Pressan


Pressan - 26.03.1992, Qupperneq 41

Pressan - 26.03.1992, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 41 Samkvæmt skoðanakönnun um afstöðu fólks til helstu forystumanna atvinnurekenda og launþega treystir almenningur þeim betur en ráð- herrum ríkisstjórnarinnar. En eins og í ríkisstjórninni er misjafn sauð- ur í mörgu fé meðal talsmanna verkalýðs og vinnuveitenda. Á meðan sumir fá ágætiseinkunnir fá aðrir hraklega útreið. sent gáfu Páli hæstu einkunn og innan við 2 prósent þeim Krist- jáni og Bimi Grétari og fékk Bjöm sýnu minna. Mjög mörgum í nöp við tals- menn háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna... Ef lægstu einkunnimar em skoðaðar kemur í ljós að þau Svanhildur Kaaber og Páll Hall- dórsson fengu gmnsamlega oft núll, eða ffá rúmum 13 prósent- um þátttakenda. Næstir komu þeir Kristján Ragnarsson og Guðmundur J. Guðmundsson með rúm 8 pró- sent. Þau Páll og Svanhildur skera sig því nokkuð úr. Á eftir Gvendi jaka og Krist- jáni koma Magnús L. Sveinsson með núll ffá rúmum 7 prósent- um, Ogmundur með núll frá rúmum 5 prósentum og Þórarinn V. og Einar Oddur með núll frá rúmum 4 prósentum prófdómar- anna. ...en fæstum illa við Ásmund og Björn Grétar Verkalýðsforkólfamir, Ás- mundur Stefánsson og Bjöm Grétar Sveinsson, geta hins veg- ar sætt sig við að hafa fengið fæst núllin eða 2,6 prósent hvor. Þeir fá líka minnst af lágum einkunnum ef skoðaðar em ein- kunnir frá 2 og minna. Aðeins rúm 5 prósent þátttakenda í könnuninni gáfu þeim svo lágar einkunnir. Til samanburðar, fékk Svan- hildur Kaaber 2 eða minna í ein- kunn frá 30 prósentum þátttak- enda og Páll Halldórsson frá 27 prósentum. Og ef við rekjum okkur frá talsmönnum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna að þeim Ás- mundi og Bimi Grétari þá er röð- in þessi; Magnús L. Sveinsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Kristján Ragnarsson, Ögmundur Jónasson, Einar Oddur Krist- jánsson og Þórarinn V. Þórarins- son. Völdin í höndum réttra manna? Það hefúr sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að nú standa yf- ir viðræður um kjarasamninga. Það fólk sem PRESSAN leitaði álits á stendur í eldlínunni. Nú er valdatíð þess. Samn- ingaviðræðumar em ekki bara komnar „inn á hið stóra sameig- inlega borð ASÍ“, eins og Þórar- inn V. orðaði það einu sinni af alkunnri leikni í kjarasamninga- frösum heldur hefur öllum hugs- anlegum borðum verið skellt saman og myndað nokkurskonar hringborð riddara vinnumarkað- arins. Þegar borin er saman útkoma þess í könnuninni og ráðherr- anna í sambærilegri könnun frá í janúar er óhætt að segja að fólk beri almennt meira traust til svo- kallaðra „aðila vinnumarkaðar- ins“ en ráðherra. Vond útkoma hjá verkalýðsforkólfi er ágæt einkunn hjá ráðherra. Það er því vel við hæfi að þeir segi ráðherr- unum fyrir verkum þessa dag- ana. Hafa háskólamenn og útgerð- armenn tapað áróðursstríð- inu? En þótt margnefndir aðilar vinnumarkaöarins njóti almennt meira trausts en ráðherrar ríkis- stjómarinnar skera fulltrúar há- skólamenntaðra ríkisstarfs- manna sig nokkuð úr. Þar sem prófdómaramir komu úr öllum stéttum er ekki hægt að túlka lág- ar einkunnir þcirra Páls Hall- dórssonar og Svanhildar Kaaber sem skoðun umbjóðenda þeirra. Frekar er hægt að túlka hana sem stöðu þessara stétta og tals- manna þeirra í augum almenn- ings. Samkvæmt því er óhætt að segja að þeir hafi tapað í áróðurs- stríðinu, nema ef vera skyldi að málstaður þeirra sé svona slæm- ur. Þó er rétt að benda á að Svan- hildur fékk 4,8 í einkunn eða nokkm meira en Ólafur G. Ein- arsson fékk í janúarkönnuninni en þá fékk hann 4,4 í einkunn. Friðrik Sophusson, hinn raun- verulegi viðsemjandi þeirra Svanhildar og Páls, fékk hins vegar5,l íeinkunn. Og ef háskólamenntaðir ríkis- starfsmenn ættu að íhuga niður- stöður könnunarinnar væri ekki síður þörf á að útvegsmenn gerðu það. Utkoma Kristjáns Ragnarssonar var ekki til að hrópa húrra fyrir. Og sömu sögu er að sjálfsögðu að segja af Magnúsi L. og verslunarmönn- um. Gunnar Smári Egilsson ÞESSI FÉLLU Magnús L. Sveinsson, FORMAÐUR VR SVANHILDUR KAABER, FORMAÐUR KÍ K Y N L í F JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR Vagina dentata Nei, vagina dentata hefur ekkert með tannlækningar að gera. Barbara Walker í þykkri skruddu sinni, „Woman’s En- cyclopaedia of Myth and Secr- ets“ (Harper & Row 1983), gefur þá skýringu að vagina „Lengst niðri í sálardjúpinu liggur ótti um að konan geldi elskhugann eða gleypi kynfæri hans í hita og þunga ástar- leiksins." dentata („tennt leggöng") sé klassískt tákn yfir hræðslu karl- manna við samfarir. Lengst niðri í sálardjúpinu liggur ótti um að konan geldi elskhugann eða gleypi kynfæri hans í hita og þunga ástarleiksins. Með því að minnast á þetta tákn má allt éins búast við því að ég hafí hrist upp í undirmeðvitundinni hjá karlkynslesendum PRESS- UNNAR næstu vikumar. Kannski vaknar Jón upp með andfælum og segir við Gunnu: „Mig dreymdi svo hræðilega - að ég væri étinn af stóm kven- mannsklofi. Mér leið eins og Jónasi í hvalnum." Það var lík- lega ekki rétt hjá Freud að karl- menn óttuðust tilhugsunina um vönun þegar þeir litu bert kven- mannsskaut augum. Sam- kvæmt heimildum Barböm er frekar um að ræða kvíða sem tengist því að hverfa til baka inn í það líffæri sem fæddi mann í heiminn - sogast aftur upp í móðurina. Leggöngunum er líkt við munn. Skapavarir em á vagina dentata. I mörgum goðsögnum Egypta var jöfhum höndum talað um munn og vulva. Hlið sólarinnar; Ma-Nu, var ýmist kallað klyfta eða munnur. Meðal Persíumanna og múslima var munnurinn álitinn hættulegur og seiðandi. Þess vegna vom konur skyld- aðar til að hylja munninn með slæðum. Þótt munnur karla sé ekkert öðruvfsi en kvenna þurftu þeir ekki að hylja sinn. Gríska orðið „sema“ (sæði) þýddi bæði fræ og matur. I Ind- landi og víðar var talið að karl- maðurinn missti lífsþrótt við sáðlát - konan „át“ orku hans. I karlafræðum (sbr. kvenna- fræði) er mikið rætt um þörf drengja fyrir að slíta tengslin við móðurina og ná einnig að tengjast föðumum. Fara í gegn- um svokallaða „seinni fæð- ingu“ til að verða ekki tenntum leg- göngum að bráð. Mörg þjóðfélög skikka stráka til að ganga í gegnum slíka seinni fæðingu eða vígslu, oft- ast með aðstoð eldri karl- manna. í manndóms- vígslu indíána þurfti drengur- inn lfka að dvelja einn úti í náttúrunni, oft marga mánuði í senn. Ein- hvem tíma á meðan dvölinni stóð þurfti hann að hlaða egg- laga steingarð, dvelja inni í hringnum heila nótt, upplifa dauðann táknrænt og fæðast síðan á ný við sólarupprás. Steingarðurinn var í senn gröf og vagína. Við Frónbúar emm ákaflega snauð af slíkum hefðum. Það er helst að íslenskir drengir séu sendir krúnurakaðir í sveitina um níu ára aldur. I sveitinni kynnast þeir alls konar körlum, fjósalykt og ævintýmm úti við og mamma er hvergi nærri ef eitthvað bjátar á. Hún verður sú sem sendir manni gotteríið með rútunni. Það er einna helst að íslenskir drengir nái að slíta sálræna naflastrenginn í sveita- sælunni eða á sjónum þegar komið er fram yfir unglingsár- in. Skortur er á haldmeiri at- höfn fyrir unglingspilta og stúlkur. Trúarlega fermingin nær skammt. Vagínuhræðslan lifir góðu lífi á okkar tímum og ekki bara hjá körlum heldur líka konum. Við eigum ekkert nafn yfir kynfæri kvenna sem við getum notað með góðri samvisku. Af öllum þeim karlmönnum sem ég hef talað við um kynlíf hefur aðeins einn notað fallegt nafn yfir sköp konu sinnar - hann talaði um „rósaknúpp” (en engin rós er án þyma!) Tiltölu- lega fáar íslenskar konur brúka hettuna sem getnaðarvöm, - ef til vill vegna þess að þær þurfa að snerta sig að „neðan“ til að koma henni fyrir. Ófáir ímynda sér að kynfæri kvenna séu óhrein og setja munnmök fyrir sig. Það er óþarfa fælni, því heilbrigt kvenmannsskaut er hreinna en munnur. Út um all- an heim trúir fólk því að tíða- blóð beri í sér líf, en hér á landi fmnst sumum tíðablóð ógeðs- legt og hafa ekki kynmök á meðan á blæðingum stendur. Fullnæging karla hefur stund- um verið nefrid „litli dauðinn" - hver drap hvem? Nú - auð- vitað vagina dentata sem gerði út af við litla manninn (les: lim- ur). Dreymi ykkur vel. Spyrjiö Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlífc/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavik.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.