Pressan - 16.01.1992, Side 30

Pressan - 16.01.1992, Side 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992 ísiendingar alltaflyndnirá kostnað náungans. Danir n 'jtalegjr húmor á lágu plani Sviar húmorlausir nema á fyileríum Norömenn alltfyndnatölkiðfiutti tilíslands Fmnar fyndnastþegareinhverdeyr bœnniuínsdauða ídmllupolli írar dmkknir, glaðirogfyndnir. Þjóðvetjar hundakœti og sambland afýtni ogmœrð. Svissiendingar enginn vildi lenda á eyðieyju meðþeim. Spánvajar afkáralegur og hlœgilegur leikamskapur. ítalir fyndnireinsogþeirem Frakkar efþeirem fyndnirfam þeirleynt meðþað. Bandarilgamenn hállgerðir bjálfar. Bretar langbesti húmor í heimL nema kannski þegar karlmennimir fara í kjóla Klisjan er eitthvað á þessa leið: íslendingar hafa að sönnu húmor, en hann er fram úr hófi kvikindislegur, rætinn og hérumbil alltaf á kostnað náungans. Græsku- laust gaman er hér nánast óþekkt. Danir, herraþjóð okkar forðum tíð, hafa góð- látlegan húmor, notalegan og prúðan þótt ekki sé hann allt- af á háu plani. Norðmenn eru varla skemmtilegir, nema þeir kannski slysist til þess af því þeir eru skyldir íslendingum. Svíar eru allsendis húmor- snauð þjóð, nema helst á fyll- eríum. Það sama gildir næst- um um Finna, en mitt í öllu þunglyndinu geta þeir þó verið fyndnir á einhvern draugslegan hátt — til dæmis ef þeir sjá útúrdrukkinn mann í druílupolli. Drukknir írar eru glaðir og fyndnir. Þjóðverjar eru beinlínis leið- inlegir, enginn vill kynnast nánar því samblandi af ýtni og mærð. Frakkar eru líka leiðinlegir, en gætu ábyggi- lega verið skemmtilegir ef þeir vildu láta svo lítið að tala við aðra en sjálfa sig. Enginn vildi lenda á eyðieyju með Svisslendingi, nema hann þurfi að leggja inn í banka eða láta gera við úrið sitt. Spánverjar eru útbólgnir af anda blóðs, dauða og nauta- ats — „sangria y muerte" — varla teljandi skemmtilegir, en hafa þó fullkomnað með sér dálítið afkáralegan leik- araskap sem getur verið hlægilegur. Italir eru skemmtilegir, en ekki vegna þess hvað þeir segja eða gera, heldur einfaldlega vegna þess hvernig þeir eru. Banda- ríkjamenn eru hálfgerðir bjánar og fyndni þeirra bernsk, sérstaklega í saman- burði við alla þá skemmtan sem hafa má af Bretum. Þeir hafa hárfínan og háþróaðan húmor sem er óviðjafnanleg- ur, sá langbesti í heimi. Þetta er náttúrlega þjóða- sálfræði af grófasta tagi; álíka mikill hálfsannleikur og aðr- ar klisjur sem menn binda trúss sitt við í hugsunarleysi. Húmor ákvarðast vitaskuld af fleiru en þjóðerni; við get- um nefnt upplag, stétt, menntun, aldur. Ekkert er heldur einhlítt: Hinir fínt- stemmdu Bretar vita fátt skemmtilegra en þegar karl- maður ærslast í kvenmanns- fötum. Þegar fyrstu kynnum sleppir verða drukknir írar ákaflega þreytandi. Þrátt fyr- ir bjánaskapinn í ýmsum Hollywoodmyndum (húmor- inn þar er reyndar að upp- runa til úr þýskum og ensk- um revíuhúsum) geta Banda- ríkjamenn stært sig af mörg- um ísmeygilegustu gaman- sagnahöfundum heimsbók- menntanna. Hitt er svo annað mál hvað fyndni eldist skringilega, hvernig það sem einu sinni virtist óstjórnlega fyndið hættir smátt og smátt að vekja hlátur. Það er til dæmis hálfleiðinlegt að sá góði mað- ur Chaplin, eins mikill snill- ingur og hann sannanlega var, virðist núorðið ekki nándar nærri eins skemmti- legur og hann var fyrir tutt- ugu árum, fjörutíu árum, sex- tíu árum. Einhvern veginn hafa líka horfið af íslensku leiksviði þeir danskættuðu söngleikir og revíur sem þjóðin taldi veigamestar leik- bókmenntir fyrr á öldinni. Það þýðir varla að sjá eftir Ævintýri á gönguför, fremur en Chaplin og Gög og Gokke; smekkurinn einfaldlega breyttist og það er ekkert víst að neinn hlæi að Monty Pyt- hon eða Home Alone eftir svosem hálfa öld. Kóraninn hefur verið talinn einhver húmorsnauðasta bók sem sett hefur verið á prent. Hið sama gildir varla um Biblí- una, enda varð íslenskur guð- fræðingur doktor í fyndni í Gamla testamentinu. Annar íslenskur fræðimaður hefur skrifað lærðar bækur um fyndni Egluhöfundar og aðra um fyndni Snorra Sturluson- ar, sem líkast til voru einn og sami maðurinn. Það þarf heldur ekki að lesa mjög vítt og breitt í íslendingasögum til að rekast á fyndni sem að mörgu leyti hefur staðist bet- ur tímans tönn en ýmislegt sem síðar var skrifað og kannski gagngert í því skyni að vekja hlátur hjá lesendum. Ýmist er þetta þurrpumpu- legur gálgahúmor eða dólgs- leg hæðni sem minnir ekki svo lítið á atriði úr kvikmynd- um nútímans. Eða mætti ekki vel hugsa sér glottið á Clint Eastwood einhvers staðar nærri frægum atburði á Hlíð- arenda sem greint er frá í Njálu: Þorgrímur Austmaður gengur frá, helsærður af lag- vopni Gunnars. Hann er spurður: „Hvort er Gunnar heima?" Og svarar að bragði: „Vitið þér það, en hitt vissi ég, að atgeir hans var heima." Fellúr síðan dauður niður. Eða frásögnin af villtum drykkjuskap Egils Skalla- grímssonar hjá Armóði, þar sem segir: „Egill fann þá, að honum myndi eigi svo búið eira; stóð hann þá upp og gekk um gólf þvert, þangað er Ármóður sat; hann tók höndum í axlir honum og kneikti hann upp að stöfum. Síðan þeysti Egill upp úr sér spýju mikla og gaus í andlit Ármóði, í augun og nasirnar og í munninn; rann svo ofan um bringuna, en Ármóði varð við and- hlaup, og er hann fékk önd- inni frá sér hrundið, þá gaus upp spýja." Skopið er hvorki smátt né fínlegt — mætti ekki vel hugsa sér einhverja af Monty Python-leikurunum í hlut- FYNDNIR ÍSLENDINGAR Snorri Sturluson; þurrpumpulegur gálgahúmor og dólgsleg hæðni. Jónas Hallgrímsson; einni og hálfri öld síðar er erfitt að hlæja að fyndni hans. Benedikt Gröndal; ótaminn fáránleiki sem fáum hefur tekist að líkja eftir. Halldór Laxness; fyndnin er hluti af stórri mynd, er Gerpla fyndnasta bók á íslensku? Þórbergur Þórðarson; ólíkur Halldóri, en litlu ófyndnari. Guðbergur Bergsson; hinn mikli háðfugl íslenska allsnægtasamfélagsins. Stuðmenn; voru fyndnir án þess að vera kvikindislegir. Hvað finnst pqimfyndið? MATTHÍAS VIÐAR SÆMUIMDSSON BÓKMENNTAFRÆÐINGUR „Ætli það sé ekki svarti húmorinn í íslendingasögum sem mér finnst einna sterk- astur, til dæmis atriði í Njálu, sem öllu mátulega illa inn- rættu fólki hlýtur að þykja gaman að. Ljóð sumra róm- antísku skáldanna slaga hátt í fornsögurnar, sérstaklega getur Jónas verið fyndinn. Benedikt Gröndal er lika fyndinn, í Þórðar sögu Geir- mundssonar og köflum úr bréfum eftir hann er einhver ótaminn fáránleiki sem fáum hefur tekist að líkja eftir. Ég á erfitt með að sjá að fyndnir höfundar hafi komið fram á sjónarsviðið eftir Laxness og Thor, þótt margir hafi verið að rembast finnst mér eins og síðari kynslóðir hafi verið hálfhúmorsnauðar. íslenskur húmor held ég sé dálitið eins og veðurfarið, og reyndar hugarfarið líka: rysjóttur, gengur á með éljum, grár, napur, kvikindislegur og gjör- samlega laus við hlýju." SIGURÐUR G. TÓMASSON ÚTVARPSMAÐUR „Mér kemur fyrst í hug Dægradvöl Benedikts Grön- dals og fleiri verk eftir hann. Fóstbræðrasaga finnst mér líka fyndin bók. Svo er reynd- ar ein smásaga, fljótlesin en afspyrnu fyndin, Hernaðar- saga blinda mannsins eftir Halldór Stefánsson. Um nú- tímahöfunda er varla hægt að segja að þeir séu fyndnir síðan þeir móðguðust yfir nafnbótinni „fyndna kyn- slóðin". Þegar íslenskur húm- or er hvað bestur finnst mér einkenna hann svolítið neyð- arleg illkvittni, þó ekki meið- andi svo orð sé á gerandi. Annars er ég ekki viss um að íslendingar séu mjög fyndnir, nema svona óvart. Eg þori ekki einu sinni að staðhæfa að til sé einhver sérstök „ís- lensk fyndni" — reyndar kom hér forðum tíð út bókaflokk- ur undir því nafni, en það safn Gunnars frá Selalæk er í besta falli neftóbaksfróðleik- ur.“ STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR „Þær bókmenntir sem rísa hæst hjá okkur eru um leið þær fyndnustu, íslendinga- sögur, Halldór Laxness og Þórbergur. Húmor íslend- ingasagna er sér á báti, kald- ranalegur, sadískur, mynd- rænn, eins og þegar Þorgrím- ur Austmaður segir þau tíð- indi að Gunnar á Hlíðarenda hafi drepið sig. Halldór er svo undarlegur höfundur að hon- um tekst að vera fyndinn ein- mitt þegar síst skyldi og at- burðarásin hálfpartinn bann- ar manni að hlæja, til dæmis í íslandsklukkunni þegar Jón Marteinsson og Jón frá Grunnavík eru að bardúsa með líkið af Magnúsi í Bræðratungu. Þórbergur er gerólíkur Halldóri, bæði sem höfundur og húmoristi, en litlu ófyndnari. íslenskur húmor? Ef við berum hann saman við enskan húmor, sem er talinn þurr og kaldur, þá er sá íslenski kaldur og blautur og hráslagalegur og yfirleitt alltaf á kostnað ann- arra, ólíkt dönskum húmor, sem er lúnn og meinlaus. ís- lenskur húmor er alveg yfir- gengilega persónulegur, en hins vegar er íslendingum ekki gefin sú íþrótt að gera grín að sjálfum sér." GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR KVIKMYNDA- GERÐARMAÐUR „Ég er svo kvikmyndalega og leikhússinnuð að ég hef aldrei hlegið jafnhátt og á sýningu Grænjaxlanna sem Pétur Gunnarsson og Spil- verk þjóðanna settu á svið hérna um árið. I bíói hef ég aldrei hlegið jafnmikið og á Hvítum máfum Stuðmanna og sá myndina reyndar aftur nýlega og fannst hún ennþá fyndin. Þetta er náttúrlega spurning um stemmningu, en

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.