Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 KVENNA- LISTINN FÆR BLESSUN PÁFA Menntun er auðvitað fyrir- taks fjárfesting og í nútíma- samfélögum er erfitt að komast áfram með litla sem enga skólagöngu. En sagan segir okkur að skort- ur á skólagöngu stöðvar ekki snillinga. Meðal heimsfrægra manna sem luku ekki einu sinni ígildi barnaskóla eru Charl- es Chaplin kvikmyndagerð- armaður, Charles Dickens rithöfundur, Thomas Edi- son uppfinningamaður og Mark Twain rithöfundur. Og meðal viðurkenndra af- reksmanna sem luku barnaskólanámi en hættu í skóla á gagnfræðastigi voru Henry Ford bílaframleið- andi, Adolf Hitler kanslari og styrjaldarfrömuður, Frank Sinatra söngvari, Marshal Tito Júgóslavíufor- seti og loks má nefna leik- arana Al Pacino og Steue McQueen. — Rikisskattstjóri er bú- inn að semja við HP á ís- landi hf. um uppsetningu á tölvubúnaði hjá embættinu. Um er að ræða 11 milljóna króna tæki. Það fer vel á því að skatturinn semji við þetta tölvufyrirtæki, þvi helsti eigandi og stjórnar- formaður er enginn annar en Werner Rasmusson lyf- sali og svo Pharmaco, en Werner og aðrir lyfsalar hafa iðulega lent nálægt toppi meðal skattakónga landsins .. . Það getur varla talist slæmt veganesti fyrir Kvennalist- ann í stjórnmálaátökum komandi missera að hafa fengið blessun frá sjálfum Jó- hannesi Páli 11, páfa í Róm, sem raunar er frægur fyrir ýmislegt annað en að hafa lagt kvennabaráttu lið. Nú er komin aftur heim á klakann kvennalistakona sem sat kvennaráðstefnu á Ítalíu og þáði um leið boð um að heimsækja páfa. Ingibjörg Hafstað segir svo frá í frétta- bréfi Kvennalista: HALDIÐ BACH OG STRAUSS FRÁ FJÓSUNUM, TAKK og leyfið beljunum að baula með Bítlunum viðkomandi land í fréttir vildi eignast landið gegn and- vegna sölu, en Reykjavík stöðu Mosfellsbæjar. Þorraþræll fjallaskáldsins Þótt ýmsir býsnist yfir of- framleiðslu landbúnaðaraf- urða liggur samt fyrir að mjólkurframleiðslan hér á landi hefur minnkað og færst nær raunverulegri neyslu. Fyrir tuttugu árum höfðu menn ekki mjög miklar áhyggjur af offramleiðslu, að minnsta kosti ekki neitt í lík- ingu við veruleikann í dag. Þannig var það með bónd- ann á Blikastöðum í Mos- fells„sveit“, Sigstein Pálsson, sem var með eitt stærsta fjós landsins og hýsti þar 85 gripi, þar af um 60 mjólkurkýr. Bóndi gerði sér lítið fyrir og kom hljómflutningsgræjum í fjósið og gerði tilraunir til að auka „nythæð" beljanna. í Ijós kom að þær voru lítt hrifnar af bítlatónlist, sem svo var kölluð, en kunnu þeim mun betur að meta Bach og Straussvalsa. Þegar valsarnir voru leiknir jórtr- uðu þær af miklum móð með ánægjusvip og dilluðu hölun- um í takt við hljómfallið. Nú er allur kúabúskapur af- lagður á Blikastöðum og fyrir skömmu komst bærinn og Þorraþræll, hvorki meira né minna, er heitið á nýjum bjór sem Viking Brugg setur á markað, náttúrlega í tilefni af þorrablótum. Hverfur bjór- inn svo jafnharðan úr áfeng- isverslunum að þeim afstöðn- um. Nafnið á þessum drykk er auðvitað hið þjóðlegasta; Þorraþræll er heitið á kvæði eftir Kristján Jónsson fjalla- skáld og er erindi úr kvæðinu prentað utan á flöskuna: „Nú er frost á Fróni" o.s.frv. Varla er það heldur óvið- eigandi í þessu samhengi að Kristján fjallaskáld er einhver mestur drykkjumaður sem sögur fara af á íslandi. Hann settist ungur maður í Reykja- víkurskóla, datt úr námi „Ég hugsaði með mér að maður færi nú varla til Róm- ar án þess að taka í höndina á páfa, svo að ég sló til. Það kom í ljós að þessi nýja vin- kona mín hafði einhver sam- bönd inn í páfagarð og við einar fengum áheyrn. Menn eru reyndar hættir að kyssa á hring páfa af ótta við eyðni, en við fengum að taka í hönd hans. Ég sagði honum að ég kæmi frá íslandi og væri full- trúi Kvennalistans, „How wonderful," sagði páfinn. „Send my greetings back to Iceland". Svo hér með full- nægi ég skipun páfans í Róm. Hann biður að heilsa." Svo mörg voru þau orð. Vonandi verður það ekki til baga að páfinn er einn minnstur kvennabaráttu- maður í víðri veröld; hann hefur beitt sér einarðlega gegn fóstureyðingum, telur hreinustu óhæfu að fólk noti getnaðarvarnir og finnst frá- leitt að konur fái að gerast prestar. vegna drykkjuskapar, þvæld- ist síðan um, auðnulaus og óhamingjusamur, þangað til hann einfaldlega drakk sig í hel og andaðist tæpra þrjátíu ára. TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR - 28. HLUTI Báðir hafa þeir hneigst að því að skrifa framhalds- sögur í blöð. Dostójevskí, rússneski rithöfundurinn, skrifaði um glæp og refsingu mannskepnunnar en Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur Stéttarsam- bands bænda, um glæpi mannskepnunnar gagnvart sauðkindinni. Tilvistarkreppan varð þeim báðum yrkisefni; kreppa mannsins hjá Dostójevskí en til- vistarkreppa landbúnaðarins hjá Gunnlaugi. Það er því ekki furða þótt þeir séu líkir. Sama hvassa augna- ráðið og sami hörkulegi munnsvipurinn. Dostójevskí er hins vegar lengra kominn með skeggvöxtinn, en það er líka eini munurinn. RIKISSTJORN I VANDA Allt verður ógæfu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að liði. Ríkisfjármál eru í ólestri, hún fær hraklega útreið í skoðanakönnunum og ekki nóg með það - hún er klárlega miklu ófyndnari en ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Spaugstofan er í örgustu vandræðum, hálfgerðri kreppu. Það er nefnilega ekki einn einasti ráðherra í ríkis- stjórninni sem hægt er að herma eftir af viti, kannski helst Halldór Blöndal, en þó er hann í rauninni ekki nógu kækjóttur. Tilraunir ákveðins spaugstofuleikara til að herma eftir landbúnaðarráð- herranum virka líkt og þar sé Steingrímur að reyna að apa eftir Halldóri! Og hver treyst- ir sér til að herma eftir Frið- riki Sophussyni, Þorsteini Pálssyni og Eiði Guðnassyni — og vera um leið skemmti- legur? Alveg burtséð frá því hvort verk hennar voru góð eða slæm, hún var sannarlega fyndin. Ríkisstjórn sem hafði innanborðs menn eins og Steingrím Hermannsson, Ól- af Ragnar Grímsson og Júlíus Sóines gat varla verið annað. Eitthvað er nefnilega í fari þessara fyrrverandi ráðherra sem veldur því að lafhægt er að herma eftir þeim; og fátt veit landinn fyndnara en þeg- ar nákvæmlega er hermt eft- ir rödd, málhreim, orðfæri, andlitssvip og limaburði þekktra persóna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.