Pressan - 26.03.1992, Side 22

Pressan - 26.03.1992, Side 22
22 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 26. MARS 1992 PRESSAN Útgefandi Blaðhf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13 Faxnúmer: 62 70 19 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 62 13 91, dreifmg 62 13 95 (60 10 54), tæknideild 62 00 55, slúðurlína 62 13 73. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. Fangelsin eru smánarblettur í PRESSUNNI í dag er tjallað um aðbúnað fanga á Litla- Hrauni. I stuttu máli má segja að aðbúnaðurinn beri vott um mann- fyrirlitningu þeirra sem bera ábyrgð á honum. Og það eru fyrst og ffemst stjómvöld sem það gera; núverandi og fyrrver- andi dómsmálaráðherrar og ríkisstjómir. Fangelsisyfirvöld bera síðan skömmina af því að hafa ekki spymt við fótum og gætt þess að skjólstæðingar þeirra byggju við mannsæmandi aðstæður. Slæmur aðbúnaður fanga á Litla-Hrauni hefur á undanföm- um ámm fallið dálítið í skuggann af umræðum um fanga- geymsluna á Skólavörðustíg. Þar er aðbúnaður með slíkum eindæmum að óskiljanlegt er hvers vegna geymslunni hefur ekki verið lokað fyrir löngu. Það er enn erfiðara að sætta sig við það sökum þess að hverju mannsbami hefur verið ljóst í mörg ár hvers konar meðferð fangamir þar mega þola. Um það virðist hins vegar þegjandi samkomulag hjá þjóðinni að fangar séu ekki aðeins dæmdir til frelsissviptingar heldur skuli þeir búa við þröngan kost og vondan aðbúnað í ofanálag. En þótt Litla-Hraun sé skömminni skárri fangageymsla en sú á Skólavörðustígnum er aðbúnaður þar langt fyrir neðan allar hellur. Aðstaðan sem föngunum er búin er hættuleg heilsu þeirra. Ef farið væri að lögum væri búið að loka henni. Það er auðvelt að draga þá ályktun af aðbúnaði fanga á ís- landi að hann lýsi skorti á mannúð hjá þjóðinni og að þeir sem starfa með föngunum gæti þess að láta hann ekki tmfla sig. Þeir hafa komist upp með það hingað til að troða föngunum inn í þrönga klefa, oft mörgum saman. Og þrátt fyrir að þjóðin fái reglulega fréttir af aðbúnaðinum kippir hún sér ekki upp við það. Ef til vill er það vegna þess að það er ekki nógu augljóst að fangar em hjálparþurfi sem þjóðinni getur ekki þótt vænt um þá. Ef þarf að spara í framkvæmdum ríkisins veitist henni auðvelt að fresta byggingu mannsæmandi fangelsis. Ef þarf að redda Sláturfélagi Suðurlands með því að kaupa af því verksmiðjuhús veitist henni auðvelt að láta fangelsisgmnninn upp í kaupverðið. Islendingar em þessi misserin að tapa málum fyrir mann- réttindadómstóli Evrópu. í kjölfar þess hafa stjómvöld neyðst til að breyta lögum til að tryggja þegnum sínum þessi mann- réttindi. Því miður er ekki von til þess að útlendingar skipi okkur að búa sómasamlega að föngum okkar. Þeir munu því líklega búa við óbreytt ástand enn um sinn. V I K A N Undanfamar vikur hefur eitt land átt sína viku í blöðunum og hjá fréttastofunum. Fyrir nokkm var það Króatía, síðan Alsír, þá Albanía, Kúrdistan, ísrael, Ge- orgía og Tatarstan. I þessari viku er það Nýfundnaland. Það hef- ur ekki verið í fréttum hér heima síðan Leifur heppni fann það en vildi ekki eiga það. Að minnsta kosti hafa glöggir menn áttað sig á að ekkert heyrðist frá þessu landi meðan við börð- umst við Breta og aðrar villtar þjóðir í einum tólf þorskastríð- um. En nú em íbúar Nýfundna- lands semsagt búnir að upp- götva að menn þurfa að berjast fyrir sínum þorski. Og þeir vilja að við aðstoðum þá við það HVERS VEGNA — eða í öllu falli að hann Helgi Hallvarðsson aðstoði þá við það. Annar maður—Sighvatur nokkur Björnsson — ætlar hins vegar ekki að lyfta litla fingri til aðstoðar íbúum Ný- fundnalands. Þess í stað hefur hann keypt aflann af útlending- unum sem em að veiða þorsk- ana sem íbúar Nýfundnalands vilja heldur veiða sjálfir. Þetta hefur sett þjóðina í vanda. Á hún að stahda með Helga sem vill verja hag fiskveiðiþjóðar í vanda. Eða á hún að standa með Sighvati sem vill verja hag ís- lenskrar fiskvinnslu í vanda. Og tpálið er enn flóknara fyrir það að þjóðemiskennd ís- lendinga blandast þar í ffá öllum Hefur verkalýðsfélag einkarétt á vinnu á um- sagnarsvœði sínu? SIGURÐUR LINDAL PRÓFESSOR SVARAR „Það eru engin lög til um þetta en er ákvæði í flestum kjarasamningum og samið um það sérstaklega. Almennt er þetta svo að byggt er á forgangs- réttarákvæðum í kjarasamning- um. Þetta var eitt af baráttumál- um verkalýðsfélaga á sínum tíma og öðlaðist smám saman viðurkenningu. Ég þekki ekki alla kjarasamninga landsins en hygg að ég megi fullyrða að þetta sé í langflestum og líklega öllum kjarasamningum og er mjög almennt ákvæði. Það er einfaldlega til að verja rétt manna til vinnu og hagsmuni þeirra, og styrkir félagssamtök- in. Þetta gildir ekki aðeins um menn utan svæða heldur líka um menn utan félaga. Sum félög hafa gagnkvæman viðurkenningarrétt en hugsunin að baki er að styrkja stéttarfélög- in til að kjarasamningamir nái eingöngu til félagsmanna og aðrir fái ekki vinnu nema með tilskilin leyfi. Félagsbundnir menn hafa því forgangsrétt til starfa og brot á kjarasamningi að taka menn utan félagssvæðisins í vinnu. Þetta hefur verið umdeilt at- riði og verið gagnrýnt á gmnd- velli mannréttindaákvæða um félagaffelsi, hvort menn hafi rétt á því að standa utan félaga, eða með öðrum orðum hvort megi þvinga menn til að vera í félög- um. Slíkt mál er til dæmis verið að reka fyrir mannréttindadóm- stóli Evrópu. Þetta hefur verið kallað neikvætt félagafrelsi en það er í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna að ekki megi neyða menn til að vera í fé- lögum. Ákvæði af þessu tagi hafa víða vakið upp deilur en viðmiðunin hefur þó alltaf verið sú að verkalýðsfélögin geti skaffað hæfa menn og því hafa þau oft komið til móts við fram- kvæmdaaðila. Fyrirvari er, held ég, í öllum samningum um að ef vinnuafl er mjög sérhæft getur farið svo að félögin hafi ekki til- tæka menn innan sinna vébanda og þá megi leita annað. Það sama gildir um erlent vinnuafl. Þróunin hefur víðast hvar ver- ið fremur í þá átt að veikja verkalýðsfélög en styrkja og hér held ég að þau séu komin á endastöð í bili, komist ekki lengra og þurfi að endurskoða stöðu sína að öllu leyti. Alls ekki þó þannig að það þurfi að leggja þau niður og þau séu óþörf, heldur þarf einungis að endur- skoða þau.“ hliðum. í fyrsta lagi vill þjóðin standa með sinni fiskvinnslu. En í öðru lagi finnst henni hálfgert frat að vinna útlenskan þorsk í íslenskum frystihúsum. Og í þriðja lagi vill hún halda merki sínu á lofti sem forystuþjóð í hafréttarmálum fiskveiðiþjóða. I fjórða lagi er henni ekkert um útlendar þjóðir gefið — og kannski allra síst íbúa Ný- fundnalands. Á meðan Islend- ingar töluðu Dani inn á sjálf- stæði þjóðarinnar vom íbúar Ný- fundnalands að selja sitt. Nýfundnaland hefur því sett þjóðina í vanda. Og hefði sjálf- sagt verið best að það hefði aldrei fundist. Að minnsta kosti ekki í seinna skiptið. 9 % Þetta hefur verið umdeilt at- riði og verið gagnrýnt á grund- velli mannrétt- indaákvœða um félagafrelsi. u EfNAR £P. AÐ ^FA IAPP StÁP&R(?PÁPPlA SEaa KE£) HÍTrPNiHUrEÐU/A NMAN PiMA LfíítNN UPP M&tÍ a/iANNia/'ílma AFFjOKKUF-TÓK&t A5> 5t;ngA ) 4-TSFNDARAR JEf/AKR-fsr AF OG KPfAASTy E;NApj5> rÍL Re/|CTA\/ iKtAp-J^ Á HÆLlANiAþA 'A OKmk' &>DPiA OFUR.i\G-G-\ VfÞ VÍLStáNí BftRA TALA Vfí> þÍG- fÚot-EG-Af/ /ÆSíN&i EiNAR VíLL 2 KO/loN PiÁDPEyXj ViPI FÁ H& í BAND 5ÉR- KRíSTi fvf NiANNiAR HaNS ERia PánAR. Af> LEöG-TA MESTALLAN rtEfMfNN UNDfR SiG- oa n t . . _ O AiliiA * i / T" e-r—KA r-O

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.