Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992
ERLENDAR FRÉTTIR
Yitzhak Shamir stýrir nú minnihlutastjórn í
ísrael og kosningar munu fara fram eftir tvo
til þrjá mánuði. Á sama tíma standa við-
kvœmar friðarviðrœður við araba yfir og
framtíð ísraels kann að vera í húfi. Um það
verður ekki síst kosið og munu nýir innflytj-
endur vera í oddaaðstöðu í kosningunum.
Cicciolina
hættir
ítalska klámstjarnan og
þingkonan Cicciolina hyggst
hætta afskiptum af stjórnmál-
um til þess að sinna fyrri
hugðarefnum, þ.e.a.s. klám-
myndaleik. Stalla hennar,
Moana Pozzi, hyggst feta í fót-
spor Cicciolinu inn á þing fyr-
ir Ástarflokkinn. Fyrir
skömmu hélt Pozzi blaða-
mannafund og lýsti yfir fram-
boðsáformum sínum. Hún
sagði ástæðu framboðsins
vera þá, að þjóðfélagið þarfn-
aðist meiri ástar. „Ég mun
gera allt, sem mér er líkam-
lega mögulegt, til þess að út-
breiða ástina innan þingsins."
Makarnir
slappari en
sjúlingarnir
Bandarísk rannsókn bendir
til þess, að mökum langlegu-
sjúklinga sé sjálfum hættara
við vanheilsu, bæði andlegri
og líkamlegri. 55% maka
sjúklinga í rannsókninni þjáð-
ust af þunglyndi, en í saman-
burðarhópi fólks, sem ekki
þurfti að sjá um sjúkan maka,
Ertu reiðubúinn til þess að
ganga til kosninga að nýju og
kanna þannig hug Georgíu-
búa í þinn garð?
„Til hvers? Næstu kosning-
ar verða að fimm árum liðn-
um. Ef þessir menn vilja vera
við stjórnvölinn verða þeir að
semja sig að leikreglum lýð-
ræðisins. Þeir segjast vera
lýðræðissinnar, en fara sínu
fram með ofbeldi og hernaði.
Ég held að Edúard Shevardn-
adze, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna,
standi á bak við þessa aðila.
Hann vill verða forseti Georg-
íu og það er augljóst. Hann
birtist dág hvern í sjónvarps-
viðtölum og segist reiðubú-
inn til þess að koma til Georg-
íu og hjálpa lýðræðinu og svo
framvegis. Og valdaræningj-
arnir eru ekkert að fela það,
að hann sé leiðtogi þeirra.
Þetta vita allir Georgíubúar.
Ef til vill er Shevardnadze
studdur af einhverjum öflum
í Moskvu, því það voru ekki
allir jafnánægðir með að ég
Fall ríkisstjórnar Yitzhaks
Shamir í ísrael á þriðjudag
kom fáum á óvart og í raun er
merkilegt hversu lengi hinni
ósamstæðu stjórn tókst að
hanga saman. Ljóst er að
gengið verður að kjörborð-
inu nú í vor og öðru fremur
verður tekist á um friðarvið-
ræður við araba.
Það voru örflokkar heittrú-
armanna, sem slitu stjórnar-
samstarfinu, en þeir gátu ein-
ungis sætt sig við friðarvið-
ræður á meðan ekkert kom
út úr þeim. Það breyttist í
fyrri viku þegar ísraelsstjórn
kvaðst geta gengið til við-
ræðna um tillögur palestínu-
araba, sem kveða á um sjálf-
stjórn araba á hernumdu
svæðunum. Næsti samninga-
fundur verður haldinn í
Moskvu 28. og 29. þessa
mánaðar.
Shamir, sem er leiðtogi
Líkúdbandalagsins, vill
ganga til kosninga sem fyrst,
því hann metur stöðuna sem
svo að nú sé byr, ísraelskir
kjósendur vilji hafa við
stjórnvölinn mann, sem er
harður í horn að taka og get:
ur samið um frið af styrk. í
þessu samhengi þreytist
Shamir ekki á að minnast á
að Menachem Begin hafi ver-
ið maðurinn, sem gat samið
frið við Egypta, og þótti hann
þó engin friðardúfa.
Shimon Peres, leiðtogi
verkamannaflokksins, segist
vilja ganga til kosninga hið
allra fyrsta, „helst þegar að
tveimur mánuðum liðnum,
skyldi ekki vilja ganga í þetta
nýja samveldi."
Áf hverju vildirðu það
ekki?
„Ég gat það ekki án sam-
þykkis þingsins og þjóðarinn-
ar. Ég átti þess engan kost að
ráðfæra mig við þingið eftir
að valdaránið hófst, en þetta
mál þurfti að athuga mjög
vel. Nú segist valdaklíkan
ætla að ganga í samveldið.
Við vitum ekki einu sinni
hvað þetta samveldi er. Er
þetta nýtt keisaraveldi eða
raunverulegt samveldi?"
í Georgíu heyrast raddir,
sem saka þig um að vera ein-
ræðisherra.
„Allt tal um einræði er
þvættingur. Þegar ég var við
völd ríkti þar raunverulegt
frelsi og lýðræði, það var
stjórnarandstaða og stjórnar-
andstöðublöð, fundafrelsi og
frelsi til að mótmæla. Núna
hafa þessir herrar, sem eru
við stjórnvölinn, bannað
mótmælafundi og blaðaút-
en fyrr má ekki halda þær“.
En þar til gengið verður til
kosninga situr minnihluta-
stjórn Shamirs. Næstkom-
andi mánudag verður reynd-
ar gengið til atkvæða um
vantrauststillögu Peresar á
stjórnina, sem hann leggur
fram á þeim forsendum að
efnahagur ísraels hafi ekki
verið jafnbágur í 20 ár. Engin
leið er að segja fyrir um
hvernig heittúarflokkarnir
munu greiða atkvæði um
hana.
Á hinn bóginn gætu ör-
flokkarnir lagt fram eigin
vantrauststillögu vegna frið-
arviðræðnanna og þá mun
stjórn Shamirs væntanlega
halda velli sakir atkvæða frá
stuðningsmönnum friðarvið-
ræðna innan Verkamanna-
flokksins og vinstriflokk-
anna.
Shamir segir að upphlaup
örfiokkanna muni engin af-
gerandi áhrif hafa á friðarvið-
ræðurnar, að minnsta kosti
ekki þannig að Bandaríkja-
stjórn þurfi að fyrtast við, en
eftir því sem nær dregur
kosningum í Bandaríkjunum
leggur George Bush meiri
áherslu á að einhver árangur
náist. Bandaríkjamenn hafa
svipu á ísraela, sem er trygg-
ing fyrir 580 milljarða króna
láni, sem ísraelar vilja taka
meðal annars til þess að
standa straum af gífurlegum
kostnaði vegna sífellds
straums nýrra innflytjenda
frá Rússlandi.
gáfu. Þeir skjóta á fjölda-
fundi. Þetta er dæmigerð fas-
istastjórn. Áður voru 22
stjórnarandstöðublöð í Ge-
orgíu. Ekkert þeirra kemur út
núna."
En þeir slepptu stjórnar-
andstöðuleiðtogum, sem þú
hafðir látið fangelsa, þegar
bardagarnir stóðu yfir...
„í fangelsunum sátu glæpa-
menn. Nú eru glæpamenn á
valdastólum. Þeir höfðu gerst
sekir um bæði rán og of-
beldi."
Höfðu þeir verið leiddir fyr-
ir rétt?
„Nei, mál þeirra voru enn
til rannsóknar."
Shamir gætir þess vendi-
lega að gera ekkert sem gæti
verið Bandaríkjastjórn á móti
skapi, því hann óttast að
Bush muni ekki hika við að
beita lánstryggingunni gegn
Líkúd í þeirri von að Verka-
mannaflokkurinn sigri í kosn-
ingunum, en hann þykir lík-
legri til skjótra samninga við
araba.
Bandaríkjastjórn hefur
leynt og ljóst breytt stefnu
sinni gagnvart ísrael og virð-
ist George Bush Bandaríkja-
forseti vilja samningaviðræð-
ur palestínuaraba og ísraels,
hvað sem það kostar ísrael.
Reyndar er athyglisvert
hvernig Bandaríicjastjórn
hefur hallað sér að PLO á síð-
ustu mánuðum. Þrátt fyrir að
Hvað um pyntingartækin,
sem fundust í þinghúsinu?
„Þeim var komið fyrir þar
eftir að ég fór."
Hvað gerist næst í Georgíu?
„Það mun enginn stjórna
landinu án mín. Stjórnleysi
og borgarastyrjöld munu
taka við og ég er eini maður-
inn, sem getur komið í veg
fyrir slíkt, hafi ég til þess
stuðning."
Nýju valdhafarnir segja að
þú sért ekki með öllum mjalla
og kveðjast hafa það skjal-
fest.
„Nú, ef þeir hafa það skjal-
fest er þeim velkomið að op-
inbera skjalið. En það hafa
þeir ekki gert. Þeim er frjálst
Jasser Arafat hafi hvergi
dregið af stuðningi sínum við
Saddam Hussein, einræðis-
herra í írak, hafa PLO verið
fyrirgefnar slíkar syndir. Jass-
er hefur enda hljótt um sig,
en Hanan Asrawi verið höfð í
forsvari fyrir samtökin í frið-
arviðræðunum. Hafa menn
rætt um að hún sýni hið
mannlega andlit PLO og sé
að segja mig vera æran, en ég
held þeir leiti of langt yfir
skammt í leit að geðsjúkling-
um."
Ef önnur ríki samveldisins
samþykkja inngöngu Georg-
íu í samveldið, eru þau þá
ekki búin að viðurkenna lög-
mæti hinnar nýju stjórnar?
„Hafi hin lýðveldin ein-
hverja sjálfsvirðingu mega
þau ekki viðurkenna stjórn-
ina í Tbílísí. Jeltsín er rétt-
kjörinn, Nazarbajev er rétt-
kjörinn og Kravtsjúk er rétt-
kjörinn. En valdaklíkan í
Tbílísí er sjálfskipuð. Hvernig
er hægt að viðurkenna
hana?"
líklegri til að semja um frið.
Hins vegar er ekki vika liðin
síðan síðast var eftir henni
haft að ofbeldisverkum
mundi ekki linna meðan ísra-
elar væru á hernumdu svæð-
unum. Sennilega eru menn
bjartsýnni á friðarhorfur en
ástæða er til.
Það er meðal annars vegna
þessa, sem svo margir ísrael-
ar telja varfærni Shamirs í
friðarviðræðunum heppi-
legri en kapp Peresar. Á hinn
bóginn er mögulegt að Peres
geti nýtt sér slæman efnahag
Israels til framdráttar í kosn-
ingunum og þá mun lána-
trygging Bandaríkjanna geta
skipt sköpum.
Skoðanakannanir sýna að
Líkúd og Verkamannaflokk-
urinn, sem nú hafa báðir 38
þingmenn í Knesset, ísraels-
þingi, eru enn hnífjöfn. Sam-
kvæmt síðustu könnun mun
Líkúd þó vinna mann í við-
bót, en Verkamannaflokkur-
inn halda sínu. Hins vegar á
Líkúd fleiri möguleika á að
mynda samsteypustjórn með
hinum vaxandi smáflokkum
heittrúarmanna og yst til
hægri. Þá veikir það Verka-
mannaflokkinn nokkuð, að
innan hans standa almagnað-
ar deilur milli Peresar og Yitz-
haks Rabin, sem fer fyrir
íhaldssamari hluta flokksins.
Atkvæði innflytjenda eru
enn óráðin og þau geta hæg-
lega gerbreytt pólitísku
mynstri ísraels. Állt að
934.000 innflytjendum frá
vétríkjunum og leifum
'ra getur nú kosið í fyrsta
sinn og sömuleiðis 10.000
Eþíópíugyðingar. Alls gætu
þessir nýju kjósendur ráðið
10—25 þingsætum í Knesset.
Hinir fyrrum Sovétmenn
eru upp til hópa hægrisinnað-
ir og vilja ekki sjá hinn hálf-
sósíalíska Verkamannaflokk
og eldrauðan fána hans. Á
hinn bóginn skortir innflytj-
endurna bæði atvinnu og
húsnæði og það eru þeir sem
fara verst út úr versnandi
efnahagsástandi landsins. Því
er mögulegt að þeir kjósi
gegn ríkisstjórn Líkúds, hvað
svo sem þeir kjósa þegar að
kjörborðinu kemur.
Andrés Magnússon
Það stjórnar enginn landinu
án mín
Zvíad Gamsakúrdía var forseti Georgíu
þar til honum var steypt afstóli fyrr í
mánuðinum og flýði hann til Armeníu
ásamt fjölskyldu sinni. Viðtalið að neðan
tók blaðamaðurinn Tony Halpin við
Gámsakúrdía sem hann hélt aftur til
Georgíu í von um að komast aftur til valda.
Þœr vonir virðast nú endanlega brostnar.
Gagnrýni á stjórn Gamsakúrdía var með magnaðasta móti undir lok valdaferils hans.