Pressan - 26.03.1992, Side 26

Pressan - 26.03.1992, Side 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 HVEHNIG VEHÐA HEIMILIS- TÖLVUHNAH ÍFHAM- TÍÐINNI? Miðpunktur á hverju heimili „Þær tölvur sem þykja stórar og voldugar í dag verða bara venjulegar borðtölvur innan fárra ára. Þó að það sé auðvelt að nota tölvur í dag verður það ennþá auðveldara í náinni framtíð. Tölvur verða líka notaðar við fleira en gert er í dag til dæmis með teng- ingu við síma, vídeó eða fax- ið,“ sagði Arni G. Jónsson hjá Apple-umboðinu. „Það er stutt í það að tölvur verði miðpunktur á hverju heimili en þær verða ekki stærri í sniðum en venjulegt gluggaumslag. Þá notar fólk bara penna og skjá sem tengj- ast tölvunni. Með pennanum má skrifa upplýsingar inn á skjáinn og vilji maður fletta upp á einhverju er það líka gert með pennanum. Allar nýjungar á tölvusviðinu eru fljótar að berast hingað til lands og við fylgjumst vel með þróuninni. Verðið held- ur áfram að lækka en það sem kemur í veg fyrir að það lækki endalaust er að tölvum- ar verða sífellt öflugri. Allir vilja meira afl og meiri gæði og það er rétt svo að fr amleið- endur hafi undan kröfunum," sagði Ami. Engin bylting á næstunni „Það sem kemur til með að gerast í heimilistölvunum er að öflugustu fyrirtækjatölvur í dag verða orðnar að almenn- um heimilistölvum eftir nokkur ár. Það verða engar byltingar í hugbúnaði og eng- ar nýjar tölvutegundir munu ná útbreiðslu á þessum mark- aði næstu alltof mörg ár,“ sagði Friðrík Skúlason tölvu- fræðingur. „Einu sinni las ég bók sem fjallaði um það hvemig ástandið yrði í tölvuheiminum eftir 25 ár en bókin var skrifuð 1960. Höfundar hittu stund- um naglann á höfuðið en í kaflanum um heimilstölvur var sagt að eftir 25 ár yrðu komnir skjáir inn á öll heimili sem væru tengdir við stóra tölvumiðstöð. Þetta hefur ekki gengið eftir og sýnir að maður getur bara spáð nokkur ár ffam í tímann. Það eina sem maður sér er meira og meira vélarafl og fleiri og fleiri tölv- ur, betri og betri grafík og skemmtilegri og skemmtilegri leikir. Þetta er eina breytingin sem maður sér að verði á næstu árum á heimilismark- aðinum," sagði Friðrik. T O L V U R Vél sem les upphátt HÖNNUN ÍSLENSKRAR TALTÖLVUÁ LOKASTIGI Útlit er fyrir að síðar á þessu ári verði fyrir hendi tölvubúnað- ur sem gerir venjulegum PC- tölvum kleift að lesa íslenskan texta upphátt. Þessi búnaður er fyrst og fremst hugsaður fyrir blinda en margir aðrir munu geta haft not af slíkri talvél. Sjö ár em liðin ffá því að fyrst var byrjað á að búa til talvél fyrir íslensku. Verkið lá niðri um alllangt skeið eða þar til 1989 að Norræna ráð- herranefndin ákvað að veita styrk til þessa verkefnis. Pétur Helgason, málfræð- ingur hjá Málvísindastofnun HI, hefur unnið við að laga hugbúnað taltölvunnar að ís- lensku og er það verk á loka- stigi. Tækniprófun fer fram í Svíþjóð á næstunni. Þetta er unnið á vegum Öryrkjabanda- lagsins, Málvísindastofnunar HI og Verkfræðideildar HÍ. Pétur nýtur aðstoðar Kjartans R. Guðmundssonar tölvufræð- ings en í stjórn verkefnisins eiga sæti Guðrún Hannesdótt- ir, Höskuldur Þráinsson og Páll Jensson, sem er verkefnis- stjóri. Um forsöguna sagði Pétur Helgason meðal annars: Tilraunir til að búa til talvél- ar hófust fyrir margt löngu en það var ekki fyrr en árið 1968 að hægt var að búa til kerfi sem gat breytt enskum texta í tal. Talvélar komu á almennan markað 1976 með talvél Kurz- weils og fleiri fylgdu í kjölfar- ið en þær voru allar miðaðar við ensku. Árið 1983 kom á markað vél sem tveir Svíar, Bjöm Granström og Rolf Carl- son, höfðu hannað með það í huga að hægt væri að laga hana að framburði annarra tungumála en ensku. Sú vél hefur síðan verið löguð að nokkrum málum öðrum en sænsku, þar á meðal frönsku, þýsku, spænsku, norsku og dönsku. Árið 1985 athugaði Kjartan R. Guðmundsson, sem þá var nemi í tölvunarfræði, mögu- leika á því að búa til talvél fyr- ir íslensku og var það loka- verkefni hans í tölvunarfræði. Framhaldsvinna hófst vorið 1986 og var reynt að nota bandarískan talgervil en það reyndist ómögulegt og var verkið lagt til hliðar. Haustið 1988 heimsóttu þau Kjartan R. Guðmundsson og Guðrún Hannesdóttir frá Öryrkja- bandalaginu Svíana tvo til Stokkhólms til að skoða talvél þeirra. I framhaldi af því var ákveðið að sækja um styrk til Norrænu ráðherranefndarinnar og samþykkti nefndin styrk- veitingu 1989. í meginatriðum geta notendur nýtt sér talvélina á tvennan hátt. Annars vegar til að lesa texta- skrár og hins vegar til að lesa texta upp jafnóðum og hann er sleginn inn. Hægt er að láta vél- ina lesa texta á marga vegu. Hún getur til dæmis lesið staf fyrir staf, orð fyrir orð eða setningu fyrir setningu. Einnig er hægt að láta hana lesa upp öll greinar- merki og allir þessir kostir nýtast einnig við beinan innslátt á vél- ina. Röddin sem vélin notar er framleidd af talgervli og hún er því nokkuð gervileg. Hægt er að stjóma hljómfalli vélarinnar og talhraðanum. Þannig vinnur talvélin Það fyrsta sem vélin gerir þeg- ar texta er rennt í gegnum hana er að athuga hvort einhver orð- anna sé að finna í orðasafni not- andans. I þetta orðasafn getur notandi skráð framburð þeirra orða sem ekki em borin fram í samræmi við stafsetningu og þá ber vélin þau fram eins og not- andinn segir til um. Þvt næst fer textinn í gegnum talnareglur sem sjá um að tölur sem skráðar em með tölustöfum séu rétt bomar fram og að greinarmerki séu les- in upp ef notandinn vill. Reglur um viðskeyti og end- ingar sjá um að fækka þeim orð- myndum sem þurfa að vera í orðasafninu. Þau orð sem ekki finnast í sérstökum orðasöfnum kerfisins eða em tölustafir eða greinarmerki em send í gegnum reglusafn sem breytir stafsetn- ingu í grófa hljóðritun. Þessar reglur sjá í raun um að hljóðrita um það bil helming textans sem fer í gegnum vélina. Hljóðfræðilegu reglumar segja til um það hvemig vélin á að „bera fram“ þann hljóðritaða texta sem hún hefur útbúið. Hægt er að stjóma allmörgum hljóðeðlisfræðilegum þáttum í framburði vélarinnar. Þar má nefna að hægt er að velja um nokkrar tegundir hljóðgjafa, hægt að stjóma formendum, en þeir þurfa að vera til staðar fyrir öll hljóð, brúun (interpolation) er hægt að stjóma, svo og gmnn- tíðni, lengd og fleira. Bylting fyrir blinda Tölva sem „talar“ íslensku léttir mjög undir með þeim sem em blindir. Þeir geta hlustað á textann um leið og hann er sleg- inn inn og heyra því ef þeir gera mistök. Þá geta þeir notað tækið til að lesa upp fyrir sig af tölvu- tækum textaskrám. Þar sem allar bækur eru settar á tölvur geta blindrabókasöfn komið sér upp safni af lesefni á tölvutæku formi. Þá getur hinn blindi ein- faldlega fengið lánaðan diskling frá safninu og látið taltölvuna lesa fyrir sig heima. Einnig er hugsanlegt að nota skanna til að láta tölvuna lesa venjulegar bæk- ur. Það em fleiri sem geta nýtt sér taltölvuna. Það hafa verið þróuð taltölvukerfi sem gera torlæsum bömum kleift að æfa sig í lestri án utanaðkomandi hjálpar. Tal- tölvan getur komið að góðum notum í fjölmörgum öðmm til- vikum jaftit fyrir böm sem full- orðna. GAGNABANKITBYGGINGABFÉLAGANNA: Fann 50 þúsund ótryggð ökutæki „Gagnabanki tryggingafélag- anna hefur komið félögunum að góðu gagni og hann hefur haft mikinn tímaspamað í för með sér. Allar sölur á bílum uppfær- ast samstundis inn í bankann og við þurfum ekki lengur að fá til- kynningu frá eiganda sem er að selja ökutækið. Þá geta menn ekki lengur skipt um bíl án þess að tryggja hann um leið. Það má segja að kveikjan að þessum um að uppfæra gögnin. Frá því að Gagnabankinn var tekinn í notkun hefur komið í ljós að samkvæmt Biffeiðaskrá vom um 150 þúsund ökutæki í landinu en aðeins 100 þúsund þeirra tryggð hjá tryggingafé- lögunum. Guðmundur var spurður hvemig stæði á þessu mikla ósamræmi: „Stór hluti af þessum ótryggðu ökutækjum reyndist Tjónasagan skráð Með Gagnabankanum geta tryggingafélögin safnað sam- eiginlega mun víðtækari upp- lýsingum en áður og þá meðal annars um tjónasögu hvers við- skiptavinar. „Við getum tekið sem dæmi að maður lendir í slysatjóni. Hann er metinn sem 10% öryrki eftir og fær bætur samkvæmt því. Síðan lendir maðurinn aftur Guömundur Gunnarsson. ,, Stór hluti af þessum ótryggðu ökutækjum reyndist vera gamlar dráttarvélar sem lágu einhvers staðar úti i skurði en aldrei var hirt um að tilkynna sem ónýt tæki," segir Guð- mundur Gunnarsson, deildarstjóri tölvudeildar Tryggingamiðstöðvarinnar. Les fleira en íslcnsku Pétur Helgason sagði að tal- vélinni fylgdi bæði vél- og hug- búnaður. Það er hugbúnaðurinn sem er sá hluti kerfisins sem þarf að laga að íslenskunni og saman- stendur hann af nokkrum forrit- um. Vélbúnaðurinn saman- stendur af spjaldi sem gengur við flestar PC-töIvur og talgervli sem tengdur er við spjaldið. Hægt er að nota hugbúnað fyrir önnur tungumál en íslensku með þessum sama vélbúnaði og þannig hægt að láta tölvuna lesa önnur tungumál. banka hafi verið sú, að það voru gloppur í kerfinu þegar Bif- reiðaskoðun tók við og menn gátu verið á ótryggðum bílum í umferðinni mánuðum saman,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, deildarstjóri tölvudeildar Tryggingamiðstöðvarinnar, í samtali við PRESSUNA. Gagnabankinn tók til starfa í fyrra og þar er um að ræða fýrsta samvinnsluverkefnið á vegum Skýrr, Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar. Skrár tryggingafélaganna eru geymd- ar hjá Skýrr og haldið utan um þær þar, en tryggingafélögin sjá vera gamlar dráttarvélar sem lágu einhvers staðar úti í skurði en aldrei var hirt um að tilkynna sem ónýt tæki. Síðan er einhver fjöldi ökutækja sem hefur hrein- lega ekki verið með tryggingu og af einhverjum völdum kom- ist framhjá kerfrnu. Við höfum til dæmis séð það hjá embættum út um land að hreppstjórar hafa heimilað mönnum að nota öku- tæki sín þó þau hafi aðeins verið skráð á Bifreiðaskrá en ekki hjá tryggingafélagi. Við höfum ver- ið að vinna við að útrýma þessu í tjóni og er metinn með 10% ör- orku og getur þá farið svo að hann fái aftur bætur vegna sömu örorku og í fyrra skiptið. Með því að skrá öll líkamstjón í Gagnabankann er hægt að koma í veg fyrir að sami einstaklingur fái marggreitt fyrir sama líkams- tjónið. Tilfellið er að trygginga- svik eru ótrúlega algeng og miklu tíðari en menn halda,“ sagði Guðmundur. Á sama hátt er stefht að því að Gagnabankinn skrái og varð- veiti tjónasögu hvers ökumanns og ætti bónuskerfið þá að verða réttlátara. GuðmundurGunnars- son sagði að nú væri öruggt að hvert ökutæki væri aðeins tryggt hjá einu félagi. Áður hefði sami bíllinn kannski verið tryggður hjá öllum félögunum fimm og þau öll með lögtaksmál í gangi til að ná inn iðgjaldinu. Nú væri búið að hreinsa allt slíkt út. Allt vafstur og vesen hefði minnkað til muna með Gagnabankanum. Starfsfólk tryggingafélag- anna er um 400 talsins og eru allir tölvuskjáir tengdir við Gagnabankann. Talið er að um 50 skjáir séu tengdir bankanum á hverjum tíma.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.