Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 27

Pressan - 16.01.1992, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 27 Í-Jm næstu mánaðamót tekur nýr framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins, Sigurður Tómas Björg- vinsson, til starfa á skrifstofu flokksins. Rætt er um að eitt af störfum hans verði að ritstýra Alþýðu- blaðinu, sem nú starfar undir fram- kvæmdastjórn Ámunda Ámundasonar, umboðs- mannsins fræga. Hefur Ámundi haft uppi áform um að stækka blaðið og græða á því... N X ^ ú er róið að þvi öllum arum að halda Hótel Stefaníu á Akureyri í eigu þeirra hjóna Stefáns Sigurðs- sonar og Ingunnar Árnadóttur, en þau misstu hótelið í gjaldþrot. Stefán hefur gengið á milli kröfu- hafa og beðist vægðar. Undirtektir hafa verið dræmar og allt bendir til að þau verði að yfirgefa hótelið. Bú- ið er að biðja um útburð. Málflutn- ingur um útburðarbeiðnina verður hjá bæjarfógetanum á Akureyri á mánudag ... v ▼ angaveltur hafa verið í gangi um það í DV hvort Einar Þorvarð- arson komi til með að leika með landsliðinu í B-keppninni. Var í grein þar á þriðju- daginn rætt um að hann þyrfti sérstakt leyfi frá Selfyssing- um til að fara út. Þetta er auðvitað misskilningur, því það er fyrir löngu frá því gengið að Einar fari til Aust- LAUSN A KROSSQÁTU Á BLS. 40 urríkis og þá sem aðstoðarþjálfari Þorbergs Áðalsteinssonar lands- liðsþjálfara. Skiptir engu fyrir Sel- fyssinga hvort hann fer sem þjálfari eða l'eikmaður . . . F A. élagarnir í Hagskiptum, Sig- urður Örn Sigurðsson og Sigurð- ur Garðarsson, eru skráðir eigend- ur nokkurra hús- eigna, ýmist per- sónulega eða ein- hver fyrirtækja þeirra. Einn þeirra sem leigja af þeim greiddi húsaleigu fram í tímann, gaf út ávísun mánuð fram í tímann. Fáein- um dögum síðar hafði maður sem hann þekkti ekki samband og bauð honum þessa sömu ávísun til sölu með tuttugu prósent afföllum. Leigutakinn tók tilboðinu ... ✓ A X ^lverið í Straumsvík er eina ferðina enn komið í fréttirnar vegna launadeilna. „Kökudeiian" er hins vegar aðeins toppurinn á ísjakanum vegna þess að í bígerð munu vera launakröfur og kröfur um bættan öryggisbúnað. Yfir þessu vakir síð- an sú ógn að álverinu verði einfald- lega lokað. Nýlega var samskonar álveri í Noregi, sem er einnig í eigu Alusuisse, lokað að hluta, um það bil 20 til 30 kerjum. Ef slík lokun yrði í Straumsvík mundu um 20 starfsmenn missa vinnu sína ... verður fyrst íslenskra íþróttafélaga til að bjóða áhorfend- um að knattspyrnuleikjum að sitja undir þaki. Stefnt er að því að þak verði komið á stúkuna á KR-vellin- um fyrir næsta keppnistímabil. KR-ingar ætla sér meira. Innan fé- lagsins er mikið rætt um hvenær hafist verði handa við að byggja stórt íþróttahús á KR-svæðinu. Helst er rætt um að húsið verði byggt þar sem bragginn er núna... M. egar Héraðsdómur Reykjavík- ur tekur til starfa 1. júlí á þessu ári verða talsverðar breytingar. Saka- dómur Reykjavíkur, Bæjarþing Reykjavíkur og embætti borgarfóg- eta fara þá undir sama þak. Frið- geir Björnsson yfirborgardómari verður væntanlega skipaður dóm- stjóri hins nýja dóms. Yfirsakadóm- arinn í Reykjavík, Gunnlaugur Bri- em, hættir sökum aldurs. Dóms- málaráðherra skipar dómstjóra að fengnu áliti dómaranna. Dómarar í Sakadómi mæltu með Sverri Ein- arssyni sem dómstjóra en þeir urðu í minnihluta. Friðgeir fékk fleiri atkvæði og verður því væntan- lega skipaður í stöðuna ... HAROVIÐARvAL Takió eftir! Engin útborgun HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 - SÍMI 671010 RAÐGREIÐSLUR Alltað 10 mán. gólfdúkur Extra og Ultra breiddir 2ja, 3ja og 4ra metra ífjölbreyttu úrvali Extra: Verð 950,- pr. m2 Ultra: Verð 1.250,- pr.m2 Bútar-t-50% Veggdúkur frá 595,- m2 Tarkett Ricchetti Flísar í miklu úrvali Stærðir33x33cm og 20x20cm Verðfrá 1:595,- pr. m2 parket 12% staðgr.afsláttur 14 mm parkett. Verð frá kr. 2.990,- pr.m2 8 mm eikog askur Verð frá kr. 1.930,- pr. m2 Iniaihurðir í úrvali - 25% afsláttur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.