Pressan - 27.02.1992, Síða 34
34
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992
Ú T L Ö N D
Ríkir
Rússar
Andrej Stroev hringir á undan sér i vinnuna þar sem hann
þýtur eftir breiðgötum Moskvu í Lincoln-bifreið sinni.
Umbætur í
sænsku
kauphöllinni
Sænska ríkisstjómin hefur
lagt til að einokun sænsku
kauphallarinnar á verðbréfa-
viðskiptum verði aflétt um
næstu áramót og henni verði
breytt í hlutafélag. Gert er ráð
fyrir að í nýju kauphöllinni geti
víxlað bæði verðbréfasalar
með leyfi og eins tryggingafé-
lög, lífeyrissjóðir, iðnfyrirtæki
og nnur fjármögnunarfyrir-
tæki. Gert er ráð fyrir að um
næstu áramót falli jafnframt úr
gildi reglur um misvægi hluta
eftir þjóðerni hluthafa.
Reykingabann í
Frakklandi?
I Frakklandi hefur sérstök
nefnd nú til athugunar tillögur
um víðtækt reykingabann.
Samkvæmt þeim yrðu reyking-
ar á opinberum vettvangi glæp-
samlegar og myndu þær þá
varða sektum. Þeim 40% full-
tiða Frakka, sem reykja, yrði
þá bannað að reykja í biðsöl-
um, menningarmiðstöðvum,
fundarherbergjum, íþrótta-
svæðurn, skólum og sjúkrahús-
um.
Rússnesk
dagblöð i vanda
Dagblöð í hinum fyrrum
Sovétríkjum eiga nú í miklum
vanda. Eftir að áratuga ríkis-
einokun á íjölmiðlun var aflétt
voru nefnilega niðurgreiðslur
til blaða líka látnar fjúka og
mörg þeirra eiga nú í miklum
rekstrarerfiðleikum. Dagblöð
hafa almennt hækkað tífalt í
verði og mörg hafa fækkað út-
gáfudögum og minnkað blöð
sín verulega. Meðal fómar-
lambanna er Trud og Komso-
molskaja Pravda.
Blásum á
vandann
Borgaryfirvöld í Mexíkó-
borg hafa miklar áhyggjur af
mengun í borginni, en hún er
ein hin mesta í heimi. Borgar-
stjórinn, Manuel Camacho Sol-
is, hefur samþykkt áætlun um
smíði tveggja risavaxinna loft-
ræsihreyfla í von um að aðeins
rofi til.Sérfræðingar eru ekki á
einu máli um gagnsemi áætlun-
arinnar.
Þar sem áður var alræði ör-
eiganna er smátt og smátt að
verða til markaðshagkerfi. Og
þrátt fyrir að hægt fari gengur
í raun betur en ætla mætti í
landi þar sem lýðræði hefur
aldrei þekkst áður og reynsla
af hinum frjálsa markaði er
ekki til. Nú þegar er orðin til
fámenn stétt rússneskra millj-
ónamæringa, manna sem
byrjuðu með tvær hendur
tómar og áttu ekki einu sinni
flokksskírteini.
Herman Sterlígov heldur
því fram að hann sé ríkasta at-
hafnaskáldið í Rússlandi.
Vandinn er bara sá, að Sterl-
ígov, sem er 25 ára gamall,
hefur ekki hugmynd um
hversu mikla peninga hann á.
„Ég skal vera fullkomlega
hreinskilinn. Ég veit ekki
hvað ég græddi mikla peninga
í síðasta mánuði. Ég veit ekki
hvað ég hef marga starfs-
menn. Og stundum veit ég
ekki hvað er að gerast í mfn-
um eigin fyrirtækjum,“ segir
Sterlígov og púar Winston-
sígarettu.
Sterlígov veit hins vegar að
á síðastliðnum þremur mán-
uðum hafa tekjur erlendra
dótturfyrirtækja Alysa-fyrir-
tækjasamsteypu hans numið
sem svarar 350 milljónum ís-
lenskra króna. Sjálfur lætur
hann aka sér um í Zil-límú-
sínu, sem er harla gott af
gömlum fallista að vera, sem
enn býr heima hjá pabba og
mömmu. Þrátt fyrir það fer
hann ekkert án flokks líf-
varða, sem eru vopnaðir sjálf-
virkum skammbyssum.
„Moskva er eins og Chic-
ago var á fjórða áratugnum,"
segir Sterlígov, sem virðist
ekkert hafa á móti sögusögn-
um um að hann sé ekki bein-
línis venjulegur athafnamað-
ur. IUar tungur segja hann
reyndar hafa meiri áhuga á að
vekja á sér athygl en að vera
endilega í viðskiptum.
Eftir að Míkhaíl Gorbat-
sjov, fyrrum Sovétforseti,
slakaði á hömlum á frjálsan
atvinnurekstur árið 1987
komst ný stétt manna á legg:
nýherjar í viðskiptum. Þeir
eru fremur fáir enn sem kom-
ið er, en miðað við þá áherslu,
sem Borís Jeltsín Rússlands-
forseti hefur lagt á að breyta
Rússlandi í markaðshagkerfi,
einkavæða iðnað, landbúnað
og verslun, er mjög sennilegt
að þessi nýja stétt muni skipta
sköpum í framtíðinni.
Nýju athafnaskáldin eiga
þrennt, sem aðrir eiga ekki. í
fyrsta lagi fjármagnið, sem
mun þurfa til að gera einka-
væðinguna mögulega, í öðru
lagi þekkingu á því hvernig
markaðshagkerfið á að vinna
og í þriðja lagi verðmæt tengsl
við hugsanlega fjárfesta er-
lendis, en án þeirra mun rúss-
neska efnahagsundrið aldrei
verða að veruleika.
Andrej Stroev er annað at-
hafnaskáld. Hann talar óað-
finnanlega ensku, er klæddur
eins og BOSS-módel, kyrrlát-
ur og íhaldssamur. Hann er 44
ára gamall og er doktor í hag-
fræði, en sérhæftr sig í bygg-
ingarverktöku.
„Ég get alveg játað það, að
ég er auðugur maður, en mér
finnst ekki rétt að ganga um
stræti og torg hrópandi hvað
maður hafi grætt margar millj-
ónir rúblna í síðasta mánuði,
síðustu viku eða síðustu mín-
útum. Það virðist hins vegar
vera komið f tísku hér í borg-
inni,“ segir Stroev hugsi um
leið og hann kveikir sér í
Marlboro Light með gull-
kveikjara.
Stroev og Sterlígov eru al-
gerar andstæður. Ef undan er
skilinn smekkur þeirra fyrir
Alexej Kirsanov slakar á yfir kampavíni og sígarettu: „Sumum er ætiað að vera ríkir.“ Kni9h,'Rjdder
ÍSLENSKT SJÓNARHORN
MAGNEA J. MATTHÍASDÓTTIR
*
Utlendingar meðal útlendinga í útlöndum
...er heitur íit í„dönsku sníkjudýrin“
og kveður þau komin til Spánar að
njóta góðs af þjóðfélaginu þar, þau
einangri sig í sérstökum hverfum,
neiti að lœra tungumálið og setja sig
inn í menningu Spánverja og fleira í
þeim dúr.
Nú eru blikur á lofti í
danskri pólitík og Poul
Schlúter forsætisráðherra í
fjóshaugnum miðjum (les:
djúpum skít) eftir að hafa
orðið uppvís að því að ljúga
að þingi, þjóð og hæstarétti,
meðan sósíaldemókratíski
,jólasveinninn“ Svend Auken
riðar til falls í fylkingarbrjósti
í því sem nefnt hefur verið
„langdregnasta sjálfsmorðstil-
raun flokks í dönskum stjóm-
rnálum".
En þessu afleitu mál hnika
þó ekki bjargfastri sann-
færingu innfæddra um að
Danmörk sé besta land í heimi
og hingað streymi útlendingar
af annarlegum hvötum til þess
að færa sér í nyt velferðarker-
fið margrómaða. Að flestir
innflytjendur í hópi flótta-
manna kynnu ef til vill heldur
að kjósa að lifa í friði og spekt
í eigin landi telja þeir algera
firru _ Danmörk er það gósen-
land, sem allir hljóta að þrá, ef
marka má Dani.
Nú er Danmörk auðvitað
indælis land og danska þjóðin
frekar „hyggelig", en vissu-
lega er það spaugilegt fyrir
íslending að sjá hér sama
blendinginn af þjóðrembu og
þjóðlegri minnimáttarkennd,
sem við höfum freistast til að
telja séríslenskt fyrirbæri í
gegnum tíðina.
Hér er allt á „heimsmæli-
kvarða", ef svo má segja:
síðustu helgi heyrði ég til
dæmis að Danir ættu bestu og
duglegustu sjómenn í heimi,
hér er máltíð í veitingahúsi
hin dýrasta í heimi, hér er
bjórinn hinn besti í heimi,
héðan halda danskir popp-
hljómsveitamenn í víking til
annarra landa að taka við
verðskuldaðri heimsfrægð
(kannast einhver við stílinn?)
og svo mætti lengi telja.
í fyrra skemmti ég mér til
dæmis óskaplega yfir að fylg-
jast með hamaganginum þeg-
ar „sigurlagið" var sent í
Evrósjón-keppnina og hlusta
á danska þulinn ræða við
kunningja sinn um hvar í
Danmörku væri best að halda
keppnina að ári á meðan á
stigagjöfinni stóð. Danir
fengu nefnilega enn færri stig
en Islendingar.
En af því að Danmörk er
slíkt afburðaland koma hing-
að útlendingar af öllum litum
og gerðum og „stela“ vinn-
unni frá heiðarlegum Dönum.
Þetta er alvarleg ásökun í
landi þar sem helmingur
landsmanna er á bótum, sem
koma í staðinn fyrir laun,
atvinnuleysi eykst jafnt og
þétt milli ára og talið er að um
það bil hálf milljón manna sé
„ónýt“ fyrir atvinnulífið, jafn-
vel þótt rífandi uppsveifla
hæfist strax í dag og allir gætu
fengið vinnu. Mig grunar
aftur á móti að bjórvembl-
amir, sem tala hæst um
þennan „vinnustuld", kærðu
sig fæstir um að vinna þau
verk, sem „perkamir" (vænt-
anlega samansett úr „Persi“
og „Tyrki") inna af hendi og
þætti vinnutíminn langur og
strangur, launin lág og starfið
ekki nógu „gefandi". Óbeitin,
sem margir hafa á „fejl-
farveme", er sú sama fyrir
því, ekki síst þeim, sem
aðhyllast múhameðstrú, ef til
vill vegna þess hvað þeir em
áberandi vegna klæðaburðar
og annars.
Það er kannski spaugilegast
af öllu, eítir að hafa hlustað á
þennan söng lon og don, að
lesa tilvitnun í spænskan
bæjarstjóra, sem er heitur út í
„dönsku sníkjudýrin" og
kveður þau komin til Spánar
að njóta góðs af þjóðfélaginu
þar, þau einangri sig í sérstök-
um hverfum, neiti að læra
tungumálið og setja sig inn í
menningu Spánveija og fleira
í þeim dúr.
Allt þetta gæti verið orðrétt
haft eftir Dönum um útlend-
ingana hér. Kannski líður þá
ekki yfir Spánveijana af
hrifningu þegar þeir fá danska
verkfræðingahópinn, sem á að
fara að senda þeim, og kann-
ski em þeir þá eftir allt saman
ekkert hrifnir af dönskum sér-
fræðingum í arabalöndunum?
Það skyldi þó aldrei vera?
Höfundur er rithöfundur og búsett í
Danmörku.
vestrænu tóbaki eiga þeir fátt
sameiginlegt annað en at-
hafnaþrána. En sem fyrr segir
eru þeir enn fáir, sem þora að
kýla á það og reyna fyrir sér á
markaðnum.
Fyrir vikið er líka frekar eft-
ir þeim tekið. Aldalangir for-
dómar gegn fésýslu, sem
margir Rússar líta sömu aug-
um og okur, hafa líka sín
áhrif. Flestum finnst þó skárra
að unnt sé að auðgast á þann
hátt heldur en samkvæmt
gamla kerfinu, þar sem auð-
legð byggðist á hollustu við
Kommúnistaflokkinn.
Ef til vill er augljósasta
breytingin í Rússlandi sú, að
fólk þorir að sýna að það eigi
peninga. Fyrir nokkrum ámm
var viðkvæðið að vissulega
ættu Rússar peninga, en þeir
gætu bara ekki keypt neitt fyr-
ir þá. Þetta hefur breyst, en um
leið snarféll rúblan í verði.
Hins vegar hefur áður hulinn
gjaldeyrir komið í ljós. Jeanne
Dzarúkían rekur Michaele
Boutique í Drúzínskaja-stræti
skammt frá Hvíta húsinu í
Moskvu. Þegar inn er komið
er engu líkara en maður sé
kominn til New York eða Par-
ísar. Alls kyns tískuvamingur
er á boðstólum og hann er ein-
vörðungu seldur fyrir Banda-
ríkjadali.
Dzarúkían segir að um 80%
viðskiptavina sinna séu Rúss-
ar.
„Það er eins og miklu fleiri
Rússar hafi fé handa á milli en
áður,“ segir hún.
Kremlverjar stærðu sig ætíð
af því, að þeim hefði tekist að
búa til stéttlaust þjóðfélag, en
í raun og vera vom félagar í
Kommúnistaflokknum há-
stéttin, sem allt fékk. Þegar
allt lék í lyndi vom 19 millj-
ónir manns félagar í flokknum
af 280 milljónum Sovétborg-
ara. Félagamir höfðu aðgang
að sérstökum verslunum, sér-
stöku heilbrigðiskerfi, sér-
stökum sumardvalarstöðum,
sérstöku menntakerfi og
meira að segja maturinn var
sérstaklega valinn ofan í
flokksgæðingana. Hæfileikar
skiptu aldrei neinu máli, en
flokkshollusta og flokkstengsl
öllu.
Ótíndum almúganum var
aftur innrætt að auðlegð og
fremd utan hins pólitíska kerf-
is væru syndsamlegar. Sýndi
einhver ffumkvæði á við-
skiptasviðinu var hann um-
svifalaust stimplaður spá-
kaupmaður, en fyrir slfka
„efnahagsglæpi" var harðlega
refsað. Jósef Stalín lét slátra
milljónum manna fyrir það
eitt að vera dugmiklir bændur
eða slyngir kaupmenn og enn
þann dag í dag hafa Rússar
skiljanlegar efasemdir um að
hyggilegt sé að græða pen-
inga.
„Hér áður fyrr var gert ráð
fyrir því að hver sá, sem
tengdist Kommúnistaflokkn-
um, ætti mikið undir sér. Slíkt
kom engum á óvart. Sumum
er ætlað að vera ríkir. Það
kemur engum á óvart að El-
ísabet Englandsdrottning
skuli vera auðug,“ segir Al-
exej Kirsanov, sem er 32 ára
og rekur verslunarfyrirtækið
Albor Intemational, en velta
þess nam um 12 milljörðum
íslenskra króna á síðasta ári.
„En það að njóta forréttinda
undir sovétskipulaginu og að
njóta forréttinda núna er
tvennt ólíkt. Núna þarf maður
að hafa fyrir því að afla sér
forréttindanna."