Pressan


Pressan - 26.03.1992, Qupperneq 34

Pressan - 26.03.1992, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 E R L E N T Japönskuvinnu- garparnir sjá að sér Islendingar hafa oft talið sig mestu vinnudýr í heiminum. Það er ekki satt. Japanir vinna meira en við, að minnsta kosti karlpen- ingurinn þar austurfrá. Og af því báðar þessar þjóðir eru fjarska langlífar má spyrja hvort mikil vinna sé ekki bara meinholl. Samt hyggjast Japanir söðla um. Stjómvöld þar hafa nefnilega sett sér það markmið að fækka vinnustundum þjóðarinnar all- verulega. Þær eru nú fleiri en 2.000 á ári, en stefnt er að því að þær verði smátt og smátt ekki fleiri en 1.800. Sem gæti víst þýtt 40 stunda vinnuviku, svona ein- hvem tíma í framtíðinni. Nlafian býður ekkifram 13.838 frambjóðendur á 561 lista. ítalir þurfa varla að kvarta yftr því að valkostimir séu ekki nógu margir í þingkosningunum sem haldnar verða í apríl. Og það gæti orðið gaman í þinginu þeg- ar eigast meðal annars við Astarflokkur klámdrottningar- innar Cicciolinu, Ökumanna- flokkurinn, Flokkur eftirlauna- fólks, Flokkur veiðimanna og Húsmæðraflokkurinn. Og svo er náttúrlega flokkur sem sumir segja að sé sá fjórði stærsti á Ital- íu, án þess hann bjóði einu sinni fram. Það er Mafían, en sam- kvæmt nýlegri athugun viku- blaðsins „II Mondo“ ræður hún um þriðjungi þeirra atkvæða sem em greidd á Suður-Italíu. 22 Þúsund millj- arða Vísa-reikn- Ingur (á rað- greiðslu) Það em ekki bara fslendingar sem nota Vísakort, þótt náttúr- lega slái fáir eða engir okkur við í því efni. Fleiri og fleiri ánetjast plastkortunum og meira að segja hinir sparsömu Þjóðverjar láta ginnast, en þó allnokkuð tregleg- ar en aðrar þjóðir. En það er til marks um hversu Vísakort em útbreidd um allan heim að á ár- inu 1991 vom þau notuð til að greiða fyrir vömr og þjónustu að upphæð 22 þúsund milljarðar ís- lenskra króna. Það mun vera 16 prósenta aukning ffá árinu 1990. Kosningar á Bretlandi: Járnfrúin kölluð af varamannabekknum Kosningar verða haldnar á Bretlandi eftir tvær vikur, hinn 9. apríl. Risunum * tveimur - Ihaldsflokknum og Verka- mannaflokknum - gengur ekkert sér- staklega vel, en frjálslyndir sækja í sig veðrið. Báðir stóru flokkarnir hafa færst nær miðju og fyrir vikið eiga kjósendur erfiðara en nokkru sinni fyrr með að gera upp hug sinn. Mögu- leikinn á samsteypustjórn á Bretlandi er ekki jafnfjarlægur og áður. Margaret Thatcher var í síð- ustu viku kölluð af varamanna- bekknum og tekur nú virkan þátt í kosningabaráttu lhaldsflokks- ins, enda þótt hún sé sjálf ekki í framboði. John Major forsætis- ráðherra hefði líkast til kosið að til þessa hefði ekki þurft að koma, því hann vill að öllum sé ljóst að hann standi á eigin fót- um, en í stöðunni hefur hann ekki um margt að velja. Tölu- verður skjálfti er í herbúðum íhaldsmanna, sem Finnst hægt ganga í kosningabaráttunni. En þeir em ekki einir um að vera taugaveiklaðir, því að í Verkamannaflokknum eru menn litlu hressari. Eins og sjá má á skífuritinu að ofan benda skoðanakannanir eindregið til þess að frjálslyndir séu að sækja í sig veðrið. Innan Verkamanna- flokksins eru þegar famar að heyrast gagnrýnisraddir um Neil Kinnock, leiðtoga hans, sem segja með ólíkindum hversu illa honum gangi að afla flokknum fylgis þegar litið sé til þess að íhaldsmenn njóti engrar sér- stakrar uppsveiflu. Stjómmálaskýrendur á Bret- landi em almennt á því að þessar fyrstu tvær vikur kosningabar- áttunnar þar hafi nýst íhalds- mönnum illa. A hinn bóginn virðist Verkamannaflokknum ómögulegt að losna við skattpín- ingarímyndina, sem mörgum er enn í fersku minni þrátt fyrir að meira en áratugur sé liðinn frá þv j þeir vom síðast við völd. Ihaldsmenn virðast staðráðnir í að hamra á því að stjóm Verka- mannaflokksins geti ekki boðað neitt nema skattahækkanir og stjómleysi. Verkamannaflokk- urinn hefur reyndar kúvent í fjölda mála frá því Neil Kinnock tók við. Einhliða kjamavopnaaf- vopnun er ekki lengur á dagskrá; John Smith, skuggafjármálaráð- herra þeirra, hefur harðlega gagnrýnt skattalækkanir íhalds- manna, sem fjármagnaðar eru með lántökum; þeir viðurkenna að gróskumikið athafhalíf sé for- senda velmegunar, og hafa sett hverja kennisetningu sósíalista á fætur annarri á sorphauga sög- Hvað kýs fræga fólkið? Fyrirstuttu birti Verkamannaflokkur- inn listann ,Arts for Labour" eða Lista- menn með Verkamannaflokknum. Þar lýsir stór hópur fólks úr listalifinu, en þó einkum leikarar úr vinsælum sjón- varpsþáttum, því yfir að hann ætli að kjósa flokkinn í kosningunum 9. apríl. Af leikurum á listanum eru líklega kunnugastir Islendingum George Bak- er (Wexford lögregluforingi), Robbie Coltrane (Nunnur á flótta), Alfred Mol- ina, Donald Pleasence, Alan Rick- man (Hrói höttur, Die Hard), Prun- ella Scales, Ke- vin Whately (Le- wis, aðstoðar- maður Morse lögregluforingja), Susannah York og þeir Stephen Fry og Hugh Laurie (Blackadder, Jeeves & Wooster). Þarna eru lika rithöfundarnir John Mortimer (Paradís skotið á frest), Melvyn Bragg (sem einnig stjórnar Listamannaskálanum) Ruth Rendell og lafði Antonia Fraser (eiginkona leikritaskáldsins Harolds Pinter); háð- fuglinn Ben Elton og kvikmyndaleik- stjórinn Sir Richard Attenborough. Ihaldsflokkurinn sá sér nátturlega ekki annað fært en að svara í sömu mynt og birti í síðustu viku óárennileg- an lista yfir fræga kjósendur sína. Af leikurum á listanum eru þau einna nafntoguöust Anthony Andrews (Brideshead Revisited), Jo- an Collins og Edward Fox. Miðalþra söngkonur virðast lika hall- ar undir Ihaldsflokkinn, því þarna getur að líta þær Cillu Black, Lulu, Shirley Bassey, Sarah Brightman og Elaine Page. Þarna er aukinheldur stórmenni úr heimi dægurlagatónlistarinnar: Andrew Lloyd Webber, George Martin (upptökustjóri Bitlanna) og Kenny Jones (trommuleikari The Who). Af íþróttastjörnum sem lýsa yfir stuðningi við íhaldsflokkinn má nefna fótboltamennina John Barnes (Li- verpool) og David O'Leary og Alan Smith (Arsenal). Þarna eru líka fót- boltaþjálfararnir Terry Venables, Gerry Francis og Lawrie McMen- emy, billjarðmaðurinn Steve Davis og kappakstursmaðurinn Nigel Mansell. Ekki má heldur gleyma reyfarahöfund- inum Frederick Forsyth. Það var rithöf- undurinn Jeffrey Archer sem safn- pði fólki á lista íhaldsflokksins. Nú hefur komið á dag- inn að sumir telja sig hafalentþarfyr- ir helberan misskilning. Þar var til dæm- is Richard Branson eigandi flugfé- lagsins Virgin, sem segist ekki vilja taka afstöðu til stjómmálaflokka. Sjónvarps- leikkonan Jenny Seagrove segist ekk- ert endilega styðja íhaldsmenn þótt hún hafi eitt sinn farið í partí í Down- ingstræti. Þau virðast semsagt ekki hafa verið spurð hvort þau vildu vera á listanum frekar en söngkonan Joan Armatrading og leikarinn Sir John Mills. Nöfnum á lista Ihaldsflokksins hefur þannig fækkað úr 84 í 70. En þaö eru náttúrlega fleiri flokkar í framboði: Við getum nefnt að stórgrín- ieikarinn John Cleese (fyrrum skakklapparáð- herra Monthy Python) er svo ákafur fylgjandi Frjálslyndra demókrata aö '' hann hringir út fyrir flokkinn. Skotinn Sean Connery ætlar hins vegar að kjósa skoska þjóðernissinna. ÍSLENSKT SJÓNARHORN Af sósíalistum og rasistum „ Og síðast afþví sem efst er á baugi verður að telja þann hörmulega at- burð, þegar bréfsprengja sprakk í höf- uðstöðvum ,,Alþjóðlegra sósíalista“ fyrir skemmstu..." MAGNEA J. MATTHIASDÓTTIR Það er margt óvenjulegt að gerast hér í „andapollinum", eins og innfæddir gjaman nefna elskulega ættjörðina. Fyrst skal auðvitað nefna formannsslag- inn hjá sósíaldemókrötum, því varaformaðurinn Poul Nyrup Rasmussen drýgði þann fá- heyrða glæp (að manni heyrist helst) að ákveða að gefa kost á sér í embættið og Svend Auken ekki á því að pakka saman þegj- andi og hljóðalaust heldur heimtaði aukaþing flokksins 11. apríl til að skera úr um það, hvor verði formaður. Framkoma Nyrups þykir heldur lúaleg, því svonalagað tíðkast ekki í betri kratakreðsum, Auken talar um hnífana í bakinu á sér og allt bendir til að átökin verði hörð, því skoðanir eru skiptar hjá krötum um hvor sé betri kostur- inn. Ætli Nymp hafi samt ekki nauman vinning. Óneitanlega rifjast upp misgamlar sögur úr íslenskri pólitík við þessi býsn og undur. En Danir velta vöngum yfir fleim en krötum þessa dagana. Nú em framkvæmdar regluleg- ar skoðanakannanir til að reyna að geta um úrslitin í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um Evrópu- bandalagið 2. júní og í fyrsta sinn sýna þær marktækan mun þeim í vil sem ætla að segja nei, þ.e.a.s. 40% á móti, 32% fylgj- andi og 28% vita ekki hvað þau ætla að kjósa, þar með talinn sá hópur þjóðarinnar sem enn hef- ur ekki uppgötvað að það eigi yfirleitt að vera þjóðaratkvæða- greiðsla. Eftir því sem nær dreg- ur deginum mikla hlýtur að fækka í þeim hópi - að minnsta kosti hljóta þeir að hafa upp- götvað það sem hafa verið spurðir um álit í skoðanakönn- unum. Þetta vaxandi fylgi EB- andstöðunnar fer auðvitað fyrir brjóstið á bandalagssinnum, einkum var Uffe Elleman mikil- fenglegur í ræðustól á þingi og spáði þar froðufellandi hörm- ungum sem yfir Danmörku gengju, ef landar hans segðu nei. Bandalagsmenn keyra reyndar almennt áróðurinn fyrir EB á þeim nótum að hér fari allt til andskotans, ef Danir segja nei, en sá söngur virðist hafa þveröfug áhrif en til stóð, því ýmsir eru komnir á þá skoðun (og þá ekki síst danskir bænd- ur), að sælan sé ekki ómæld í Evrópuparadís framtíðarinnar. Og síðast af því sem efst er á baugi verður að telja þann hörmulega atburð, þegar bréf- sprengja sprakk í höfuðstöðv- um „Alþjóðlegra sósíalista" fyr- ir skemmstu og reif höfuð og hendur af fjölskylduföður um þrítugt sem var að sinna störfum sfnum. Það þarf væntanlega ekki að taka það fram að maður- inn lést samstundis. Alþjóðlegir sósíalistar teljast ekki til fjöl- mennari samtaka í Danaveldi - meðlimimir eitthvað um 70 - en félagsskapurinn hefur verið mjög virkur í baráttunni gegn kynþáttahatri og nýnasisma og helgina áður hafði verið sagt frá honum í blaði. Lögreglan er einna helst á því núorðið, að það séu hægri öfgamenn sem sent hafi sprengjuna, og þykir víst flestum lfldegast, en upphaflega yftrheyrðu þeir um það bil alla félagsmenn, væntanlega í þeirri von að einhver þeirra fiktaði við sprengiefni í tómstundum. Bréfsprengjan telst til óhugn- anlegri tíðinda, því hún sýnir ótvírætt sem marga grunaði, að rasistar hérlenskir séu heldur betur að sækja í sig veðrið. Fleiri and-rasísk samtök hafa orðið fyrir því, að kveikt hefur verið í á skrifstofum þeirra, spjaldskrám yfir meðlimi og út- lendinga verið stolið og frammámönnum send hótunar- bréf, en hingað til held ég varla að nokkrum hafi dottið í hug önnur eins framtakssemi. Að vísu hafa broddamir í ýmsum hægri öfgasamtökum „spáð“ öllu illu, bæði vopnuðum átök- um milli kynþátta og sprengj- um, en það hefúr víst aðallega verið talið í nösunum á þeim. Nú em þeir greinilega famir að snýta sér allhressilega. Höfundur er rithöfundur í Danmörku. unnar. Kjósendur á Englandi em þó enn fullir grunsemda í garð flokksins, ekki síst vegna áhrifa verkalýðshreyfingarinnar. Ný- leg skoðanakönnun bendir til þess að breskur verkalýður hafi minna álit á forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar en at- vinnurekendur! A Skotlandi nýt- ur Verkamannaflokkurinn hins vegar mikilla yfirburða og skyggir í raun ekkert á hann nema sókn skoskra þjóðemis- sinna, sem gæti reyndar sett vemlegt strik í reikninginn þegar til kosninga kemur. Vafalaust mun aukin harka færast í kosningamar á næstu tveimur vikum. íhaldsmenn hafa að undanfömu verið að tæta í sig plögg Verkamannaflokksins um ríkisfjármál. Hafa þeir reiknað út að loforð Verkamannaflokksins muni ekki kosta minna en jafh- virði 3.800 milljarða íslenskra króna eða sem svarar 125.000 krónum í viðbót fyrir hvem skattgreiðanda. Þessar tölur em um fimm sinnum hærri en tals- menn Verkamannaflokksins hafa viljað viðurkenna. Þeir játa að hugsanlega kunni áform þeirra að kosta eitthvað meira en jteir gerðu ráð fyrir, en segja út- reikninga íhaldsmanna fjar- stæðukennda. En ef svo fer að hvorugur stóm flokkanna fái meirihluta á þingi, hvað þá? Stefnuskrá lfjálslyndra þykir reyndar nokk- uð loðin eins og hæfir miðju- flokki. Efst á dagskrá er þó án vafa ný kosningalöggjöf, því einmenningskjördæmaskipanin hefur í raun dæmt frjálslynda úr leik að mestu. Bæði íhaldsmenn og Verkamannaflokkurinn eru tiltölulega ánægðir með núver- andi skipulag og hvorugur flokkanna myndi hagnast á breytingu. Paddy Ashdown, leiðtogi ftjálslyndra, hefur jaíh- framt sagt að í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum muni hann setja menntamál á oddinn. Verkamannaflokkurinn er lfldegri til að fallast á aukin út- gjöld í þá vem, en á hinn bóginn em eiginlegar tillögur frjáls- lyndra um menntamál íhalds- mönnum efnislega meira að skapi. Að þessu sinni er mun erfið- ara að spá um niðurstöðu kosn- inganna en í síðustu þrennum kosningum. Veðbankinn Lad- broke’s reynir þó, og samkvæmt líkindareikningi hans er nú í fyrsta skipti frá 1974 talið lík- legra að Verkamannaflokkurinn vinni flest þingsæta, þó svo ekki sé þar með sagt að hann fái þing- meirihluta. Andrés Magnússon.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.