Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 34
34
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992
H E S T A R
AHUGAMAÐURINN
Pálmi Gestsson leikari
MaÖur
Fer ljr
SAMlbANdÍ
Pálmi Gestsson leikari
kvartar undan því að hafa lít-
ið getað sinnt hestadellu sinni
siðastliðin tvö ár vegna anna
við leik í Þjóðleikhúsinu og
fréttastarfa á ’90 og ’91 á Stöð-
inni. Hann á tvo hesta, sem
ganga úti núna uppi í Kjós.
Af hverju eru leikarar
svoria mikid í hestamennsku?
„Ég er ekkert viss um að
það sé meira en í öðrum stétt-
um. Það ber kannski bara
meira á því. Það er til dæmis
fullt af flugmönnum í hesta-
mennsku, það ber ekki eins
mikið á þeim."
Hvaö er svona gaman viö
þetta?
„Maður kemst í samband
við eilífðina og almættið, það
er engin spurning.”
Hvernig þá?
Pálmi hlær að fávisku
minni. „Það er dálítið erfitt
að útskýra það. Það er alveg
furðulegt sem gerist, maður
gleymir sér gjörsamlega.
Maður fer úr sambandi við að
ríða út á góðviðrisdegi í fal-
legu umhverfi. Það er ekkert
til þvílíkt. Þetta er líka svo
rosaleg afslöppun.”
Kanntu ekki góöa hesta-
sögu?
„Ja, ég var nærri búinn að
drepa mig, annan og hrossið
líka í Víðidalnum fyrir nokkr-
um árum. Þá missti ég stjórn
á öllu saman. Hesturinn varð
snarvitlaus þegar ég hleypti
honum á vellinum. Það varð
ekki við neitt ráðið; hestur-
inn stefndi beint á mann sem
var þarna að væflast og ég
lokaði bara augunum. Þetta
var svona nokkurs konar
blindhlaup. Þegar ég opnaði
augun aftur var enginn dá-
inn."
Þetta er góður
flutningsmáti og
margfalt betri en
skipaflutningar.
Síðustu tíu ár hefur útflutn-
ingur á hestum farið vaxandi,
sérstaklega síðustu tvö árin. í
fyrstu voru hestarnir aðal-
lega fluttir út með skipum, en
síðustu ár hafa íslenskir
hrossaræktendur þó í vax-
andi mæli notfært'sér flugið
sem flutningsmáta. Á árinu
1991 voru flutt út á bilinu
17—18 hundruð hross. Þar af
voru þúsund þeirra flutt með
Flugleiðum yfir hafið. Pétur
Esrason er sölustjóri hjá Flug-
leiðum og hefur hestaflutn-
ingana á sinni könnu.
„Við flytjum hestana fyrst
og fremst til Billund í Dan-
mörku. Þaðan eru þeir fluttir
með trukkum til Norð-
ur-Þýskalands, þ.e. Hamborg-
arsvæðisins. Flutningar til
Ostende í Belgíu hafa verið
að aukast, því þaðan er
styttra að fiytja hrossin til
Suður-Þýskalands og Hol-
lands."
Hvad er flogiö reglulega?
„Það er svona að jafnaði á
þriggja vikna fresti. Mest er
flogið um vetrarmánuðina,
nóvember/apríl, en minnst á
sumrin."
Hvernig er hlúö aö hestun-
um um borö?
„Við notum Boeing 727 til
flutninganna og þær geta tek-
ið níutíu hesta. Við fyllum oft-
ast vélarnar í hverri ferð. Um
borð eru grindur, sem eru
hólfaðar niður, svokallaðar
stórgripagrindur. í hverju
hólfi eru um sjö hestar.”
Er þetta öruggur flutnings-
máti fyrir svona viökvœm
RAÐUNAUTURINN Gunnar Bjarnason hrossaræktarráðunautur
HvaÓ qAMAN VÆRÍ AÖ
R/EkTA IslENdÍNqA bETUR
Gunnar Bjarnason hefur
starfað sem hrossaræktar-
ráðunautur hjá Búnaðarfé-
laginu frá 1940 þar til hann
lét af störfum í fyrra. Hann
hefur verið í fararbroddi
þeirra manna sem látið hafa
sér annt um örlög islenska
hestsins og stuðlað að fram-
gangi hans. Gunnar hefur
skrifað mikið um hestamál,
og fræga má nefna Ættbók
og sögu íslenska hestsins,
sem kom út í sjö bindum og
er eins konar biblía íslenskra
hestamanna. Gunnar stofn-
aði Landssamband hesta-
mannafélaga 1949 og í fram-
haldi af því efndi hann til
fyrstu sýningar sinnar teg-
undar á landinu, á reiðhest-
um og kynbótahrossum, sem
haldin var á Þingvöllum
1950. Árið 1951 stofnaði
hann reiðskólann á Hvann-
eyri og sama ár alþjóðlegt fé-
lag um verndun hinna fornu
landshestakynja í Evrópu.
„í kringum 1950 voru örfá-
ir hestamenn í landinu,
kannski um 200. Hesta-
mennska er listgrein. Þeir
voru margir hestamennirnir
eins og listamennirnir; blaut-
ir. En hestamennirnir voru
ekki á kvennafari um allan
bæ og á fylleríi í kjöllurum
hjá ríku og fátæku fóiki. Þeir
voru úti á þjóðvegunum,
syngjandi glaðir, en voru fyr-
irlitnir sem bullur. Þannig
voru leifarnar af hestamönn-
um í landinu á þessum tíma.
Þessu liði safnaði ég saman
og bjargaði islenska hestin-
um með sýningunni á Þing-
völlum 1950. Það var fæðing-
arár íslenska reiðhestsins í
heiminum.”
Hvert má rekja uppruna ís-
lenska hestsins?
„Hann er hreinræktaður
og eini hreinræktaði afkom-
andi germanska hestsins.
Germanski hesturinn náði að
Rínarfljóti, en seinna barst
hann til Bretlands og Skand-
inavíu. Hann fluttist til ís-
lands á landnámsöld frá
Norður-Skotlandi, Noregi,
Danmörku og Svíþjóð. Hvort
maður kallar hestinn ger-
manskan eða íslenskan er
álitamál. Ég kallaði hann ger-
manskan í áróðursskyni þeg-
ar ég var að opna hjarta Þjóð-
verja fyrir íslenska hestinum.
Þjóðverjar eru allir „rasistar"
frá tímum Hitlers, þegar þeir
vildu helst láta kynbæta
Þjóðverja með íslendingum,
hreinustu aríunum.”
Paö hefur gengiö í þá?
„Já, nú eru íslenskir hesta-
menn að brjálast, vegna þess
að Þjóðverjar eru bráðum
komnir með eins marga
hesta og íslendingar, og farn-
ir að selja til Ameríku. í
Bandaríkjunum hafa fáir hug-
mynd um hvað Island er, en
glenna upp augun þegar tal-
að er um germanskan hest,
því þar eru Þjóðverjar út um
allt. íslenskir hestamenn eru
dálítið viðkvæmir fyrir því,
að hesturinn sé sagður ger-
manskur. Þeir kenna mér um
þetta."
Hver eru sérkenni íslenska
hestsins?
„Það er gangurinn. Hann
fer fimm gangtegundir, þegar
hann er taminn til þess og
ræktaður. Það má segja að ís-
lenski hesturinn sé eina kyn-
ið sem ræður við allar fimm
gangtegundirnar. Fyrir það
er hann frægastur úti í heimi.
íslenski hesturinn fer fet-
gang, tölt, brokk, skeið og
stökk. Útlendir reiðhestar
fara fetgang, brokk og stökk.
Svo eru til fjórgengir hestar,
aðallega í Suður-Ameríku,
sem fara fetgang, tölt, brokk
og stökk."
Hvaö á aö einkenna gœö-
ing aö mati ykkar rœktunar-
ráöunauta?
„Til þess að vera gæðingar
þurfa hestar í fyrsta lagi að
búa yfir miklum vilja, í öðru
lagi að vera geðgóðir. Sumir
hestar hafa tilhneigingu til að
vera hrekkjóttir og skapvond-
ir, óþolandi skepnur að um-
gangast. Aðrir hestar geta
hins vegar verið eins og hálf-
guðir að skapgerð; vitrir, vin-
gjarnlegir, næmir og við-
kvæmir. Gæðingar búa yfir
þessum kostum að viðbættri
hreyfingarhæfni ballerínunn-
ar. Þeir þurfa að vera liðugir;
að geta hreyft fæturna eftir
þessum sérstaka takti sem
töltið krefst. Það þýðir að þeir
þurfa að hafa jafnvægi í
vöðvabyggingu, jafnvægi í
hlutfölium, lengd og hæð.
Einnig mjúkan og sveigjan-
legan hrygg, til að geta
slöngvast áfram í hreyfing-
unni.”
Hvaöan koma bestu hest-
arnir?
„Það eru fjórir ættstofnar
sem eru uppistaðan í hrossa-
rækt í dag. Það eru skagfirsku
hrossin; Svaðastaðahrossin
og Kolkuóshrossin, og Kirkju-
bæjarhrossin. Frægust núna
eru Hindisvíkurhrossin frá
Húnavatnssýslu svo og
Hornafjarðarhrossin. Þessir
ættstofnar hafa fengið heims-
útbreiðslu og viðurkenningu
í fjórtán þjóðlöndum.”
/ hverju er starf hrossa-
rœktarráöunautarins fólgiö?
„Verkefni hans er að skipu-
leggja kynbætur. Við stofnuð-
um hrossaræktarfélög, héld-
um svo sýningar fjórða hvert
ár í landshlutunum og völd-
um kynbótagripi. Við skoð-
uðum óvanaða stóðhesta og
hryssur og völdum úr til und-
aneldis til að skapa hestunum
hæfileika. Hrossarækt bygg-
ist fyrst og fremst á einstak-
lingum, sem hafa í sér list-
rænt eðli. Án þess getur eng-
inn ræktað hross. Mozart gat
ekki orðið sá snillingur, sem
hann var, nema með þvi að
búa yfir þessum sérstaka eig-
inleika, sem ekki finnst í
hverjum sveitahreppi. Dæmi
um slíka hæfileikamenn er
hann Þorkell á Svaðastöðum.
Hann bjó yfir því innsæi, sem
þurfti til að gera íslenska
hestinn að því sem hann er í
dag. Það er þetta innsæi sem
þarf.
Það er eins með hrossa-
rækt og þegar menn skoða
stelpurnar í háskólanum. Það
er ekki nóg að hafa þær bara
fríðar. Gott innsæi hjálpar
mönnum að skynja hvort
þær eru efni í mellur, eða göf-
ugar mæður og fullkomnar
konur. Það er stórkostlegt
ævintýri að geta skapað eitt-
hvað. Ég oft hugsað um það,
Það er eins
með hrossa-
rœkt og þegar
menn skoða
stelpurnar í
Háskólanum;
það er ekki
nóg að hafa
þær bara
fríðar.
hvað þarf að gera við mann-
kynið þegar það er orðið
sjúkt af offjölgun og til að
koma í veg fyrir að fólk með
sjúkdóma og óeðli æxlist
jafnt og fólk, sem er kosta-
fólk. Hugsaðu um þetta,
góði."
dýr? Fœlast hestarnir ekkert?
„Þetta er mjög góður flutn-
ingsmáti og margfalt betri en
skipaflutningar. Með okkur
komast hestarnir á áfanga-
stað á nokkrum klukkustund-
um, í staðinn fyrir marga
daga, ef notast er við skip.
Auk þess er bannað að flytja
hesta með skipum vissa mán-
uði á veturna, af veðurfars-
ástæðum. Það hefur ekkert
farið úrskeiðis hjá okkur. Við
tökum hestana um borð í
Keflavík, þeir ganga beint um
brú úr bílunum í gám, sem
við síðan lyftum upp í vélina
og hleypum hestunum út.“
Hvernig er öryggiseftirliti
meö þessum flutningum hátt-
aö?
„Fyrst og fremst eru hross-
in náttúrlega skoðuð af dýra-
lækni í Reykjavík. Dýralækn-
ir er viðstaddur hleðsluna
hér og annar afhleðsluna úti,
auk þess erum við með sér-
fræðing um borð sem er með
svartan poka."
Svartan poka?
„Já, svarta tösku, fyrir fjár-
byssu og einhver deyfilyf ef
eitthvað kemur upp á.“
Hversu margir fylgja hest-
unum út?
„Það eru tveir fylgdar-
menn og þriðji, sem er
hleðslustjóri vélarinnar og
fylgir henni alltaf."
eftir að ég hætti í hestastúss-
inu, hvað gaman væri að
rækta ísienska kynið betur.
Gelda nauðgara, þjófa og
glæpamenn. Einangra eyðni-
sjúklinga, eins og áður var
gert við holdsveika. Laugar-
nesspítali var notaður til að
einangra þá holdsveiku á sín-
um tíma og við útrýmdum
berklunum með einangrun.
Núna er unnið rangt að
þessu. Það er reynt að lengja
líf manna með eyðni. Það
þýðir minni þjáning, meiri
smitun. Þetta væri aldrei gert
í hrossaræktinni. Eyðnisjúk-
lingar ganga frjálsir í þjóðfé-
laginu með sjúkdóminn í
staðinn fyrir að hafa þá á ein-
angruðum stað. Hann má
heita menningarstofnun fyrir
sérstakt fólk eða eitthvað svo-
leiðis.”
Þaö eru þessi mannréttindi,
sem hestar hafa ekki, sem
koma í veg fyrir aö hugmynd-
ir þínar veröi aö veruleika:
„Menn þurfa að vera rækt-
unarráðunautar til að sjá,
FLUTNINGSMAÐURINN Pétur Esrason sölustj
Hestar á FLuqi
ori