Pressan - 27.02.1992, Page 9

Pressan - 27.02.1992, Page 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 9 Rannsóknarlögreglan rannsakar mál á hendur Olafi Laufdal. Hann er grunaður um að hafa tekið sér 30 milljónir króna í eigin vasa frá einu fyrirtækja sinna. Það var ríkissaksóknari sem fól rannsóknarlögreglunni að vinna að rannsókn málsins. Reynist þessar grunsemdir réttar er um hegningarlagabrot að ræða. Ólafs. Við meðferð þrotabúanna hefur komið í ljós að lítill sem enginn greinarmunur var gerð- ur á rekstri fyrirtækjanna og einkarekstri Ólafs Laufdal. Fyrirtækin, og þá aðallega Álfabakki 8 hf., greiddu per- sónulega reikninga Ólafs. Skiptastjórinn, Rúnar Mog- ensen, hefur vakið athygli á hversu samofinn rekstur allra fyrirtækjanna íjögurra og per- sónulegur rekstur Ólafs var. Hann hefur líkt rekstrinum við rekstur eins einkafyrirtækis, frekar en rekstur fjögurra hlutafélaga. Þessar athuga- semdir eru meðal þess sem at- hygli ríkissaksóknara var vak- in á. Fyrirtækin fjögur áttu í miklum innbyrð- is við- skipt- um. Ýmsar eigur fyrirtækjanna gengu milli þeirra og eins voru peningar teknir úr einu til að greiða skuldir annars. Þessi háttur var hafður á lengi og virðist sem svo hafi verið eftir því hvaða hlutafélag átti pen- inga það og það sinnið. Þetta varð til þess að fyrirtækin voru ávallt í skuldum hvert við ann- að. Sama er reyndar að segja um einkarekstur Ólafs sjálfs og svo einkafyrirtæki hans, Aðalstöðina. ALFABAKKINN STÆRSTA FYRIRTÆKIÐ Álfabakki 8 hf., fyrirtækið sem Ólafur er grunaður um að hafa tekið 30 milljónir úl úr, var stærsta fyrirtæki Ólafs Laufdal og fjölskyldu hans. Hlutaféð var um 70 milljónir króna. Ólafur átti langmest sjálfur, eða allt nema 800 krónur. Eig- inkona hans og þrjú börn þeirra áttu 200 króna króna hlut hvert. Álfabakki 8 hf. átti Broad- way, Sjallann og Hótel ísland. Hin fyrirtækin þrjú eru Ólaf- ur Laufdal hf., Veitingahúsið Pósthússtræti 11 hf. og Veit- ingahúsið Ármúla 5 hf. Heildarkröfur í Álfabakka 8 hf. eru samtals 180 milljónir króna, kröfur í Ólaf Laufdal hf. 25 milljónir króna, kröfur í Pósthússtræti 11 73 millj- ónir króna og kröfur í Ár- múla 5 eru 28 milljónir króna. Það má ætla að upp- hafið að hruni Ólafs Laufdal hafi verið kaupin á Sjallanum á Rannsóknarlögreglan hefur til rannsóknar mál á hendur Ólafi Laufdal Jónssyni. Hann er ásakaður um að hafa tekið sér 30 milljónir króna að nú- virði út úr einu fyrirtækja sinna, sem nú er í gjaldþrota- meðferð. Reynist þetta rétt er ekki vafi á að Ólafur Laufdal hefúr gerst sekur um refsiverð- an verknað. Það var skipta- stjóri þrotabúanna sem vakti athygli ríkissaksóknara á þessu máli. Ríkissaksóknari sendi málið sfðan til rann- sóknarlögreglu, þar sem það er til rann sóknar. Kröfur á fyrir- tæki Ólafs um 365 milljón- ir króna. Þegar eru veðkröfu- hafar búnir leysa til sín fasteignir fyrir- tækjanna, á milli ellefu og hundruð milljónir króna. Af þeim 365 milljónum sem bú- ið er að lýsa þrotabúin er eitthvað að kröfum sé tví- eða þrílýst. Þrotabúin gera um 100 millj- óna króna kröfur hvert á annað og eru þar með stærstu kröfu- hafar í búin. Það var á skiptafundi í þrotabúunum fjórum sem ákveðið var að vekja athygli ríkissaksóknara á grunsemd- um um að Ólafur hefði dregið sér um 30 milljónir króna út úr Álfabakka 8 hf. Það fyrir- tæki var stærst fyr- irtækja Ólafs og átti meðal ann- ars Hótel ís- land og Broad- way þegar það var í eigu Akureyri. Sjallinn var rekinn með tapi allan þann tíma sem hann var í eigu Álfabakka 8. Sjallinn var keyptur af íslands- banka fyrir 75,5 milljónir. Út- borgunin var átta milljónir króna og eftirstöðvamar á skuldabréfi og í yfirtöku skulda. EKKERTBORGAÐ Eftir að fyrirtæki Ólafs fóm í gjaldþrot leysti íslandsbanki Sjallann til sín. Þá hafði skuld- in vegna kaupanna hækkað talsvert, eða úr 68 milljónum í 135 milljónir króna. Ólafur greiddi aldrei annað en þær átta milljónir sem hann lét af hendi þegar skrifað var undir samninginn. Búnaðarbankinn leysti Hót- el Island til sín fyrir 725 millj- ónir króna. Eftir það var geng- ið frá leigusamningi til sjö ára um rekstur skemmtistaðarins á Hótel íslandi. Leigutakinn er fyrirtæki barna Ólafs, Arnól hf. Búnaðarbankinn verðlagði ekki viðskiptavildina. Eigi að síður yfirtók Arnól alla við- skipta- og ráðningarsamninga. Ánnað fyrirtæki, Austur- völlur hf., einnig í eigu barna Ólafs, tók Hótel Borg á leigu. Búið var að gera árangurs- lausar tilraunir til að selja Hót- el ísland, en án árangurs. Kaupenda var leitað bæði hér heima og erlendis. AÐALSTÖÐIN BORGAÐIEKKI Aðalstöðin var einkafyrir- tæki Ólafs. Það fyrirtæki skuldaði talsvert fé, eða urn 18 milljónir króna, í þrotabú hinna fyrirtækjanna. Skömmu fyrir gjaldþrotin seldi Ólafur Úaufdal börnum sínum út- varpsstöðina. Þau hafa selt fyr- irtækið aftur. Núverandi eigandi er Bald- vin Jónsson. Við meðferð málsins hefur komið í ljós að Álfabakki stóð að miklu leyti undir rekstri Að- alstöðvarinnar. Á FYRIR FORGANGS- KRÖFUM Þrotabú Álfabakka 8 á um 27 milljónir króna. Af því dragast um 3,5 milljónir króna vegna kostnaðar við skiptin. Eignirnar eru því um 24 millj- ónir króna. Forgangskröfur eru um 19 milljónir króna og því munu þær allar greiðast. Áður hefur komið fram að íslands- banki leysti Sjallann til sín á 135 milljónir króna. Búnaðar- bankinn yfirtók Hótel ísland á 725 milljónir króna, þá keypti Búnaðarbankinn húsgögn og tæki úr hótelinu á 32 milljónir króna. Búnaðarbankinn yfirtók einnig fasteignina á Suður- landsbraut 10, bakhús, á 52,4 milljónir króna. Loks keypti Búnaðarbank- inn einnig lóðirnar Túngötu 2 og Aðalstræti 18 og húseign- irnar Aðalstræti 14 og 16, sam- tals á 70 milljónir króna. Þetta eru þær eignir sem fyr- irtækin misstu til veðkröfu- hafa. Eftir að þessar eignir eru frá eiga fyrirtækin fjögur sáralitlar eignir. Skuldir umfram eignir eru því umtalsverðar. Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.