Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 FYRST&FREMST jón hannibalsson. Hann kvaddi vin sinn og nafna Jón Óttar Ragn- arsson í Leifsstöð. bjarni friðriksson. Bókaforlag hans, Líf og saga, felldi gengið á Halldóri á Kirkjubóli um 99 prósent. JÓN BALDVIN í LEIFSSTÖÐ AÐ KVEÐJA JÓN ÓTTAR Óvænt koma Jóns Bald- vins Hannibaissonar utan- ríkisráðherra í Leifsstöð skömmu eftir áramót vakti nokkra athygli. Jón Baldvin var þar reyndar mættur í ákveðnum erindagjörðum, því hann var að kveðja vin sinn, Jón Óttar Ragnars- son, fyrrverandi sjónvarps- stjóra og rithöfund. Jón Óttar var á förum utan til náms, en hann hyggst nú leggja stund á kvikmyndahandritsgerð. Þótt ekki væri um opinbera veisluathöfn að ræða vakti koma þeirra nafna nokkra at- hygli, en þeir brugðu sér meðal annars inn í betri stof- una í stöðinni. Sögðu sumir að kveðjuathöfnin hefði bor- ið keim af því sem tíðkast þegar um opinberar persón- ur er að ræða. RÍKIÐ SKOÐAR SAMBANDSHÚSIÐ Búið er að leita til fjármála- ráðuneytisins um kaup ríkis- ins á Sambandshúsinu við Kirkjusand. Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra er að skoða málið. Ekki er kom- ið að því að ákveða hvort hús- ið verður keypt, en ekki er heldur búið að útiloka kaup. Það voru hvorki Sigurður A. Markússon, stjórnarfor- maður Sambandsins, né Guðjón B. Ólafsson forstjóri sem leituðu til ríkisins, heldur Sverrir Kristjánsson og Þórólfur Halldórsson í fast- eignasölunni Eignamiðlun sem komu hugmyndum um kaup á húsinu á framfæri við fjármálaráðuneytið. Kaupi ríkið húsið er talið fullvíst að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið flytji á Kirkjusand. Ekki er vitað hvernig Sighvatur Björg- vinsson tekur í þessar hug- myndir. Ef af kaupunum verður og heilbrigðisráðuneytið flytur fær Tryggingastofnun aukið húspláss, en eins og kom fram í úttekt ríkisendurskoð- unar á stofnuninni býr Trygg- ingastofnun við afar þröngan húsakost. KVÓTINN LÆKKAR í VERÐI Verð á framtíðarkvóta hef- ur farið lækkandi undanfarið. Ekki alls fyrir löngu var kvót- inn seldur á 180 til 200 krón- ur. Nú hefur verðið hrapað og mun vera um 160 krónur um þessar mundir. Astæðan er sögð sú að stærstu og öflugustu útgerð- arfyrirtækin, svo sem Sam- herji, Útgerðarfélag Akureyr- inga, Hrönn á ísafirði, Skag- strendingur, Grandi og önnur ámóta fyrirtæki, hafa ekki sóst eftir kvóta í sama mæli og áður. Sú staðreynd að Brynjólf- ur Bjarnason í Granda og aðrir ráðandi forstjórar í út- gerð hafa dregið að sér hend- ÆSTISTRUMPUR Á BLÖNDUÓSI Litlu bláu Strumparnir hafa heldur betur slegið í gegn. Ekki er það þó kynlíf litlu greyjanna sem farið hefur fyrir brjóstið á fólki heldur kafli úr svæsinni klámmynd. sem er aftan við einhverjar Strumpamyndir. Eitt þessara myndbanda, með kiámefn- inu, hefur verið til útleigu í Essóskálanum á Blönduósi. „Ég fór upp í skála til að ná í spóluna eftir að ég heyrði fréttina í útvarpinu og skoð- aði hana. Eftir að Strumpun- um lýkur kemur nokkurra mínútna eyða en þá byrjar um það bil tíu mínútna kafli úr grófri klámmynd," sagði Finnbogi Hilmarsson, rekstrarstjóri söluskálans, í samtali við PRESSUNA. Finnbogi segir að myndin hafi ekki verið mikið í út- leigu. Að hans sögn eru það oft börn, skiljaniega, sem taka myndina, en engar kvartanir hafa borist frá for- eldrum. Þannig að ef til vill hefur eyðan forðað börnun- um frá því að þurfa að berja þetta augum, að minnsta kosti virðast þau ekki hafa rpinnst á aukamyndina við foreldra sína. Aukamyndin var með þýsku tali og sýndi fjórar ákafar manneskjur í ástaleik. Hvernig það fór fram verður Blöndósingum hulið í fram- tíðinni, því að sjálfsögðu er búið að taka spóluna úr um- ferð. urnar varð sem sagt til þess að fella kvótann í verði. Það sannast enn og aftur hversu mikil áhrif stóru fyrirtækin hafa á markaðinn. Þetta verðfall kemur ýms- um illa. Þar á meðal er bæjar- sjóður Ólafsvíkur, sem borg- aði um 200 krónur fyrir kílóið þegar hann keypti þrjá báta úr þrotabúi Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. Tap bæjarsjóðs er 30 til 50 milljónir króna.. HALLDÓR Á KIRKJUBÓLI SELDUR MEÐ 99% AFSLÆTTI Það er ekki á hverjum degi sem rúmlega ársgamlar bæk- ur eru seldar með 99% af- slætti, en þó má nú fá á þeim kjörum bók Halldórs Krist- jánssonar á Kirkjubóli, „I dvalarheimi", sem inniheldur ræður Halldórs. Bókin var gefin út árið 1990 og var af- mælisbók til heiðurs Halldóri og fyrst og fremst seld til áskrifenda. Bókin hefur aldr- ei verið seld í bókabúðum, en birtist nú á útsölu og hefur verðið verið fært niður úr 2.500 krónum í 25 krónur. Fyrir þessar 25 krónur má fá mögnuðustu bindindisræður landsins. LOGIÐ Á ÞINGI Miklar umræður hafa verið á Alþingi síðustu daga um ósannsögli og jafnvel hreinar og klárar lygar. Tveir ráðherr- ar hafa verið sakaðir um að fara ekki með rétt mál, þeir Halldór Blöndal landbún- aðar- og samgönguráðherra og Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráð- herra. Stjórnarandstæðingar hafa mikið tekið til máls og sakað ráðherrana tvo um lygar: Halldór vegna samninga við Samskip og Sighvat vegna frumvarps sem Guðmundur Bjaraason, fyrrverandi ráð- herra, hafði kynnt um skerð- ingu ellilífeyris. Það sem hefur komið fólki mest á óvart við þessar uppá- komur er að flestir telja að áður hafi verið farið með ósatt mál á hinu háa Alþingi án þess það kallaði á svona sterk viðbrögð. friðriksophusson. Hann er að skoða hvort ríkissjóður eigi að slá til og kaupa Sambandshúsið á Kirkjusandi. jónóttarragnarsson. Hann er farinn utan til náms. Sjálfur utanríkisráðherrann sá ástæðu til að fylgja honum á flugvöllinn og gleðja hann með smáveislu áður en hann sté um borð í vélina. þórólfur halldórsson. Hann bankaði upp á hjá fjármálaráðherra og bauð honum Sambandshúsið. Ekki hefur verið rætt um verð á húsinu. brynjólfur bjarnason. Hann hefur ekki eins mikinn áhuga á kvóta og áður. Afleiðingarnar eru verðfall. sig- hvatur bjórgvinsson. Það er mikið að gera. Á þingi er hann sakaður um lygi og svo er hann jafnvel að flytja í nýja og glæsilega skrifstofu við Kirkjusand. halldór blöndal. Hann hefur, eins og Sighvatur, þurft að hvítþvo sig af fullyrðingum stjórnarandstæðinga um lygar. Geir, hefurðu leitt hug- ann að því að gefa kost á þér í landsliðið á ný? ,,Ef ég kœmi ad gagni, þá mundi ég gera þaö.“ Geir Hallsteinsson var í ára- raðir fremsti handboltamaður okkar. Búið er að ganga á eftir eldri leikmönnum að undan- förnu með þeim árangri að Kristján Arason er í landslið- inu á ný. L í T I L R Æ Ð I af hófbrotamönnum Mér er sagt að það sé aðal- lega í svartasta skammdeg- inu sem sálfræðingar geti komið að góðum notum. Þetta er vafalaust útaf því að í skammdeginu eru allir svo rosalega svartsýnir og þunglyndir og þegar sálar- ástandið er þannig kvað ekkert vera heillavænlegra en að upplifa sálfræðing í sjón og raun, orði og æði. Allur bölmóður hverfur við það eitt að heyra í sál- fræðingi. Nú er frá því að segja að á hverjum mánudagsmorgni hef ég í meira en áratug not- að það sem meðal gegn ill- viðráðanlegri svartsýni að lofa guð fyrir að vera ekki timbraður eftir helgina. Einfaldasta leiðin til að vakna ekki timbraður á mánudagsmorgni er talin vera að sofna ekki drukkinn á sunnudagskvöldi. Margsannað er að hóf- drykkjumenn sem sofna mjög drukknir vakna alveg jafn timbraðir og kóf- drykkjumenn. Síðasta mánudagsmorgun vaknaði ég að vanda í of- boðslegu svartsýniskasti út- af skammdeginu, en var fljótur að bregða á gamla trikkið að leita glætuna uppi. Eg byrjaði á því að lofa guð fyrir fullt tungl. Og sem ég var að þakka guði fyrir að fá að vera ótimbraður á þess- um skammdegismánudags- morgni var þakkargjörðin rofin af morgunútvarpi Rás- ar 2 sem kynnti „sálfræðing fangelsismálastofnunar". Maðurinn fangaði athygli mína og rauf þarmeð þakk- argjörðina. Og ég fann hvernig svart- sýnin hvarf einsog dögg fyr- ir sólu, því einsog ég sagði áðan tek ég gleði mína við það eitt að heyra i sálfræð- ingi, þó það sé bara í útvarp- inu. Verð ekkert nema eyrun. Það sem hér var til um- ræðu var það hvernig hægt væri að koma sæmilegum skikk á ofdrykkju og alkó- hólisma með varíasjónum í meðferð, sem byggjast á þeirri gefnu forsendu að alkóhólismi sé „hegðun" en ekki „sjúkdómur". Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt. Það var svo undurbjart yf- ir sálfræðingnum þegar hann upplýsti að ofdrykkju væri hægt að laga með því að setja alkóhólista í með- ferð þar sem þeim væri kennt að drekka soldið minna. Breyta „kófdrykkjunni" í „hófdrykkju". Sálfræöingurinn viður- kenndi að það gæti að vísu gefið góða raun fyrir alkó- hólista að bregða á það ráð að hætta ofneyslu áfengis, með því að hætta að drekka áfengi, en benti í leiðinni á vænlegri kost, sérstaka enska hófdrykkjumeðferð sem leiddi til þess að hægt væri með góðum árangri að halda áfram að drekka þó maður væri hættur að drekka. Og nú fór heldur að lifna yfir mér á þessum skamm- degismánudagsmorgni með sálfræðing fangelsismála- stofnunar í eyrunum. Og ég hugsaði sem svo: — Nú er lag að gerast hóf- drykkjumaður og dreypa settlega á víni kvölds og morgna og um miðjan dag öllum til gagns og gamans. Enginn vandi að hætta án þess að hætta alveg. Gæta hófs. Vonandi getur sálfræðing- ur fangelsismálastofnunar nýtt sér í starfi enska hóf- drykkjumeðferðarformið, svo skjólstæðingar hans hætti vanabundnum umsvif- um, en haldi samt áfram í hófi. Gerist „hófbrotamenn". Þá verða síbrotamenn hóf- brotamenn, af því þeir hætta að gerast brotlegir nema öðru hverju, ofbeldismenn og nauðgarar fara að taka fórnarlömbin blíðlegri tök- um, hvítflibbaglæponar stela lægri upphæðum, eit- urlyfjasjúklingar sprauta sig bara annanhvorn dag og alkarnir breytast í hóf- drykkjumenn. Og þá mun rætast það sem stendur í vísunni góðu: Orykkjusýki sefa má sálina og holdið ef hafa menn þann háttinn á að hætta — en drekka soldið.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.