Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 31 við vinnuna í kaup. Notaðu þær upplýs- ingar til að sá öfund og ill- gimi. 52 i Segðu dónabrandara í kaffitimanum. 53 Káfaðu á vinnufélög- um þínum og kássastu upp á þá. 54 ■ Vertu ekkert að segja sannieikann um hæfileika þína þegar þú ræður þig í vinnuna. Segðu að þú sért tölvusnillingur, þótt þú kunn- ir ekki einu sinni á vasa- reiknivél. Segðu að þú sért al- talandi á frönsku, þýsku og rússnesku. 55 Taktu þér stöðu inni á kaffistofu þegar þú mætir í vinnuna. Vertu ekkert að hafa fyrir því að hreyfa þig þaðan. 56 1 Tileinkaðu þér óvin- sælar skoðanir. Reyndu að vinna þeim fylgi á vinnu- staðnum. 57: Steyptu þér í skuldir. Láttu rukkarana elta þig í 58i 1 Fáðu vinnufélagana til að ljúga því að þú sért ekki við þótt þú sitjir á næsta borði. EYSTEINN HELGASON Það veit aldrei á gott að komast upp á kant við forstjórann. Guðjón sambandsforstjóri lét Eystein fara í taugarnar á sér og Eysteinn missti vinnuna hjá lceland Se- afood í Bandaríkjunum. 59 Farðu fram úr fjárlög- um. (Hingað til hefur það dugað fæstum til að missa vinnuna, en það gæti breyst.) Komdu með hundinn í vinnuna. Segðu dóna- brandara í kaffitímanum. Klæddu þig skringilega. Flissaðu þegar forstjórinn ætlar að tala við þig. Vertu fúll og sljór. Það eru til ótal aðferðir til að láta reka sig úr vinnu. Hér eru nokkrar sem hafa reynst vel. 60 ' Vertu alltaf á vitlausum stað á vitlausum tíma. 61 Reyktu eins og skor- steinn. Láttu ekkert á þig fá þótt vinnufélagarnir kvarti yfir brælunni. Sígarettur eru ágætar, en þó er enn áhrifa- ríkara að reykja vindla eða pípu. 62 Notaðu neftóbak. Nef- tóbaksblettir á skjölum verða þér ekki til framdráttar. 63 Stattu aldrei í skiium með neitt. Kenndu tölvunni þinni, vinnufélögum, yfir- mönnum um þegar er kvart- að yfir seinaganginum í þér. 64 „Æ, ég gleymdi því," er afsökun sem mun ekki auka hróður þinn á vinnustað. 65 Láttu allt fara úr bönd- unum. Þá fyrst er tímabært að gera einhverjum viðvart. 66 1 Fáðu þér aukavinnu. Notaðu vinnutímann til að sinna henni. 67 Kauptu þér sjoppu. Notaðu vinnutímann til að reka hana. 68 Þusaðu stanslaust yfir því hvað maturinn í mötu- neytinu sé vondur. 69 1 Einsettu þér að taka aldrei til á skrifborðinu hjá þér. Hálfétnar samlokur, háíf- drukknar kókflöskur og fullir öskubakkar eru mörgum þyrnir í augum. 70 1 Gakktu í trúfélag. Mættu í einkennisklæðum þess í vinnuna. Notaðu vinnutímann til að útbreiða boðskapinn. MAGNÚS THORODDSEN Áfengi er viðkvæmt mál á flestum vinnustöðum, að minnsta kosti í seinni tíð. Magnús var látinn fara úr Hæstarétti fyrir að kaúpa einar 1.400 vínflöskur á kostnaðar- verði. 71 Flissaðu þegar forstjór- inn reynir að ræða við þig um aðhald í rekstri fyrirtækisins. 72 Láttu kjósa þig i stjórn íþróttafélags. Notaðu vinnu- tímann til að standa í alls kon- ar snatti fyrir það. 73 Vertu skringilega klæddur. Vinnufélagar þínir kunna að þegja þunnu hljóði, en þeim finnst það óþægi- legt. ALBERT GUÐMUNDSSON Albert var rekinn úr rík- isstjórn Þorsteins Páls- sonar þegar upp komst að hann hefði ekki talið rétt fram bónus- greiðslur frá Hafskip sáluga. Nokkuð algengt er að slíkt leiði til at- vinnumissis erlendis, en sjaldgæfara hér á landi. 74 Fáðu þér kassettutæki og spilaðu dauðarokk eða ar- abíska þjóðlagatónlist þegar aðrir eru að reyna að vinna. 75 Vertu fúll og pirraður og reyndu ekki einu sinni að fela það. 76 i Taktu að þér að selja happdrættismiða og safna peningum fyrir alls konar samtök. Notaðu vinnutímann til að safna og selja og gefðu ekkert eftir. 77 Leggðu í vana þinn að mæta síðastur allra á morgn- ana og fara fyrstur ailra síð- degis. 78i 1 Forðastu að þurfa að taka ábyrgð á einu eða neinu. 79 Notaðu skrifborðið þitt til að geyma þar harðfisk, kæsta skötu, ost eða annað sem lyktar ferlega. 80] 1 Hvettu til verkfalla og vinnustöðvunar af minnsta tilefni, til dæmis ef vantar bakkelsi með kaffinu. K Y N L I F Barnafíklar og grjótkast í gegnum tíðina hafa alit- af verið til einstaklingar sem lýðurinn hefur for- dæmt og af ýmsum ástæð- um. Væru það ekki hórur þá annaðhvort holdsveiki- sjúklingar, nornir eða hommar. Nú á tímum má nefna barnafíkla — þá sem laðast kynferðislega að börnum og fá kynferðis- lega útrás með þeim. Hver hefur ekki lesið eða heyrt um vændiskonuna sem stóð til að grýta til dauða en ...Erlendis eru til félög eða pedófíl- grúppur sem vilja láta lækka lögaldur svo það verði leyfilegt að hafa kynmök við börn. þá kom þar að maður nokkur sem sagði: „Sá yð- ar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum." Þarna var verið að höfða til mann- úðar þeirra sem ætluðu að drepa hana. Þegar umræða um kynferðisafbrot á hend- ur börnum komst í hámæli hér á landi ekki alls fyrir löngu varð fólk skelfingu lostið og þá hljómuðu radd- ir sem vildu helst láta „brenna glæpamanninn á báli“. Viðhorfin eru ekki ósvipuð viðhorfum þeirra sem vildu kasta grjótinu forðum daga. Nú megið þið ekki mis- skilja mig og halda að ég sé að mæla gegn viðurlögum við kynferðisafbrotum. Alls ekki. Ég vil að barna- fíklar eigi þess kost að fá hjálp, ekki bara fórnarlömb þeirra, því margir pedófílar átta sig á að hegðun þeirra er eyðileggjandi fyrir barn- ið og þá sjálfa. En stundum nægir viljinn ekki til að breyta atferli eða löngun. Það þekkjum við frá reyk- ingamönnum og alkóhól- istum. Sama er með gredd- una eða lostann. Þegar reykingamaðurinn eða alkóhólistinn biður um hjálp vegna löngunar sem hann eða hún ræður ekki við með viljanum einum eru flestir boðnir og búnir til að hjálpa. En skyidi barnafíkill biðja um hjálp er samúð fólks af skornum skammti. Þetta ástand bítur í skottið á sér, því hver vill leita sér hjálpar ef hann á yfir höfði sér grjótkast? Málið verður enn flókn- ara þegar kemur í ljós að þótt sumir pedófílar vilji leita sér aðstoðar eru þeir til sem vilja það ekki. Er- lendis eru til félög eða pedófílgrúppur sem vilja láta lækka lögaldur svo það verði leyfilegt að hafa kyn- mök við börn. í stefnu- skrám þeirra er að finna atriði sem mörgum þætti einkennilegt að lesa. Hjá einum slíkrasamtaka, „The Childhood sexuality circle" í San Diego í Kaliforníu- fylki, kemur til dæmis fram í stefnuskránni að börn eigi rétt á vernd gegn kynferð- islegu misrétti og eigi sjálf rétt á að velja sér rekkju- naut. Segjum sem svo að fullorðinn karlmaður hafi mök við strák. Hvað gerist þegar strákurinn verður kynþroska — líkaminn fær á sig mynd ungs manns og hann verður ekki lengur sami „sexí, litli strákurinn" í augum þess fullorðna? Verður unglingnum hent út í horn? Hvað með kynferð- islegt misrétti í þessu sam- bandi? Slíkar hreyfingar pedófíla vekja upp margar ógurlega viðkvæmar spurningar sem érfitt er að ræða, því hætt er við að taugatitringúrinn verði alls ráðandi. 7 Því angrar marga pedó- fíla hversu slæm ímynd þeirra er í augum almenn- ings. Eitt er að upplýsa al- menning um að flestir barnafíklar eru hvorki gamlir saurlífisseggir né árásarhneigðir örvitar. Annað er að mæla með kynferðislegri misnotkun barna. Börn eru ekki smækkaðar útgáfur af full- orðnu fólki heldur einstakl- ingar sem eru á miklu þroska- og mótunarskeiði. Það er óhætt að segja að mikill meirihluti barna yrði afar skelkaður ef hann væri beðinn að hafa kynmök við fullorðna manneskju. „Hversu lágt er hægt að leggjast?" hraut af vörum manns um daginn og ég læt þessi orð hans vera loka- orðin að sinni. Jónsdóttir Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.