Pressan


Pressan - 26.03.1992, Qupperneq 32

Pressan - 26.03.1992, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 E R L E N T S L Ú Ð U R Molly leikur Sylvíu Breskt bókmenntafólk hefur þungar áhyggjur af minningu skáldkonunnar Sylvíu Plath sem fyrirfór sér 1963, eins og frægt er. Amerískur rithöfundur, Paul Alexander, hefur nýskeð sent frá sér ævisögu Plath og heitir hún „Rough Machine". Bókin hef- ur vakið mikla hneykslan, enda lýsir Alexander eiginmanni Sylvíu sem hálfgerðum skúrki og rudda. Er hann þó enginn annar en Ted Hughes, Hneyksli. sem hefur þegið nafnbótina „lárviðarskáld" af Bretadrottningu. Sextán nafnkunnir höfundar sáu sig knúða til að mótmæla „lygum“ og „óhróðri'1 ævisöguritarans í Times Literary Supplement. En þar með er málinu ekki lokið. I Hollywood ætla menn nefnilega að gera kvikmynd eftir bókinni með fyrrum ungst- imið Molly Ringwald í hlutverki Sylvíu. Forsætisráðherra æskunnar Franski Sósíalistaflokkurinn getur huggað sig við fátt þessa dagana. Menningarmálaráðheira flokksins, Jack Lang, þarf þó ekki að vera svo yfirmáta ókátur. Hann er nefnilega sérdeilis vin- sæll hjá æskufólki. Nýleg skoð- anakönnun sýnir að drjúgur hluti franskra ungmenna á aldrinum 16 til 24 ára vildi gjaman sjá Lang í embætti forsætisráðherra og varð hann reyndar langefstur í könn- uninni. 46 prósent aðspurðra töldu hann réttan mann í embættið, en 28 prósent nefndu Laurent Fabius, formann Sósíalistaflokksins, og álíka margir Jacques Chirac, borgarstjóra í París. Niðurstaðan þarf kannski ekki að koma svo mjög á óvart, því Lang hefur verið mjög hliðhollur hugðarefnum ungs fólks, eins og til dæmis popptónlist og bíómyndum. Hann hefur þó lengi látið sig dreyma um „þungt“ fag- ráðuneyti, en Mitterrand forseti ekki látið það eftir honum. Annars muna Islendingar líklega eftir Lang síðan hann kom hingað í fylgd með forseta sínum 1990 - æskunni hér leist líka ansi vel á hann. Bush til Kúbu? George Bush Bandaríkjafor- seti ber sig vel þrátt fyrir að all- sendis óvíst sé hvemig honum reiðir af í kosningaslagnum sem hann mun lfkast til heyja gegn demókratanum Bill Clinton. En í anda bandarískra stjórnmála- manna er hann kokhraustur allt þangað til yfir lýkur. í ræðu á Kokhraustur. fundi hjá Repúblikanaflokknum í Miami á dögunum sagði Bush: „Ég verð fyrsti forseti Bandaríkj- anna til að stíga fæti á frjálsa jörð á Kúbu, eftir fall Castrós." Og þá spyrja kannski sumir - hvor fellur fyrst, Castró eða Bush. Forsetinn vill stelpu Lech Walesa, forseti Pól- lands, þykir nokkuð kjaftfor ná- ungi, enda var hann frameftir aldri óbreyttur skipasmiður í Gdansk. A dögunum varð hann svo lausmáll að trúnaðarvini hans og skriftaföður, séra Franciszek Cybula, blöskraði. Þeir tveir em nær óaðskiljanlegir og vom saman í viðtali hjá dagblaði í Varsjá. Walesa kvartaði sáran yfir því hversu erilsamt forsetaembættið væri og sagði: „Ég vildi frekar leggjast með stelpu eða fá mér kaffibolla." Presturinn mun hafa eld- roðnað og falið andlitið í höndum sér. Þá sá forsetinn sitt ráð óvænna og leiðrétti sig: „Ég vildi frekar leggja mig eða fá mér kaffibolla með stelpu." Kjaftfor Vinsæll, líka á íslandi. Johannesburg Business Day Ný og björt framtíð Suður-Afríka er gerbreytt land. Kosningamar hafa breytt gmndvallarforsendum, þær hafa breytt því til hins betra og breytt því þannig að ekki verður aftur snúið. Hvítir kjósendur hafa valið sér sameiginlega framtfð með svörtum löndum sínum. Þetta er niðurstaða kosninganna og hún boðar í senn frið og ákveðni, bjartsýni og óyggjandi lýðræðislegan vilja. Kosningamar munu breyta afstöðu margra Suður-Afríkubúa og afstöðu útlendinga til þjóðarinnar og framtíðar hennar. Fyrir vikið em verkefni stjórnmálamanna okkar léttari, en framundan er mikið uppbyggingarstarf, sem mun reyna á þolinmæðina. I nafni þjóðarsáttar þarf að fá hina sigmðu öfgamenn að samningaborðinu. Hinn nýi andi í landinu mun hafa áhrif á efnahagslífið líkt og hið pólitíska. Hann mun auka athafnamönnum og fjárfestum sjálfstraust og kann að veita landinu það afl, sem það þarf svo nauðsynlega til þess að rífa sig upp úr stöðnun og lægð. Aukinn hagvöxtur mun fara langt með að græða sár hægrimanna. Ætlarðu í alvöru að kjósa hægrisinnaðan blaðamann og fyrrverandi blók hjá Nixon? Einangrun arsinna og talsmann á verndarstefnu, sem talar eins og -^| k kynþáttahatari? Tja, það er helst þetta með blaða- mennskuna. Baj^daríkin Atök uqi afstöð- una til Israels „Fuck the Jews!“ Samband Bandaríkjanna og Israels hefur ekki fyrr verið jafn- slæmt og það er nú og að óbreyttu stefnir í opinber vinslit landanna vegna deilna um stefnu ísraelsmanna á herteknu svæð- unum. Angi þessarar deilu birtist á dögunum þegar Bandaríkjamenn sökuðu Israels- menn um að hafa selt bandaríska vopnatækni til Kína. Israelsmenn neita þessum ásök- unum staðfastlega og það veltur á túlkunum um upp- runa tækniþekkingar hver fer með rétt mál. Það er í sjálfu sér ekki meginatriði, heldur hitt, að málið skuli hafa komið upp með þessum hætti. Hér áður fyrr hefði málið vak- ið athygli fárra annarra en vopnasérfræðinga og verið af- greitt sem „ágreiningur um túlk- un“ milli vinaþjóða. Núna er það hluti áróðursstríðs sem hefur verið að magnast frá því á haust- mánuðum. Það náði hámarki fyrir nokkmm dögum þegar Ed Koch, fyrrum borgarstjóri í New York, birti ummæli höfð eftir James Baker utanríkisráðherra á fundi þar sem stefna ísraels var til umræðu. „Fuck the Jews!“, var haft eftir Baker. Það gagnar honum lítið að neita hafa sagt þetta — flestir eru þess fullvissir að hann hefði að minnsta kosti viljað segja það og meint það. ÍSRAEL ÞARF LÁN Undirrót þessara átaka er stefna ísraelsmanna á herteknu svæðunum í Palestínu. Upp- bygging landnáms gyðinga þar heldur áfram þrátt fyrir mótmæli úr öllum heimshomum og frá stjómarandstæðingum í Israel. Sú uppbygging er svo hröð og umfangsmikil að hún ógnar öll- um hugmyndum um sjálfstjóm Palestínumanna á svæðinu, sem Yitzhak Shamir forsætisráðherra hafði þó léð máls á til skamms tíma. Israel þarf á húsbyggingum að halda til að koma fyrir hundruð- um þúsunda sovéskra gyðinga sem komið hafa til landsins á undanfömum missemm. En inn- flytjendurnir em ekki að- eins húsnæð- islausir — þeir eru at- vinnulausir tugþúsundum saman. Til að bæta úr því hyggjast ísra- elsk stjóm- völd taka tíu milljarða dala að láni erlendis; þau lán fást ekki nema með uppáskrift bandaríska ríkisins. Og Bandaríkjamenn neita að skrifa upp á nema land- námi á herteknu svæðunum verði hætt. BANDARÍSKUR STUÐN- INGURÞVERR Skoðun bandarískra stjóm- valda er að áframhaldandi land- nám geri að engu vonir um sam- komulag í friðarviðræðum Isra- ela og araba — viðræðum sem Baker kom á eftir mikinn bam- ing og vill að skili árangri. Þar reyna bandarísk stjómvöld að halda uppi hlutleysi, en það reynist erfitt á meðan deilur blossa sífellt upp vegna láns- ábyrgðanna. Bandaríska þingið var að því komið að afgreiða ábyrgðimar seint á síðasta ári þegar Bush forseti ákvað að leggjast gegn þeim og varð þannig fyrstur bandarískra for- seta til að takast opinberlega á við ísraelsk stjómvöld um stefnu þeirra. Málstaður ísraels hefur notið mikils stuðnings á bandaríska þinginu og meðal skoðana- myndandi afla í landinu. Sá stuðningur fer hins vegar hratt þverrandi og nýjar kannanir benda til að stefna Shamirs njóti ekki lengur stuðnings meirihluta bandarískra gyðinga, sem þó eru tregir til að gagnrýna ísrael opin- berlega. I bandaríska þinginu em komnar fram hugmyndir um málamiðlun, sem fælist í því að draga frá ábyrgðunum þá fjár- upphæð sem yrði notuð til land- náms á herteknu svæðunum. Þetta gæti orðið niðurstaðan, en til þess þyrftu Israelsmenn að veita Bandaríkjamönnummeiri aðgang að ríkisreikningum sín- um en dæmi eru um og gæfu auk þess Bandaríkjamönnum neitun- arvald í mikilvægu ísraelsku inn- anríkismáli. KOSNINGAR ÞVÆLAST FYRIR . Kosningar í báðum löndunum flækja lausn málsins enn. Shamir hefur notfært sér málið til að sýna Israelsmönnum að hann láti bandarísk stjómvöld ekki segja sér fyrir verkum um stefnuna í „Júdeu og Samaríu", en svo nefna ísraelar hemumdu svæðin á vesturbakka Jórdanár. And- stæðing sinn, Yitzhak Rabin, kallar hann vikapilt Bandaríkja- manna íyrir að vilja láta af land- náminu gegn veitingu láns- ábyrgða. George Bush er líka í vand- ræðum vegna kosninga. Banda- rískir gyðingar hafa fæstir stutt Repúblikana, en atkvæði þeirra eru þeim mun mikilvægari nú þegar Bush þarf á öllu sínu að halda í tvísýnni kosningabaráttu. Hann hefur þegar boðið stjóm Israels birginn á eftirminnilegan hátt og vill síst styggja fleiri en búið er nokkmm mánuðum fyrir kosningar. Hans línudans felst í því að gefa ekki eftir varðandi landnámið, en komast um leið hjá frekari opinberum átökum við það ríki sem hefur notið mestrar samúðar bandarískra kjósenda. Karl Th. Birgisson Friedrich von Hayek allur Helsti frjálshyggjuhugsuður tuttugustu aldar og sérstakur gúrú þeirra Margaret Thatcher og Ronalds Reagan, Friedrich August von Hayek, lést aðfara- nótt þriðjudags, tæpra níutíu og þriggja ára að aldri. Hayek fæddist í V ínarborg 8. maí 1899 og var prófessor í hagfræði og heimspeki í háskólunum í Lundúnum, Chicago og Frei- burg, en þar bjó hann til dánar- dags. Hann fékk Nóbelsverð- laun í hagfræði 1974, og telja margir hann einn merkasta hag- fræðing aldarinnar, einkum fyr- ir kenningar um gildi einka- eignarréttar og atvinnufrelsis. Hayek galt alla tíð varhug við sósíalisma, eins og má lesa í þekktasta riti hans, Leiðinni til ánauðar, sem kom út á íslensku 1980. Hayek heimsótti ísland í apríl 1980 og flutti hér tvo fyrir- lestra. Þótt Hayek væri bein- skeyttur og afdráttarlaus mun hann hafa komið flestum hér fyrir sjónir sem vingjamlegur gamall maður. Þjóðviljinn gekk þó skrefinu lengra og kallaði hann léttgeggjaðan öldung. Von Hayek á fyrirlestri sín- um í Reykjavík: Heyrnarlaus á vinstra eyranu. Hann kvaðst vera heymarlaus á vinstra eyra, og kom það eng- um á óvart, sem þá hlustaði á hann. /

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.