Pressan - 26.03.1992, Side 39

Pressan - 26.03.1992, Side 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 39 EIGUM AÐ FORSKOLA OG LOFTÞURRKA Það er kominn tími til að Islendingar læri að raða í ísskápinn, þvo upp og sjóða eldhústuskurnar. Guð- laugur Hannesson er fræðslufulltrúi Hollustuvernd- ar og framarlega í undirbúningi nýrrar fræðslu- myndar um gömul og gild húsráð þar sem landinn er leiddur í allan sannleika um ísskápa og upp- þvott. Myndin er unnin af nemendum í fjölmiðla- fræði við Háskóla íslands. Verið er að semja leið- beiningabækling um sama efni, en óvíst hvenær hann verður tilbúinn til dreifingar. „Það sem verið er að reyna að leggja áherslu á er í fyrsta íagi að þegar þú ert í verslun áttu að gá að dagsetningu á viðkvæmum vörum. Þegar komið er heim með matinn skal koma honum fyrir eftir því sem réttast er talið. Það sem á að vera í kæli fer í kæli og það sem á að fara í frysti fer í ífysti. Lagt er upp úr að rað- að sé rétt í ísskápinn, það er að segja að það sem er soðið er látið efst í skápinn en það sem er hrátt, eins og fiskur og kjöt, er látið vera neðst. Þá er ekki hætta köllum krossmengun og þá er að nota helst skurðbretti úr plasti en ekki tré því það eru æðar í viðn- um og hann vill springa eða klofha og þar sitja örverumar.“ Er ekki nóg að þvo trébrettin vel með sápu? „Jú, jú. Þess vegna er lögð sérstök áhersla á það í handritinu að brettin séu þvegin vel á undan og eftir hverri notkun. Ef þú værir til dæmis að búa til salat og ætlaðir síðan að skera hráan fisk, þá byrjar þú eðlilega á að búa til „Soðið efst, hrátt neðar, grœnmetið á sínum stað, “ er boðskapur nýrrar frœðslumyndar sem Guðlaugur Hannesson stendur fyrir. á að drjúpi af kjöti sem er að þiðna til dæmis á álegg eða eitt- hvað slflct sem er fyrir neðan.“ Er þetta spurning umflutning áörverum? ,Já, akkúrat. Sömuleiðis þeg- ar verið er að þíða upp mat inni í kæliskáp, þá á hann í fyrsta lagi að vera í umbúðunum og láta annað ílát vera undir svo þetta fari ekki út í ísskápinn. Síðan var verið að tala um skurðbretti, en þar á sér stað nokkuð sem við salatið, þværð svo brettið vel og leggur ftskinn á, þværð það vel á eftir og lætur það loftþoma.“ En grœnmetið, er ekki í besta lagi að geyma það í grœnmetis- skúffunni? , já, það er nú það. Það er til dæmis ekki gott að láta sellerí eða blaðsalat vera með eplum, perum og plómum. Eplin og per- umar gefa frá sér lofttegund, ety- len, sem hefur áhrif á geymslu- þol blaðgrænmetis. Þetta er bara náttúrulegur hlutur í ávöxtum en þeir hafa áhrif hver á annan." Ætlið þið að kenna fólki að hugsa áður en það eldar? „Já, það er nú ekki vanþörf á því. Rann- sóknarstofan héma við þessa stofnun fær mikið af sýnum úr mat sem granur leikur á að haft valdið eitran eða sýk- ingu. Mörg af þessum tilvikum tengjast pott- réttum, sósum, salatsós- um eða svoleiðis dóti.“ Verður fólk ekki hálf- móðgað þegar þið cetlið að kenna því að raða í ísskáp og þvo upp? , Júj ég geri fastlega ráð fyrir því. Ég held aftur á móti að stofnunin hafi þá skyldu að dreifa sem mestri þekkingu. Bara til samanburðar fyrir fólk sem hefur uppþvottavél þá er þetta akkúrat nákvæmlega það sama sem við eram að predika. Skolið diskana, þvoið þá síðan upp úr heitu sápuvatni. Að því loknu er eftirþvottur sem er sprautun með mjög heitu vatni. Síðan eru diskamir látnir loft- þoma. A heimilum er oft ekki nema einhólfa vaskur og þá er sápan bara látin leka af leirtau- inu, það sett upp á grind og þurrkað strax. Þetta er ekki nægilegur þvottur. Við vörum síðan við því hvað eldhústuskumar eru fljótar að súma. Það er vegna þess að það sitja eftir í þeim matarleifar og gerlar og þá er frekar að nota pappír eftir því sem hægt er. En þessar tuskur þarf að þvo vel og sjóða þær alltaf daglega eða svo. Ef þarf að halda mat heitum þarf að halda honum fyrir ofan 60 gráður. Öll matvæli eiga að gegnumhitna við matreiðsluna upp í 80 gráður. Þá er nauðsyn- legt, sérstaklega með heila kjúk- linga, að nota kjötmæla, en það era mælar úr málmi með skífu sem sýnir hitastig. Það á að bíða þangað til þeir era komnir upp í 80 gráður milli bringu og læris. Það er oft þar sem maður sér hráa bletti." Erum við Islendingar með eitthvert hálfkák í þessum efn- um? „Maður veit það nú kannski ekki. Þetta er að breytast aðeins ffá því sem áður var því fólk býr í betra húsnæði og hefur betri eldhús og meiri áhöld. Það er gengið hart eftir því á veitinga- húsum að rétt sé raðað í ísskápa. Það era meira að segja til hvatn- ingarmiðar semera límdir utan á kæliskápana. A þeim stendur: Soðið efst, hrátt neðar, grænmet- ið á sínum stað.“ Anna Har. Hamar jWijjnr íólcitöíuu- þjúð jöfjltf Einn dag birtist Marinó eðla allt í einu í Gullfiskabúðinni. Eða kannski kviknaði líf hans þar meðal páfagauk- anna og gullfiskanna? Því enginn vildi kannast við að hafa komið með hann í búð- ina, ekki heldur eigendumir. Fljótt komst sá kvittur á kreik að Marinó hefði vaknað til lífsins af tómri vonsku. Því Marinó var vondur f gegn. Samsömuð vonska. Það var furða hversu mikil vonska gat rúmast í jafnlítilli eðlu. En Marinó var heldur ekkert að reyna að vera vingjamleg eðla eins og eðlumar í sjón- varpsþáttunum ffá Skjald- bökueyjum; hann var föl- bleikur, gegnsær, slímugur og ógeðslegur. Fólk gerði sér ferð í Gullfiskabúðina til að sjá þennan hrylling. Og þegar fullorðna fólkið sá Marinó efaðist það um tilvist hins góða í heiminum, en bömin fóra að gráta. Það olli hins vegar hvimleiðum misskiln- ingi að Marinó átti af tilviljun alnafna sem var húsvörður í skóla hér í bæ. Hann var líka kallaður Marinó eðla. Svo hvarf Marinó eðla einn daginn, jafnskyndilega og hann birtist. En það trúir því enginn að hann sé dauður. Lfldega hefur hann hold- gervst í einhverri annarri gullfiskabúð. Maður nokkur kemur inn úr kuldanum í Gullfiskabúðina í Fischersundi. Biður um einn páfagauk. Feitan. Alveg sama hvemig hann er á litinn. Skoðar úrvalið. Velur. - „Á ég ekki að pakka honum inn fyrir þig?“ spyr búðar- maðurinn í Gullfiskabúðinni. Svar: „Nei nei, það er alveg óþarfi. Ég ætla bara að borða hann héma.“ (úr Gullfiskabúðarsögum) RIMSÍRAMS Er þetta ekki hennar líf? Stundum er kvartað yfir því að of mikill hávaði sé í kringum bækur, of mikið skram, of mik- ill ys og þys út af engu, og viss- ulega leggja útgefendur eitt og annað á sig til að vekja athygli á sér og sínum, jafnvel svo að manni getur gramist, hafi maður ekkert betra við tíma sinn að gera en að ergja sig yfir sölu- brellum annars fólks. Nú rekur mann hins vegar í rogastans: útgáfufyrirtæki hefur kosið að vekja athygli almenn- ings á sér og starfsemi sinni með því að fara að lögsækja manneskju fyrir þá sök að ein- um af höfundum fyrirtækisins mistókst að skrifa bók um ævi hennar. Fyrirtækið heitir Fróði hf. og er að sögn vel stöndugt, fómarlambið er María Guð- mundsdóttir fyrrum fyrirsæta og núverandi ljósmyndari bú- sett í París, höfundurinn sem aldrei varð er Gullveig Sæm- undsdóttir og við höfum verið að lesa um þennan fáránlega málarekstur í Morgunblaðinu undanfarið. Manni skilst að gerður hafi verið samningur um bók, þær hafi hafist handa með samtöl- um, Gullveig hafi fengið í hend- ur gögn frá Maríu og reynt að vinna úr jteim. Síðan hafi risið ágreiningur milli ritstjórans og konunnar sem hefúr lifað þessa ævi um það hvemig ævinni skyldi lýst, hann hafi smám saman dýpkað og loks orðið til þess að María afsagði frekari samvinnu, neitaði að láta af hendi meiri gögn og reyndi með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar. Hvað tekst, en rithöfundurinn og forlagið bregðast við með því að höfða skaðabótamál á hendur Maríu og lagt er svokall- að löghald á eignir hennar hér á Islandi — úr því að ekki tókst að græða peninga á lífi hennar má reyna að hafa út úr henni íbúðina sem hún á héma á Islandi, og um leið hegna henni fyrir að vera svona ósamvinnu- fús um það hvemig hennar lífi skuli lýst. Skaðabótamálið er ekki reist á því að María skuldi fyrirtækinu fyrirframgreiðslu — hana hefur hún endurgreitt að sögn — heldur skilst manni að um sé að ræða vinnutap höfundarins og einnig einhvem ímyndaðan gróða sem hefði orðið af sölu bókarinnar. Nú er það fjarska algengt að höfundum mistakist að skrifa bækur. Því veldur ýmislegt, en flestir reyna að Ieita orsakanna hjá sér sjálfum, láta að minnsta Útgáfan og ritstjórinn virðast gleyma svolitlu: Þetta er œvi Maríu Guðmunds- dóttur, ekki þeirra. Það er hún sem á atvikin sem hent hafa hana á lífsleiðinni, hún á sínar stundir, ekki þau. kosti ógert að kæra annað fólk. Ég veit ekki hvað hefur valdið í þetta sinnið, nema höfundinum hefur augljóslega ekki tekist að vinna traust viðmælanda síns, eða halda því. Ég hef ekki hug- mynd um hvað hefur valdið, og satt að segja engan áhuga á því, en bendi á að það er alltaf að koma fyrir í mannlífinu að fólk nái ekki saman, því semji ekki án þess að það sé dómstólamál. Það hlýtur hins vegar að vera áliyggjuefni fyrir blaðamann og viðtalsbókahöfund að ná ekki betra sambandi við fólk en þetta mál virðist sýna. Þáttur útgáf- unnar er verri. Svona á forlag ekki að vinna. Alvöruforlag hefði sennilegast reynt að ráða nýjan höfund að verkinu sem hefði betur hentað eða það hefði einfaldlega gefið þetta upp á bátinn að sinni, gleymt þessu, litíð á fjárútlát sem glatað fé. Utgáfan og ritstjqrinn virðast gleyma svolitlu: Þetta er ævi Maríu Guðmundsdóttur, ekki þeirra. Það er hún sem á atvikin sem hent hafa hana á lífsleið- inni, hún á sínar stundir, ekki þau. Sé hún ósamvinnuþýð þeg- ar á hólminn er komið, ósann- gjöm, óskammfeilin eða hvað sem þau kunna að segja sér til málsbóta, þá skiptir það engu máli. Við því væri ekkert að gera, ef svo væri. Þetta er henn- ar líf. Hún ætti að hafa eitthvað um það að segja hvemig því er lýst. Lögfræðingunum er vissu- lega trúandi til alls á þessum tímum þegar Lögmannafélagið slær skjaldborg um menn sem sekta gamla konu á Akureyri um 70.000 krónur fyrir að hafa borgað Þjóðlífsáskrift — en það er enginn vafi á því hvar úr- skurður okkar hinna lendir. Út- gáfufyrirtækinu Fróða hefur vissulega tekist að vekja athygli okkar á sér og sinni starfsemi. Og sínu siðgæði.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.