Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 45
______FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992_
LÍFIÐ EFTIR VINNU
45
BÍÓIN
SÍÐASTI SKÁTINN The Last Boy Scout BÍÓHÖLLINNI
Þokkaleg, svona í sinn hóp. Skemmtilegri en Lethal Weapon og líka meira spenn-
andi. Hins vegar bæöi leiöinlegri og minna spennandi en Die Hard. ++
BÖRN NÁTTÚRUNNAR STJÖRNUBÍÓI
Óskarsverölaunamyndin tilvonandi er aö sönnu nokkuö slitrótt og virkar aö vissu
leyti eins og þrjár kvikmyndir sem er steypt saman í eina. í upphafi ber hún keim af
Landi og sonum, þvínæst tekur viö Nýtt líf á elliheimilinu og í lokin minnir hún meira
en lítiö á nýbylgjuleikstjóra á borö viö Wenders. Hinn táknræni endir er fremur
, óskiljanlegur, en samt er þetta ágæt íslensk mynd. ★ ★ ★
...að síðastliðinn sunnudag
voru sýndar 46 bíómyndir í
kvikmyndahúsunum í
Reykjavík á samtals 111 sýn-
ingum. Ef reiknað er með að
hver mynd hafi verið um 100
mínútur (1 klukkustund og
40 mínútur) var samanlagður
sýningartími myndanna
11.100 mínútur eða 185
klukkustundir. Það gera 7
dagar og 17 klukkustundir.
Ef aðeins er reiknað með 8
stunda áhorfi á dag tæki það
einn mann 23 vinnudaga að
sitja undir þessum sýningum
og 3 klukkustundum betur.
Miðað við 5 daga vinnuviku
eru það 4 vikur, 3 dagar og 3
klukkustundir. Ef reiknað er
með að 100 sýningargestir
hafi verið á hverri sýningu að
meðaltali hafa 18.500
klukkustundir farið í bíó-
myndaáhorf á síðastliðnum
sunnudegi. Það eru 2.312
vinnudagar og hálfum bet-
ur. Það eru rétt rúm 9 árs-
verk. Á einu ári glatast
þannig á sunnudögum 471
ársverk í bíóhúsum borgar-
.
' m
■ -
FRlAR HEIMSENDINQAR ALLAN
SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR
PÓNTUNARSfMI:
679333
PIZZAHÚSIÐ
Gransásvegi 10
- þjónar þór allan sólarhringinn
Kántrýkráin
BORGARVIRKIÐ
Kántrýbandiö AMIGOS
ásamt Pat Tennis, stálgítarleikara, >
sem nýkomnir eru aftur frá /
Bandaríkjunum, Icika og syngja alla •
helgina \
frá fimmtudegi til sunnudags. ;
Kántrýunnendur, viö sjáumst!
BORGARVIRKIÐ W ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 W S.: 13737
„UPPTRUÐUR"
„Þegar ég var í Flensborg hélt
ég einu sinni svona „Dave Al-
len show“. Það heppnaðist
ágætlega. Eg hef alltaf haft
þetta á bak við eyrað og lang-
að til að gera eitthvað þessu
líkt,“ segir Steinn Ármann
Magnússon leikari. Hann
heldur utan um dagskrá á
fimmtudögum á skemmti-
staðnum Berlín og kemur þar
fram sem „Standup comedi-
an“. Islenskt orð er ekki til yf-
ir þessa tegund gamans en
Steinn hefur verið að láta sér
detta í hug orðin upptroðari,
upptroðslutæknir eða upptrúð-
ur.
Á þessum skemmtunum legg-
ur Steinn línuna ef svo má
segja.
Hann fer með gamanmál en
gestimir geta líka komið upp
og sagt sögur. „Þama er eigin-
lega verið að leita að
skemmtikröftum og hug-
myndin er sú að búa til dag-
skrá með þeim bestu sem finn-
ast,“ út-
s k ý r i r
Steinn.
S t e i n n
s e g i s t
vera að
punkta
hjá sér
a 1 1 a
vikuna
þ a ð
sem hann telur
að hægt sé að tala um og hann
segir líka brandara sem hann
tínir til héðan og þaðan. Og
síðan er bara að fara á sviðið
og láta gamminn geisa. Hér er
dæmi um brandara: „Einu
sinni hittust poodle-hundur og
sheffer hjá dýralækni.
Sheffer-hundurinn spyr
poodle-hundinn hvað hann sé
að gera þama.
„Eigandi minn steig ofan á
mig þegar hann fór framúr í
morgun og ég beit hann
óþyrmilega og nú ætlar hann
að láta svæfa mig. En hvað ert
þú að gera héma?“ svarar
poodle-hundurinn. „Konan
sem á mig var að koma úr baði
í morgun og þegar hún beygði
sig þá gat ég ekki á mér setið
heldur rauk á hana,“ segir
shefferinn.
„Á þá að láta svæfa þig líka?“
„Nei, nei, það á bara að láta
snyrta á mér klæmar,“ svarar
þá shefferinn.“
RISAEPLAN AFTUR AF STAÐ
„Við höfum verið
voðalega róleg und-
anfarið. Það urðu
mannabreytingar í
hljómsveitinni og í
beinu framhaldi af
því tók við mikil
vinna. Við sömdum
mikið af nýju efni og
fórum í stúdíó og er-
um nú hálfnuð með
Steinn Ármann; loksins
íslenskur „stand-up
comedian".
upptökur á plötu sem kemur út
með vorinu.
Þetta er því allt saman
splunkunýtt efni sem við flytj-
um,“ segir ívar í Risaeðlunni.
Hann taldi það mesta óþarfa að
segja alþjóð hvers son hann
væri og vildi bara vera Ivar.
Það er allt t lagi okkar vegna.
En í Risaeðlunni eru líka Sig-
urður Guðmundsson, Þórarinn
Kristjánsson, Hreinn Stephen-
sen og Magga Stína. í kvöld,
fimmtudagskvöldið 27. febrú-
ar 1992, spilar Risaeðlan á
Tveimur vinum. Það vita allir
sem einhvem tíma hafa heyrt í
Risaeðlunni að hún er hreint
asskoti fersk og skemmtileg.
Og því eru aðdáendur hennar
væntanlega forvitnir að fá að
heyra hvemig nýja efnið er.
Ivar vill ekki meina að neinar
stórar áherslubreytingar hafi
orðið í tónlistinni. „Það er
kannski helst að tónlistin sé
orðin rokkaðri," segir hann.
AFKVÆMI
FORNEÐLU OC
SKRIFSTOFUSTÓLS
Beinagrindur úr áður ókunn-
um dýrum, afkvæmi fomeðlu
og skrifstofustóls, húsgögn
sem eru eins og sprottin úr
geimfarasögum Erichs von
Daniken, miðja vegu milli Alt-
amira- hellanna og ferðalags
milli ókunnra pláneta. Svona
er hægt að reyna að lýsa legu-
stólunum svokölluðu sem Ari
Lúðvíksson sýnir þessa dag-
ana í Galleríi 11 á Skólavörðu-
stíg. En sjálfsagt er líka hægt
að segja eitthvað allt annað.
Sjálfur segir myndsmiðurinn
að stólamir séu hugsaðir sem
táknmynd nútímamannsins,
sem arfbera eðlishvata frum-
stæðari lífvera, en einnig drott-
ins háþróðarar tækni. I þeim
sameinist lífheimurinn og
tækniheimurinn.
Annars er myndlistarmaðurinn
arkítekt sem hefur stundað
langskólanám í Þýskalandi, en
pælir greinilega í ýmsu fleiru
en húsbyggingum.
... fær Ingvi Hrafn Jóns-
son, tilvonandi frétta-
stjóri Stöðvar 2. Það er
gaman að mönnum með
níu líf. Og fyrst Ingvi er
aftur kominn ú skjúinn
hlýtur Albert að koma
aftur í pólitíkina.
Qókin
MARGIT SANDEMO
Andlit grimmdar
Viö höfum áöur skrif-
aö um meistaraverk
Sandemo og því er
fáu viö aö bæta nema
því sem stendur aftan
á kápu þessarar bókar
sem er númer 4: „ Tiril
og Móri eru í Kristjan-
íu, ásamt Erlingi og
Katarínu. Þau hafa af
því spurnir aö móöir
Tirilar sé væntanleg á
dansleik í Akurhúss-
óöalinu, og Katarínu
tekst aö koma þeim
öllum inn á dansleik-
inn. Loks rennur upp
sú stund aö mæög-
urnar hittast.
Teresa hertogaynja af
Holstein-Gottorp hef-
ur þráö þessa stund
en fátt segir af fööur
Tirilar. “
Glæsilegt og bókin
fær hámarkseinkunn.
SJÓNVARP
•Gettu betur. Þótt Stefán Jón Haf-
stein sé náttúrlega óþolandi góöur
meö sig (það fer honum reyndar al-
veg ágætlega) eru þessir þættir hið
dægilegasta sjónvarpsefni. Spurn-
ingakeppnir eru þjóöinni reyndar
ekki jafn hugleiknar og áður fyrr, en
þaö er gaman að sjá þessa gáfuöu
og fjölfróðu skólakrakka á barmi
taugaáfalls. Dómarinn, Ragnheiður
Erla, er á góðri leið með að verða
þjóðhetja og landinn bíður auðvitað
í ofvæni eftir að sjá hvort Stefán Jón
verður með sömu drykkjarkrús og í
fyrra. Sjónvarpið fös. kl. 21.05.
• Beetlejuce & Bird. Maður spyr í
forundran, hvað hefur komið fyrir
Sjónvarpið - tvær ágætiskvikmyndir
sama laugardagskvöldið? Sú fyrri er
brjáluð kómedía með hryllingsívafi
sem skaut Batmanleikstjóranum
Tim Burton upp á himininn yfir
Hollywood. Hin síöari er alvöru-
þrungnasta mynd sem Clint East-
wood hefur látið frá sér, dapurleg en
þó á einhvern hátt fögur sagan af
Charlie Parker, einhverjum mesta
djassista fyrr og síðar. Tónlistin er
ólýsanlega seiðmögnuð. Sjónvarpiö
lau kl. 21.30 & 23.
•The Good, the Bad and the
Ugly. Stutt og laggott: Stórkostleg
mynd. í senn epísk, meinfyndin, tra-
gísk og hrjúf. Leikstjórinn Sergio
Leone hefur ekki jafnað þetta met,
Vinsozlustu
myndböndin
1 Hard Way
2 Shattered
3 New Jack City
4 Kiss before Dying
5 Once around
6 Naked Gun 2 1/2
7 Russia House
8 Green Card
9 Hrói höttur
10 State of Grace
tónlist Ennios Morricone er yndis-
lega tregafull, Clint Eastwood er
óborganlegur töffari, Lee Van Cleef
ógeðslegt illmenni og Eli Wallach
dásamlega forhertur hrappur. Síöð
2 fös. kl. 00.20.
LIKA I BIO
• BÍÓBORGIN: JFK** Síðasti skát-
inn'* Svikráð** BÍÓHÖLLIN: Siö-
asti skátinn** Thelma & Louise***
Flugásar** Læti i litlu Tókýó*
Kroppaskipti** Stóri skúrkurinn*
HÁSKÓLABIÓ: Af lifi og sál** Lík-
amshlutar* Dularfulit stefnumót**
Aöalvitnið** Addams- fjölskyld-
an** Tvöfalt líf Veróníku*** Af
fingrum fram** The Commit-
ments**** LAUGARÁSBÍÓ: Lifað
hátt* Hundaheppni** Glæpageng-
iö** Barton Fink*** REGNBOG-
INN: Ekki segja mömmu* Fugla-
striöiö*** Homo Faber**** Morö-
deildin* Bakslag** Cyrano de
Bergerac**** SOGUBÍÓ: JFK**
Svikráö** STJÖRNUBÍÓ: Ingaló*
Börn náttúrunnar*** Bilun f beinni
útsendingu*** Tortímandinn2****