Pressan - 26.03.1992, Page 44

Pressan - 26.03.1992, Page 44
44 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 Guðrún Dögg Guðmunds- dóttir er nítján ára nemi í máladeild Menntaskólans í Reykjavík. Guðrún er einnig forseti Listanefndar MR. Hún er krabbi og á föstu. í hverju felst starf for- manns Listanefndar? „Það felst í að sjá um og skipuleggja ýmsar menning- arlegar uppákomur í skólan- um og er töluvert starf.“ Hvað borðarðu í morgun- mat? „Bara loft held ég.“ Kanntu að elda? „Ég er mjög húsleg." Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á Islandi? „í Prag eða Moskvu, þar er skemmtileg menning.“ Hvernig strákar eru mest kynæsandi? „Ég bara hef ekki hugmynd um það.“ Ertu daðrari? „Það kemur fyrir." Hefurðu lesið biblíuna? „Að stærstum hluta." Ertu trúuð? „Nei.“ Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „No comm- ent.“ Syngurðu í baði? „Já, ég held ég sé haldin sjálfspynt- ingarhvöt." Hvaða ilmvatn notarðu? „Bahlé.“ Ferðu ein í bíó? „Já, já.“ Hvað er þér verst við? „Misheppnað spaghetti car- bonada." Hefurðu verið til vand- ræða drukkin? „Nei.“ Hvaða orð lýsir þér best? „Spumingarmerki.“ Áttu þér mottó í lífinu? „Nei.“ KOM SYNGJ- ANPI í HEIMINN „Ég hef nú sungið held ég frá fæðingu. Sfðan í haust hef ég verið í hljómsveit sem heitir Burkni og í fyrra varð ég í öðru sæti í söngkeppni MR og ég og stelpumar sem sungu hjá mér bakraddir höfum verið að söngla saman síðan við byrjuðum í MR og höfum sungið á árshátíðum og við önnur tækifæri," segir Margrét Sigurðardóttir, sigur- vegari Söngkeppni framhalds- skólanna. Keppnin var haldin fyrir réttri viku og Margrét bar sigur úr být- um með laginu „Leitin að látúns- barkanum“ sem Stuðmenn Margrét Siguröardóttir, list- feng stúlka sem veröur kannski læknir. sungu í eina tíð en alls voru þátt- takendur 22. Hún Margrét er önnum kafm kona, það er ekki nóg með að stelpan syngi heldur er hún líka formaður Herranætur og leikur Stínu vinnukonu og fleiri hlut- verk í Sölku Völku. Svo hefur hún lært á píanó í ein 12 ár og þá má lflca geta þess að einu sinni var hún í ballett. Það er því í mörg hom að líta og námið bæt- ist auðvitað ofan á þetta allt sam- an. Margrét segist líka óska þess að hún hefði betri tíma til að sinna þessu öllu. Stúlka með alla þessa hæfi- leika á listasviðinu hlýtur að ætla að starfa við list í framtíðinni. Eða hvað, þú ætlar kannski bara að verða læknir? „Það kemur nú reyndar alveg úl greina að verða læknir. En annars hef ég ekki hugmynd um það hvað ég geri - tíminn verður bara að leiða það í ljós,“ svarar hún. TYRKI Hingað til lands er kominn tyrkneski tónlistarmaðurinn Ha- dji Tekbilek. Hann er í fremstu röð tyrkneskra djasstónlistar- manna en er kannski ekki síður þekktur sem flytjandi þjóðlegrar tyrkneskar tónlistar. Það er Steingrímur Guð- mundsson trommuleikari sem stendur fyrir komu Hadji hingað, en honum kynntist Steingnmur þegar hann var við nám í Creati- ve Music Foundation í Banda- rikjunum. Hadji mun leika með hljómsveitinni Súld á nokkrum tónleikum. Þeir fyrstu voru reyndar í gærkvöldi á Púlsinum en í kvöld, fimmtudagskvöld, og á sunnudagskvöldið verða einn- ig tónleikar, sömuleiðis á Púlsin- um. Forsala aðgöngumiða á þessa tónleika er í verslunum Skífúnnar og rennur allur ágóði til styrktar Sophíu Hansen og þeim sem eiga um sárt að binda á í SÚLD jarðskjálftasvæðunum í Tyrk- landi. Hljómsveitina Súld skipa, auk Steingríms, þeir Tryggvi Hiibner gítarleikari og bassaleikarinn Páll Pálsson. Hadji Tekbilek leikur til styrktar Sophíu Hansen og fórnarlömbum jaröskjálfta í Tyrklandi. VÍNIf> Jón Birgir Pétursson blaðamaður „Ég er hrifinn af koníaki á góðum stundum og hrifnastur er ég af Remy Martin.“ Asgeir og Marta hættu aö dansa og sneru sér aö þjálfun hunda. UR PURRKNUM I HUNDANA „Þetta er dálítið óvanalegur ferill. Ég veit ekki hvort það er bogmaðurinn í manni sem gerir það að verkum að maður skiptir svona um en ég held að ég skipti ekki aftur,“ segir Asgeir Braga- son. Sjálfsagt muna margir eftir Asgeiri frá pönkámnum en hann var þá trommuleikari þeirrar dá- samlegu sveitar Purrks Pilnikks. Eftir Purrks-tímabilið hélt hann til Ameríku að læra dans en söðlaði um á síðasta ári og fór í talsvert mikið öðruvísi skóla. Nánar tiltekið fóru hann og Marta Rut Guðlaugsdóttir, kona hans, til Englands þar sem Marta fór í læri í hegðunarfræði hunda hjá doktor Roger Mugford. Síð- an héldu þau til Skotlands og fóru í Elmwood College að læra hundaþjálfun. Þau útskrifuðust þaðan með láði og eru núna búin að opna eigin hundaþjálfunar- skóla. „Þetta var mjög skemmtilegt og athyglisvert nám. Við teljum að áhugi fólks á hundum og hundarækt fari vaxandi og það er mjög mikilvægt fyrir hunda að fara á námskeið. Þar læra þeir að lynda við aðra hunda og einnig fólk, þeir læra einnig að haga sér vel og hlýða heimilisfólkinu," heldur Ásgeir áfram. Hann segir að vel þjálfaður hundur veiti eiganda sínum mun meiri ánægju en hundur sem er illa þjálfaður. Þannig að eigi menn hund sem þarfnast leið- sagnar þá er að hafa samband við Ásgeir í s jma 51616. En er Ásgeir hættur í tónlist- inni? „Tónlistin er baktería sem ekki er hægt að losna við,“ er svarið. PINNER Bára Lyngdal Magnúsdóttir leikari Bára var ekki lengi að velja matargesú í drauma- kvöldverðinn sinn og urðu eftirfarandi fyrir valinu: Ásta og Harpa Arnar- dætur svo hægt sé að kríla Robert de Niro til að horfa á Saffo til að skapa ástar- stemmningu yfir eftirrétt- inum Woody Allen sem veislustjóri því hann er svo fyndinn Mia Farrow því hún er svo frek Orson Welles með því skilyrði að hann sé ekki of dómínerandi Fassbinder og Hanna Schygulla til að sjá um aðalréttinn AI Pacino leynigestur sem heldur spennu í veislunni Galina Vishnevskaja sem söngstjóri Nú er ég loksins búinn að átta mig á hvers vegna ég drekk svona mikið brennivín. Það er vegna þess að ég er náttúruunn- andi. Eg elska náttúruna og sér- staklega þá íslensku upp tilfjalla. Þess vegna versla ég við Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins. Hann Höskuldur sér síðan um að kotna peningunum mínum til Ferðafélagsins. Því þótt ég vilji allt fyrir náttúruna gera er ég ekki svo ofstækisfullur að ég mundi láta Ferðafélagið fá aur- ana beint. KLASSÍKIN • Sinfónían & Márta Fábián. Márta þessi kemur frá Ungverjalandi og spil- ar á hljóðfæri sem heitir cembalon, ákaflega þjóðlegt strengjaspil sem leikið er á með tveimur hömrum. Ýmis tónskáld kváðu hafa heillast af leik Mörtu og samið fyrir hana verk. Ann- ars eru þetta mestanpart ungverskir tónleikar, þarna verða spiluð veik eftir Liszt, Kodály og Györgi Ranki, en raunar líka eftir Rúmenann Georges Enescu. Háskólabíó fim kl. 20. \ • Pfslarsagan. Tónleikar, en Ifka f aðra röndina samfelld dagskrá úr bók- PLATAN Fireandlce Yngwie J. Malmsteen Nýjasta plata sænska gít- argaldramannsins sannar eina ferðina enn að hann er einn tæknilega besti gítar- leikari heims. Hins vegar af- hjúpar hún hversu einhæfur lagahöfundur hann er. Þetta var í lagi á fyrstu plötunni en er orðið þreytt fimm plötum síðar. Hann tekur tilbrigði um Bach og frygíska skala óaðfinnanlega á hundrað kílómetra hraða, en það hrekkur ekki úl. Góð skífa fyrir gítaríf ík en fáa aðra. menntum, eins og þaö var kallað f eina tíð. Heimir Pálsson hefur tekið saman kafla úr nútímabókmenntum sem tengjast píslarsögunni (það er annars furðulegt hvað gamlir kommar fara að hneigjast til trúar með aldrinum), en gítarieikarinn Uwe Eschner spilar tón- verkið Píslarsagan í níu myndum eftir Hermann Reuther. Hallgrímskirkja sun. kl. 17. • Reykjavikurkvartettinn. Þeir slá ekki slöku við í Tónlistarfélagi Akureyr- ar, heldur standa fyrir prýðilegum tón- leikum flestar helgar. Á sunnudag koma systumar Rut og Inga Rós Ing- ólfsdætur þangað norður ásamt Guð- mundi Kristmundssyni og Zbignew Dubik og leika verk eftir Jón Leifs, Mozart og Dvorák. Akureyrarkirkja sun kl. 17. MYNDLIST • Bjarni Þórarinsson. Bjami efnir til svokallaös .Sjónþings" í Nýló og sýn- ingar um leið. Þar verður, skilst manni, sett á laggirnar „Vísiakademía", en hornsteinar hennar eru sjónhátta- fræði, benduheimspeki, vísihandrita- fræði, vísibókmenntir, vísitungumála- fræði, vísiskýringafræði, vísimyndun- arfræöi, vísimynstursfræði, vísitákn- fræði og vísilíffræði. Við opnunina verða uppákomur. Skrítið, en samtdá- litið brilljant. • Ráðhildur Ingadóttir. Gljáandi gul- ar olíumyndir, fletir, áferð. Helber for- malismi kannski þar sem allt hverfist um sjálft sig, en samt ekki laust við að sumar myndirnar minni á sólina eða stelpu á gulum kjól. Gallerí 11 við Skólavöröustig, en búið um helgina. • Safn Einars Jonssonar er dásam- lega klástrófóbísk draugaborg og stemmningin þannig aö annaöhvort lætur maður hrífast með eða verður blátt áfram ómótt. Höggmyndagarður- inn fyrir utan er hins vegar bjartur í góðu veðri. Myndheimur Einars er auðvitað stóreinkennilegur; fullur af mýstík, symbólisma og þjóðrembings- legum ofvexti sem manni finnst aö í öðrum löndum hafi náð fullum þroska í fasisma. Málverkin Einars ern svo sér- stakrar athygli verð. Þau minna á hippatímann. ÓKEYPIS • Þingpallarnir eru náttúrlega orð- lagðir fyrir hvaö þeir laða að sér skrítin eintök, neftóbakskaria, aldraða fram- sóknarmenn sem hafa aldrei fest yndi á mölinni, og kannski fólk sem enginn vill fá í heimsókn. Stundum fyllast þeir lika af þungbúnum opinberum starfs- mönnum, kennurum eða fóstrum, sem telja sig berjast í heilögum rétti. Þingpallarnir eru semsagt ekkert sér- staklega fýsilegur kostur, og kannski alveg ómögulegur ef Sýn fer að senda út frá Alþingi. En þarna er þó alltént húsaskjól og ákveöin lágmarks- skemmtun, sem getur komið að gagni undir mánaöamót þegar enginn á lengur fyrir kaffi. SJÓNVARP • Gettu betur. Þetta eru rosalega skemmtilegir þættir, þráft fyrir miklar málalengingar og óskaplegt klapp. Maður verður bjartsýnn af að horfa á þessa sviphreinu og fróðu unglinga og keppnin sjálf er miklu skemmtilegri en bé-vesenið. Stundum kemur líka fram 1 2 3 4 3 1 7 8 9 TC ■ " " ■ 13 14 ” 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 1 46 47 ■ 48 49 ■ 50 ll 51 ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT 1 hljóta 6 áköf 11 jxigular 12 laumuspil 13 hjartapoki 15 karl- mannsnafh 17 undirförul 18 rándýr 20 náttúrufar 21 kvendýr 23 rispa 24 ald- in 25 kvaka 27 erfiðar 28 prestur 29 datt 32 deila 36 egg 37 vafa 39 tarfur 40 hross 41 nálar 43 eira 44 skordýr 46 vorkennt 48 félagi 49 vaxi 50 angrað- ir 51 stormhviða LOÐRETT 1 rök 2 altarisbrauð 3 svik 4 nísk 5 sigir 6 veiju 7 seiðkona 8 hlass 9 fitu 10 álitlegir 14 fugl 16 kvenmannsnafh 19 óþokki 22 hagur 24 friðsöm 26 rödd 27 sonur 29 hæða 30 dund 31 sleifína 33 kássan 34 hug 35 óhreinkaðir 37 hlífir 38 rifrildi 41 snáði 42 fé 45 ágæt 47 svörður

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.