Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 45
______FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992_ LÍFIÐ EFTIR VINNU 45 ...fær Ólafur G. Einarsson fyrir að leggja niður Bokaútgáfu Menningarsióðs og Þjóðvinaféíagsins og selja okkur bækur hennar á spottprís. Vonandi fer Friðrik Sopíiusson að ráði hans þegar ÁTVR verður lagt niður. EINFARI - TVIFARI „Þetta er fyrsta stóra sýn- ingin hér heima eftir anna- söm ár úti í Hollandi og Belg- íu. Á sýningunni verða teikn- ingar, klippimyndir og Ijós- myndir auk valinna kafla úr vasaleikritum," segir Þor- ualdur Þorsteinsson mynd- listarmaður, sem á laugardag- inn opnar sýningu í nýupp- gerðu Nýlistasafni. Þorvaldur hefur einnig unnið skúlptúra, en sýning á þeim bíður betri tíma. ,,Eg valdi að sýna ein- göngu þessa tegund verka til að rugla ekki sjálfan mig og aðra í ríminu," útskýrir hann. Þorvaldur er í föstu sam- starfi við gallerí í Hollandi, Belgíu og Þýskalandi, en þar hefur honum verið tekið hreint ágætlega. Nú er hann kominn heim og ætlar að vinna hér. Þorvaldur segist ekki trúa öðru en hægt sé að vinna hér á landi en halda jafnframt stöðu sinni úti. „Nú er horft á listaverkin, ekki listamanninn sjálfan og hvernig týpa hann er. Og menn gleyma ekki verkun- um,“ segir hann. Kemur það ekki niður á þér sem listamanni að vasast í svona mörgu? „Ekki í mínu tilviki. Ég hef lært að vinna á ólíkum vettvangi á sama tíma. Og mér hefur lærst að nýta það sem styrkleika," er svar Þorvaldar. Sýningin í Nýlistasafninu verður opnuð á laugardag- inn, er eitthvað annað í gangi? „Þessa dagana er ég að velta fyrir mér hvort ég sé einfari, eins og Hrafn Gunn- laugsson, eða tvífari." Bicnchet Bráðlega verður frumsýnd Regnboganum kvikmyndin Ricochet. Þetta er hörku- spennumynd með Denzel Washington og John Lithgow aðalhlutverkum. Það er Joel Siluer sem framleiðir mynd- ina en hann framleiddi Die Hard- og Lethal Wea- aon-myndirnar. Leikstjóri er Russel Mulcahy. Myndin segir frá ungum lögregluþjóni, Nick Styles Washington), sem kemur morðingjanum Earl Talbot Blake (Lithgow) í fangelsi. Ár- in líða og Styles gengur allt í haginn. A meðan situr Blake inni, en hann er ekki búinn að gleyma manninum sem kom honum í fangelsi heldur hyggur á hefndir. Hann ætlar sér þó ekki að drepa Styles, það sem hann hefur í hyggju er öllu verra. Blake strýkur úr íangelsinu og hrindir ráðagerð sinni af stað og hlutirnir fara að ger- ast. Miðað við það sem áður hefur komið frá aðstandend- um Ricochet er ekki að efa að næg verða hasarinn og spennan. Reykjavíkur. Á efnisskránni eru verk eftir Hauk Tómasson og Jean Damase til dæmis. Klukkan hálfeitt á miðvikudag eru síðan Háskólatónleikar í Norræna húsinu. feójii+i TIM BOWER MAXWELL — THE OUTSIDER Maxwell, dauður eða lifandi, virðist alltaf ná að vera í fréttum. Það vissu flestir að ferill hans væri skrautlegur en engan óraði fyrir þeim ósköpum sem komu í Ijós eftir dauða hans. Bower setti saman bók um „skúrk aldarinnar" árið 1988 og hefur nú endurút- gefið hana með við- bótum og er til dæmis með nýjustu kenning- ar um dauða Max- wells. Frísklega gert, en upp á 568 bls. Fæst í Eymundsson og kostar 770 kr. í fjöl- miðlaflokknum fær hún 7 af 10. MYNDLISTIN Þorvaldur Þorsteinsson opnar á laugardaginn sýningu í Ný- listasafninu. Þorvaldur er með fleiri járn í eldinum því enn hanga uppi maskaðar Ijós- myndir á Mokka. En á laugar- daginn opnar hann semsagt stóra og spennandi sýningu í Nýlistasafninu. Ingibjörg Eyþórsdóttir opnar málverkasýningu í Nýhöfn á laugardag. ísak Harðarson og meistari Kjarval eru enn á Kjarvalsstöð- um. Þar hefur verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða gestum safnaleiðsögn. Á laugardögum og sunnudögum klukkan fjögur mun sérfræðingur safnsins taka á móti gestum og lóðsa þá um safnið. Og enn stendur yfir sýning listamannanna frá Venesúela í menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg í Hafnarfirði. Þann 18. janúar opnaði Svala Sigurleifsdóttir sýningu á portrettmyndum af listamönn- um i Galleríi Sævars Karls. Myndir Svölu eru svarthvítar Ijósmyndir sem málað hefur verið í. SJÓNVARPIÐ Á laugardagskvöld sýnir Ríkis- jónvarpið franska sakamálm- ynd um leynilögguna Navarro sem fer sínar eigin leiðir i starfi. Skemmtileg tilbreyting að fá að fylgjast með frönskum löggum í stað þeirra bandarísku. Á sunnudaginn klukkan hálftvö eru Lukku-Láki og Daltón- bræður í Sjónvarpinu. Við mælum eindregið með mynd- inni fyrir alla fjölskylduna. Stöð 2 sýnir gamanmyndina Gluggapóst með Brian Denne- hy á morgun. Hún fjallar um mann sem ákveður að gera heimili sitt óháð ytri öflum. Gæti verið fyndin. Á laugardaginn sýnir Stöð 2 spennumyndina Nábjargir með Tom Berenger í aðalhlutverki. Prestur tengdur Mafíunni skýt- ur skjólshúsi yfir stúlku á flótta undan Mafíunni. Sálarháski sérans er mikill. BÍÓIN________________________ BÍÓBORGIN: Billy Bathgate** í Vinscslustu myndböndin 1. A Kiss before dying 2. Hrói höttur 3. Mermaids 4. Green Card 5. Silence of the Lambs 6. Out for Justice 7. The Pope must die 8. Dansar við úlfa 9. Murder 101 10. Three men and a little Lady dulargervi** Flugásar** Aldrei án dóttur minnar* BÍÓ- HÖLLIN: Kroppaskipti** Tíma- sprengjan* Svikahrappur- inn** Dutsh** Eldur, ís og dínamít0 HÁSKÓLABÍÓ: Belli- brögð 2** Mál Henrys*** Addams-fjölskyldan** Af fingrum fram** Tvöfalt líf Ver- óniku*** The Commit- ments*** LAUGARÁSBIÓ: Glæpagengið** Barton Fink*** Prakkararnir 2* REGNBOGINN: Náin kynni0 Fjörkálfar* Heiður föður míns** Ó Carmela** Homo Faber*** Fuglastríðið** SÖGUBÍÓ: Flugásar** Thelma og Louise*** STJÖRNUBl'Ó: The Fisher King*** Tortím- andinn 2*** Börn náttúrunn- VibiÍA, þA .. . að karlmannsskyrta kostar 350 krónur í Peking, 1,104 krónur í Bangkok, 2.100 krónur i Washington og 4.250 krónur í Stokkhólmi? .. . að samkvæmt upplýsingum frá Stofnun um málefni indíána velta bingóhallir á verndar- svæðum indíána í Bandarikjun- um um 100 milliónum doll- ara eða um 5,7 milliörðum ís- lenskra króna? . . . að konur sem starfa við al- mannatengsl i Bandarikjunum þéna um 20 búsund dollurum (1,2 milliónum íslenskra króna) minna en kpllegar þeirra af karlkyni. Á einni starfsævi bera konunar um einni millión dollara (60 milliónum íslenskra) minna úr býtum en karlarnir? ... að mengunarvarnagrímur, sem framleiddar voru fyrir her- menn sem börðust á oliusvæð- um Kúvæt og ætlaðar voru til varnar mengun frá brennandi oliulindum, hafa verið settar á almennan markað i Bandarikj- unum. Þær eru vinsælar af skokkurum í stórborgum. Stykkið kostar 339 dollara og 95 sent (2.299 krónur og 95 aura íslenska)? Moulin Rouge hvað annað? Léttur þægilegur matseðill Pizzur eins og þær eiga að vera RESTAURANT Laugavegi 126, sími 16566 - tekurþér opnum örmum BIOIN NÁIN KYNNI Intimate Stranger REGNBOGANUM Allt frá því Elvis Presley lék í 38 biómyndum á átta árum kringum 1960 hafa ótrúlega margir popparar reynt fyrir sér á hvíta tjaldinu með álíka sorglegum árangri — þótt enginn þeirra hafi verið jafnafkastamikill og kóngurinn sjálfur. Eina undantekningin frá þessum slælega árangri er Cher. Hún hefur sýnt fram á að lélegur poppari getur orðið góður leikari. I þessari mynd sýnir Blondie fram á að það er ekki algilt. 0 KROPPASKIPTI Switch BÍÓHÖLLIN Þótt brandararnir séu þunnir og sumir jafnvel þynnri en sagan þá má vel láta tímann líða við að horfa á Ellen Barkin. Og stundum er hægt að hlæja. Það segja læknarnir að sé dýrmætt. -k-k

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.