Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 M E N N Sigurður Geirdal Kosningasmali í bæjarstjóraleik Sigurður Geirdal naut sín vel sem formaður ung- mennafélaganna í eina tíð. Hann stóð sig líka vel sem þinglóðs Framsóknarflokks- ins á sínum tíma. Þegar heitt var í kolunum i þinghúsinu og menn þeystu á milli her- bergia til að fella ríkisstjórn eða bjarga henni við var Sig- urður hinn rólegasti, sagði gamansögur og brosti við öll- um. Hann var eins og gang- andi hlé. Dreifði um sig ró- lyndi hvert sem hann fór. Þegar félagar hans í bœjarstjórninni spyrja hann hvort ekki sé ráð að hœkka fasteignagjöldin svarar hann því til að þá sé hœtta á að gamla fólkið eigi ekki ístrœtó... Birgir Dýrfjörð var þing- lóðs Alþýðuflokksins á svip- uðum tíma. Þótt Birgir sé ekki jafnléttlyndur og Sigurð- ur voru þeir af sama stofni. Menn sem laðast að félags- skapnum í stjórnmálaflokk- unum, fljóta með á fundi, hlæja dátt í pásum, eru öllum mönnum duglegri í kosninga- hasarnum og fá smásporslu á nokkurra ára fresti að laun- um. Sigurður fékk eina slíka fyrir nokkrum árum. Hann fékk að leiða lista Framsókn- ar í Kópavogi, en málsatvik höguðu því svo að nú er Sig- urður bæjarstjóri. Það hefði einhverjum þótt fyndið fyrir fáeinum misser- um. Til að átta sig á því hvað það er í raun fyndið geta menn ímyndað sér Birgi Dýr- fjörð sem bæjarstjóra í Hafn- arfirði. En sjálfsagt þykir Kópa- vogsbúum þetta ekkert sér- staklega fyndið. Það hefur nefnilega komið í Ijós að Sig- urður býr að uppeldi sínu í Framsóknarflokknum. Hann kann að vera innan um menn sem hafa völd, hann kann að hlæja með þeim og vinna fyr- ir þá en það er langt frá því að hann hafi nokkra reynslu af því að fara með einhver völd sjálfur. Hann kann ekki einu sinni að taka ákvarðanir. Þess vegna lætur hann Gunnar I. Birgisson um það. Og á meðan Gunnar stjórn- ar bænum leikur Sigurður bæjarstjóra. Hann reynir að apa upp eftir þeim Steingrími og Halldóri það sem hann lærði niðri í þinghúsi á með- an hann var þinglóðs. Hann fer úr jakkanum á bæjar- stjórnarfundum. Hann dreg- ur menn út í horn til að fá málin á hreint. Hann lemur í borðið til að Ijá orðum sínum meiri þunga. En hann er hins vegar engu nær um hvað málin snúast um. Ekki frekar en þegar hann var þinglóðs hérna á árum áður. Hann er svo djúpt sokkinn í þennan leik að hann hefur ekki tekið eftir því að heyrn- inni hefur hrakað. Þegar fé- lagar hans í bæjarstjórninni spyrja hann hvort ekki sé ráð að hækka fasteignagjöldin svarar hann því til að þá væri hætta á að gamla fólkið ætti ekki í strætó. En þótt hann svari stund- um út í hött skiptir það ekki svo miklu máli. Aðalatriðið er að hann svarar af þunga og festu, eins og sá sem valdið hefur. Hann lætur engan vaða ofan í sig. Ekki frekar en Steingrímur gerði þegar Sig- urður var þinglóðs og fylgdist með honum. ÁS Fyrirtæki Herlufs Clausen ÚLðGLEG SAU ÁFENGIS Herluf Clausen. Fyrirtæki í eigu Herlufs Clausen hefur verið staðið að því að flytja inn áfengi í gegnum sérpöntunarþjónustu ÁTVR og selja það veitingahúsum í Reykjavík - en slíkt er ólöglegt. Fyrirtæki í eigu Herlufs Clausen hafa verið staðin að því að flytja inn áfengi í gegn- um sérpöntunarþjónustu ÁTVR og selja á veitingahús- um í Reykjavík. Þetta er lög- brot. Málið kom upp á yfir- borðið seint á síðasta ári, en var ekki kært til lögreglu. PRESSAN hefur staðíestar heimildir fyrir því að tvö fyr- irtækja Herlufs, Café Ópera og Konráð Axelsson hf., hafi haft forgöngu um áfengis- pantanir í gegnum sérpönt- unarþjónustu ÁTVR og selt það síðan öðrum veitinga- húsum. Samkvæmt áfengis- löggjöfinni má veitingahús, sem kaupir áfengi af ATVR, eingöngu selja það viðskipta- vinum sínum, en ekki selja áfram til óskyldra aðila. Ein- ungis var hægt að færa sönn- ur á ólöglega sölu lítils magns og mun það vera ástæða þess að ekki var kært í málinu, en heimildir PRESSUNNAR herma að um hafi verið að ræða þúsundir lítra. Eftirlitsmenn vínveitinga- húsa sem heyra undir emb- ætti lögreglustjóra eiga að fylgjast með því að áfengis- lögum sé framfylgt. í þessu tilfelli kom málið þó ekki til kasta þeirra, heldur lenti beint inn á borð til ÁTVR, sem afgreiddi málið með til- mælum um að þetta gerðist ekki aftur, þegar borið var við vanþekkingu og misgán- ingi. Konráð Axelsson hf. er í eigu Herlufs Clausen og er umboðsaðili fyrir áfengi. PREiSSAN leitaði til Herlufs vegna málsins, en hann vís- aði á Birgi Hrafnsson, for- svarsmann Konráðs Axels- sonar. Birgir sagði að veit- ingahús tækju sig stundum saman í víninnkaupum til að ná fram hagræðingu og hag- stæðara verði, en sagðist ekki vita til þess að það væri lögbrot að sá, sem keypti af ÁTVR, seldi áfram til ann- arra. Hann kannaðist heldur ekki við að ÁTVR hefði gert athugasemdir við áfengisinn- kaup tengd fyrirtækinu. Ákvæði áfengislaga og tengdra reglugerða eru skýr hvað þetta snertir. í því til- viki, sem hér um ræðir, keypti Café Ópera áfengið af ÁTVR og endurseldi síðan öðrum veitingastöðum. Björgun Einars Guðfinnssonar hf. á Bolungarvík Vilja gera upp skattaskuldir með skuldabréfi Friðrik Sophusson hefur fengið beiðni um að færa skatta- skuld EG yfir á skuldabréf í annað sinn á tveimur árum. Bæjarstjórn Bolungarvíkur bíður nú tilbúin með 50 millj- ónir króna sem eiga að greið- ast til fyrirtækisins Einars Guðfinnssonar hf. á Bolung- arvík. Um er að ræða seinni- hluta 100 milljóna króna lán- veitingar sveitarfélagsins til fyrirtækisins. Fyrri 50 milljónirnar voru greiddar út á gamlársdag og meðal annars notaðar til að greiða opinberum aðilum hluta ar vanskilaskuldum. Greiddi fyrirtækið þá hafnar- gjöld, hluta af skyldusparn- aði og staðgreiðsluskuldir. Ekki náðist þó að greiða að fullu niður staðgreiðsluskuld. Bæjarstjórnin hefur sett ýmis skilyrði fyrir því að fyr- irtækið fái seinni 50 milljón- irnar. í fyrsta lagi krefst hún þess að fá tryggingabréf upp á 25 milljónir með veði í skip- um og kvóta fyrirtækisins. Með þessu á að tryggja að kvótinn fari ekki burtu. Á móti kemur að bæjarsjóður ætlar að greiða vexti af 80 milljónum af þessu fyrir fyrir- tækið fyrstu tvö árin. Auk þessa hefur verið farið fram á að fyrirtækið fái að semja um ógreidd opinber gjöld við fjármálaráðuneytið. Þar eru þó undanskildar stað- greiðsluskuldir og skuld á virðisaukaskatti. Þarna er fyrst og fremst um að ræða aðstöðu- og fasteignagjöld, auk ýmissa launatengdra gjalda. Það sem hins vegar hefur staðið í mönnum er að fyrir tveimur árum fékk fyrirtækið að greiða opinber gjöld með nokkrum skuldabréfum. Sameiginlegur höfuðstóll þeirra var 50,5 milljónir króna og mun verulegur hluti þess vera í vanskilúm og reyndar kominn í innheimtu hjá lögfræðingi. Stærsta bréf- ið. upp á 36 milljónir, var út- gefið af fyrirtækinu Hólum hf. Þar að auki hefur fyrir- tækinu reynst ókleift að standa í skilum við helsta lán- ardrottin sinn, Atvinnutrygg- ingasjóð. Veröld Gjaldþrot upp á tugi milljóna Gjaldþrot Veraldar verður upp á tugi milljóna króna. Sem dæmi má nefna að krafa Flugleiða verður vart undir 25 milljónum. Mestur hluti kröfunnar er vegna þess að Flugleiðir tóku að sér Kanarí- eyjaferðir Veraldar, en eins og PRESSAN hefur áður greint frá var búið að greiða Veröld tíu til tólf milljónir króna inn á þessar ferðir. Hluti Flugleiðakröfunnar er vegna annarra skulda Verald- ar og Svavars Egilssonar við félagið. Helgi Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnu- ferða/Landsýnar og formað- ur Félags íslenskra ferðaskrif- stofa, segir að félagið hafi gert tillögur um stofnun sjóðs sem ætlað verði það hiutverk að grípa inn þegar eitthvað þessu líkt gerist. Helgi segir að félagið hafi komið þessum hugmyndum sínum á framfæri við tvo samgönguráðherra, Stein- grím J. Sigfússon og Harald Blöndal. Ekki hefur enn orð- ið af stofnun sjóðsins.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.