKÓLAREKTORÁ AKUREYRI „Ég hef ekki kynnst mikilli fyndni á íslandi, en þó rís hún líklega allhátt í Eddukvæð- um, sumum íslendingasög- um, að ég tali ekki um Forn- aldarsögur. Sennilega rís hún hæst í Finnbogasögu ramma, einkanlega þegar Finnbogi lendir í harðræðum. Það er fyndið. Einhverja fyndni má líka finna í þjóðsögum og reyndar eru sumar sögurnar allfyndnar. Hins vegar vill brenna við að sú fyndni fari öll í vaskinn þegar maður reynir að þýða hana fyrir sið- menntaðar þjóðir; ég hef til dæmis reynt að þýða söguna Ýsa var það heillin fyrir út- lendinga — það stökk engum bros. Ég var lengi búsettur er- lendis og hélt því lengi fram við útlendinga að íslendingar hefðu ekki „sense of humo- ur“, var raunar kennt það í skóla og hef haldið mig við það. En sé íslenskur húmor á annað borð til þá held ég að hljóti að vera í honum dálítill skammtur af sadisma." KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR BÓKMENNTAFRÆÐINGUR „Það er ekki vafi að Gerpla er fyndnasta íslenska skáld- saga sem ég hef lesið, ég held varla að fyndni geti þjónað tilgangi sínum öllu betur í skáldverki. Þórbergi er held; ur ekki hægt að gleyma. í samanburði við Gerplu og sum verk Þórbergs virðist fátt vera neitt yfirmáta fyndið. Auðvitað hefur ýmsum tekist ágætlega upp við fyndni, en oftastnær saknar maður snerpunnar, þessarar fágunar sem er auðsæ þótt húmorinn sé stundum groddafenginn; í þessum meistaraverkum er fyndnin nefnilega ekki mark- mið í sjálfri sér, heldur þjónar hún ákveðnum tilgangi, líkt og einn tónn í stærri heild. Síðasta rannsóknaræfingin, smásaga eftir Þórarin Eld- járn, vekur alltaf hjá mér hlátur sem ekki hefur minnk- að með árunum eftir því sem bókmenntaumræðan leiðist út í meiri og meiri vitleysu. Þegar menn nefna íslenska fyndni í mín eyru sé ég yfir- leitt fyrir mér þá Halla og Ladda, trallandi og syngj- andi. Það er svona aula- fyndni sem ég held að eigin- lega enginn viti til hvers er. Ég get semsagt ekki hrósað íslenskum húmor, nema með örfáum undantekningum." K Y N L I F Bréf frá Oggu um getuleysi Rétt fyrir síðustu jól fékk ég bréf frá Oggu. Bréfið er það langt að ég birti það ekki í heild sinni heldur stikla á stóru um hvað í því stóð. í stuttu máli sagt hefur Ogga verið gift í nokkur ár en ekki haft kynmök við eiginmanninn í langan tíma vegna „getuleysis" hjá honum. í bréfinu leggur Ogga mikla áherslu á hvað þetta vandamál er farið að hafa slæm áhrif á sálina — hún notar orð eins og „slæmt, leiðinlegt, ömur- legt“ og segist varla geta sofið á nóttunni út af þessu. Hún segist ekki vilja halda framhjá manninum sínum — það sé engin lausn — en jafnframt þorir hún ekki að leita ráða hjá heimilislækn- inum. Hvaða ráð get ég gef- ið henni? Get ég bent henni ...Ogga hefur uerið gift í nokkuráren ekki haft kynmök uið eiginmanninn í langan tíma uegna „getuleysis “ hans. á góðan lækni? Hvað með að nota hjálpartæki ásta- lífsins? „Getuleysi", eins og bréf- ritari kallar stinningarerfið- leika, verður í huga þeirra, sem standa frammi fyrir því, ekki oggulítið vanda- mál heldur vandi sem á það til að vinda upp á sig eins og snjóbolti. Af bréfinu að dæma er snjóboltinn orð- inn nokkuð myndarlegur í augum Oggu, sem er síst til þess fallið að greiða úr vandanum. Miklar áhyggj- ur ýta undir að fólk leiti sér hjálpar, en þannig er það nú einu sinni með kynlífið að mjög auðvelt er að kom- ast í sjálfheldu þannig að áhyggjurnar verða svo miklar að þær einar sér ná stundum að viðhalda og auka vandann. Stinnig lims er reflex eða viðbragð. Til að viðbragð þetta sé eðlilegt þurfa hormónin að vera í réttu jafnvægi, blóðflæði til kyn- færanna hnökralaust og starfsemi taugakerfisins í lagi. Rætt er um líkamlegar orsakir ef um er að ræða truflun í þessari líkams- starfsemi. Fái karlmaður- inn ekki stinningu í svefni (gerist eðlilega þrisvar eða fjórum sinnum á hverri nóttu) eða við sjálfsfróun er orsökin að öllum líkindum líkamleg. Með læknisskoð- un, tii dæmis hjá þvagfæra- lækni, og með rannsókn- um er hægt að ganga úr skugga um þetta. Samt er stinningarvandi líka alltaf sálræns eðlis, jafnvel þótt hægt sé að finna líkamleg- ar orsakir. Það finnst ekki sá maður sem ekki hefur áhyggjur þegar limurinn fer að haga sér einkenni- lega. Hugarástand skapar auð- veldlega viss viðbrögð í lík- amanum. Meira að segja geta upplýsingar haft skað- leg áhrif, — ekki bara til- finningaólga í nánum sam- böndum og viðhorf til kyn- lífs. Ef ég segi til dæmis að stinning karlmanna geti farið dvínandi með aldrin- um er ég viss um að nokkr- ir taka þessar upplýsingar afar nærri sér. Það er hætta á að næst þegar þeir ná limnum ekki upp (ofureðli- legt atvik sem getur orðið öðru hvoru) verða þeir ofboðslega skelkaðir og halda að nú sé endir alls kynlífsins í sjónmáli. Þegar kynmökin eru eingöngu orðin spurning um frammi- stöðu er næsta víst að slík viðhorf hafi slæm áhrif á kynferðislega örvun og þar með stinningu. Hvað með hjálpartæki ástalífsins? Það fer eftir til- ganginum hvort betra eða verra er að nota þau í kyn- mökum. Ef parinu finnst allt í lagi að karlinum standi ekki og þau leika sér til dæmis með titrara og eru ekki að spá í hvað ætti að gerast má gefa hjálpartækj- um grænt ljós. Hins vegar gera titrari eða önnur hjálp- artæki bara illt verra ef væntingin til notkunar þeirra er sú að þau eigi að leysa vandann. Hafi karl- maðurinn á tilfinningunni að sexí undirfötin eða titr- arinn eigi að hafa þau áhrif að limurinn spretti upp og verði harður eins og stál er eins líklegt að raunin verði hið gagnstæða. Ráð mín eru því þessi: Ræddu við eiginmanninn og gerðu honum ljóst að þig langi til að gera eitt- hvað í málinu og sért tilbú- in að styðja hann. Sé sam- bandið mikilvægt er lík- legra að hann vilji leita hjálpar. Fyrst verður að ganga úr skugga um líkam- legar orsakir. Séu orsakirn- ar að mestu leyti sálræns eðlis, sem er algengara, þarf að takast á við þær. Þá stendur ykkur ýmislegt til boða, til dæmis að hitta hjónabandsráðgjafa að máli (finnur þá í gulu síðun- um í símaskránni) og/eða kynna ykkur æfingar sem ætlað er að greiða úr sál- rænum áhyggjum og efia kynnautnina (í bókinni „Betra kynlíf“ sem kom út hjá Erni og Örlygi fyrir jól- in). Gangi þér vel. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlífc/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.