Pressan - 27.02.1992, Side 2

Pressan - 27.02.1992, Side 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 FYRSI FREMST FR.ÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON. Vantar fó til að stunda lobbýisma í Bandaríkjunum. ÓLAFUR G. EINARSSON. Kríar hann peninga handa Friðriki út úr ríkisstjómlnni? BÖRN NÁTTÚR- UNNAR FYRIR RÍKISSTJÓRN Á borði menntamálaráð- herra liggur nú beiðni frá Frið- riki Þór Friðrikssyni kvik- myndagerðarmanni og að- standendum Bama náttúrunnar um að ríkissjóður veiti styrk til að kynna myndina vikumar áður en Oskarsverðlaunin verða afhent. Helstu forsendur styrkbeiðninnar em þær að baráttan fyrir Óskarsverðlaun- unum sé ekki sfst háð með til- stilli fjölmiðla, auglýsinga og allskyns „lobbýisma". I Bandarikjunum sé kvikmynda- gerð bisness og þvf dugi ekki nnur meðul til að vekja nauð- synlega athygli. Bent er á að Danir hafi haft þennan hátt á með Palla sigurvegara, Sviss- lendingar með Veg vonar og ítalir með Paradísarbíóið; þeir hafi fengið kynningarfyrirtæki sem kann á hnútana í Ameríku til að breiða út boðskapinn og notið til þess einhverrar opin- berrar fyrirgreiðslu. Þessar séu einfaldlega reglur leiksins. Það er einmitt þetta sama kynningarfyrirtæki og Danir, ítalir og Svisslendingar skiptu við sem Friðrik Þór mun hafa augastað á. Hængurinn er bara sá að svona umsýsla er dýr. Því gripur hann semsagt til þess ráðs að leita til ráðuneytisins, en Kvikmyndasjóður er vart talinn hafa bolmagn til að leggja fram fé í þessu skyni. Eftir því sem PRESSAN kemst næst er það umtalsverð upphæð sem sótt er um í ríkis- sjóð. Talið er víst að gengið verði frá málinu hið snarasta, af eðá á. Ólafur G. Einarssoh mun líklega kynna málið fyrif sam- ráðherrum í dag, fimmtúdag, og er ákvörðunar þá að vænta af ríkisstjómarfundi öðru hvoru megin við helgina, INGVIHAFÐI EKKIÁHUGA Mörgum hefur þótt fram- ganga Ingva Ingvarssonar sendiherra í máli Eðvalds Hinrikssonar hin einkenni- legasta. í upphafi atburðarásar var hermt að ísraelska utanrík- isráðuneytið hefði látið af- henda Davíð Oddssyni bréf Wiesenthal-stofnunarinnar strax og hann lenti í ísrael. Þvf- líkur málatilbúnaður vakti óskaplega hneykslun á fslandi og varð kveikjan að þeim um- mælum Jóns Baldvins Hanni- balssonar að í sporum Davíðs hefði hann tekið leigubfi rak- leitt út á flugvöll aftur. Af þessu varð slíkt fjaðrafok að meginatriðið, sjálft mdl Eð- valds, féll eiginlega í skuggann nokkra daga. Nú er komið á daginn að þetta var argasti misskilningur sem Ingva hefði lfklega verið í lófa Iagið að leiðrétta mun fyrr. Þannig hefði hann getað sparað mörgu fólki mikla geðshræringu. Hið sanna er að starfsmaður á gestamóttöku hótelsins þar sem forsætisráð- herra dvaldi afhenti Ingva um- slag. í því var bréfið til Davíðs og minnisblað til Ingva, þar sem hann var beðinn að koma bréfinu til skila. Á minnisblaö- inu stóð líka að starfsmaður Wiesenthal-stofnunarinnar, líklega Efraim Zuroff fram- I SAMA FORMI OG ÞEGAR ÉG VAR 25 „Ég er í jafngóðu formi núna og þegar ég var 25 ára. Ég á mörg, mörg ár eftir enn,“ sagði Alfreð Gíslason handboltakappi. Samt ætlar hann ekki með landsliðinu í B- keppnina f Austurríki í næsta mánuði. En hvers vegna? „Að vissu leyti vildi ég fara, en mér finnst ég ekki eiga erindi. Það er búið að vera að byggja upp ungt landslið f tvö eða þrjú ár og mér þykir eins og þessum strákum sé ekki treyst. Fari svo að þessir yngri menn komist ekki með þá mun ég eiga erfitt með að segja nei.“ Hvers vegna hefur þú ekki svarað ákveðið fyrr? „Það var búið að biðja mig lengi að gefa ekkert upp, þrátt fyrir að ég hafi fyrir löngu ákveðið að vera ekki með.“ Er ekki gaman að vera svona eftirsóttur? Nei, það er það ekki. Ætli ég sé ekki vaxinn upp úr því.“ Alfreð er að verða þrjátíu og þriggja ára. Hann var kjörinn leikmaður B-keppn- innar eftirminnilegu í Fraidc- landi og kjörinn Iþróttamaður ársins 1990. „Þorbergur Aðalsteinsson er að velja á milli æsku, hæfi- leika og reynslu. Hann er bú- inn að fá Stjána, sem hefur þennan ágæta fæðingargalla að vera örvhentur, og þar er Þorbergur búinn að fá þá reynslu sem hann þarf. Ég óska þess að liðinu gangi vel í Austurríki" kvæmdastjóri, vildi gjaman hitta Ingva að máli stutta stund. Þetta var ítrekað í símtali morguninn eftir. Ingvi var hins vegar ekki á þeim buxunum, heldur bar fyrir sig nnum „aUk þess sem ég hafði raunar engan áhuga á að hitta hanrí', eins og hann segir sjálfur. Ingvi sagði að stofnuninn gæti í staðinn sent sér frekari upplýsingar í pósti. TEKUR EKKIVIÐ $0 MILLJÓNUM Þrátt fyrir að nú sé langt síð- an bæjarstjóm Bolungarvíkur samþykkti að lána fyrirtæki Elnars Guðfinnssonar 100 milljónir virðist fyrirtækið ekkert vera að flýta sér að taka við peningunum. Fyrri 50 milljónimar voru greiddar út á gamlársdag og fóm að mestu í að greiða opinber gjöld aftur til sveitarfélagsins. En Einar Jónatansson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, hefur ekki enn sótt seinni 50 milljónimar. Það vafðist reyndar fyrir for- ráðamönnum fyrirtækisins að leggja fram 25 milljóna króna tryggingabréf fyrir fyrra lán- inu, en eftir að bæjarstjómin barði f borðið var það gert. HEPPINN OG ÓHEPPINN DÓMARI Sigurður Hallur Stefáns- son, héraðsdómari í Keflavík, er sjálfsagt óheppnasti maður vikunnar. Þegar tilvonandi dómendur í héraðsdómi Reykjaness gengu til atkvæða um hver skyldi verða dóm- stjóri fékk hann fjögur atkvæði en Már Pétursson, bæjarfóg- eti í Hafnarfirði, fékk fimm. Sigurður fór í fýlu eftir at- kvæðagreiðsluna og sagði af sér. Þegar Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra settist niður til að skipa í stöðuna komst hann hins vegar að því að ekki væri hægt að skipa Má vegna hegðunarbrota og skorts á allri yfirbót. Þá hefði verið eðlileg- ast að skipa Sigurð en það var ekki hægt þar sem hann hafði sagt upp og kæmi því ekki til með að eiga sæti í dómnum. En ekki minni en óheppni Sig- urðar var heppni Ólafar Pét- ursdóttur, héraðsdómara í Kópavogi. Þorsteinn skipaði hana þótt enginn dómendanna hafi greitt henni atkvæði. Ekki einu sinni Ólöf sjálf. FJÖLSKYLDUHÁ- TÍÐ f ÓSKASTUND Listafólk úr Garðabæ mun vera afar ósátt við hvemig staðið var að síðustu Óska- stund á Stöð 2. Garðbæingar skipuðu fimm manna skemmtinefnd en hitann og þungann af starfi hennar bar stúlka sem heitir Ragnheiður Elín Clausen. Hún leitaði ekki langt yfir skammt þegar hún fann skemmtikrafta í þáttinn. Ragnheiður er dóttir Hauks Clausen. Bróðir Hauks er, eins og alþjóð veit sjálfsagt, Örn Clausen en dóttir hans söng í þættinum. Með henni söng Jó- hann Sigurðarson leikari en hann er í sambúð með annarri dóttur Amar. í þættinum lék einnig Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari en hann er bróðir Jóhanns og raunar líka sambýlismaður þeirrar dóttur Amar sem söng í þætt- inum. Að lokum kom fram Ragnheiður Erla Bjarna- dóttir, prestur og spuminga- leikjasérfræðingur, en hún er náfrænka Ragnheiðar Elínar. Listafólki í Garðabænum finnst, mörgu hverju, að frek- lega hafi verið framhjá því gengið. Þá munu skólamenn í Garðabæ ekki vera alltof hrifn- ir af frammistöðu skemmti- nefndarinnar en ekki var at- hugað hvort nemendur hefðu eitthvað fram að færa. EINAR JÓNATANSSON. Helur ekki haft fyrir því afl sækja milljónimar sfnar. MAR PÉTURSSON. Fékk flest atkvæði. en Þorsteinn taldi hann kolómögulegan. ÓLÖF PÉTURSDÓTT- IR. Enginn greiddi henni atkvæöi. ekki einu sinni hún sjálf. en samt fékk hún stðöuna. DAVÍÐ ÓDDSSÓN. Maöurinn í gestamóttökunni tók aö sér aö afhenda bréfiö. JÓHANN SIG- URÐARSÓN Skemmti fyrlr hönd Garöabæjar. PORSTEINN GAUTI SIGURÐSSON. Hélt líka uppi nafni Garöabæjar - og fjölskyldunnar. Jón, hefði ekki verið nær að geyma sil- ungana í steininum? „Það er ekki víst að það hefði dugað. Þeir tiöguðu sig í gegnum grjót til að sleppa frá okkur. “ Um tíu þúsund regnbogasil- ungar sluppu úr tjörn í Hvammsvík í Hvalfirði og syntu á haf út. Hvammsvík er í eigu Lögreglufélags Reykja- vlkur. Jón Pétursson er for- maöur félagslns. L í T I L R Æ Ð I Af gæðastjórnun á Ef marka má fjölmiðla, eru ástamál að verða einn alvar- legasti vandinn í rekstri fyrir- tækja, stórra og smárra, Kyn- ferðisleg áreitni skilst mér sé að verða citthvert alvarleg- asta vandamálið í mörgum stórfyrirtækjum og getur truflað rekstur og markvissan framgang fyrirtækja alvar- lega vegna þess að á meðan kynferðisleg áreitni á sér stað er venjulega bæðl gerandinn og þolandinn óstarfhæfur. Sama má segja um skyndi- kynni á vinnustað. lauslæti, framhjáhald og allskonar ást- arumsvif í vinnutímanuth, í kústaskápnum, bakvið hurðir og um allar trissur annars- staðar en þar sem fólki er borgað fyrir að vera í vinnu- tímanum, hvort sem það nú er í fjósinu, við flatningsborð, færiband, skrifborð eða síma. Fyrir skömmu birtist í DV stórmcrkileg og tímabær opnugrein þar sem fyrrver- andi starfskraftur hins opin- bera lýsir hörmulegum afleið- ingum ástarsambands á vinnustað. Héreru sannarlega orð í tíma töluð því í þessari þörfu ritsmíð er sannarlega vikið að miklu þjóðarböli. Svo hin merkilega harmsaga konunnar sé nú rakin í stórum dráttum, þá virðist ástarbrími hafa rekið hana til að hefja, gegn vilja sínum, ástarsam- band við samstarfsmann sinn í vinnunni án vitundar maka og við hin verstu skilyrði. Samkvæmt þessu merkilega og tímabæra viðtali kom að því að elskendumir undu ekki lengur aðstöðunni á vinnu- stað og var þá konunni nauð- ugur einn kostur að láta ást- mann sinn neyða sig til að taka á leigu „ástarhreiður" til að njóta ástarinnar með vinnulélaganum sem borgaði íbúðina og hún. gegn vilja sínum. unni hugástum. Allt hefði þetta nú verið í stakasta lagi ef markviss starfsemi hinnar opinberu stofnunar hefði ekki öll gengið úr skorðum á meðan á þessum ósköpum stóð. Starfsliðið óstarfhæft: eiginkonur og eig- inmenn. sambýiiskonur og sambýlismenn. vinir, vanda- menn. elskendur og aðrir samstarfsmenn. Mér kom þessi miðopnu- harmleikur í hug þegar ég las í viðskiptakálfi Morgun- blaðsins að verið væri að setja á laggimar „gæðastjóm- unarbraut" við Háskólann á Akureyri. Nú em ást og gæði greinar af sama meiði og í rekstri fyrirtækja er jafn mik- ilvægt að hafa stjóm á ástinni einsog gæðunum. Persónu- lega finnst mér að stjóm á ást og stjómun á gæðum í rekstri fyrirtækja lúti nákvæmiega sömu lögmálum. Þessu til staðfestingar mun ég ljúka þessu greinarkomi með til- vitnun í viðskiptakálf Morg- unblaðsins en aðeins gera þá bragarbót að setja allsstaðar orðið „ást" þarsem í fréttinni stendur „gæði". Fréttin er semsagt um það að Eimskip- afélag íslands hafi tekið upp gæðastjómun. („gæði" = „ást") Eimskipafélag íslands tekur upp ástarstjómun. Virk- ari boðleiðir koma í veg fyrir múra milli deilda. Forráða- menn Eimskips hafa ákveðið að taka upp aðferðir altækrar ástarstjómunar. í upphafi var myndað ástarráð, sem hefur það hlutverk að móta stefnu félagsins í ástarmálum og sjá um framvindu þeirra ástar- verkefna sem unnið er að. í ástarrúðinu sitja Hörður Sig- urgestsson og framkvæmda- stjóramir þrír. Þá var stofnuð sérstök deild; ástarstjómunar- deild. er starfar í umboði ást- arráðs og hevrir beint undir forstjóra. Líklegt er að reið- arslagið sem varð tilefni opnuviðtalsins í DV hefði aldrei dunið yfir. ef fvrinæk- ið. sem var vettvangur þess harmleiks. byggi við gæða- stjómun ergo ástarstjórnun á við þá sem Eimskipafélag fs- lands hefur nú tekið upp. Um gæðastjómun á ást á vinnu- stað er þetta að segja: Ast er vond á vinnustað veldur þreytu og mæði. Með gæðastjórnun gerum það sem gera þarf í næði.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.