Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 44

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 44
44 ______FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1992_ LÍFIÐ EFTIR VINNU Burkni J. Óskarsson er sautján ára nemi í þriðja bekk Menntaskólans í Reykjavík. Hann er sporð- dreki og strákurinn er jafn- framt Iaus og liðugur. Hvað borðarðu í morgun- mat? „Ég fæ mér yfirleitt te og læt það duga.“ Kanntu að elda? „Já, ég kann að elda pasta.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „New York, ég ólst þar upp.“ Hvernig stelpur eru mest kynæsandi? „Háar, ljós- hærðar með blá augu.“ Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Já, blessaður vertu." Syngurðu í baði? „Nei, ég syng ekki í baði.“ Hvaða rakspíra notarðu? „Fahrenheit." Hefurðu verið til vandræða drukkinn? „Nei.“ Hefurðu dáið áfengis- dauða? „Nei.“ Hugsarðu um og hefurðu áhuga á stjórnmálum? ,Já, erlendum ekki innlendum." Ertu trúaður? „Já, þótt langt sé síðan ég hef farið í kirkju.“ Hvað er þér verst við? „Þeg- ar Guffi vinur minn byrjar að steypa!" Hvað ætlarðu að verða þeg- ar þú verður stór? „Ríkur og feitur kapítalisti." Hvaða orð lýsir þér best? „Klikkaður." Attu þér eitthvert mottó í lífinu? „Wimps eat shit and I walk over them.“ Cecils eru það helst unglingar sem koma aðfaranótt föstu- dags en aðfaranótt laugardags er það frekar fullorðið fólk sem kemur. Hann segir að þetta virðist vera kærkomið fólki en misjafnt eftir hverju það er að leita. Sumir dvelji lengi í kirkjunni, aðrir rétt hlaupi inn og fái kaffibolla, sumir séu ræðnir og þurfi að tala meðan aðrir tali lítið sem ekkert. „Við viljum láta það fólk sem er að leita, og þó það sé bara að bíða eftir leigubíl, vita að kirkjan er fólkinu opin og fyr- ir fólkið. Við lítum á þetta sem hluta af köllun kirkjunnar og þess sem er aðalhlutverk hennar. Guðs orð má boða í verki jafnt og í ræðu,“ segir séra Cecil Haraldsson. í KIRKJUÁ NÓTTUNNI „Við opnum kirkjuna klukkan eitt aðfaranótt laugardags og sunnudags. Við hitum kaffi en miklu meiri er nú undirbún- ingurinn ekki. Þama er síðan opið hús fyrir þá sem þama vilja koma,“ segir Cecil Haraldsson, sókn- arprestur í Fríkirkjunni. Fríkirkjan er öllum opin frá því klukkan eitt að nóttu um helgar. Cecil og hans fólk taka þar á móti þeim sem vilja koma, gefa þeim kaffi, spjalla og hlusta og leyfa fólki að ylja JÓNA5PILARÁ HARMONÍKKU Eftir niðurlægingartímabil sem hófst með rokkinu og Bítlunum er harmoníkkan aft- ur orðin málsmetandi hljóð- færi. Bubbi er ófeiminn við að nota harmoníkku og á evr- ópskum poppplötum má iðu- lega heyra harmoníkkuleik. Konan á myndinni heitir Jóna Einarsdóttir og hún spilar á UppÁlHAlds Jón Albert Kristinsson BAKARI „Það vín sem er í mestu uppáhaldi hjá mér núna er frá Chile og heitir Co- usino Magul af tegundinni Cabernet Sauvignon.frá árinu 1985. Þetta er fyrsta víniðfrá Chile sem ég smakkaði. Það er mjög gott. Eg smakkaði þetta vín fyrst í Kaupmannahöfn. “ harmoníkku. Þá list hefur hún lært í mörg ár hjá meistaran- um Karli Jónatanssyni, sem er ein driffjöðrinn í sérdeilis blómlegu harmoníkkulífi borgarinnar. Jóna gerir hvort tveggja að spila ein síns liðs á veitinga- húsum oa knæpum, en aukin- hún meðlimur í hljómsveit- inni Harmoníu, sem spilar á árshátíðum og þvílíkum mannamótum. Jóna ætlar að spila á Hressó á sunnudags- kvöldið hljómþýða franskætt- aða kaffihúsamúsík, en í bland íslensk lög sem hún velur af kostsæfni. LI5T OC LY5T „Þetta er með mögnuðustu verkum Sartre. Það er tilvistar- heimspekin sem þama ræður ferðinni. Verkið gerist handan við móðuna miklu í þeim heimi sem maðurinn skapar sér með lífi sínu á jörðinni," segir Þórir Steingrímsson leik- ari, einn af aðstandendum Garðaleikhússins sem nú hef- ur verið endurvakið. Garðaleikhúsið starfaði síðast fyrir nokkuð mörgum árum og setti meðal annars upp „Karl- inn í kassanum", sýningu sem margir muna eflaust eftir. Nú er leikhúsið komið á ferð aftur og frumsýnir föstudaginn 6. mars einþáttunginn „Luktar dyr“ eftir Jean Paul Sartre í Félagsheimili Kópavogs. Leikstjóri er Erlingur Gíslason en leikendur, auk Þóris, eru Margrét Ákadóttir og Aldís Baldvinsdóttir, en hún hefur nýverið lokið námi í London og er þetta frumraun hennar með atvinnuleikhúsi. Steinþór Sigurðsson gerir leikmynd, Össur Geirsson sér um tónlist- ina en Stefán Sturla Sigurjóns- son er framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar. „Frú Vigdís Finn- bogadóttir þýddi þetta verk ásamt Þuríði Kvaran þegar Gríma setti það upp fyrir tæp- um þrjátíu árum. Vigdís hefur nú endurunnið þýðinguna," segir Þórir og hann heldur áfram: „Áhorfendur sitja við borð og geta notið matar og drykkjar meðan þeir njóta sýn- ingarinnar." Þama verður því hvort tveggja list og lyst á ferðinni. SVERRIR STORMSKER tónlistarmaður PRESSAN fékk Sverri til að taka að sér gestgjafa- hlutverkið þessa vikuna. Hann mátti að sjálfsögðu bjóða hverjum sem er og er gestalisti hans tcepast fyrir viðkvœmar sálir Satan til að spyrja hann um hinn óljósa mun á heiminum og helvíti. Jeff Dahmer til að spyrja hann afhverju fólk var alltafá milli tannanna á honum. Lennon til að spyrja hann hvort hann hejði viljað vera skotinn í Yoko. Hitler til aðfá uppskrift hjá honum að djúpsteikt- um, gaseitruðum gyð- ingapungum í marmelaði. Laddi til að geta rœtt málin afeinhverri alvöru. Guð til að hinir gestirn- ir hefðu eitthvað til að hlœja að. George Bush láta hann sitja við hliðina á Guði. Dr. Hannibal Lechter mundi éta hann efmatur- inn bragðaðist illa og þá vœri gaman að láta hann kryfja gestina til mergjar ef mér leiddist þeir. Oscar Wilde (skáld og hommi) spyrja hann hvort hann hafi ekki tekið það fullbókstaflega þegar honum var sagt að fara í rassgat. Rúnar Þór láta hann taka lagið þegar ég vildi losna við gestina. Ég veit ekki hvað fólk er að kvarta undan atvinnuleysi. Sjálfur er ég húinn að vera at- vinnulaus frá því égfór á ver- tíðfrá Súganda árið 1982. Ekki hefur mér liðið illa. Ekki hef ég kvartað. Ekki hef ég farið t blöðin. Ekki hef ég beðið um að lagður yrði há- lendisvegur mtn vegna. At- vinnuleysi er nefnilega ekki vont t sjálfu sér. Það er hins vegar vont effólk Ittur það neikvæðum augttm. Ég er hins vegar sammála Óskari Wilde um að vinnan sé böl hinna drekkandi stétta. Og það hafa líka verið þeir atvinnu- rekendur sem ég hef unnið hjá. Þeir hafa ekki kært sig um að ég drykki t vinnunni. LEIKHÚS •Grænjaxlar. Eftir uppeldið í Gam- anleikhúsinu hlýtur Magnús Geir Þórðarson að verða þjóðleikhús- stjóri varla síðar en á öðrum áratug næstu aldar. Hingað til hefur leikhús Magnúsar og vina hans sýnt barna- leikrit, en nú eru þau ögn eldri og sýna unglingaleikrit. Það er heldur ekki af verri endanum, þeir bráð- skemmtilegu Grænjaxlar sem Pétur Gunnarsson og Spilverkið settu saman fyrir einum fimmtán árum. Svo er bara að sjá hvort unglinga- veikin er ekki söm við sig og þá. Borgarleikhús lau. kl. 20.30. • Prúgur reiöinnar er þunglama- legur sósíalrealískur róman frá því í kreppunni þegar bandarískir bænd- ur hjöröu á fátæktarmörkum. Síð- ustu árin hefur ekki frést af mörgum sem nenna að lesa bókina eða Steinbeck yfirleitt. Leikfélag Reykja- víkur lætur það ekkert á sig fá og setur verkið upp í útlendri leikgerð, sem okkur skilst reyndar að Kjartan Ragnarsson leikstjóri hafi lagaö nokkuð að sínu skapi. Frumsýningin er á fimmtudag, svo er bara að bíða og sjá. Borgarleikhús fim., lau. & sun. kl. 20. KLASSÍKIN • Kammersveit Reykjavfkur spilar ekki oft, en þeim mun betri eru tón- leikar sveitarinnar oftastnær. Á fjórðu og síðustu tónleikum sveitar- innar þennan veturinn flytur hún fjögur nútímaverk, samin á síöustu fjörutíu árum, sem öll þykja þó frem- ur í léttari kanti nútímatónlistar. Þarna er verk eftir Tékkann Martinu og tvö dálítið húmorísk stykki eftir ítalann Berio. Að auki stjórnar Páll P. Pálsson flutningi á eigin verki sem heitir Morgen með upphrópun- armerki. Einsöngvari er Rannveig Bragadóttir sem kemur sérstaklega frá Vínarborg þeirra erinda. Kjar- valsstaöir fim. kl. 20.30. • Pfanótrfó. Okkur hérna fyrir sunn- an langar svolítiö á tónleika í safn- aðarheimili Akureyrarkirkju, þó ekki væri nema vegna þess hvaö bygg- ingin er snjöll. Annars virðist tón- leikahald norðan heiða vera með blóma þessa dagana og um helgina koma jáangað Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Richard Talkowsky sel- listi og Kristinn Örn Kristinsson pí- anóleikari. Þau ætla að spila verk eftir Mozart og Dvorák. Safnaöar- heimili lau. kl. 17. MYNDLIST •Jón Þór Jóhannsson hefur ekki ennþá orðið frægur fyrir myndlist, enda er hann rétt að fara opna fyrstu einkasýningu sýna í Slunka- ríki, sem er helsta menningarsetur á ísafirði og raunar með skemmtilegri galleríum á íslandi. Myndirnar hefur Jón Þór flestar gert með tússi og raðað sumum saman í myndasögur eða þemaraðir. Ekki ólíklegt aö ein- hver myndanna minni á Njálu eða jafnvel höfund hennar. • Siguröur Þórir er rétt nýbúinn að endurnýja kynni sín við heimslistina á stórsöfnum í Parfs og London, þar sem hann hefur dvalið síöustu miss- eri. Einu sinni var Sigurður pólitísk- asti málari á íslandi, svo hætti hann því og hefur síðan málað bjartar, manneskjulegar og þekkilegar myndir. Siguröur opnar málverka- sýningu í kjallara Norræna hússins á laugardag. •Bjarni Sigurbjörnsson. Myndlist á veggjum Mokkakaffis hefur verið upp og ofan hin síðari ár. Stundum koma þangað konur ofan úr sveit sem stunda þá íþrótt aö raða saman skeljum, vatnslitadútlarar hafa þar viökomu, en stundum líka stærri ka- nónur í listinni. Allt er það harla gott, því séu myndirnar Ijótar er hægðar- leikur að horfa framhjá skilerfinu of- an í kaffibollann eða framan í kaffi- húsaliðið. Ungur myndlistarmaður sem hefur verið viö nám í Kaliforníu opnar fyrstu einkasýningu sína á Mokka á föstudaginn. Hann heitir Bjarni Sigurbjörnsson og sýnir kola- teikningar. ÓKEYPIS •Hlaupársdagur er á laugardaginn og kemur ekki nema fjórða hvert ár. Hann er ókeypis nema maður ákveði að gera eitthvað rándýrt eins og til dæmis að borða í Perlunni. Best er að fara bara í göngutúr og hugsa að þetta sé alveg fágætur dagur. Það er heldur engin ástæða til að taka mark á þeirri hjátrú að allt gangi á afturfótunum á hlaupárs- dag, miklu skemmtilegri er sá siður að þá megi konur biöja sér manns og hann megi helst ekki segja nei. • Náttúrugripasafniö. Fá söfn á Is- landi eiga sér merkilegri sögu en Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg, enda uppfóstraöist þaö undir hand- arjaðri ekki minni manna en Bene- dikts Gröndal og Bjarna Sæmunds- sonar. Einu sinni þótti börnum safn- ið ævintýraheimur; þar gat meðal annars aö líta nafntogaðan krókódfl, risaskjaldböku og aörar furðuskepn- ur. Þær eru þarna ennþá plús geir- fuglinn frægi sem íslenska þjóöin keypti sér en steingleymdi síðan. Skemmtilegt og skrítið, þótt reyndar sé afleitlega búið að safninu. Opiö fim., lau. & sun. kl. 13.30-16. LÁRÉTT: 1 drykkjarblanda 6 hlaðar 11 viðþol 12 rækti 13 bölvar 15 sníkjudýr 17 rösk 18 mögla 20 pjönkur 21 garði 23 óreiðu 24 hugur 25 eldstæði 27 hópar 28 nokkur 29 skraut 32 útungunar 36 tré 37 bekkur 39 feng 40 tré 41 dreifa 43 ljáblað 44 spígspora 46 leifar 48 þreytt 49 raggeit 50 lás 51 útliminn. LÓÐRETT: 1 rotnun 2 sendimaður 3 bandvefur 4 vamingur 5 hinar 6 tegund 7 plægja 8 bati 9 klifur 10 tóftir 14 æðir 16 stari 19 djöfullinn 22 óbeit 24 slagbrandur 26 miskunn 27 óvissa 29 nirfill 30 þangaska 31 pílára 33 veiddi 34 léleg 35 viðbrennd- an 37 splæs 38 heykvísl 41 ljómi 42 púkar 45 nuddi 47 gort.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.