Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 26.03.1992, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. MARS 1992 45 FYRSTU TÓNLEIK- ARÖLDU „Ég er ryþma- og slide-gítar- leikari og svo spila ég á munn- hörpu og hrópa með í hátalara." - Sá sem hér lýsir hlutverki sínu svo fjálglega heitir Krístján Már Hauksson og er einn sex með- lima hljómsveitarinnar Fress- manna. Asamt honum skipa þetta merka band þeir Björn M. Sigur- jónsson, sem sér um söng, Jón Ingi Thorvaldsson plokkar bass- ann (Kristján segir að hann sé altmuligmaður sveitarinnar og sá „Þetta er þessi stóri misskiln- ingur. Við erum með einn stærsta verknámshluta skóla með fjölbrautakerfi en hér eru einnig viðskiptasvið, uppeldis- svið, heilsugæslusvið og raun- greinadeild," segir Pétur Maack Þorsteinsson, nemandi í Verk- menntaskólanum á Akureyri og liðsmaður þess skóla í Spum- ingakeppni framhaldsskólanna, er hann var spurður hvort fólki þætti ekki skrítið að Verk- menntaskólinn stæði sig eins vel og raun ber vitni. Kannski er nafni skólans um að kenna eða kannski eru það bara einhverjir furðulegir for- dómar gagnvart iðnnámi, að fólk skuli furða sig á að Verkmennta- skólinn nái þessum stórgóða ár- angri. Pétur segist svo sem hafa eini þeirra sem eitthvert vit hafi á græjum, en þetta er útúrdúr), Sveinn Kjartansson leikur á hljómborð þótt hann kunni ekki nótur en það skaðar víst ekki neitt því maðurinn ku hafa ótrú- legt tóneyra, Steinn Sigurðsson lemur húðir, en drengurinn sá er útlærður klarinettleikari, og Steinar Sigurðsson sér um gítar- sóló og yfirleitt allan þann gítar- leik sem Kristján ræður ekki við. Þess ber að geta að Steinn og Steinar Sigurðssynir eru ekkert heyrt þessar raddir en bendir á að almenningi virðist ekki vera kunnugt um hvers konar skóli þetta er. í Verkmenntaskólanum eru 900 manns í dagskóla og því skyldi engan undra þótt vís- dómsmenn séu þar miklir eins og í öðmm skólum. Pétur er sjálfur á náttúmífæði- braut en félagar hans í liðinu em Rúnar Sigurpálsson, á við- skiptabraut, og Skapti Hall- grímsson, sem er á íþróttabraut. Þeir drengir hafa staðið sig mjög vel í keppninni og slegið út Menntaskólann við Sund, Fram- haldskólann á Laugum og nú síðast Verslunarskólann. Menntaskólinn á Akureyri er enn með í keppninni og draumur þeirra í Verkmenntaskólanum er að sjálfsögðu að lenda á móti skyldir en vinna að vísu báðir á Hard Rock. Aukameðlimur í bandinu er írski fiðlusnillingur- inn Sean Bradley. Hann stígur með Fressmönnum á stokk á stundum og þá spila þeir írsk þjóðlög og fleira gott. Það er samt erfitt að henda reiður á hve- nær Sean spilar, því maðurinn er meira en lítið upptekinn. Nú er plássið búið og við rétt getum sagt frá því að Fressmenn spila á Staðið á öndinni á föstu- dags- og laugardagskvöld. MA í úrslitum. En er þessi ár- angur skólanum mikilvægur? „Já, þetta er ekki nema átta ára skóli og þess vegna er allt svona mjög mikilvægt fyrir skólann og hjálpar honum að skapa sér nafn,“ svarar Pétur. Hún hefur einnig verið í námi hjá E. Ratti á Ítalíu og sótt nám- skeið hjá Oren Brown í Noregi og Danmörku. Á efnisskrá tónleikanna verða meðal annars lög eftir Bellini, Verdi og Mozart, en undirleikari verður Olafur Vignir Albertsson. Alda segist ætla sér stóra hluti í söngnum í framtíðinni, en íyrsta hlutverk hennar hjá Islensku ópemnni var í Töfraflautunni þar sem hún söng hlutverk drengs. Á næsta ári ætlar hún í framhalds- nám til Kaupmannahafnar og því langt í frá búin að syngja sitt síðasta. Væntanlega er Bernharö Haraldsson, skólastjóri Verk- menntaskólans, stoltur af þessum nemendum sínum. VI5DOM5MENN I VERKMENNTASKÓLANUM Fressmenn geta spilaö á allt sem nöfnum tjáir aö nefna og ætla í hljóöver meö vorinu. KLARINETT, MUNNHARPA OC FIÐLA Alda Ingibergsdóttir heitir ung söngkona sem næstkomandi mánudag heldur fyrstu opinbem tónleika sína. Þeir verða í Hafn- arborg, menningarmiðstöð Hafnfirðinga, og hefjast klukkan hálfníu. Alda er borinn og bamfæddur Gaflari og hóf söngferilinn í kirkjukór Hafnarfjarðarkirkju. Hún lauk burtfararprófi úr Söng- skólanum í Reykjavík árið 1990. HÁIR HÆLAR HÁSKÓLABÍÓI Almodovar er í tísku. Og eins og tftt er um menn sem svoleiöis er ástatt fyrir er hann skelfilega ofmetinn. Sem leikstjóri hefur hann varla fengiö nema eina hugmynd um ævina, en hún hefur Ifka fleytt honum svo langt aö honum er hampaö sem „enfant terrible" um allar jarðir. Þaö er semsé alveg óþarfi fyrir þá sem hafa séö fyrri filmur Almodovars aö ómaka sig á hana þessa. ★★ LÉTTLYNDA RÓSA Rambling Rose REGNBOGANUM Brilljant leikur. Handrit fullt af skáldskap. Heitfengt Suöurríkjafólk. Erótík, losti, sem er langtum stríöari og raunverulegri en hjá Almodovar. Mynd sem allir ættu að sjá, en flestir missa af. ★★★ ungt fólk sem syngur fallega. Norðan- menn virðast furðu gáfaðir ef marka má það sem á undan er gengiö; Menntaskólinn á Akureyri vann í fyrra og mætir nú Fjölbraut í Breiöholti í undanúrslitum, en Verkmenntaskólinn á Akureyri mætir Menntaskólanum í Hamrahlíð. SjónvarpiS fim. & fös. kl. 21. • Duet for One. Mynd sem er rétt að BÓKIN The Art of War eftir Sun-Tzu Kínverski hershöfðinginn Sun-Tzu skrifaði rit sín um stríðslistina fyrir 2.500 árum. Allt til þessa dags hafa þau verið skyldulesning herfor- ingjaefna í Kína, Japan og Rússlandi, því í raun hefur sáralítið breyst í undirstöðu- atriðum herfræði síðan. Fyrir hinn almenna borgara nýtast fræði þessi hins vegar full- komlega líkt og leiðbeiningar um mannleg samskipti eða stjómunarfræði. Eini munur- inn er sá að Stríðslist Sun-Tzu er klassískur texti og ítrekar kannski frekar en flestar nútímabækur, að til þess að tryggja friðinn er best að víg- búast. gefa gaum, þó ekki sé nema vegna þess að leikstjórinn, Andrei Kon- chalovski, er merkur. Forðum tíð var hann efnilegastur ungra leikstjóra í Sovétríkjunum og skrifaði handrit fyrir Tarkovskí. Síðan flutti hann til Vestur- landa og fataðist flugið, eins og raunar má greina í þessari mynd. Gleðilegt er að nú hefur Konchalovskí náð sér á strik; ný mynd hans um bíósýningar- stjóra Stalíns þykir meistaraverk. Sjón- varpið fös. kl. 23. • Morse lögregluforingi. Bretar eru enn í sárum eftir að John Thaw sagð- ist vera hættur aö leika Morse. Vegna fjölda áskorana vona menn þó að hann sjái sig um hönd, enda af og frá að neinn geti hlaupið í skarðið. Hér glíma þeir Morse og Lewis við morð á grískum kokki sem náttúrlega tengist menntasetrinu Oxfordháskóla, þar sem Morse af ótilgreindum ástæðum kastaði eitt sinn frá sér akademískum frama. Sumir segja að plottin I þáttun- um séu óskiljanleg. Þeir eru góðir samt. Sjónvarpið lau. kl. 23.20. • Roxanne. Nútímaútgáfa af leikritinu um nefstóru hetjuna og skáldmennið Cyrano de Bergerac. Daryl Hannah er ógn glæsileg og sumum þykir Steve Martin fyndinn. Samanburður við ný- lega franska stórmynd sýnir muninn á amerískum kúltúr og evrópskum. Stöð 2lau.kl. 13.10. • A Chorus of Disapproval. Upp- mnalega er jjetta leikrit eftir Alan Ayck- bourne, eitt vinsælasta gamanleikja- skáld Englendinga. Jeremy Irons leik- VINSÆLUSTU MYNDBÖNÞIN 1 Teen Agent 2 Arachnophobia 3 Hudson Hawk 4 Fjörkálfar 5 Hard Way 6 Back Draft 7 Shattered 8 Stranger Within 9 New Jack City 10 Two Jakes ur dapran ekkjumann sem leitar sér huggunar í flokki áhugaleikara. Þar hittir hann fyrir annan stórleikara, Ant- hony Hopkins, sem fer á kostum í hlut- verki sérviturs Walesbúa. Ekki spreng- hlægileg mynd, en sérdeilis brosleg og þægileg. Stöð 2 lau. kl. 21.15. LÍKA í BÍÓ • BÍÓBORGIN: Vfghöfði**** JFK** Síðasti skátinn** BIÓHÖLLIN: Faðir brúðarinnar** Óþokkinn*** Slðasti skátinn** Thelma & Louise*** Peter Pan*** Læti I litlu Tókýó* Kroppa- skipti** HÁSKÓLABÍÓ: Háir hælar** Léttgeggjuð ferð Billa og Tedda* Til endaloka heimsins** Dauöur aftur" Tvöfalt lif Verónfku*** The Commit- ments**** LAUGARÁSBÍÓ: Vig- höföi**** Barnaleikur 3* Hunda- heppni" Barton Fink*** REGNBOG- INN: Fööurhefnd* Kastali móöur minnar*** Léttlynda Rósa*** Ekki segja mömmu* Homo Faber**** Dansar viö úlfa*** STJÖRNUBl'Ó: Stúlkan mln*" Bingó** Ingaló* Börn náttúrunnar*** Bilun í beinni út- sendingu*** SÖGUBÍÓ: JFK" Svik- ráö" ... fær Samúel Örn Er- lingsson fyrir hjartnæmar ræður stnar í lok hvers leiks í handboltakeppninni. Eftir einn leikinn mun hann aldreifinna lokasetn- inguna sem hann leitar að og tala stanslaust ífjóra klukkutíma. VISSIR ÞÚ ... að það kostar Bandaríkja- menn 16.000 dollara (960 þús- und krónur íslenskar) á ári að þjálfa hvem keppanda í ftjálsum íþróttum fyrir Olympíuleikana. Það kostar hirts vegar 81.000 dollara (4 milljónir og 860 þús- und íslenskar krónur) á ári að þjálfa knapana. Þeir eru dýrastir. Næstir koma keppendur í bob- sleðakeppni en árlegur kostnað- ur vegna jDeirra er 36.364 dollar- ar (2 milljónir og 180 þúsund krónur íslenskar) á ári. ... að framlög japanskra fyr- irtækja til góðgerðarmálefna í Ameríku hækkuðu úr 30.000.000 dollurum (1 millj- arði og 800 milljónum íslenskra króna) árið 1985 í 300.000.000 dollara (18 milljarða íslenskra) árið 1990. Framlög franskra, þýskra og breskra fyrirtækja námu 60.000.000 dollurum (3 milljörðum og 600 milljónum ís- lenskra) á sama tíma. Á *' ito?- w) ' ‘ I PI/ £AHÍ JSID 1 ikt ana hein FRlAR hbmsendingar ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSlMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Gransásv*gl 10 - þjónar þér allan sólarhringlnn áiitríkráin BORGARVIRKIÐ Kántrýbandið AMIGOS sem eru PAT TENNIS, VIÐAR JONSSON OG ÞORIR ULFARSSON Mætið nieð hattana Aldurstakmark 23 ár BORGARVIRKIÐ * ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 ¥ S: 13737

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.