Pressan - 27.02.1992, Page 26
26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27 FEBRÚAR 1992
L í K A M I N N
HVAÐA
LÍKAMSRÆKT
HEFURPU
PRÓFAÐ?
BÁRA LYNGDAL
magnúsdóttir
leikarí
Handbolta
Fótbolta
LEIKFIMI
Fimleika
skíði
Líkamsrækt
Hafsteinn
PÉTURSSON
veitingamaöur á
Staöið á Öndinni
Handbolta
SUND
GÖNGUFERÐIR
Kjartan
Bjargmunds-
SON
leikarí
Erfiðisvinnu
ermeö hreinræktaöa vöðva
af eriiöisvinnu eins og megnið
afaiþýðu íslands
SUND
viö og viö
JÓHANNES VlÐAR
BJARNASON
veitingamaður i Fjörukránni
FÓTBOLTA
SUND
TÓMAS
TÓMASSON
óperusöngvari
Dans
Lyftingar
SUND
HLAUP
200.000 GRETTUR í
EINNI HRUKKU
Það þarf 200.000 grettur til
að mynda eina hrukku, en þær
eru óumflýjanlegar með öllu.
Slaki í húðinni ágerist með
aldrinum og gerir að verkum
að þér líður eins og þú sért
klædd í of stóra flík. Vitneskj-
an um að húð kvenna er um 15
„árum“ eldri en karlmanna er
ef til vill einhverjum nokkur
sárabót.
HVERSU GÖMUL ER HÚÐIN?
Tvítug: Engin vandamál,
engar hrukkur.
Þrítug: Láréttar línur setja
mark sitt á andlitið og gera það
ábúðarfullt. Húðin þornar og
brjóst kvenna missa stinnleik-
ann.
Fertug: Pokar undir augun-
um eru orðnir viðvarandi.
Húðin undir kjálkum og á hálsi
fer að slakna, og hrukkur
dýpka.
Fimmtug: Enn meiri slaki
og hrukkur verða nú mjög
áberandi. Börnin láta athuga-
semdir flakka.
Sextug: Eyrnasneplar fara
að lafa og nefið verður ein-
hvern veginn meira áberandi.
Litaraft getur breyst.
heillaráð Stundaðu heil-
brigt líferni. Hættu að reykja
og borðaðu léttari fæðu, of
snöggur megrunarkúr er þó
ekki ráðlegur og hraður fitu-
missir getur eyðilagt húðina.
Farðu í röskari gönguferðir en
út að bíl og fáðu þér vítamín.
Mundu það líka að sólin er
stórhættuleg húðinni. Ef þú
hefur hins vegar óstöðvandi
löngun til að fara lengri leiðina
skaltu hunsa þessi ráð og fara í
fegrunaraðgerð þegar í óefni
stefnir.
BEIN EÐA BEINN
Er farið að braka í þér?
Ekkert skrítið, beinin eldast
líka.
HVERSU GÖMUL ERU BEININ?
Tvítug - þrítug: Glæsileg
bygging, stinnur kroppur og
fimar hreyfingar.
Fertug: Morgunleikfímin
tekur nýja stefnu því þú átt erf-
itt með að snerta tæmar núorð-
ið. Þú finnur fyrir verkjum í
liðamótum og þú heldur að
þeir hverfi. Sem þeir og gera...
í bili.
Fimmtug: Nú fara að gera
vart við sig áður óþekktir verk-
ir í mjöðmum og öxlum. Háls-
rígur ágerist.
Sextug: Liðamót eru stöð-
ugt stirðari.
Sjötug: Bakið fer að bogna
og almennur stirðleiki er áber-
andi.
Beinþynning herjar á þess-
um aldri á einn af hverjum tíu
mönnum og fjórar af hverjum
tíu konum.
heillaráð Regluleg hreyf-
ing í gegnum lífið. Fátt er betra
en góðar göngur og sund.
VÖEJVAR í CÓÐD
FORMI
Vöðvauppbygging kynj-
anna eru ólík, en karlmenn eru
upp á sitt besta í kringum þrí-
tugt. Þá fer styrkur þeirra hægt
og rólega niður á við og dalar
mikið þegar fimmtugsaldrin-
um er náð.
Vöðvar kvenna eru ekki
eins sterkir og fara að slakna
strax upp úr þrítugu.
HVERSU GAMLIR ERU VÖÐV-
ARNIR?
Tvítugur maður ætti að geta
gert 45-50 armbeygjur án þess
að blása úr nös. Þrítugur er
hann kominn niður í 40-45 og
tíu árum síðar niður í 35-40.
25-35 æfingar getur hann af-
rekað þegar hann stendur á
fimmtugu en sextugur 10-20.
Konur eru ekki frægar fyrir að
stunda armbeygjur en þær sem
kvarta undan slöppum lær-,
maga- og rassvöðvum eru á
leið yfir landamærin og ættu
að fara að athuga sinn gang.
HEILLARÁÐ Puða, púla Og
auka styrkinn. Stunda leikfimi
reglulega og muna það að böm
eru engin afsökun fyrir því að
komast ekki í ræktina!
EKTATENNUROG
FALSKAR
Með nútímatannhirðu ætti
enginn að eiga það á hættu
lengur að fá falskar í ferming-
argjöf. Ef foreldrar þínir voru
sæmilega tenntir og þú hefur
farið eftir ráðum tannálfsins
ættirðu að vera sæmilega
staddur um sjötugsaldurinn.
HVERSU GAMLAR ERU TENN-
URNAR?
Fullorðinstennur eiga það
sameiginlegt heilafrumum að
geta ekki endumýjað sig verði
þær fyrir skemmdum. Ef þú
finnur um fertugt að úr gómn-
um blæðir og tennur fara að
losna er eins gott að drífa sig
til tannlæknis. Fram að þeim
tíma ætti allt að vera í lagi.
HEILLARÁÐ Burstinn er eins
og allir vita númer eitt, tvö og
þrjú.
Notaðu síðan allar þær tann-
hreinsiaðferðir sem þekktar
eru en reiknaðu þó ekki með
að þær séu eins áhrifaríkar og
auglýsingar gefa til kynna.
MELTINCIN BREYTIST
LÍTIÐ
Meltingareiginleikar líkam-
ans breytast, en þó ekki eins
mikið og við mætti búast. Að
vísu er líklegt að þú getir ekki
borðað eins mikið hangikjöt
og þú gerðir, sveskjur verða æ
tíðari á morgunverðarborðinu,
þorsti sækir sfður að þér en
klósettferðir verða hins vegar
tíðari. Smámál miðað við
margt annað.
HVERSU GÖMUL ERU MELTING-
ARFÆRIN?
Tvítug - þrítug: Þú getur
látið allt ofan í þig og finnur
ekki fyrir neinu.
Fertug: Þú ert saddari en
venjulega eftir góða máltíð og
höfuðverkur segir duglega til
sín þegar þú hefur fengið þér
eitt staup með kaffinu.
Fimmtug: Brjóstsviði áger-
ist og þú heldur stöðugt að
þetta sé eitthvað alvarlegra en
það í raun er.
Sextug: Maginn hægir á
starfsemi sinni og segir oft
duglega til sín.
HEILLARÁÐ Rétt fæða er
það sem gildir. Trefjar eru
bestu vinir meltingarfæranna
og það þarf að auka magn
þeirra í fæðunni töluvert þegar
fólk eldist. Drekktu ótakmark-
að magn af vatni og kláraðu að
borða í það minnsta þremur
tímum fyrir svefn.
Víns ber að neyta í hófi, eins
og alþjóð veit.
LUNGUN BESTI MÆLI-
KVARÐINN
Virkni lungnanna er besti
mælikvarði á líffræðilegan
aldur manna. í kringum tvftugt
eru þau á hátindi virkni sinnar
sem minnkar, undir venjuleg-
um kringumstæðum, upp frá
því um 1 prósent á ári. Hraði
þessa ferlis margfaldast hins
vegar ef fólk finnur hjá sér þá
hvöt að púa sígarettur og nnur
reykmyndandi fyrirbæri í tíma
og ótíma. Það er mikilvægt að
fara í læknisskoðun reglulega
eftir fertugsaldurinn, en með
slíku eftirliti er oft hægt að
uppgötva leynda sjúkdóma áð-
ur en þeir ná valdi á heilsu
manna.
HVERSU GÖMUL ERU LUNGUN?
Það er erfitt að meta hvar á
aldursskeiðinu lungun eru
stödd. Nokkur merki má hins
vegar koma auga á. í fyrsta
lagi er erfiðara að halda niðri í
sér andanum. I öðru lagi eru
göngur upp stiga ágæt próf.
Þegar lungun ætla hreinlega út
úr manni á annarri hæð er það
venjulega vísbending um að
nú fari að borga sig að taka
lyftuna.
HEILLARÁÐ Virkni lungna
fellur um fjórðung milli þrf-
tugs og sjötugs.
Meðal reykingamanna fell-
ur hún hins vegar um helming
milli þessara aldursskeiða.
Hættu því að reykja, ef þú ert
ekki þegar búinn að því. Hvers
kyns úthaldsæfingar auka þrek
og talið er að gulrótarát hafi
góð áhrif.
HJARTA MANNSINS
Veikt hjarta á ekki endilega
rætur að rekja til aldurs og geta
því legið allt aðrar ástæður að
baki hjartakvillum. Það er
jafnframt þekkt stærð að karl-
menn þurfa að vera mun meira
á varðbergi gagnvart þeim en
konur. Eftirfarandi pistill er
því sérstaklega ætlaður karl-
mönnum.
HVERSU GAMALT ER HJARTAD?
Tvítugt - þrítugt: Allt eins
og það á að vera og hjartað
pumpar eðlilega. Andlegt
ójafnvægi getur þó truflað
starfsemina en þá er eina ráðið
að fara í gott frí.
Fertugt: Ef þú reykir, borð-
ar óholla fæður og hreyfir þig
lítið sem ekkert ertu á hraðri
leið inn í áhættuhóp.
Fimmtugt - sextugt: Á
þessum aldri er líklegast að þú
getir orðið fyrir hjartaáfalli.
Hættan eykst til muna eftir 55
ára aldurinn.
Líkumar á því að karlmaður
fái hjartaáfall eru einn á móti
fimm, en hlutfallið er mun
lægra meðal kvenna.
Sjötugt: Á þessum aldri
getur hjartað allt eins verið
sem á táningsaldri... það fer
eftir því hvaða lífsstfll hefur
verið ofan á í tilverunni.
heillaráÐ Ef þú hefur ver-
ið með sjálfum þér síðustu ár
veistu að sjálfsögðu að lágt
fitumagn í mat er töfraorð og
reykingar eru á bannlista. Æf-
ingar eru á heillalistanum, en
það þarf líka að framkvæma
þær og það minnst þrisvar í
viku.
HEILINN HELDURSÉR
Heilinn er líffæri sem heldur
sér vel og fólk verður ekki vart
við aldur fyrr en minnisleysi er
farið að hijá það alvarlega.
Rýmun heilans er því ákaflega
lítil framan af og kernur helst
fram í minnkandi eftirtekt og
hægari viðbrögðum. Það má
hins vegar halda sér ungum í
toppstykkinu með því að fylgj-
ast vel með. Ekki rykfalla!
HVERSU GAMALL ER HEILINN?
Því hefur verið haldið fram
að heilbrigð hugsun hyrfi með
hækkandi aldri. Æ fleiri rann-
sóknir afsanna þessa kenningu
og benda til að andlegt ástand
einstaklings og vakandi hugar-
far séu með mikilvægari þátt-
um í viðhaldi heilans. Þegar
sjötugsaldri er náð aukast þó
líkumar til niuna á hvers kyns
hrömun.
heillaráð Notaðu það
sem þú hefur og mundu að
hvers kyns örvun er nauðsyn-
leg þessu líffæri.
KYNLÍFID ELDIST LÍKA
Hér koma slæmu fréttimar.
Eftir því sem fólk eldist verður
kynlíf stöðugt minni hluti til-
verunnar. Karlmenn eiga í sí-
fellt meira basli við að láta
liminn harðna og löngun dvín
hjá báðum kynjum. Það eru
kannski góðu fréttirnar að þú
færð hvötum þínum lullnægt í
réttu hlutfalli við löngun.
HVERSU GAMLAR ERU HVAT-
IRNAR?
„Aldur" kynlífsins er af-
skaplega persónubundinn, en
karlmenn eiga erfiðara með að
leyna honum en konur. Ung-
Iingsdrengur getur látið lim
sinn harðna nokkrum mínútum
eftir sáðlát en það tekur tvítug-
an mann um hálftíma að ná
sama markmiði. Maður á
fimmtugsaldri þarf hins vegar
að bíða allt að heilum sólar-
hring. Það er algengt meðal
karlmanna að þeir neita að
horfast í augu við minnkandi
kyngetu og á miðjum aldri eru
því oft vandamál samfara. Það
eru hins vegar engar leiðir til
varnar, þetta hellist yfir alla og
þá er bara að sætta sig við orð-
inn hlut.
HEILLARÁÐ Njóttu þess
meðan tími gefst til.
VANDINN MED
ÞYNGDINA
Offita er algengt vandamál,
en auðvitað algerleg óþarft.
Það eina sem gildir er að
hemja græðgina og láta réttar
fæðutegundir ofan í sig. Getur
reynst erfitt, en engar afsakan-
ir duga fyrir björgunarbeltum
og þykkum lærurn á miðjum
aldri; þetta má allt skrifa á
óhollustu og hreyfingarleysi.
ALDUR KÍLÓGRAMMA
Þegar fólk eldist minnkar
brennsla og aukakflóin eiga
það til að hlaðast upp. Konur
finna fyrir þessu mun fyrr en
karlmenn og barneignir setja
einnig strik í reikninginn.
Þeim ber því að vara sig strax
upp úr tvítugu. Það fer hins
vegar oft að halla undan fæti
þegar karlmenn nálgast fer-
tugsaldurinn. Einn af hverjum
fimm karlmönnum á við of-
fituvandamál að stríða undir
þrítugu, en þeir hinir sömu
ættu að taka sig á og aðrir að
láta það víti verða sér til vam-
aðar.
heillaráð Ekki er ráð
nema í tíma sé tekið.