Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 44

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 44
44 _____FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992_ LlFIÐ EFTIR VINNU UppÁlHAlds VÍNÍð Halldór Fannar tannlæknir „Um þessar mundir er þad Tawny-porluín, sem á aö uerda „uery old", en ég lagdi þaö í haustiö 1988 og setti lohs undir tappa núna í des- ember 1991. Þaö hefur allt sem þarftil aö heita eöaluín; litardýpt, ilman, bragö og styrk, eftir markuissa meö- höndlun. Einungis einn Ijóö- ur uarð á löguninni. Hán gaf ekki nógu margar flöskur." Fimm blautir dropar „Við keyrðum niður Lauga- veginn og skrifuðum hjá okk- ur nöfnin á öllum búðunum. Það er kaffihús beint á móti Ólympíu sem heitir Tíu drop- ar og þegar við sáum það datt nafnið upp úr okkur," segir Haraldur Leonhardsson, trommari Blautra dropa. Blautir dropar er tveggja ára hljómsveit, en hún hefur starfað í hálft ár í núverandi mynd. Hljómsveitina skipa, auk Haraldar, þeir Gunnar Eggertsson, Stefán Henrys- son, Brynjar Reynisson og Jó- hann Kjœrnested. Droparnir spila rokk og ról og souitón- list, en enn sem komið er ekkert frumsamið efni. Á því verður væntanlega breyting, því stefnan hefur verið sett á að fara í hljóðver í næsta mánuði. „Við ætlum að taka upp lag og reyna svo að koma okkur á safnplötu í sumar," segir Haraldur. En stór plata, er hún ekkert á leiðinni? „Ég ætla ekki að gefa nein loforð en draumur- inn er að koma út stórri plötu. Það verður þó ekki strax,“ eru lokaorð Haraldar. Magnús og lóhanntaka saman á ný „Við erum búnir að tala um það lengi að gera eitthvað saman.og núna virðast mús- íkstraumarnir liggja þannig að áhugi sé fyrir dúettum," segir Magnús Þór Sigmunds- son, helmingur dúettsins Magnúsar og Jóhanns. Magn- ús Þór og Jóhann Helgason spiluðu saman fyrir margt löngu við gríðarlegar vin- sældir. Þeir hafa ekki spilað saman í mörg ár ef undan er skilin jólaplata sem kom út fyrir nokkrum árum. „Það er mjög langt síðan við höfum unnið saman af einhverri al- vöru,“ segir Magnús. Nú eru þeir teknir til starfa á ný og plata á leiðinni. Hún kemur út með vorinu og það er PS músík sem gefur hana út. Magnús segir þá ætla að starfa saman að minnsta kosti þetta ár og það ætti að vera gömlum og nýjum aðdáend- um Magnúsar og Jóhanns fagnaðarefni. „Dúettar eru svolítið sér- stakt fyrirbæri og allt í einu virðist vera pláss fyrir þá. En það er ekkert víst að þetta hefði gengið fyrir 2—3 ár- um,“ segir Magnús Þór. ræða drukkinn? „Nei það held ég ekki. Ég held ég hafi aldrei lent í neinum árekstr- um, ég hef alveg sloppið við allt svoleiðis." Hvaða orð lysir þer best? „Venjulegur." Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? „Að njóta lífsins og hafa gaman." Víkingur Kristjánsson er farinn að halla allveru- lega í tvítugt og er nem- andi á félagsfræðibraut í Flensborg I Hafnarfirði. Víkingur er oddviti nem- endafélagsins og hefur í ýmsu að snúast í því sam- bandi. Hann er hrútur og á föstu. Hvað borðarðu í morg- unmat? „Bara það sem hendi er næst." Kanntu brids? „Nei, það kann ég ekki og get ekki sagt að ég hafi áhuga á að læra það.“ Kanntu að elda? „Nei, ekki mjög mikið, en ég get þó búið til dágóða ommelettu." Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „Á Ítalíu. Ég hef komið þangað og það er eitthvað heillandi við land- ið." Hugsarðu mikið um það í hverju þú ert? „Ég er svo sem ekkert fatafrík en maður vill ekki vera druslulegur." Hefurðu lesið biblíuna? „Svona brot og brot. En ég hef áhuga á að lesa hana alla.“ Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Nei, ætli það. Að minnsta kosti ekki fyrr en ég er orðinn gamall og grár og fátt verður eftir til að upp- lifa.“ Syngurðu í baði? „Ég masa heilmikið við sjálfan mig og raula svona eitt og annað." Hvaða rakspíra notarðu? „Obsession og Gucci.“ Trúirðu á ást við fyrstu sýn? „Já, ég geri það og hef upplifað slíkt." Ertu daðrari? „Það finnst mér ekki, nei.“ Við hvað ertu hræddast- ur? „Dauðann trúi ég.“ Hefurðu verið til vand- jbJUUUHG dUme/t, Sólveig Eiríksdóttir fatahönnuður PRESSAN fékk Sólveigu til að stilla upp ímynduðu kvöldverðarboði þessa vikuna. Hún mátti bjóða hverjum sem er, ímynd- uðum sem raunveruleg- um persónum. Gestir hennar eru: Babette henni verður leyft að vera gestgjafi. Frida Khalo Nicki de Sainthalle og Chud Sherman þessum þremur konum er boðið í veisluna af því að þeim þykir svo gaman að vera í fínum búningum. Vilmont Houdini hann er kalypsókóngur frá Trinidad og á að syngja og vera með óvæntar uppákomur. Tom Waits til að hjálpa Houdini. Holger Czukai himalajapoppari með meiru — hann á að hjálpa Houdini og Waits. Mér fitmst oftgleymast hvað tnenn eins og ég eru þjóðhagslega hagkvæmir. Ég drekk íslenskt brennivín og spara þvt gjaldeyri. Ég hafði bilpróf aðeins samtals íþrjti ár af siðusta áratug og spændi því ekki upp götumar né mengaði andriimsloftið. Ég vinn sjaldan og tek ekki vinnufrá þeim sem ■ hana vilja. Samt bið ég ekki ttm tteittn skatta- afslátt. Aðeins stná verðlækkun hjá ÁTVR. í upphafi máltíðar en ekki til neyslu. 8. Að þráspyrja gestinn hvernig maturinn sé. 9. Að bera fram kaffiuppáhelling sem er eldri en tuttugu mínútna. 10. Að útskýra fyrir gestinum hvers vegna þessi réttur eða þídtfdUt ENYA SHEPHERD MOONS Síðasta plata Enya (já, hann hefur gert þrjár), Watermark, var ein af þessum einstöku plöt- um sem slá í gegn þvert á allar markaðs- reglur. Það endurtekur sig sjaldan og því kom það verulega á óvart að Shepherd Moons var ein af vinsælustu plötunum fyrir jól, bæði hér heima og í Bretlandi. „Caribbean Blue", lagið og mynd- bandið sem á eftir fylgdi, réð eflaust miklu þar um. Músík fyrir aðdáendur Mikes Oldfield. Fær 7 af 10. hinn sé ekki til, eins og hægt sé að flytja sökina eitthvað út úr húsi. LEIKHÚSIN____________________ Á morgun frumsýnir Þjóðleik- húsið Eg heiti ísbjörg ég er Ijón eftir Vigdísi Grímsdóttur í leik- gerð Hávars Sigurjónssonar er leikstýrir einnig. Guðrún Gísla- dóttir og Bryndís Petra Braga- dóttir leika ísbjörgu. Önnur sýning er á sunnudaginn. Rómeó og Júlía verða á svið- inu í kvöld og á sunnudags- kvöldið. Himneskt er að lifa verður sýnt á laugardagskvöldið en sýning- um á þessu ágæta verki fer fækkandi. Kæra Jelena slær ekki slöku við og er sýnd í kvöld, sunnu- dagskvöldið og á miðvikudags- kvöldið. Það þarf varla að segja frá því að uppselt er á þessar sýningar allar. Reyndar er upp- selt á allar sýningar til níunda febrúar. Ljón í síðbuxum er enn á ferö í Borgarleikhúsinu. Sýnt verður á föstudagskvöldið og á sunnu- dagskvöld, en það verður næstsíðasta sýning. Síðustu sýningar á barnaleikrit- inu Ævintýrinu verða á sunnu- daginn. Og síðustu sýningar á Þéttingu verða á föstudag og sunnudag á Litla sviðinu í Borgarleikhús- inu. í kvöld og á laugardaginn verð- ur farsinn Ruglið á fjölunum. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Blóð hinnar sveltandi stéttar eftir Sam Shepard í Bæjarbíói í kvöld, föstudagskvöld og sunnudagskvöld. KLASSÍKIN___________________ í kvöld klukkan átta heldur Sin- fóníuhljómsveitin tónleika í Háskólabíói. Stjórnandi er Osmo Vanska og einleikari Tsymon Barto. Á efnisskránni er meðal arinars að finna verk eftir Finn Torfa Stefánsson. Á laugardaginn verða tónleikar Tónleikafélagsins i íslensku óperunni. Þar spila meðal ann- ars Bryndís Halla Gylfadóttir á selló og Snorri Sigfús Birgis- son píanóleikari. Tónleikarnir hefjast klukkan hálfþrjú. Quintessence-blásarakvintett- inn frá Svíþjóð leikur í Selfoss- kirkju klukkan fjögur á laugar- daginn. Meðal annars er á efn- isskránni verk eftir Áskel Más- son. Klukkan fimm á sunnudag er áhugaverð dagskrá í Hall- grímskirkju um sálmaskáldið doktor Sigurbjörn Einarsson. Þarverða sungnirsálmarSigur- björns, séra Bolli Gústavsson tók þessa dagskrá saman. Sænsku blásararnir verða í Norræna húsinu klukkan fimm á sunnudaginn. Og þeir sænsku verða síðan á ferðinni í Listasafninu á þriðju- daginn ásamt Blásarakvintett LÁRÉTT: 1 aumingi 6 kvenmannsnafn 11 hlaup 12 sárakanni 13 kurteisa 15 ráfar 17 eðlisfar 18söguburðs20 veitingastaður 21 slepja 23 aðstoð 24 kantur 25 heyið 27 bruðlaði 28 sælgæti 29 kvabb 32 landabréf 36 vagn 37 Ásynja 39 tómt 40 einatt 41 ljósta 43 gaddur 44 bókin 46 óætið 48 kjáni 49 syni 50 meiddan 51 hryggðin. LÓÐRÉTT: 1 fjúka 2 varptími 3 volgra 4 reiði 5 duglegur 6 kappsemi 7 ofsi 8 blaut 9 hringfara 10 einvaldi 14 snemma 16 rykkornið 19 ólmist 22 skrafið 24 kjöltra 26 skynjaði 27 sáld 29 gangs 30 skolla 31 kirtlar 33 lokaðir 34 karlmannsnafn 35 hópurinn 37 sárin 38 skína 41 flöt 42 lokaorð 45 nudd 47 brún.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.