Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 HyERNlC HALpA p/JJ alin upp við náttúrulækninga- stefnu Jónasar heitins Krist- jánssonar læknis. Þetta fæði, sem aðallega bygg- ist á grænmeti, var alltaf haft á mínu heimili en var þó aldrei fanatískt. Mikil vatnsdrykkja er líka nauð- synleg og ég lít á mig sem trekt; ég drekk vatn og svitna, skola út, drekk og svitna... þetta þýðir að ristillinn og nýrun eru alltaf tandur- hrein án þess að gerla- gróðurinn fái að fjúka. Því þykir mér afskaplega vænt um ristilinn og hef litið á hann sem útgangspunkt fyrir heilbrigði mitt. Þetta er mín heilsufræði, þótt stundum detti ég í ísskápinn og éti á mig gat.“ Vilborg Hall- dórsdóttir leik- kona Súsanna SvavarsdóHir blaða- maður „Ég bý á fjórðu hæð í blokk og þarf að bera þangað allan farangur og allan þvott upp og niður. Svo er ég með þrjú börn sem eru ægileg hlaup í kringum og það tekur sinn toll. Ég drekk rosalega mikið kaffi og uppáhaldsmaturinn minn er ruslfæði og helst borða ég samlokur, hamborg- ara, pizzur og kínverskan út- burð. Ég sef ekki meira en fjóra til fimm tíma á sólarhring og legg ekki áherslu á líkamsrækt til að vera flott í laginu, held- ur á æfingar sem halda öndun og orkuflæði í líkamanum opnum. Svo fínnst mér æðis- lega gaman að dansa og hlaupa... en hef ekki tíma til þess.“ Steingrimur Ólafsson dag- skrórgerðar- maður „Ég held mér ekki í formi. Að vísu spila ég fótbolta einu sinni í viku en ég lifi á afar óhollu fæði; kakómalti, kexi, seríosi, samlokum. Ég fer líka í sjúkraþjálfun og þetta er mín heilsurækt." Margrét Örnólfsdóttir sylcur- moli „Ég verð að viðurkenna að ég er afskaplega löt. Eg tek nú samt sundskorpur við og við, en það dett- ur niður á milli. Og svo finnst mér ofsa- lega gaman að dansa. Ég hef hins vegar alltaf haft óbeit á venjulegri leikfimi, held það hafí eitthvað að gera með leikfimihús, sturtuklefa og svoleiðis. Ég borða flest sem mér þykir gott og það er sjálf- Stofón Jón Haf- stein, yfirmaður dægurmóla- deildar RÚV „Ég er í leik- fimi hjá Jónínu og Agústu fjór- um til fimm sinnum í viku. Það er svona hopp og hí, er- óbikk eða þol- fimi, og ég hef verið í þessu í um 4 ár. Ég er mikill matmað- ur, borða því mikið og vel og þarf þar af leiðandi að halda í við mig. Ég er nautnaseggur á mat.“ sagt „fifty-fifty*' óhollusta." hollusta og Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri og Erlingur Gislason lelk- arl „Það er á ýmsa vegu. Mað- ur getur ekki farið í neitt ákveðið kerfi vegna leikhúss- ins en við höfum verið mikið í hestamennskunni. Ég fer í lík- amsrækt, er þó ekkert mjög dugleg, og við förum stundum í sund. Við getum ekki stund- að neina íþrótt sem er hættu- leg, t.d. skíði, og við lifum eftir því mottói að það er bara dánarvottorðið sem gildir til að mæta ekki á sýningu," seg- ir Brynja. „En þegar ég er að gera eitt- hvað leiðinlegt, eins og að taka til, ímynda ég mér alltaf að það sé líkamsrækt. Til dæmis þegar ég fer milli hæða geri ég það ákveðið eins og ég sé í þjálfun. Ég reyni að nota hreyfmgar við þessi leiðin- legu, daglegu tiltektarstörf í þá átt að mér gagnist það. Þessu kynntist ég þegar ég heyrði um merkiskonu, Theo- dóru Thoroddsen. En hún, sem gömul kona, bónaði gólfin sín þannig að hún batt bónklúta á fætur sér og skautaði um öll gólf. Þessu hef ég aldrei gleymt.“ Kristin Á. Ólofsdóttir borgar- fulltrúi „í bili eru þetta falleg fyr- irheit um að gera eitthvað í málunum en ég hef verið mjög léleg við það. A sumrin reyni ég þó að stunda sund... nokkuð... og einstaka sinn- um yfir vetur- inn.líka. Ég reýni'að borða grænmeti en kjötið freistar mín alltaf mikið. Það eru því góð loforð um að kippa þessum málurn í liðinn en þau eru ekki alveg í liðnum í bili. Og svo reyki ég náttúrlega, sem er mesta óhollusta, og fyrirheitin eru þar á fullu líka. Það er það fyrsta, að hugsa, og svo er að vita hvenær framkvæmdimar taka við. Ég er víst engin fyrirmynd í þessum efnum.“ Þórarinn Eldjórn rit- höfundur „Ég er í hlaupaflokki sem hefur aðsetur í sundlaug vest- urbæjar og hleyp þrisvar í viku. Svo fer ég líka mikið í sund á morgnana. Ég er nú frekar neyslu- grannur, geri svo sem ekkert sérstakt í sambandi við matar- æði nema hvað stundum em teknar skorpur og eldað kannski meira grænmetisfæði en ella. Ég hef þó hins vegar ekki neitt voðalega strangar reglur í þeim efnum.“ Ingi Björn Albertsson alþingls- madur „Ég þjálfa aðra og hreyfi mig þá bara með þeim sem ég þjálfa.“ Rósa IngólfsdóHir auglýs- ingateiknari „Ég hef stundað lík- amsrækt und- anfarin 25 ár, var mikið í íþróttum sem unglingur en færði mig yf- ir í djassleik- fimi. Ryþm- ísk leikfimi er það sem mér líkar best og reynir á alla vöðva líkamans. Hopp og trimm líst mér alls ekkert á,“ segir Rósa. „Ég er „Ég fer stundum í dans, til dæmis blúsdjass eða afró í Kramhúsinu, og finnst það ofsa- lega gaman. Núna er ég í flamenco- dansi hjá Sóleyju og það dugir mér eins og er. Svo finnst mér æðislegt að vera úti í náttúr- unni og ganga. Eftir að ég fékk mér gönguskóna geri ég mikið af því... og hleyp meira að segja,“ segir Vilborg. „Ég borða helst engan til- búinn mat, reyni að hafa mikið græn- meti og basa í matnum, til dæmis mísó, banana eða hirsi.“ í FOrMI* j

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.