Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 23.01.1992, Blaðsíða 25
____FIMMTUDAGUR PRBSSAN 23. JANÚAR 1992_ ERLENDAR FRÉTTIR 25 Eiturpyttur ^Íarnorlajveri^Tjernonyncems!™ ekki í hálfkvisti við mengun við borgina Tsjeljabinsk í Rússlandi. Þetta barn deyr úr hvítblæði af völdum geislamengunar innan fárra mánaða. Lyf eru ekki til. Stuttu fyrir valdaránið í Moskvu síðasta sumar fékk Mikhail Gorbatsjoff í hendur skýrslu sem hann langaði lík- lega ekki að lesa. Hann hafði beðið vísindamenn að gera úttekt á geislamengun í kjarnorkuveri nálægt borg- inni Tsjeljabinsk við syðri enda Uralfjalla. Niðurstöð- urnar voru í stuttu máli að þetta væri mengaðasti staður á jarðríki og Tsjernobyl kæm- ist ekki í hálfkvisti við hann. En foreldrar barnanna sem eru að deyja úr hvítblæði á sjúkrahúsum í borginni hefðu getað sagt honum það sama. Kjarnorkuverið sem hér um ræðir heitir Mayak og var byggt af sovéskum föngum skömmu eftir stríð. Þar hafa orðið þrjú mengunarslys, hvert öðru alvarlegra, en þar til fyrir tveimur árum taldist öll mengun á svæðinu ríkis- leyndarmál og sá átti á hættu fangelsisvist, sem skýrði frá henni. Fyrsta atvikið varð 1949 og varð ekki af slysni heldur ásetningi, þegar geislavirk- um úrgangi var einfaldlega hleypt beint í Techa-ána, það- an sem íbúar á svæðinu fengu neysluvatn. Sú mengun mældist alla leið norður und- ir íshaf. Fjórum árum seinna var farið að geyma úrganginn í steinsteyptum geymi, en þeg- ar kælikerfið bilaði sprakk geymirinn í loft upp og dreifði úrgangi vítt og breitt. Nokkur þúsund manns voru flutt burt af svæðinu, en land var áfram notað til ræktunar. Innan múra Mayak-versins er lítið stöðuvatn, Kara- chay-vatnið. í miklum þurrk- um, sem urðu 1967, myndað- ist geislavirkt set sem dreifð- ist um 25 ferkílómetra svæði með vindum. Þar urðu um 430 þúsund manns fyrir geislamengun á borð við það sem gerðist í Híróshíma. I kjarnorkuverinu sjálfu er geymdur mikill geislavirkur úrgangur sem ekki er vitað hvað á að gera við. Yfirmenn kjarnorkuversins hafa boðist til að leysa þann vanda með því að byggja þrjá kjarna- kljúfa til viðbótar. Þeir segjast munu endurvinna úrganginn til eldsneytisnota og minnka þannig mengunina. íbúar á svæðinu eru ekki jafnvissir um að það sé skynsamlegt. Börnin á sjúkrahúsunum hafa ekki verið spurð. Nýtt tyggjó Helsta raun tyggjófíkla hef- ur verið sú að eftir fimm mín- útna tuggu hefur jórturleðrið glatað 90% bragðefnanna. Ahugamenn um jórtur geta glaðst, því vísindamenn hafa nú húðað venjulega tyggjó- plötu með fjölliða gerviefni, sem hleypir í gegnum sig jöfnu streymi bragðefna þeg- ar platan er tuggin, sama hvernig tognar á tyggjóinu. Vísindamennirnir telja, að tyggjóið haldi bragðinu í tíu klukkustundir, en tilrauna- dýrin hafa ekki enst til þess að láta reyna á það. Heimsendi frestað Heimsendi hefur verið frestað í bráð, að minnsta kosti hvað varðar kenning- una um gróðurhúsaáhrifin. Rannsókn á vegum bresku veðurstofunnar hefur leitt í ljós, að búast megi við 1,5 gráða hækkun á meðalhita næstu 70 ár og þrátt fyrir að yfirborð sjávar hækki eitt- hvað þurfi menn ekki að ótt- ast að hafnarborgir heimsins fari í kaf, því um lok næstu aldar muni yfirborðið ekki hafa hækkað um meira en 50—60 sm. Rokkað í Beirút Nú þegar stund gefst milli stríða flykkjast Beirútbúar í bíó, á klámsýningar og rokktónleika Grænu blökkukonurnar í Beirút; fyrsta rokkið síðan 1975. íbúar Beirút eru orðnir þreyttir á að berjast. Borgin er hernumin af Sýr- lendingum. Enginn vogar sér að kalla slíkt ástand „frið", kannski er það miklu frekar stund milli stríða. Flokkar af hermönnum spígspora enn innan um rúst- irnar, það eru eilífar raf- magnstruflanir, ekkert vatn í krönunum, matur er keyptur á verði þyngdar sinnar í gulli, símar hringja í mannlausum og sundursprengdum íbúð- tekjur á mánuði eru 6.000 krónur. Þó seldust einir 200 diskar fyrstu vikuna. Borgarbúar reyna líka að njóta nýfengins ferðafrelsis. Leigubílstjórarnir úr austur- hluta borgarinnar læra smátt og smátt nöfnin á götunum í vesturbænum, unglingar af kristnum ættum fara í skemmtiferðir á Bekaa-slétt- una, þar sem áður voru mús- limar gráir fyrir járnum. Og um jólin voru svo haldn- ir fyrstu rokktónleikar í Beir- út síðan 1975. Fyrst hafði reyndar verið ætlunin að stórhljómsveitin Dire Straits spilaði þar, en Bretarnir létu hugfallast^ í skarðið hlupu stórvinir íslendinga, franska hljómsveitin Les Négresses Vertes, sem lék hér á Lista- hátið 1990. Þetta var sögulegt laugar- dagskvöld í Beirút. Stuttu áð- ur hafði sprungið sprengja í næsta húsi. Ekki langt þar frá var Terry Waite rænt fyrir einum fimm árum. Hljóðkerf- ið í tónleikasal bandaríska háskólans hafði ekki verið notað í næstum tvo áratugi. Hljóðið var eftir því. En blökkukonurnar grænu léku af fítonskrafti; og áheyr- endur, fimmhundruð talsins, skemmtu sér af lífs og sálar- kröftum, dönsuðu og ærsluð- ust fjarri raunveruleika stríðs og hörmunga. um. En Beirútbúar hafa fengið nóg af því að þrauka, þeir vilja njóta lífsins. Fólk flykkist í bíó að sjá Terminator 2, eins og það hafi ekki fengið nóg af skot- hríð og djöfulgangi. Það er hægt að horfa á þrjátíu sjón- varpsstöðvar, sumar sýna klámmyndir. í austurborginni var nýskeð opnuð fyrsta geisladiskabúðin. Diskurinn kostar 1.500 krónur, meðal- Karlmenn Pöddur Auglýsingasálfræðingar á vegum bandarísks fyrirtækis sem framleiðir Raid-kakka- lakkaeitur veltu lengi fyrir sér ástæðu þess að suður- ríkjakonur með lágar heimil- istekjur keyptu eitrið öðrum fremur. Loks komust þeir að þeirri niðurstöðu að „tilfinn- ingar þeirra til kakkalakk- anna voru mjög svipaðar til- finningum sem þær bera til karlmanna í lífi sínu". Þær sögðu að kakkalakkarnir væru eins og karlarnir af því að „þeir sjást bara þegar þeir vilja fá að éta". Það var lang- þreyttum og kúguðum kon- um því mikil fróun að sprauta á pöddurnar og horfa á þær deyja. ÍSLENSKT SJÓNARHORN Hagfræðin og áhrif hugmynda Hagfræðingurinn John Maynard Keynes hélt því fram einhvers staðar og ein- hvern tíma að stjórnmála- menn væru yfirleitt fangar afdankaðra hagfræðihug- mynda, oft án þess að vita það. Lengi vel var ég ósam- mála þessari kenningu, þar sem hún gerði allt of mikið úr sjálfstæðum áhrifum hug- mynda á gjörðir stjórnmála- manna. Eg taldi, eins og í hagfræðinni vera í mikilli rénun, en hún var að nokkru leyti undanfari Thatcher/Re- aganismanna í stjórnmálum. Vaxandi óþolinmæði gætir með ofureinfaldanir þessara áberandi þátttakandi og þekktur hagfræðingur á að hafa sagt að við værum í dag til hægri við það sem við vor- um í upphafi áttunda áratug- arins, en til vinstri við það „Þekktur hagfræöingur á að hafa sagt að við værum í dag til hœgri við það sem við vorum í upphafi áttunda áratugarins, en til vinstri við það sem við vorum í upphafi þess níunda." ________________ sannur efnishyggjumaður, að aðstæður hverju sinni hefðu miklu meira að segja. En eftir því sem ég fylgist lengur með þróun hagfræðinnar annars vegar og stjórnmálanna hins vegar, því meir velti ég því fyrir mér hvort Keynes hafi ekki einmitt hitt naglann á höfuðið. Ef kenning Keynes um þetta efni er rétt ætti að vera hægt að spá fyrir um tísku- stefnur í efnahagsmálum í framtíðinni með því að skoða hvað ber hæst í hagfræðinni hverju sinni. Nýlega las ég frásögn af þingi bandaríska hagfræðifélagsins sem var haldið í New Orleans nú um áramótin. Samkvæmt frá- sögninni virðist hægribylgjan kenninga, sem byggja á því að gefa sér að samkeppni á mörkuðum sé ávallt fullkom- in, ríkisinngrip ávallt af hinu vonda og hagstjórn sé í besta falli mattlaus, jafnvel til skamms tíma litið. Flestir fyr- irlestrar virtust þvert á móti nú ganga út frá að samkeppni væri oftar ófullkomin en full- komin og því hugsanlegt áð hið opinbera geti með ýms- um hætti bætt starfsemi óhefts markaðskerfis. Það er ekki þar með sagt að hægri- bylgjan skilji ekki eitthvað eftir sig. Það gerir hún með margvíslegum hætti. Einn sem við vorum í upphafi þess níunda. Eitt af þeim sviðum hag- fræðinnar sem tekið hafa hvað mestri þróun á undan- förnum árum eru líklega kenningar um hagvöxt. Eldri kenningar spáðu því að þau lönd sem hefðu lægstar þjóð- artekjur í upphafi ættu að geta vaxið hraðar en önnur og að smám saman ætti að draga úr þeim hagvexti sem fjárfestingar gefa af sér. Þess- ar staðhæfingar standast hins vegar illa samanburð við fyr- irliggjandi staðreyndir. Þegar litið er á öll lönd heimsins virðist lítið samband vera á milli þjóðartekna á mann og hagvaxtar. Ekki er að sjá að arðsemi fjárfestinga hafi minnkað þegar litið er yfir langt sögulegt tímabil. EÍdri kenningasmiðir björguðu sér með því að vísa til tæknifram- fara. En hvað ákvarðar þá tækniframfarir? Við því var ekkert svar. Nýjustu kenningar og hag- nýtar rannsóknir sýna að tækniframfarir eru nátengd- ar fjárfestingum. Tæknifram- farir falia ekki af himnum of- an, heldur birtast þær í nýjum framleiðslutækjum og fram- leiðsluaðferðum, sem verða til af því að fjárfest er í þeim. Þekking í víðtækri merkingu, þ.e. bæði vísindaleg þekking og verkþekking, ræður síðan mestu um það hversu hátt tæknistig er bundið í nýfjár- festingum og hversu mikið þær gefa af sér. Enda sýna rannsóknir að þau lönd ná að öðru jöfnu bestum árangri, sem fjárfesta mest í menntun og í rannsóknar- og þróunar- starfsemi. Hvenær skyldi koma að því að stjórnmáiamenn á íslandi verða svo helteknir af þessari Já og tunglið er úr gulum ostl ,,Þeim var komið fyrir þar eftir að ég fór." Gamsakúrdía, fyrrum Georgíuforseti, um pyntingartækin sem fundust í þinghúsinu í Tíblísi. Var Lelfur ekkl nóg? Norski sagnfræðingurmn Tor Busch Sannes heldur því fram að Kristófer Kólumbus hafi verið Norðmaður. flldrei í pástkröfu Bandaríska alríkislögregl- an lagði eina af sínum frægu gildrum fyrir 61 árs gamlan bónda í Nebraska með því að senda honum tilboð um barnaklámmyndir stanslaust í tvö ár. Þegar hann loksins gafst upp og pantaði mynd var hann handtekinn og kraf- ist nokkurra ára fangelsisvist- ar. Svo fóru allir á barinn Fimmtíu manna múgur réðst á borgarstjórann í Chan- al í Mexíkó og barði hann til bana eftir að hann bannaði sölu á áfengi í borginni. Ást I leynum Eina búðin í Bandaríkjun- um sem sérhæfir sig í smokk- um er farin að selja „Stealth- smokka, sem eru nefndir eftir huliðsflugvélinni frægu. Þeir eru svartir og á pakkanum er kjörorðið: „Það sér enginn þegar þú kemur". Samt leíðfnlegur í nýrri ævisögu Brians Mulroney, forsætisráðherra Kanada, er honum lýst sem kvennabósa og fyllibyttu sem hafi eitt sinn smyglað frönsku nautasæði til Kanada þrátt fyrir innflutningsbann. kenningu, að aukin fjárfest- ing í menntun og rannsókn- um verður krafa dagsins? Samkvæmt ofangreindri kenningu Keynes og venju- bundnum töfum á áhrifum erlendra hugmynda hér á landi á það líklega langt í land. A meðan búum við sjálfsagt við afdankaðar hug- myndir síðasta áratugar um hríð. En mun töfin valda því að við losnum við verstu öfg- ar þeirra? Höfundur er forstöðumaður hagfræðideildar Seðlabanka Islands. Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.