Pressan - 27.02.1992, Side 43

Pressan - 27.02.1992, Side 43
_____FIMMTUDAGUR PRCSSAN 27. FEBRÚAR 1992_ LÍFIÐ EFTIR VINNU 43 Helgi Jason Ólafsson nemi og handboltamaður Hvað ætlar þú að gera um helgina Jason? „A föstudagskvöldið cetla ég að eiga rómantískt k\’öld með kœrustunni. A laugardaginn verð ég í af- mœli systur minnar, sem verður eiginlega bœði þriggja ára og tólfára, en hún á afmœli á hlaupárs- daginn. Um kvöldið œtla ég að bjóða kœrustunni út að borða og dekra svolítið við hana. A sunnudaginn er stór dagur. Þá fer ég á handboltacef- ingu en eftir œfinguna verður glaumur og gleði heima hjá þjálfaranum, Atla Hilmarssyni. “ BARIR • Um síðustu helgi brá höfundur þessa korns sér úr siðmenningunni og norður til Akureyrar til að bergja á börum þarlendra. Eftir snöggan rúnt milli helstu knæpa höfuðstaðar Norðurlands, að Hótel KEA slepptu (ég verð aldrei svo ölvaður eða áfengisþurfi að til greina komi að skipta við kaupfélagið), hallaðist ég helst að því að míníbarinn á Hótel Norðurlandi væri besti barinn í bænum. Kjallarinn undir Sjallanum er aftur á móti einn versti bar á Is- landi nema ef vera skyldi að annar kjallari_ í Reykjavík tæki honum fram. Ég ákvað þó að gefa diskótek- inu 192,1 annan séns og sá ekki eft- ir þvi. Úrvalið á barnum var sæmi- legt, ég fékk minn Jim Beam, en 5IBBI FERTIL AKUREYRAR Sigurbjöm Aðalsteinsson kvikmyndagerðarmaður er á ferð og flugi þessa dagana með stuttmyndina góðu, Ókunn dufl. I farteskinu hefur hann líka enn- þá styttri myndir, Hljóð og Hundur hundur. Fyrir skemmstu SYKURMOLAR A BORCINNI Loksins. Loksins ætla Sykur- molamir að spila aftur fyrir okkur, þjóðina sína. Það verð- ur á Borginni á föstudags- kvöldið og svo í Verkmennta- skólanum á Akureyri þriðju- dagskvöld. Fyrir þau Einar, Björk, Braga, Möggu, Sig- trygg og Þór er þetta reyndar ekki nema forsmekkur, eins konar atrenna að tónleikaferð um helstu borgir Evrópu (London, París, Amsterdam, Brussel, Hamborg o.s.frv) sem byrjar um þamæstu helgi. Því- næst taka við amerískar borgir með stómm nöfnum (Dallas, San Francisco, New York, Chicago, Washington o.s.frv.). Að sögn Einars Amar verður þetta þó svo rólegt tónleika- ferðalag að enginn þarf að eiga á hættu að fá taugaáfall... Sigurbjörn Aöalsteins- son; maöur nennir ekki alltaf aö gera myodir, Það er sagt að ungliðahreyfingar stjórnmála- flokkanna séu samviska þeirra. Það er líka sagt að hugsjónir séu fyrir unga menn. Hvað um það. Vilhjálmur Egilsson geislaði að minnsta kosti af hugmyndum og hugsjónum á sínum yngri ár- um. Það sýnir pípan. Síðan þá hefur hann gætt hagsmuna í Verslunarráði og er nú kominn á þing til að gæta hagsmuna Norðurlands vestra. Það skal því engan undra þótt hugsjónaljóminn sé horfinn. í stað hans er kominn svipur manns í real-pólitík. Birna Þórðardóttir blaöamaöur „Þetta er hjá Bimu, Ingólfi, Ragnhildi og kettinum Mjásu. Enginn suarar símanum þessa stundina. Efþú vilt skilja eftir skilaboð til okk- arþá gerirðu það eftir að hljóðmerkið heyrist. “ hins vegar var ekkert gin að fá nema kjötætuna. Og öfugt við flest annað á Akureyri er álagning á áfengi í lægri kantinum. Það eitt er kannski ekki nóg til þess að vera fyrir norðan, en ein og ein helgi er í góðu lagi. POPPIÐ • Kristján Guðmundsson og Úlfar Ingi spila djass á Blúsbarnum á fimmtudagskvöldið. Kristján verður á píanóinu en Úlfar á kontrabassan- um og saman ætla þeir að spila Ijúfa og skemmtilega standarda. Þægi- legt. •Hálft I hvoru spilar f kvöld á Gauknum. Þar eru Ingi Gunnar Jó- hannsson, Gísli Helgason, Örvar slökkviliðsmaður og hinn snyrtilegi Eyjólfur Kristjánsson innanborðs. Hér ætlum við að árétta það að PRESSAN kemur út á fimmtudög- um og þegar viö segjum að eitthvað sé að gerast i kvöld þá þýðir þaö fimmtudagskvöld. Og ekkert annað. • Fressmenn spila blús á Púlsinum í kvöld. Þeir spila blús frá árunum 1920-1940 í anda Muddy Waters og annarra snillinga og gera þaö vel. Þarna ætti að geta myndast CAMALL 5KANDALL í HAMRAHLÍP Frumsýningin á Upphafi og endi Mahagonnyborgar í Leipzig 1930 er einhver fræg- asti skandall í þýskri leikhús- sögu, Gagnrýnandi sem var við- staddur skrifaði: „Konan á vinstri hönd mér fékk hjarta- áfall og vildi fara heim. En þegar henni var sagt að þetta væri söguleg stund sat hún áfram. Maður fyrir aftan mig tuldraði: „Bíðum bara þangað til hann kemur þessi Brecht.“ Stríðsöskur bergmáluðu um salinn. Virðulegur herramaður með andlit eins og á soðnum humri hafði tekið lyklakippu upp úr vasanum og háði með henni sögulega baráttu gegn leikhúsinu. Hann bar einn lyk- ilinn upp að vörum sér og blístraði þannig að skar í mag- ann. Ekki lá kona hans heldur á liði sínu; stór og hnöttóttur kvenmaður með hárið í hnút, líkt og stigin út úr reið valkyrj- anna. Hún hafði sett tvo digra fingur í munninn; lokaði aug- unum og blístraði ennþá hærra en eiginmaðurinn og lykill- MH sýnir Mahagonny; menntaskólasýningar gerast varla stærri í sniöum. inn.“ Núorðið finnst manni svo ein- strengingsleg viðbrögð við óperu næsta annarleg. En á þessum árum lét fólk ennþá hneykslast og ekki bætti úr skák að Mahagonny er skrifað til höfuðs gróðafíkninni, harð- neskjunni og spillingunni sem Brecht áleit að einkenndi Wei- marlýðveldið svokallað, gegn borgarastéttinni sem sótti óperuhús; Mahagonny er enda eins konar táknmynd Berlínar- borgar eins og hún var á þess- um árum og er raunar sagt að í flimtingum hafi Brecht kallað Berlín þessu nafni, Mahag- onny. En hvað um það - þessi ópera, sem raunar er skrifuð til höf- uðs hefðbundinni óperu, er eitt af stórvirkjum leikskáldsins Brechts og tónskáldsins Kurts Weill. Og nokkurt stórvirki hlýtur það líka að teljast þegar leikfélag Menntaskólans í Hamrahlíð ræðst í að frum- flytja þetta sextíu ára gamla verk á Islandi. Það er heldur engin smásýning: Halldór E. Laxness leikstjóri og Guðni Franzson tónlistarstjóri fara þama fyrir flokki þrjátíu og fimm hljóðfæraleikara úr skól- anum og næstum fjörutíu leik- urum og söngvurum. Sýningar verða í hátíðarsal MH þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga. Ókunn dufl sýnd fyrir svona eitt og hálft Háskólabíó á stuttmyndahátíðinni í Clairm- ont-Ferrand í Frakklandi og innan tíðar verður myndin líka sýnd í Rúðuborg, Montreal og Sao Paolo. Og svo verða allar myndirnar þrjár sýndar í Borgarbíói á Akureyri á föstu- dagskvöldið. Það er blómlegur kvikmynda- klúbbur Menntaskólans á Ak- ureyri sem stendur fyrir kvik- myndasýningunni, en að henni lokinni ætlar Sigurbjöm að spjalla við áhorfendur. „Eg vona að það verði gaman fyrir báða aðila,“ segir hann. „Sjálfur verð ég mikils vísari af því að vera viðstaddur sýn- ingar á myndunum. Ég hef til dæmis sjaldan lært jafnmikið í kvikmyndagerð á einum hálf- tíma og í Clairmont-Ferrand. Þar sá ég vel hvar ég hafði klikkað og hvar ekki, hvar hefði mátt stytta atriði og hvar hefði mátt lengja þau.“ En er Sigurbjöm kannski að fara að gera nýja mynd? „Maður nennir ekki alltaf að gera myndir. Þessa dagana er ég að búa til auglýsingar og er hæstánægður með það.“ mystísk og skemmtileg stemmning. • Byrds spila á Hótel íslandi föstu- dags- og laugardagskvöld. Ein- hverjir gamlir Byrds-aðdáendur spyrja sig sjálfsagt í forundran hvernig Byrds geti verið Byrds þeg- ar Roger McGuinn og Chris Hillman (og jafnvel David Crosby) eru ekki með. Trommarinn er alltént sá sami og þeir ætla að spila Tambourine Man, Turn Turn Turn og öll hin gömlu góðu lögin. Þetta getur bara varla klikkað. • Loöin rotta bregður undir sig betri klónum þessa helgina. Ferðinni er heitið í mjólkurbæinn Selfoss og þar ætlar Rottan að koma sér fyrir f Gjánni og spila alla helgina. Eyrna- konfekt við allra hæfi verður á boð- stólum. Nú, Selfyssingar eru örugg- ir f átta liða úrslitin og þarna gefst færi á að fagna því. • Stútungar spila á Tveimur vinum linnulaust alla helgina. Það er allt í besta og í rauninni lítið annað um það að segja. Þess vegna ætlum við að segja frá því að Kári Waage, sá vinanna sem aldrei virðist fá frí, syngur með íslandsvinum og þeir eru að fara að taka upp plötu. Þar hafið þiö þaö. •Cuba llbre verður á Apríl föstu- dags- og laugardagskvöldið. í henni eru bræðurnir Jón og Trausti Ing- ólfssynir, sem einu sinni voru í Stuð- kompaníinu, Aðalsteinn Bjargþórs- son og pfanóleikarinn geðþekki Pálmi Sigurhjartarson. En hann er akkúrat að fara að taka upp plötu með Kára. •Mikki refur ætlar að troða upp á Gauknum á föstudag og laugardag. Óstaðfestar heimildir herma aö les- iö veröi upp úr ævisögu Lilla klifur- músar, sem út kom fyrir jólin og seldist gffurlega. •Ýmslr flytjendur er hljómsveit aö austan. Nú, þeir ætla aö koma í bæ- inn og spila hjá Hafsteini á Staðið á öndinni á föstudags- og laugardags- kvöldið. Meira vitum við ekki. • Bjórinn verður gjörsamlega út um allt sunnudaginn 1. mars. Hann skemmtir öllum sem hans vilja njóta frá klukkan sex til eitt eftir miðnætti á öldurhúsum bæjarins. Orðinn þriggja ára og freyðir enn. Annars finnst mér andskoti skítt að það skuli vera hlaupár. Ef það hefðu bara verið 28 dagar í febrúar eins og venjulega heföi maður getað haldið, upp á þetta af einhverri al- vöru. I staðinn þarf maður að vera með eitthvert hálfkák við eina eða tvær kollur. Þetta lýsir skítlegu eðli einhvers VEITINGAHÚS •Á engu veitingahúsi í bænum er jafnmikið af einmana og döpru fólki og á Kabarett í Austurstræti (sem einu sinni hét Fjarkinn). Það er líka allt í lagi, einmana og döpru fólki líð- ur vel á Kabarett. Það les blöðin, horfir út í loftið, ofan í kaffibolla, bjórglas eða f gaupnir sér, en lætur hitt einmana og dapra fólkið alveg afskiptalaust, enda vill einmana og dapurt fólk alls ekki tala viö annað einmana og dapurt fólk. Samt er staöurinn í sjálfu sér ekkert svo dap- ur: Miklu frekar að hann sé eins og griðastaöur þar sem allir geta verið nákvæmlega eins og þeim sýnist, allir eru jafnréttháir. Þvf hefur Ka- barett skapað sér nafn sem ágætis hádegisbar, drykkjufólk sem þang- að leitar getur gengið að því vfsu að á næsta borði situr einhver sem er ekki í miklu betra ásigkomulagi. Öndvegisréttur staðarins er sam- loka með skinku og osti. Hún var góð á árum pilsnersins, sumir myndu segja að hún væri ennþá betri eftir að bjóröldin gekk í garð. Vp MÆLUM MEÐ Að fólk gcfi smáfuelunum það er geðslegra en að láta þá nærast á pylsum og remúlaði Að Bjarni Felixson fpi viðurkenningu sama hverrar tegundar hún er, lýsingar hans á listhlaupi á skautum eru á heimsmælikvarða Að blöðunum fiölgi Moggi, Tími og Alþýðublað duga varla nema svona hálfan kaffibolla á morgnana Að mvndbandaleieur hietti að terrorísera viðskiptavini sína með því að láta þá borga fullt leigugjald fyrir hvem dag sem gleymist að skila mynd. Svona- lagað getur varla verið löglegt. INNI Verðbólgan. Þjóðin er farin að dauðsakna verðbólguáranna þeg- ar var svo gott og ffjálsmannlegt að lifa á Islandi. I áratugi gekk íslensk pólitík út á það að losna við verðbólguna (verðbólgubál- ið, verðbólgudrauginn, verð- bólgubölið). Þá loks myndi allt batna. Nú þegar verðbólgan er komin niður í eitt prósent lætur gullöldin aldeilis standa á sér. Þvert á móti er þjóðin hnípin, al- búin þess að sigla hraðbyri inn í hóp fátæktargemlinga heimsins. Þess vegna er verðbólgan að komast í tísku og varla langt í að menn fari að trega þá blómatíð þegar hún ríkti ofar öllu og þjóð- in var hamingjusöm. Og verður þá komið ærið efni í kvæði, söngva og sögur. ÚTI Handbolti. Það er sama hvað handboltamenn fetta sig og íþróttafréttamenn geifla sig; það verður varla séð að íþróttin eigi sér viðreisnar von eftir allan gamanleikinn í kringum heims- meistaramótið. Og kannski er honum ekki einum um að kenna, kannski grunaði þjóðina allt í einu að þessi óheflaði leikur væri ekki meðal heimsíþrótta, að handbolti væri í rauninni út- kjálkasport og álíka mikilvæg landkynning og borðtennis og blak, sem líklega eru miklu vin- sælli íþróttir um allan heim. Þess vegna er þjóðinni hjartanlega sama um hvort heimsmeistara- mótið verður haldið hér eða þá í blokkaríbúð í New York, eins og nafnkunnur landsleikur Islands og Bandaríkjanna. En meðan handboltar skreppa saman í þjóð- arsálinni bólgna körfuboltar út. Amerískir körfuboltamenn eru orðnir þjóðhetjur og æska lands- ins gengur með myndir af þeim í skólatöskunni.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.