Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 17

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. JANÚAR 1992 17 Athugasemd frá sjónvarpsstjóra Ágæti ritstjóri. Einn ganginn enn hefur Pressan sokkið í fenið — og nú svo djúpt að mér er til efs að kollurinn komi upp aftur. Þetta er þeim mun kaldhæðn- islegra, sem lygaþvælan kemur beint í kjölfar breytinga, væntan- lega til þess ætluðum að auka blað- inu reisn og virðingu. í síðustu viku birti Pressan grein um ímynduð eða raunveruleg átök í hópi hluthafa íslenska útvarpsfé- lagsins hf. Ég er ýmsu vanur í þeim efnum, og léti mér í léttu rúmi liggja, ef ekki hefði skolast með heill ósannindapakki, sem varðar við- skiptahagsmuni fyrirtækisins, og hefst með þessari fullyrðingu blaðs- ins: „Forráðamenn Stöðvar 2 og Jón Ólafsson gerðu með sér samning sem færði Skífunni og Jóni Ólafs- syni rúmar átján milljónir króna á síðasta ári. Það er mat þeirra sem til þekkja." Síðan er vitnað orðrétt í þennan „samning" út og suður, með tölum, prósentum og öllu tilheyrandi. Pressan fær síðan þá útkomu úr dæminu, sem að framan greinir. Þetta væri nú allt gott og blessað ef þessi „samningur" hefði einhvern tíma verið gerður. Þeir „sem til þekkja" hefðu hins vegar getað sagt ykkur að svo var ekki. Um var að ræða tiiboð frá Skífunni, sem barst 16. nóvember 1990. Þessu tilboði var hafnað og enginn samningur gerður. Sögulok, — nema hjá Press- unni, sem gerir engan greinarmun á tilboði og samningi. Þetta hefðu þó þeir tveir „blaðamenn", sem dögum saman unnu að greininni, getað sannreynt með einu símtali. En þá hefði ekki orðið til nein grein — eða hvað? Nú er mér hulin ráðgáta hvaða siðferðismörk Pressan setur sér yfir- leitt, en hefði ég á mínum 12 ára frétta- og blaðamennskuferli gert mig sekan um vinnubrögð af þessu tagi, þá hefði ég fengið mér eitthvað annað að gera. Og úr því að ég er byrjaður að leiðrétta þennan dellusamsetning get ég bætt við einni leiðréttingu, — þó ekki væri nema til að undirstrika hverslags „blaðamennsku" Pressan ástundar. Blaðið fullyrðir: „Um leið hafa núverandi stjórn- endur Stöðvarinnar hafnað því að fylgja eftir samþykkt síðasta aðal- fundar og auka hlutafé úr 548 millj- ónum upp í 815 milljónir." Það er með þetta eins og flest ann- að í greininni — öllu er snúið á haus. Síðasti aðalfundur samþykkti þvert á móti, með miklum meirihluta at- kvæða, tillögu um að draga til baka heimild stjórnar til að auka hlutaféð. Svona gæti ég haldið áfram ef ég nennti, .ritstjóri góður, en ofangreint dugar mér til að krefja þig um birt- ingu á þessu bréfkorni. Og láttu fylgja afsökunarbeiðni, ef þú hefur þá til að bera snefil af sjálfsvirðingu og „journalistískum" heiðarleika, — sem ég efast reyndar um. skipti milli þessara tveggja fyrir- tækja munu hins vegar líklega fara fram engu að síður. Það er rétt hjá Páli að aðalfundur eða hluthafafundur veitir stjórn hlutafélags heimild til hlutafjár- aukningar. Slík heimild frá eldra fundi var dregin til baka á síðasta aðalfundi og var það gert að tillögu stjórnar. Það er engin ástæða til að svara hugmyndum Páls um sjálfsvirðingu starfsmanna PRESSUNNAR eða eig- in ágæti sem blaðamanns. Þær verður hann að eiga fyrir sjálfan sig. r LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA KYNNINGARFUNDUR UM STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐS VERZLUNARMANNA í tilefni af 100 ára afmæli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinnsameiginlegurkynningarfundurVRogLVástarfsemiLífeyrissjóðs verzlunarmanna. Kynningarfundurinn verður haldinn sunnudaginn 26. janúar 1992 kl. 14 í súlnasal Hótel Sögu. Fundurinn verðuröllum opinn. Fundarstjóri, Magnús L. Sveinsson, formaður VR. Með vinsemd, en afar lítilli virð- ingu, Páll Magnússon útvarpsstjóri. Vegna þeirra atriða í bréfi Páls sem tengjast frétt PRESSUNNAR af átökum hluthafa Stöðvar 2 skal eft- irfarandi tekið fram: Starfsmenn, hluthafar og meira að segja stjórnarmenn í íslenska út- varpsfélaginu ræddu um samning Skífunnar og Stöðvar 2 við blaða- menn PRESSUNNAR. Að hann skuli ekki vera til — að minnsta kosti ekki skriflegur — eru sjálfsagt jafnmiklar fréttir fyrir þá og okkur á PRESS- UNNI. Hins vegar kunnu þessir heimildamenn skil á viðskiptum Skífunnar og Stöðvar 2 og virðast þau hafa verið mjög í anda þess sem Páll kallar „tilboð". Það er kannski kjarni máisins; það er sá hagur sem Jón Ólafsson, stjórnarmaður í ís- lenska útvarpsfélaginu og eigandi Skífunnar, hefur af þessum viðskipt- um. Bréf Páls fjallar hins vegar ekki um þessi viðskipti. Ef Páll segir að það sé ekki til neinn samningur um þau þá er hann ekki til. PRESSAN biðst vel- virðingar á að hafa fullyrt slíkt. Við- Magnús L. Sveinsson Guðmunndur H. Garðarsson Þorgeir Eyjólfsson Hallgrimur Þórarinn V. Snorrason Þórarinsson Dagskrá: 1. Setningarávarp. Guðmundur H. Garðarsson, stjórnarformaður LV. 2. Starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri LV. 3. Lífeyrissjóðir - fortíð og framtíð. Hallgrímur Snorrason, Hagstofustjóri. 4. Lífeyrissjóðir og atvinnulífið. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands. 5. Fyrirspurnir til framsögumanna. 6. Fundarslit. V___________________________________________________________________/ ■ L_.....______ Fást einungis í kortaverslun Landmælinga íslands, Liugavegi 178. Sendum í póstkröfu um land allt. LANDMÆUNGAR ÍSLANDS i—i—h KORTAVERSLUN LANDMÆLINGAISLANDS LAUGAVEGI178 • SÍMI680 999 g Einnig jarðfræðikort, Reykjavíkurkort og alheimskort Stærðir fræ 50x55 cm. Verð Érá; 6.800 kr. Stærð: 80x90 cm. Verð: 12.950 kr. Verð: 5.980 kr. Stærð: 80x130 cm. FeRDAKORTl.-500.000 y^. ^ jy.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.