Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR PRESSAN 16. JANÚAR 1992
33
KEPPNISAAAÐURINN Sigurbjörn Bárðarson, hestamaður ársins
Þaö Fer saman aö vera MÚsíkAlskuR oq
qÓðuR hESTAMAðuR
Sigurbjörn Bárðarson er
svona altmulig-maður í
hestamennsku. Hann hefur
undanfarin þrjú ár verið út-
nefndur hestamaður ársins af
Hestamannafélagi íslands.
Sigurbjörn á að baki mikla
sigra í hestaíþróttinni og á af-
rekalistanum er bæði heims-
meistara- og Evrópumeist-
aratitill. Þegar blaðamaður
stakk upp á því að fá mynd af
honum með allt bikarasafnið
í bakgrunni hló Sigurbjörn og
taldi fjarstæðu að koma því
öllu á mynd.
,,Ég stunda alla þætti hesta-
mennskunnar; allt frá ferða-
lögum, sýningum og keppn-
um í útflutning og kaup."
Hver eru einkenni góðs
hestamanns?
,,Hann þarf að vera yfirveg-
aður og ákveðinn. Hann þarf
að hafa kynnst fjölda hesta til
að komast í kynni við sem
flestar hestagerðir og vera
fljótur að greina þær. Góður
hestamaður þarf að vera sál-
fræðingur í eðli sínu, næmur
og hafa takt í sér. Hestamönn-
um er oft líkt við tónlistar-
menn; það fer oft saman að
vera músíkalskur og góður
hestamaður."
Nú hlýtur þetta að uera
spurning um samspil knapa
og hests. Hversu stór er þátt-
ur hvors um sig?
„Rallökumönnum dugar
ekki að vera á góðum bílum.
Þeir verða að hafa kunnáttu
til að keyra. Hestur er nauð-
syn, þú gerir ekkert án þess
að hafa góðan hest. Hins veg-
ar gefur það augaleið að það
eitt og sér dugar ekki. Þetta
er samvinna knapa og hests.
í prósentum má segja að hlut-
ur knapans sé 60% og hests-
ins 40%, þótt erfitt sé að segja
til um það.“
Þú hefur unnið margar
keppnir í gegnum tíðina.
„Þér hefði nú dugað að
koma í heimsókn til mín, þá
mundirðu ekki spyrja voða
mikið í sambandi við það.
Maður hefur unnið til flest-
allra titla sem hægt er að
vinna í hestamennsku; orðið
heimsmeistari, Evrópumeist-
ari og tugfaldur íslandsmeist-
ari, Reykjavíkurmeistari og
Suðurlandsmeistari í gegnum
tíðina. í gegnum keppnisferil,
sem spannar árafjöldann frá
því ég byrjaði, hef ég sankað
að mér á annað þúsund verð-
launagripum. Maður hefur
verið virkur í þessu.“
/ hvaða grein varðstu
heimsmeistari?
„Ég varð heimsmeistari í
tölti á heimsmeistaramótinu í
Austurríki 1987. Að vinna tölt
er eftirsóknarverðasti sigur
sem hægt er að vinna í hesta-
íþróttinni. Árið 1981 í Noregi
varð ég Evrópumeistari, sam-
anlagður sigurverari. Ég hef
lent í því undanfarin ár að
vera útnefndur skeiðreiðar-
maður ársins. Þetta er veitt
erlendis og kallað „pace-ri-
der of the year“. Til að vinna
þennan titil þarftu að eiga
þrjá bestu tíma í skeiði sam-
anlagt. Ég er búinn að hreppa
þann titil æði oft. Maður fær
svona álímingarmerki á jakk-
ann sem á stendur: Skeiðreið-
armaður ársins, og jakkinn
minn er orðinn þakinn þessu.“
Hvernig standa þeir hestar
sig, sem ræktaðir eru hérna
heima, í samanburði við ís-
lenska hestinn, sem rœktaður
er erlendis?
„íslenski hesturinn stendur
sig frábærlega í keppni við
erlenda ræktun á íslenska
hestinum. Við eigum bæði
metin í 150 og 250 metra
skeiði. Við erum í fararbroddi
í ræktun og höidum góðu for-
skoti. Við Islendingar þurfum
alltaf að selja okkar hesta að
lokinni keppni erlendis. Oft-
ast eru þetta ungir hestar sem
líklegir eru til að verða topp-
hestar. Andstæðingar okkar
eru að kaupa þessa hesta af
okkur og mæta okkur síðan
með þá fullþjálfaða eftir tvö
ár eða svo. Þannig að við sitj-
um ekki við sama borð og
keppendur erlendis."