Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 13

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRSSSAN 16. JANÚAR 1992 13 20000 milljónir króna 15000 ■ 10000 - 5000 4000 H 3000 2000 1000 (0 >3 X. >3 V) Hvað borgar skattborgarinn & hvað borgar neytandinn? 150.000 krónur (kostnaður við heilbrigðiskerfið á íbúa) - 120.000 90.000 60.000 30.000 Einstaklingar Hið opinbera 70 %- Að neðan sóst hlutur einkaaðila [ heildargjöldum til heilbrigðismála >80 ’81 ’82 ’83 ’84 ’85 ’86 ’87 ’88 ’89 Sjúkragjöld í 0ECD1989 Hækkun heilbnigöls- gjalda á 10 árum B vinstr rafrá ái 1 Að neðan og til vinstri sést hækkun gjalda í milljónum króna frá árinu 1980 til 1989. '89 '80 60 50 40 30- 20 10 □ ■o e I É % -8 I? c ^ « 03 §) .£ « C o > 9- JS t w 5 c O c O. il je -o 1 5 c « Q «o '0 'E > V) Leggjumst oftast inn og liggjum lengi Skífurnar sýna innlagnir sem hlutfall af fólksfjölda 1988 og talan gefur til kynna meðallegudagafjölda. D Cv P V P V 18,2 18,1 12,9 13,1 8,6 34,8 12,2 13,1 52,1 ísland Finnland Austurríki Frakkland Danmörk Holland Portúgal Spánn Japan ar meiru, 8,8 prósentum, en Danir eyddu hlutfallslega minnstu til þessara mála, 6,3 prósentum. í riti Þjóðhagsstofnunar segir að heildarútgjöld hins opinbera til heilbrigðismála hafi verið um 28 milljarðar króna að núvirði árið 1989. Langstærstur hluti þessara fjármuna rann til svokallaðr- ar samneyslu, 27 milljarðar að núvirði, en til fjárfestingar runnu 750 milljónir og liður- inn „tilfærslur" hljóðaði upp á 420 milljónir. Lítum fyrst á fjárfestingar. Þær voru 990 milljónir að nú- virði árið 1988 og töldust 4,7 prósent af heildarútgjöldum tii heilbrigðismála. Þótt mikl- ar byggingar hafi verið reist- ar og dýr tæki keypt getur fjárfesting ekki talist liður í því að heilbrigðisútgjöld séu hér hæst meðal Norðurland- anna. Samsvarandi hlutfall fjárfestingar var um 5,5 pró- sent í Danmörku og Finn- landi, 7,7 prósent í Svíþjóð og 10,5 prósent í Noregi. ÚTGJALDASPRENGING TIL SÉRFRÆÐINGA OG í LYFJAKOSTNAÐI 27 milljarða króna sam- neysluútgjöld hins opinbera til heilbrigðismála skiptust á eftirfarandi hátt: Til sjúkra- húsa runnu 17.800 milljónir, til heilsugæslustöðva 2.100 milljónir, til læknishjálpar ut- an sjúkrahúsa 1.300 milljónir, tannlæknakostnaður tók til sín 1.100 milljónir, lyfjakostn- aður 2.700 milljónir og önnur heilbrigðisþjónusta 2.200 milljónir. Þessar tölur tala sínu máli, en útgjaldaaukning einstakra liða frá 1980 er mjög misjöfn. í heild hækkaði samneyslu- hluti heilbrigðisþjónustunnar úr 16.600 milljónum í 26.700 milljónir, um liðlega 10 millj- arða eða 61 prósent. Útgjöld vegna sjúkrahúsa hækkuðu úr 12.100 milljón- um í 17.800 milljónir, um 5,7 milljarða að raungildi eða unt' 47 prósent. Útgjöld til heilsu- gæslustöðva hækkuðu úr 1.250 milljónum í 2.100 millj- ónir eða um 68 prósent. Útgjöld vegna læknishjálp- ar utan sjúkrahúsa hækkuðu úr 900 milljónum í 1.300 milljónir, um 400 milljónir eða 44 prósent. Af þessu hafði hlutur sérfræðinga hækkað úr nálægt 365 millj- ónum í nálægt 1.100 milljónir — þrefaldast. Útgjöld vegna tannlæknakostnaðar hækk- uðu úr 770 milljónum í 1.100 milljónir eða um 43 prósent að raungildi. Lyfjakostnaður hins opin- bera hækkaði úr 1.400 millj- ónum í 2.700 milljónir, um heiiar 1.300 milljónir eða 93 prósent. HEILBRIGÐISPAKKINN ÚR 87 ÞÚSUNDUM í 126 ÞÚSUND Á MANN Önnur heilbrigðisþjónusta hækkaði úr 500 milljónum í 2.200 milljónir, um 1,7 millj- arða. Þar af virðist stjórnun- ar- og eftirlitskostnaður hafa staðið í stað að raungildi — haldist í nálægt 900 milljón- um. Aðrir liðir eru m.a. hjálp- artækjakaup, sjúkraflutning- ar og endurhæfing utan sjúkrahúsa. Það munar því langmest um hækkun kostnaðar vegna sjúkrahúsanna. Sem fyrr seg- ir vegur þar þungt langlegu- rými aldraðra. Árið 1988 voru langlegurúm um 40 pró- sent sjúkrarýmis á sjúkrahús- um og tóku þau til sín liðlega 21 prósent heildargjalda sjúkrahúsa. Það gerðu 1989 nálægt 3.800 milljónum og munar um minna. Á sama tímabili hækkuðu heildarútgjöld til heilbrigðis- mála úr 76.400 krónum á hvern íbúa í 110.000 krónur eða um 44 prósent að raun- gildi — og er þá átt við hið op- inbera. Utgjöld einstakling- anna sjálfra hækkuðu úr 10.200 krónum á mann í 16.250 krónur á mann eða um 59 prósent. Til samans hækkuðu heil- brigðisútgjöld hins opinbera og hlutur einstaklinganna úr tæplega 87 þúsund krónum á mann í liðlega 126 þúsund krónur á þessu tíu ára tíma- bili. Miðað við fjögurra manna fjölskyldu hækkaði „heilbrigðisskattur" heimil- anna úr 350 þúsund krónum á ári í liðlega 500 þúsund. Það samsvarar meðallaunum í einn og hálfan mánuð. VÆRUM VIÐ DANIR GREIDDU HEIMILIN FJÓRÐUNGI MEIRA Athyglisvert er í þessu sam- bandi að bera saman útgjöld til heilbrigðismála á íslandi og í Danmörku með hliðsjón af kostnaðarhlut hins opin- bera. Landsframleiðslan hér á landi var 300,6 milljarðar 1989. 8,6 prósent af því eru 25,8 milljarðar til heilbrigðis- mála eða 32,6 milljarðar að núvirði. Hér á landi greiddi hið opinbera 88 prósent af þessum kostnaði eða um 28,7 milljarða. Afganginn, 12 pró- sent, greiddu einstaklingarn- ir og aðrir eða sem nemur 3,9 milljörðum. í Danmörku er hlutur einstaklinganna hins vegar 16 prósent. Munurinn virðist ekki mik- ill. En ef skiptingin milli hins opinbera og einstaklinga væri með sama hætti og tíðk- ast í Danmörku væri hlutur einstakiinganna af þessum kostnaði ekki 3,9 milljarðar heldur 5,2 milljarðar. Miðað við fjögurra manna fjöl- skyldu væri hlutur heimil- anna sjálfra 81 þúsund á ári en ekki 65 þúsund. — Miðað við aðgerðir núverandi ríkis- stjórnar virðist ekki loku fyrir það skotið að þessi verði raunin. Friðrík Þór Guðmundsson Jóhannes Nordal STJÓHNARFORMAÐUR LANDSVIRKJUNAR „Fyrr eða síðar verður þörf fyrir hessa orku“ — Var rétt aö byrja á Blönduvirkjun þegar það var gert? „Ef við hefðum vitað þá það sem við vitum nú, þá hefðum við byrjað á þessari virkjun seinna." — Sem er hvað? „Að aukningin í raforkunotkun hefur orðið miklu minni en allar spár gerðu ráð fyrir." — Hvað á að gera við virkjunina þar sem hún stendur þarna? „Hún verður nú notuð; hún stendur ekki bara þarna. Það kemur orka frá henni inn á kerfið og í samkeyrslu við aðrar virkjanir. Hún gerir okkur kleift á næstu árum að draga til dæmis úr orkuframleiðslu við Kröflu, spara það kerfi og draga úr kostnaði þar. Við munum líka á næstu tveimur árum endurnýja ýmsan búnað við Búrfell sem við höfum ekki getað gert af því að við höfum ekki haft umframorku." — En ekki var hún byggð í þeim tilgangi? „Nei, nei, nei, nei. Þú ert að snúa út úr fyrir mér. Það er alveg Ijóst að hún var ekki byggð í þessum til- gangi. Það er hins vegar ekkert launungarmál i þessu. Virkjunin var byggð vegna þess að orkuspár, sem byggðu á bestu þekkingu á þeim tíma, gerðu ráð fyrir meiri aukningu í raforkunotkun. Landsvirkjun var ekki ein um þá skoðun. Það var enginn ágreining- ur um það, hvorki meðal sérfræðinga né stjórnmála- manna, að þörf værí á virkjun á þessum tíma. Hins vegar hefur reynslan orðið sú, því miður, að bæði hefur hagvöxtur orðið minni og eftirspurnaraukning orðið miklu minni en búist var við. Þetta er satt að segja alþjóðlegt fyrirbæri, því svipað hefur gerst í öðrum löndum á þessu tímabili. Það er enginn að halda því fram að það hafi veríð rétt eða hagstætt að byggja virkjunina á þessum tíma. Þar með er ekki sagt að það hafi verið röng ákvörðun út frá því sem vitað var þegar hún var tek- in." — Eftir sem áður sitjum við uppi með þrettán milljaröa fjárfestingu sem skilar okkur ekki miklu á næstunni. „Hún gerir það ekki í bili, nei." — Er kostnaður við að láta virkjunina standa ónotaða einn milljarður á ári, eins og Vísbending segir? „Nei, það er ofreiknað. Útlagður kostnaður er ekki svona hár. Hann er fyrst og fremst vextirnir. Raun- vextir sem við borgum hafa sem betur fer verið tölu- vert lægri en 5,5 prósentin sem reiknað er með í þessum útreikningum, yfirleitt á milli þrjú og fjögur prósent undanfarin ár. Það er í sjálfu sér ekki alvarlegt mál þótt við fáum ekki tekjur upp í afskriftir á næstunni vegna virkjunar sem endist í hundrað ár eða meira. En að sjálfsögðu var hún ekki byggð með þetta í huga." — Eigum við þá bara að sitja og segja Því miður, spárnar voru ekki róttar? „Ja, hvað getum við sagt annað? Aðalatriðið er það — og við verðum bara að horfast í augu við það — að svona virkjun er alltaf byggð á spám um það að orkunnar sé þörf eftir fjögur til fimm ár. Á öðru er ekki hægt að byggja. Við vitum ekki meira um fram- tíðina en það sem felst í bestu spám á þeim tíma." — Hverju hefði koma álversins breytt? „Öll orkusala sem hefði komið fyrr hefði orðið til þess að við fengjum tekjur af þessu mannvirki fyrr en við fáum þær. Við fáum þessar tekjur miklu seinna en ella, þótt það sé líka öruggt að fyrr eða síðar verður þörf fyrir þessa orku. En því miður er samdráttur bæði á íslandi og í kringum okkur og það er hlutur sem hvorki við né aðrir gátum tímasett eða séð fyrir." Tímaritið Vísbending hefur reiknað út að kostnaður við ónotaða Blönduvirkjun nemi einum milljarði á ári í vaxtagreiðslur og afskriftir og að án þess kostnaðar mætti lækka raforkuverð i Reykjavik um 15 prósent. Jóhannes Nordal er stjórn- arformaður Landsvirkjunar og tók með öðrum ákvörðun um aö virkja Blöndu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.