Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 30

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 26. MARS 1992 jý't'l -v þlýá.'í, *) Rognar Torfi Geirsson tölvunar- frœðingur „Minniskubbur... en það er nú vegna þess að ég sit fyrir framan tölvuna. Annars myndu mér detta í hug ýmsar persónur sem eru minni en ég. “ Andrés Guðmunds• son kennari „Tölva.“ Garðar Guðjóns* son, fulltrúi N eytendasamtak- anna „Steingrímur Hermannsson. “ Stefanía Trausta- dóttir félagsfrœðingur „Svo virðist sem fólk muni oft ekki hvað það hefur sagt eða gert og að minni þess sé slœmt. Og þess vegna segirþað hluti eða gerir sem eru út í Hróa hött miðað við það sem það œtti að gera út frá því sem það hefur sagtáður!" Geir Magnússon, umsjónarmaður textavarps „Mér dettur í hug: „Einn maður er minni en annar. “ Bergþór Pálsson óperusvöngvari „Nám. “ Gyða Dröfn Tryggvadóttir dag- skrárgerðarmáður og þula „Hvað ég er orðin minn- islaus. “ Steinn Ármann Magnússon leikari „Minni kvenna." VEIRUR FRANSKA TOLVUVEIRAN 9031 MIKILLISÓKN HÉfíLENDIS Skelfilegar sögur ganga um stórhættulegar veirur sem leggj- ast á tölvur, þurrka út allt efni sem þar er geymt eða eyðileggja jafnvel tölvumar. Um er að ræða lítil forrit sem smita út frá sér í önnur forrit eða disklinga og hefur þeim stundum verið líkt við nafnlaus keðjubréf. Skammt er liðið síðan veiran Michelang- elo lét til skarar skríða víða um heim og olli sumstaðar nokkrum usla. Hennar varð vart hérlendis. Fyrir þá sem nota tölvur til heimabrúks án þess að vera mik- ið inni í fræðunum er þetta veirutal næsta ýkjukennt og hljómar ótrúlega. Við leituðum upplýsinga hjá sérffæðingi. „Það eru um 10 tölvuveirur jiekkuir hérlendis. Flestar á PC- tölvum en þó er það miklu sjald- gæfara að þær séu með veiru en Macintosh- vélamar, sem hafa flestar fengið veiru einu sinni eða oftar. Samtals eru til um 1.300 tegundir af tölvuveirum í heiminum en af þeim 10 sem hér finnast em aðeins tvær tegundir vemlega algengar," sagði Frið- rik Skúlason tölvufræðingur í samtali við PRESSUNA. „Önnur þeirra heitir Haust- veira og er nafnið tilkomið vegna þess að á ákveðnu tíma- bili byija stafimir að detta niður skjáinn alveg eins og laufblöð detta af trjám. Þetta gerist hins vegar ekki á hverju hausti, held- ur bara haustið 1989. Menn geta því ekki séð hvort þeir em með þessa veiru í tölvunni nema breyta dagsetningum í tölvunni í október, nóvember eða desem- ber'1989. I dag er veiran ósýni- leg í tölvunum en hún fjölgar sér og er komin út um allt. Hún gerir ekki neitt og er alveg sauðmein- laus en er langalgengasta tölvu- veiran hér. Hin veiran er frönsk og heitir FICHV, öðru nafni 903. Astæða þess er að hún er 903 stafir á lengd. Hún hefur breiðst út með skuggalegum hraða upp á síðkastið, sem stafar að hluta til af því að hún er ný. Það em mjög margir með gömul veiruleitar- og vamarforrit og halda að þeir séu vemdaðir, en þeir finna ekki þessa ákveðnu veiru. Hún er mun skaðlegri en Haustveiran og getur hreinsað allt út af harða diskinum undir ákveðnum kringumstæðum," sagði Friðrik ennfremur. hverjum degi, það er að segja á PC-tölvum. Þótt veirumar séu miklu algengari í Macintosh em þær miklu færri. A síðustu tólf mánuðum hefur ein ný veira fundist í Macintosh en yfir 500 í PC og fer fjölgandi. Það er sagt að fjöldi veimtegunda tvöfaldist á hverjum níu mánuðum. Hins vegar er engin aukning á fjölda vélanna sem smitast af þessu.“ Hvernig fer smitun einkum fram? „Það er nú svo að flestar veirurnar eru „misheppnaðar" á þann hátt að þær smita aldrei neina tölvu. Af öllum þessum veirum sem eru þekktar eru ekki nema um hundrað sem hafa einhverja útbreiðslu í heiminum. Smitun þarf ekki endilega að fara fram um disk- linga. Menn kaupa hugbúnað erlendis eða fá hann sendan. Vélamar geta komið smitaðar. Menn geta náð sér í hugbúnað af svokölluðum Bulletin Bo- ard-kerfum og hann getur ver- ið smitaður. Þetta berst á milli á ótrúlega margan hátt. En þetta er svona smáplága sem hægt er að verjast með réttum aðferðum," sagði Friðrik Skúlason tölvufræðingur. Hafa veiruhöfundar reynt að beitafjárkúgunum? Friörik Skúlason tölvufræðingur. „Það hefur verið gerð ein tilraun til þess. Það var raunar ekki veira heldur svokallaður Trójuhestur. Munurinn á veiru og Trójuhesti er að veiran fjölgar sér en hesturinn ekki. Hann gerir bara skaða. Það var náungi í Bandaríkjunum sem sendi einhverja tugi þúsunda af tölvudiskum með þessum ákveðna Trójuhesti til fyrir- tækja út um allan heim. Hann brenglaði gögnin í tölvunum með þessu. Síðan prentaði hann út bréf og sendi fyrir- tækjunum þar sem menn voru vinsamlegast beðnir að leggja svo og svo marga dollara inn á bankareikning í Panama. Ef þeir gerðu það fengju þeir lyk- ilorð til að ná gögnum sínum aftur. Þetta ráðabrugg fór reyndar út um þúfur, því hann var gómaður áður en nokkur skaði varð að ráði. Höfundur- inn var framseldur til Bret- lands þar sem átti að höfða mál á hendur honum, en hætt var við ákæru þar sem hann var ekki talinn sakhæfur. Hvort sem hann var bilaður á geði eða ekki þá kom hann að minnsta kosti í réttarsalinn klæddur nokkurs konar geim- búningi til að vemda sig gegn miður æskilegum áhrifum." Nýjar veirur daglega Hann sagðist hafa sett á mark- að lítið forrit til að leita uppi veiruna Michelangelo sem lét á sér kræla 6. mars. Forritið var selt mjög ódýrt, eða á diskettu- verði, með því skilyrði að kaup- endur hefðu samband við hann ef þeir rækjust á veiru. Þetta not- aði Friðrik síðan til að gera út- tekt á því hvað væri í gangi af veirum hérlendis. Michelangelo- veiran fannst á þó nokkrum stöðum og þá helst í tölvum sem hafa komið smitaðar ffá Tævan. Hinar tvær veirumar fundust í tölvum út um allt, jaírít hjá ein- staklingum sem litlum og stór- um fyrirtækjum. „Það em til vamarforrit sem stoppa veirumar af, leitarforrit sem leita þær uppi og nokkrar aðrar gerðir líka. Það er til heil syrpa af forritum sem öll eiga það sameiginlegt að beijast gegn tölvuveimm á einn eða annan hátt. Það er vandræðalítið að verjast þessum veimm. Búlgaría er það land í heiminum sem flestar tölvuveimr koma frá og ástæður þess em þjóðfélagslegar en ekki tölvufræðilegar. En flestir höfundar veimforrita em 12-15 ára stráklingar sem halda að þeir séu sniðugir. Það er endalaus straumur af þessum veimm og finnast tvær til þrjár nýjar gerðir á

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.