Pressan


Pressan - 26.03.1992, Qupperneq 46

Pressan - 26.03.1992, Qupperneq 46
JÓN BALDVIN FER FRAM Á SJÓMANNAAF- SLÁTT Ég er ekki meira heima en skipstjórar á frystitogurum, - segirJón í greinargerð sinni til fjármálaráðherra Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fer fram á að fá svipuð skattfríðindi og sjómenn vegna langdvala fjarri heim- ili. Hann var erlendis 80 daga á síðasta ári. Útvarpsráö reið fylktu liði til útvarpshússins síöastliðinn föstudag og á móti því tók lúöraflokkur starfsmanna útvarps- ÚTVARPSRÁÐREIÐ SKRAUT- KLÆTT Á FUND Á FÖSTUDAGINN Mér fannstþetta hálfpúkalegt en Heimir vildi það endilega, - segir Halldóra Rafnar, formaður Útvarpsráðs GÍFURLEG LUKKA MEÐ VEÐURDAGINN Stefnum að því að hafa veður einhvern dag á hverju ári, - segir Páll Bergþórsson veðurstofu- stjóri Páll Bergþórsson segir aö fólk hafi veriö ánægt með aö fá veöur á mánudaginn. 12. TOLUBLAÐ, 3. ARGANGUR HAFA SKAL ÞAÐ ER BETUR HLJÓMAR -IMMTUDAGURINN 26. MARS BYGGÐASTOFN- UN OPNAR HÚS- DÝRAGARÐ Viljum með þessu bæta ímynd stofnunarinnar og reyna að koma ein- hverjum af eignum hennar í not, - segir Guðmundur Malmquist forstjóri Reykjavík, 26. mars „Hér verður margt skcmmtilegt að sjá; kanínur frá Fínull, laxar frá Miklalaxi, refir frá fjölmörgum refabú- um, minkar, rollur og margt, margt fleira,“ sagði Guðmund- ur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, þegar hann kynnti fyrirhugaða opnun Húsdýragarðs Byggðastofnun- ar í húsnæði stofnunarinnar við Rauðarárstíg í Reykjavík. „I raun verður opnun garðsins okkur að kostnaðarlausu. A und- anfömum árum hafa hrannast hér upp allskyns dýr frá ýmsum þrotabúum. Það eina sem við gerum er að opna dymar og leyfa Guömundur Malmquist segir að Húsdýragarður Byggða- stofnunar verði opnaöur f sumar. fólki að sjá dýrðina," sagði Guð- mundur. Guðmundur sagðist vonast til að opnun garðsins yrði til þess að bæta ímynd stofnunarinnar, en hún hefði mátt þola nokkurn mótbyr á undanfömum misser- um. „Ég trúi því að jregar fólk sér bjarmann í augum bamanna muni það fyrirgefa okkur. Hvað er meira virði en að gleðja böm- in? Ef það tekst hefur starf okkar verið til einhvers," sagði Guð- mundur. EG TREYSTI ÞRESTILÍKA segir Sverrir Hermanns- son, bankastjóri Lands- bankans, en bankinn tapaði líka á lánum sem hann veitti Þresti Ólafs- syni hjá KRON Reykjavík, 26. mars „Eg skil vel að Halldór G. Björnsson hjá Dagsbrún hafí treyst Þresti og lánað honum peninga. Ég treysti honum líka og hef tapað heilum gríðarinn- ar býsnum af peningum bank- ans. Maðurinn er svo rosalega traustvekjandi,“ sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, í samtali við GULU PRESSUNA. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar tap- að 35 milljónum vegna láns sem Þröstur Ólafsson fékk hjá sjóðn- um á meðan hann var fram- kvæmdastjóri KRON. En sam- kvæmt athugun GULU PRESS- UNNAR er þetta aðeins toppur- inn á ísjakanum. Miklu fleiri for- stöðumenn sjóða og banka eiga um sárt að binda vegna lána sem þeir veittu út á traust sitt á Þresti. „Sjáið bara manninn. Hann er alveg óguðlega traustvekjandi," sagði Sverrir. „Það er ekki hægt að skamma okkur þótt við lánum honum einhverja tugi milljóna." „Sjáið bara manninn. Hann er alveg óguðlega traustvekj- andi,“ segir Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Landsbankann, um lánveit- ingar sjóöa og banka til Þrastar Ólafssonar. Hin nýja útgáfa Aqualung & Eykon. EYKON í JETHRO TULL Edinborg, 26. mars „Þeir buðu mér sæti í hljómsveitinni eftir að þeir heyrðu mig taka í bassann. Og þar sem mér fínnst þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins ekki orðinn svipur hjá sjón sló ég til. Ég hef engu að tapa,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður í samtali við GULU PRESSUNA, en hann hefur gengið til liðs við skosku hljómsvcitina Jethro Tull. í síðustu viku birti vikublað- Eyjólfur þegar GULA PRESS- ið Helgarblaðið í Reykjavík frétt jtess efnis að Ian Ander- son, aðalsprautan í Jethro Tull, ætlaði að kaupa Isnó, fyrirtæki Eyjólfs Konráðs. „Já, við vorum einmitt að hlæja að þessu, við Ian,“ sagði AN bar þetta undir hann. hannsagði búast við miklu af Eykon. „Það er heljarinnar kraftur í kallinum og hann mun blása nýju lífi í hljómsveitina. Við erum núna að æfa upp nýtt lag eítir hann; „Rock All“. Miðað við höfðatölu eru ferðalög íslensku ráðherranna álíka og danska ríkis- stjórnin færi þrisvar á ári til Mars Reykjavík, 26. mars „Þótt mikið hafí verið fjallað um ferðir íslcnsku ráðherr- anna verð ég að segja að niður- stöðurnar komu okkur á óvart,“ sagði Guðmundur Magnússon prófessor þegar hann kynnti skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskólans um ferðir ráðherra íslensku ríkis- stjórnarinnar. „Það er auðséð að við rekum ferðaglöðustu ráðherra í heimi. íslensku ráðherramir ferðuðust alls 1 milljón og 100 þúsund kílómetra á síðasta ári. Ef miðað er við höfðatölu jafngildir það því að danska ríkisstjómin hefði farið þrisvar til Mars, en það gerði hún ekki. Það er því aug- ljóst mál að engin þjóð þarf að greiða jafnmikið í ferðir ráðherra sinna og Islendingar," sagði Guðmundur. „Ég veit ekkert um hvort Uffe Elleman Jensen hefur farið til Mars eða ekki. Mín vegna mætti hann fara,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra þegar GULA PRESSAN bar undir hann niðurstöður Hag- fræðistofnunar. Feröalög íslensku ráðherranna jafngilda því að Uffe Elleman og hinir dönsku ráöherrarnir hefðu farið þrívegis til Mars. Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskólans um ferðir ráðherra HERRARFERÐA- RAÐHERRAR í HF.IMI * STORUTSALA GARDlMJfílÐIS Skipholti 35, sími 35677. OPID 10-18 OPID LAUGARD. 10-14

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.