Pressan - 26.03.1992, Page 38

Pressan - 26.03.1992, Page 38
38 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 Við sögðum ftá risnukostnaði í síðasta blaði. Því má bæta við að það vekur athygli að síð- ustu ríkisstjóm skuli hafa tek- ist að minnka risnukostnaðinn á valdaferli sínum. En ráðherr- amir stóðu sig misvel. í menntamálaráðuneytinu dró Svavar Geslsson risnuna niður úr 20 milljónum 1988 í 9,1 milljón 1990 eða um 55 pró- sent. f utanríkisráðuneytinu dró Jón Baldvin Hannibalsson kostnaðinn niður úr 16,4 millj- ónum í 10,5 milljónir. Halldór Asgrímsson jók kostnað sjáv- arútvegsráðuneytisins úr4,2 milljónum í 5,4 milljónir eða um 27 prósent. Og af því menn hafa gantast með undar- legar ráðstafanir Óla Þ. Guð- bjarlssonar má geta þess að eftir að Óli tók við dómsmála- ráðuneytinu af Halldóri Ás- grímssyni minnkaði risnan úr 6 milljónum í 4,3 milljónir eða um nær 30 prósent. Loks var eitthvað skrýtið að gerast hjá SteingrímiJ. Sigfiíssyni. 1 landbúnaðarráðuneytinu jókst risnan hjá honum um 87 pró- sent en í samgönguráðuneyt- inu minnkaði risnan hjá hon- um um 45 prósent... Eins og kunnugt er af fréttum stöðvaði lögreglan í Reykjavík á dögunum blómlega starf- semi næturklúbbs við Lindar- götu, Listaklúbbsins svokall- aðs. En það er af og frá að þetta sé í fyrsta sinn sem lög- reglan skakkar leikinn hjá fólki sem vill ekki sofa á nótt- unni heldur skemmta sér í klúbbum. í mars 1969, fyrir sléttum 23 árum, urðu mikil blaðaskrif vegna fimm nætur- klúbba sem voru starfandi í bænum. Þangað sótti múgur og margmenni í vín og dans, enda var skemmtistöðum þá lokað stuttu eftir miðnætti. Og eins og nú gerði löggan rassíu, flutti fjölda manns í yfir- heyrslu niður á stöð. Margir voru undir áhrifum áfengis, en eðlilega fer engum sögum af fíkniefnaneyslu. Fyrst var ákveðið að klúbbamir fengju að hafa opið til eitt, en bannað að hafa vín um hönd þar inni. Klúbbhaldarar létu sér ekki segjast og voru þeir allir hand- teknir tíu dögum síðar og úr- skurðaðir f allt að sjö daga gæsluvarðhald, hald lagt á vín- birgðir og lögregluvörður sett- ur við alla klúbbana. Var þá sögu þeirra lokið, nema hvað saksóknari höfðaði mál á hendur m'u forráðamönnum fjögurra næturklúbba tveimur mánuðum síðar. Það er svo til marks um tíðarandann á þess- um ámm að klúbbamir hétu nöfnum eins og Club 7, Play- boy-klúbburinn, Appolo og Start-klúbburinn... NÝ OG BETRI GÖTUNÖFN TVÍIARAKEPPM PRESSUNNAR - 37. HLUTI Enn sannar tvífarakeppnin hvemig innræti og ytri aðbúnaður marka menn. Baldvin Guðmundur Ragnarsson er í hungurverk- falli vegna þess að hann má ekki aka bíl. Menn efast um að hann sé hæfur til að stjóma bfl. Þorsteinn Pálsson á í stríði við Styrmi Gunnarsson og fleiri vegna fiskveiðistjómunarinnar. Menn efast um að hann sé hæfur til að stjóma sjávarútvegsráðuneytinu. Og þessi andstaða hefur sett sama marrk á þá Baldvin og Þorstein. Þeir hafa fengið sömu greiðsluna, sama kartöflunefið og sama litla og herpta munninn. Jafrível gleraugun þeirra hafa orðið eins undir álaginu. Þetta er algjör geirfugl. Hann var veiddur við ísland 1820. Var svo uppstoppaður í eigu danskrar fjölskyldu þangað til íslenska þjóðin sló saman og keypti hann á 9.700 pund, 1,9 milljónir króna eða 6,5 milljónir að núvirði á uppboði hjá Southebys í London 1971. Hafði þjóðin þar betur en bandaríski auðjöfurinn Dupont. Til samanburðar má geta þess að þetta ár ferðuðust ráðherrar ís- lands fyrir 1,5 milljónir króna eða 5 milljónir að núvirði. Þetta er náttúrlega fágætt eintak. Síðasti geirfuglinn sem vitað er af í heiminum var drepinn í Eldey 18. júní 1844, af sjómönnum úr Höfríum. Líklega vissu þeir sem satt var að hægt yrði að fá gott verð fyrir frígl- inn hjá erlendum söfríur- um, en hann ku víst líka hafa verið ágætur á bragð- ið. Geirfuglinn er semsagt þjóðargersemi. Hann er vist- aður á Náttúrugripasafni Is- lands við Hlemmtorg, bjargar- laus og ófleygur eins og hann raunar var í lifanda líft. Það er reyndar fleira skemmti- legt að sjá í safninu: Risaskjaldböku úr Vestur-Indíum sem rak á land í Steingrímsfirði 1961, tönn furðuskepnunnar náhvais og ýmsa kynjaftska. Á sínum tíma vöktu kaupin á þessum blíðlynda fugli sem ekki kunni að fljúga mikla athygli og umtal. Það voru prentaðir skyrtu- bolir með mynd af geirfuglinum og í máli unglinga var sagt um ákveðna týpu að svoleiðis menn væru „algjörir geirfúglar“. Kaupin á þessum blíðlynda fugli sem ekki kunni að fljúga vöktu mikla at- hygli. ALGJÖR Væri ekki sniðugt ef aðalgöt- umar í Reykjavík væru nefrídar í höfuðið á helstu leiðtogum Sjálf- stæðisflokksins. Maður myndi spóka sig á Breiðgötu Ólafs Thors, Torgi Jóns Þorlákssonar, Bjarna Benediktssonarstrœti, Geirs götu Hallgrímssonar. Og kannski líka í ffamtíðinni á Þor- steins Pálssonargrund og Dav- íðs Oddssonargranda. Og svo yrðu kosningar og vinstri menn kæmust í meiri- hluta og öllu yrði snúið við. Minnismerki yrðu tekin niður og götur nefrídar upp á nýtt: Breið- gata Einars Olgeirssonar, Torg Jónasar frá Hriflu, Hannibals Valdimarssonarstrœti, Her- manns gata Jónassonar. Og S vona er þetta víðast hvar í út- löndum. Götur eru skírðar eftir stjómmálamönnum, skáldum, mannvinum og hershöfðingjum. I bæjum í Frakklandi má til dæmis iðulega lesa stjómmála- skoðanir bæjaryftrvalda af götu- nöfnunum einum saman. Svo verða sinnaskipti og menn gerast þess óðfúsir að breyta götuheit- um, líkt og á sér stað í Berlín þessa dagana, en þar kváðu leigubílstjórar varla vita sitt rjúk- andi ráð lengur. Horfin eru kennileiti sem fyrir stuttu hétu Ho-Chi-Minh gata, breiðgata Leníns og Marx og Engels- torg. I staðinn er til dæmis orðin til gata Raouls Wallenberg og líka gata Marks Twain. Hart er deilt Kerfið í vandræðum með vínveitingaumsókn VEIÐIMENN VILJA VÍNVEITINGAR Menn vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið hjá Lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík, hjá fé- lagsmálaráði borgarinnar, áfeng- isvamamefnd, matsnefnd vín- veitingaleyfa og fleiri apparöt- um. Það barst nefnilega um dag- inn umsókn um vínveitingaleyfi sem á sér ekkert fordæmi. Það kom frá „flutningaskipinu Ár- nesi“. Skip þetta er nánar tiltekið það sem áður kallaðist ferjan Baldur og sigldi um Breiðafjörðinn. Nú hefur Uranus h/f eignast skipið og hyggst sigla á því um Sundin blá og Hvalfjörð með hina ýmsu hópa, ekki síst sjóstangaveiði- menn. Og til að tryggja að allir haft það gott hafa eigendumir og bræðumir Eysteinn, Magnús og Arni Yngvasynir beðið um leyfi til að selja vín um borð. I kerfinu klóra menn sér í hausnum og skoða gögn sín. Hvað segir áfengisvamamefnd um málið? Hvemig á að vera hægt að halda uppi vínveitinga- eftirliti þegar um skip er að ræða? Og hvað segir Siglinga- málastofnun; þyfti að gera frek- ari öryggisráðstafanir um borð? Og svo framvegis. Það segir sína sögu að í reglu- gerð um sölu og veitingar áfeng- is er ekkert að finna um skip í þessu sambandi, en títt talað um veitingahús, skemmtistaði, hótel og talað um húsakynni, en aldrei um skipakynni. Þarf kannski að setja á fót matsnefnd vínveit- ingaskipa? Samband veitinga- og gistiskipa? Ef gestur á vín- veitingaskipi getur ekki borgað drykkinn sinn, verður honum þá fleygt út, það er út fyrir borð- stokkinn? Verður þetta svona í ekki alltof fjarlægri framtíð? kannski líka í framtíðinni Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladótturfell og Sigurjóns Péturssonarflöt, máski í einhverju úthverfinu. Ætli væri ekki gaman að lifa? Við hefðum nóg til að rífast um, lesendasíður dagblaðanna væm yftrfullar og þjóðarsálin væri organdi í útvarpinu. Og verð á húsum færi ekki síst eftir því við hvaða götu þau stæðu, það er — eftir hveijum gatan væri heitin. I staðinn höfum við götur sem eru nefndar eftir hetjum úr Is- lendingasögum, Njálsgata, Gunnarsbraut, Auðarstræti, og líka götur með nöfn sem segja engum neitt: Faxafen, Kúrland, Gerðhamrar, Eyktarás, Selju- gerði og Austurstræti. um hvort gata Rósu Luxemburg á að fá að halda nafninu. Karl Marx-borg heitir aftur sínu gamla naíríi, Chemnitz. Þar sem áður var Otto Grotewohl-gata heitir nú gata Umburðarlyndis. Hægri menn vilja hins vegar að hún fái aftur sitt gamla nafn, Vil- hjálmsgata — í höfuðið á síðasta keisara Þýskalands. Sömu viðfangsefni glíma menn reyndar við um alla Aust- ur-Evrópu og langt austur í Asíu. I Pamírfjöllum í Tadzhikistan gnæfa til dæmis þrír tröllauknir fjallstindar — Pík Kommún- izma, Pík Revoljútsíj og Pík Lenína. Þeir fá varla að heita það miklu lengur. STUTT- BUXNA- DEILD ÍHALDSINS ELDIST LÍKA Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, er orð- inn 65 ára. Heimdallur er nánar tiltekið eitt af jsessum mikilvægu þrepum í metorðastiga sjálfstæð- ismanna, önnur eru til dæmis Vaka, SUS og Varðberg. Það er að segja ef viðkomandi prílari fer „flokkseigendaleiðina" og er ekki bóndi eða athafnamaður. Það þykir góð byrjun á ferli ungs sjálfstæðismanns í borginni að komast í stjóm Heimdallar, einkum auðvitað að verða for- maður. Meðal fyrrum for- manna/stjómarmanna í Heim- dalli em Birgir Isleifur Gunnars- son seðlabankastjóri og fyrmm ráðherra, Arni Sigfússon borgar- fulltrúi og næstum borgarstjóri, ER ÞORSTEINN AÐ BRÆÐA í GRÚT? Paö er ekki einhllt fylgni milli stjórnmálaframa og setu i stjórn Heimdallar. Enginn úr stjórn félagsins 1972-73 hefur til dæmis komist á þing og ekki heldur í borgarstjórn. Þetta eru: Árni Bergur Eirfksson, Gísli Baldur Garðarsson, Haukur Hjaltason, Björn Hermannsson, Haligrímur Geirsson, Gústaf Níelsson, Gunnar B. Dungal, Ólafur B. Schram, Skúli Sigurðs- son formaður, Geir Waage og Ingvar Sveinsson. Gústi Níels finnur reyndar reykinn af réttunum, því hann er nú fram- kvæmdastjóri þingflokksins. Hreinn Loftsson aðstoðarmaður forsætisráðherra, Ólafur B. Thors forstjóri og fyrmrn forseti borgarstjómar, Krístinn Björns- son forstjóri Skeljungs, Asgeir Thoroddsen lögfræðingur, Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræð- ingur og Ragnar Kjartansson at- hafnamaður. En Heimdallur og SUS eru auðvitað ekki skilyrði fyrir frama, eins og sannast á þeim Davíð Oddssyni, Þorsteini Páls- syni, Albert Guðmundssyni og Markúsi Erni Antonssyni. Davíð kaus til dæmis heldur þá leið að gerast Inspect- or scholae í MR, vera fyndinn í Matthildi og rúlla yfir borgarstjóm- a r f 1 o k k flokksins og Þorsteinn valdi VSÍ- leiðina. Apparatið á myndinni er sam- hangandi við Sjávarútvegs- húsið við Skúlagötu, þar sem m.a. er að finna sjávarútvegs- ráðuneytiö. Tækið minnir oneitan- lega á e.k. fiski- mjölssíló eða fóöurblöndu- vél. Og þá vaknar spurningin hvort Þorsteinn Pálsson og félagar hans I ráðuneytinu séu farnir að framleiða einhvers konar af- uröir. Nema ef vera skyldi aö þetta sé bankahólf Aflabank- ans, sem er í sama húsi?

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.