Pressan


Pressan - 26.03.1992, Qupperneq 43

Pressan - 26.03.1992, Qupperneq 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU 43 BARIR • Og bölvaðir! Þurfti nú endilega að gera rassíu á Lindargötunni? Reyndar er óskiljanlegt hvemig lögreglan nenn- ir þessu. Hér hafa alltaf verið til og munu alltaf verða til staðir, sem ekki eru reknir í fullu samræmi við laganna bókstaf. Að minnsta kosti jafnlengi og syndin lifir í heiminum, það er aö segja jafnlengi og síöasti maðurinn dregur andann. Sá, sem þetta ritar, missti því miður af böstinu, en varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera gestur staðarins fyrir nokkru. Það er erfitt aö lýsa honum nákvæmlega, en á ensku hefur þessum stíl verið lýst sem ,þud- get mafiá'-stefnunni. Úrvalið á bamum var eftir því. Tónlistin var eins og megnið af kúnnunum, hávær og aggressif. Svart var allsráðandi, hvort sem menn (og konur) voru í leðri eða deními. Annars voru gestirnir blan- daðri en ég átti von á. Þama var allt frá 1. flokks menningaróvitum til 3. flokks dílera, þannig að það kom manni ekkert á óvart þótt í skúmaskotum væm sumir að fá sér í hausinn og aðrir að tala um vonda leiklist. Og hvaö með það? Eins og maðurinn sagði: „Einhverstaðar verða vondir að vera.“ Föngulegur hópur stúlkna keppir um titilinn Feguröar- drottning Reykjavíkur. nr.uvjrii;i;i Ævar Kjartansson útvarpsmaður I „Þetta er á Nönnugötu 4 hjá Diddu, Ævari, Oddnýju Eir og Ugga. Við erum vant við látin en höfum samhand ef þú skilur eftir skilahoð að loknu hljóðmerkinu. “ hhmmh POPPIÐ • Wonderland er hljómsveit sem spil- ar á Staðið á öndinni í kvöld. Við vitum sáralítið um þessa sveit en í henni er að minnsta kosti maöur að nafni Daní- el V. Elíasson, reyndar vitum við líka símanúmerið hans en þá er þaö upp- talið. • B.P. og þegiöu Ingibjörg. Hljóm- sveitin með þetta þjála og kurteislega nafn ætlar að spila fyrir gesti Gauksins í kvöld. Þetta band er afsprengi Sniglabandsins og því varia slæmt. • George Grossman er blúsari úr þeirri ágætu sveit Red House. Á föstu- dagskvöldið verður George ásamt þeim Richard Korn bassaleikara og Karii Karissyni trommara á Blúsbarn- um. Tríó þetta spilar aö sjálfsögðu blús, hvað annað? • Gildran spilar á Tveimur vinum bæði á föstudags- og laugardags- kvöld. Gildran er hljómsveit sem hefur Á sunnudagskvöldið verður sýnd í sjónvarpinu ný íslensk sjónvarpsmynd eftir Viðar Vík- ingsson. Hún heitir Marjas og er byggð á smásögu eftir Einar Kvaran sem fyrst birtist á prenti árið 1908 í Skími. Viðar lætur myndina gerast að hluta til í nú- tímanum er aðalsögupersónan hefur náð fullorðinsaldri, en stærstur hluti myndarinnar gerist í sveit í kringum 1960 þegar að- alpersónan er aðeins 13 ára. Þetta er þroskasaga drengs sem finnst hann svolítið afskekktur í veröld- inni og er að upp- götva lífið. „Það verður trúverðugra þeg- ar maður fjallar um það sem maður þekkir af eigin raun,“ sagði Viðar í örstuttu spjalli við PRESSUNA aðspurður um af hverju hann léti söguna ekki ger- ast rétt í kringum aldamót. Hann sagði að grunnhugmyndin væri tekin frá Einari en hann sjálfur hefði aukið við hana. Engu að síður væri hann trúr sögunni. Naíh sögunnar og myndarinn- ar, Marjas, er heiti á spili sem sjálfsagt flestir kannast við. Spilaástríðan kemur við sögu í myndinni og einnig má geta þess að orðið maijas þýðir gifting. fariö eigin leiöir í tónlistarsköpun og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar. En þarna eru menn sem kunna til verka og tónlistin er hreint ágæt. • KK-band verður á Púlsinum föstu- dags- og laugardagskvöld. Það þarf ÆSKUMYNDIN Bergur Guðnason lögmaður komst í fréttimar um daginn vegna Vatnsberans og dr. Roccos, kalifomíska tannlæknisins með vafa- sömu fortíðina. En einu sinni var Bergur í fréttum vegna hand- bolta. Og enn fyrr var hann aðalgæinn í bænum og sá um Lög unga fólksins. Og hér má sjá mynd frá þeim tíma og aðra til sam- anburðar sem tekin er eftir að dr. Rocco kom til sögunnar. Áhrifín af þeim fundi eru augljós. svo sem ekkerf að fjölyrða um þetta stórgóða band, en þess má þó geta að Kormákur Geirharösson, Kommi, trommari hefur nýverið gengiö til liös við KK og félaga. • Gal I Leó spilar á Gauknum alla helgina eöa svo til. Rafn Jónsson, Sævar Sverrisson og félagar þeirra kunna á tólin sín. Og sjálfsagt verður eitthvað spilaö af þeirri yndislegu plötu Andartaki. VEITINGAHÚS • Hard Rock Café er einhvem veginn ekki alveg jafngóður staður og hann var lengi vel. Eða hvað? Voru ekki hamborgararnir ívið betri, þjónustan fljótari, öaiggari og fumlausari, bjórinn ódýrari? Svona er allt i heiminum hverfult: Einu sinni voru þjónustustelp- umar upp til hópa ráðnar eftir útliti, en núorðið virðist Tommi hafa slegið svo af kröfunum að stelpurnar eru ekki næstum eins sætar eða Ijóshærðar og þær voru fyrstu árin. Sumar mundu taka sig vel út í Grillskálanum á Hellu. Og meira að segja músíkin — hún er ekki lengur „hard rock", heldur ná- kvæmlega eins og maður heyrir á flestöllum útvarpsstöðvunum. En al- veg burtséð frá þessum aðfinnslum þykir flestu venjulegu fólki gaman að koma á Hard Rock, og eiginlega öllum nema ákveðinni týpu af vinstrimönn- um sem finnst staöurinn vera tákn fyr- ir allt sem er amerískt og alslæmt, eig- inlega útibú frá CIA, varnarliðinu og auðvaldinu. Illu heilli er svona fólk í út- rýmingarhættu. Það er farið að tínast inn á Hard Rock þar sem það húkkast á neyslumenningunni. Ingibjörg Einarsdóttir sölukona hjá Miklagarði Hvað ætlar þú að gera um helgina Ingibjörg? „Á föstudagskvöldið ætla ég að vera heima við og hafa það huggulegt og horfa á sjónvarpið. Á laugardags- kvöldið ætla ég á ball en ég er ekki búin að ákveða hvert verður farið. Eg ætla að sofa allan sunnudaginn, það er ekki spurning." LEIKHÚS • Fermingarbarnamótiö. Áhugafólk- ið í Hugleiksleikhúsinu er alveg laust við að taka sjálft sig, (slendinga, eða yfirieitt nokkurn skapaðan hlut hátíö- lega. Meðal annars þess vegna er sýningin skemmtileg, fyrir utan hvað uppátækjasemin er mikil og alvöru- leysiö algjört. Hér er þjóöin höfö aö háöi og spotti, sem er hið besta mál. Brautarholt 8 fim. & lau. kl. 20.30. • fslandsklukkan. Landinn hefur lengi verið haldinn þeim misskilningi að Islandsklukkan sé leikrit, og raunar líka Sjálfstætt fólk, Salka Valka og fleiri meistaraverk Halldórs. Staðreyndin er auðvitaö sú að þetta eru rómanar sem hafa verið sviðsettir með mjög misjöfn- um árangri, svona líkt og til að ekki uppgötvist aö íslendingar eiga fjarska rýran sjóð klassískra leikhúsverka. Al- veg burtséð frá því verður íslands- klukkan frumsýnd fyrir noröan á föstu- dagskvöldið. Leikfélag Akureyrar fös., lau. 8 sun. kl. 20.30. • Elln, Helga, Guöríöur. Þjóðleikhús- ið blæs í lúöra vegna þessa leikrits Þórunnar Sigurðardóttur. Það fjallar um þijár konur sem komast upp á kant við forpokað sveitasamfélagið vegna bameigna og — hórdóms, eins og þaö hét. Frumsýningin er á fimmtudag, en eins og áður gjöldum við varhug við sýningu númer tvö. Þá er alveg voða- lega lítil stemmning á áhorfendabekkj- unum. Þjóðleikhúsiö fim. & fös. kl. 20. Vlf> MÆLUM MEÐ Að nýju bflastæðin tlmm í Aust- urstræti verði snimendis lugð niður þau em svo hroðalega bomleg, al- veg burtséð frá því hvort þama skal vera göngugata eða ekki Að ökumenn utan af landi keyri hetst ekki í höfuðborginni þeir verða svo stressaðir og upp- stökkir, eiginlega eins og væm þeir komnir í víti Að útvarpspistlarnir hans Guðbergs Bergssonar fái al- menna hámarkshlustun ekki bara vegna þess hvað hann segir heldur líka vegna þess hvemig hann segir það INNI Smálagfæringa er þörf vegna klausu um menningarleg mennta- skólaungmenni í síðustu PRESSU. Þau em inni, vissulega. En svoleiðis fólk situr ekki bara á einhverju kaffr- húsi, heldur á Café au Lait f Hafnar- stræti. Þau drekka espressó-kaffi, cappucino eða te og um helgar lflca gráan og svolítið ógeðslegan snafs sem er stolt staðarins. Að því búnu fara þau á Café Hressó, þar sem velt- ast um (allsherjarglundroða ungir og drakknir gáfúmenn, reifar smápíur og nokkrir smákrimmar. f suntar ætla þau með lest um Evrópu og hafa áhyggjur af því að Interrail-ferðalögin séu kannski tyrir bí. Þau ætla ekki að stoppa í Danmörku, heldur fara til staða sem gefa fyrirheit; Frakklands, Ítalíu, Spánar, Grikklands — kannski Austur-Evrópu. Þau hafa heyrt ein- hvem ávæning af Evrópubandalaginu og telja það hið besta ntál. Með inn- göngu yrði þó alténd hægt að fá vinnu í útlöndum eða hreinlega flýja land. En af því við lifum á tímum þegar ekkert er eins og það sýnist fara menn- ingarlegir menntaskólaunglingar líka í ljós, oft og reglulega. Það er þver- sögnin. UTI Danmörk. Þótt sjónvarpið flytji daglegar fréttir af formannskjöri hjá sósíaldemókrötum í Danmörku er þjóðinni alveg hjartanlega sama um atburði í þessum heimshluta. Henni er líka nákvæmlega sama um hvort við emm með í Norðurlandaráði eða ekki ( ö 1 1 u m nema hópi listamanna, kúltúrskrif- fmna og pólitíkusa sem hafa vanist á að fljúga, gista og éta á kostnað ráðsins). Allir Kaup- mannahafnarhippamir em löngu út- bmnnir og komnir heim í smáborg- arastand, kynslóðin sem sat hér heima og lét sig dreyma um Danmörku er mestöll komin yfir móðuna miklu; fólkið sem þráði dönsku blöðin, danskt postulín, danskt svínakjöt, danskar kökur og hélt að Tívolí væri skemmtilegasti staður í heimi. Því yrðu varla nema hálfvelgjuleg mót- mæli jrótt Norræna húsinu yrði breytt í diskótek á morgun. Á móti kemur náttúrlega að skoðanakönnun PRESSUNNAR leiddi í ljós að dijúg- ur hluti þjóðarinnar vill flytja til Dan- merkur. Það er náttúrlega ffekar púka- legt fólk, en líka þeir sem halda að þar í landi sleppi maður svo billega Ira til- vemnni. Það sé svo áreynslulaust að búa þar — sem er netop málið, áreynslulaust og flatt.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.