Pressan - 15.04.1992, Page 9

Pressan - 15.04.1992, Page 9
PRESSAN 15. APRÍL 1992 9 NÆniRKLIÍBBAR IIM ALLAN BÆ EN LQGREGLAN ADHEFST EKKERT Næturklúbbar komust fyrst í fréttir á nýjan leik, svo að segja af tilviljun. Það var reyndar PRESSAN, sem greindi frá Lindinni svona í framhjáhlaupi um líflegt skemmtanalíf höfuð- borgarinnar. Skömmu síðar gerði fíkniefnadeild lögreglunn- ar áhlaup á staðinn, en mun hafa haft minna upp úr krafsinu en til stóð. Lindin var hins vegar engan veginn fyrsti næturklúbburinn eftir að gullöld næturklúbbanna rann sitt skeið á sjöunda ára- tugnum. Að frátöldum ýmsum spilaklúbbum, sem reknir hafa verið uni langa hríð, hefur til dæmis Dugguvogurinn verið vinsæll vettvangur fyrir mis- langlífan næturklúbbarekstur. Pakkhús postulanna var tilraun til þess að skapa „house“- stemmningu á ýmsum stöðum, en tengdist fremur áhuga á dansmennt en áfengisneyslu. Inni á Grettisgötu í húsnæði Frost Film var til skamms tíma rekinn næturklúbbur. Það var opinbert leyndarmál að eftir lok- un var rekinn harðsvíraður næt- urklúbbur í kjallara Tunglsins fram á rauðamorgun, uns sá staður lognaðist út af. Inni á Grensásvegi er oftar en ekki hægt að renna á hljóðið eftir lokun dansbara. I Austurstræti fyrir ofan Fisk og franskar mun hafa verið frjálslegt „einkasam- kvæmi“ að undanfömu. Eftir að Lindin brann var einfaldlega flutt á Hverfisgötu 46, þar sem hefur verið brjálaður klúbbrekst- ur síðan. Og jafnvel í æðsta vígi femínismans, Hlaðvarpanum, var tjúttað fram á morgun. Það væri synd að segja, að fjölbreytnina eða framboðið vantaði. LÖGREGLANÁHUGA- LAUS Það vekur hins vegar athygli að lögreglan hefur ekki gripið til neinna sérstakra ráðstafana, að Lindinni undanskilinni en þá hafði hún líka rökstuddan grun um að sala og neysla eiturlyfja færi fram á staðnum. Á móti kemur að hún á óhægt um vik; þeir sent reka staðina halda því fram að um einkasamkvæmi sé að ræða, sem komi lögreglunni ekki par við. Heimildir PRESS- UNAR hemia þó að mestu ráði áhugaleysi Böðvars Bragasonar lögreglustjóra, sem hafi gefið þau fyrirmæli að láta beri stað- ina óáreitta svo framarlega sem þar fari allt friðsamlega fram. í röðum lögregluþjóna ríkir mismiki! ánægja með þessar skipanir. „Það er náttúrlega óverjandi að lögreglustjórinn láti starfsemi af þessu tagi af- skiptalausa, því þarna er svo augljóslega verið að þverbrjóta lög og reglugerðir," segir einn þeirra. Annar segir á hinn bóg- inn óvinnandi veg að stemma stigu við starfsemi næturklúbba. „Þeir hafa alltaf verið til. Þetta er bara meira í tísku nú en und- anfama áratugi.“ Almennt munu lögregluþjón- ar ekki taka hugmyndum um rýmkun afgreiðslutíma illa, segja ekki veita af að reyna að dreifa traffíkinni yfir nóttina. „Um venjulega helgi er það seg- in saga að það er brjálað að gera frá klukkan eitt til klukkan sex. Það kemur engin sérstök sveifla upp á við eftir að stöðunum er lokað klukkan þrjú, nema hvað útköll í heimahús aukast vita- skuld um fjögurleytið, þannig að ég fæ ekki séð að frjáls af- greiðslutími myndi breyta miklu fyrir okkur," segir einn. Þau sjónarmið koma einnig fram að skárra sé að hafa fólk á ralli á skemmtistöðum fremur en í heimahúsum, þó ekki væri nenia af tillitssemi við nágranna. „Þeir eru færri sem fara að bjóða í partí upp úr klukkan fimm en gera það klukkan þrjú.“ „En standi það til að rýmka afgreiðslutímann þarf að gera það strax. Þessir næturklúbbar fylgja engum reglunt um hrein- læti eða öryggi. Menn geta reynt að ímynda sér hvernig farið hefði ef eldurinn á Lindargöt- unni hefði komið upp þegar húsið var fullt af fólki, aðeins einn þröngur útgangur og hann harðlæstur,“ segir lögregluþjónn nokkur og er ómyrkur í máli um silagang hins opinbera í málinu. ÁBATASÖM ATVINNU- GREIN Það segir sig sjálft að þegar um að ræða 5-8 staði, sem rúma ef til vill um 1.000 manns í allt og allir selja áfengi, getur verið um vemlega veltu að ræða, sem öll er vitaskuld „kolsvört" eins og einn viðmælandi PRESS- UNNAR komst að orði. Sé mjög varlega áætlað og gert ráð fyrir að hver nátthrafn svolgri í sig einn sterkan drykk og einn bjór, nemur veltan á kvöldi 1.500.000. Kunnugir telja að hún sé allmiklu hærri. Hagnað- urinn er drjúgur, því verðið er hið sama eða ívið hærra en í löglegum vínveitingahúsum. Svörtu næturklúbbamir greiða aftur á móti engin opinber gjöld, stofnkostnaður er í algeru lág- marki og rekstrarkostnaður nær enginn fyrir utan laun. Allnokkuð er um það, að smyglað áfengi sé selt í nætur- klúbbunum, en ennfremur er ljóst að einhverjir veitingahúsa- eigendur koma við sögu, því að á sumum þessara staða er af- greitt vín úr flöskum vendilega merktum veitingahúsum. Þeir aðilar, sem PRESSAN ræddi við, töldu ekki að um væri að ræða skipulega sölu úr vínveit- ingahúsum, heldur hefði ein- staka veitingamaður hlaupið undir bagga með næturklúbbun- um. „Flestir þeirra, sem reka þessa staði, hafa unnið á veit- ingastöðum og vinna jafnvel enn,“ segir veitingamaður, sem ekki vill láta nafns getið. „Ég hef sjálfur lánað flösku og flösku til krakka, sem hafa verið að vinna hjá mér á kvöldin en afgreiða í næturklúbbum eftir þrjú.“ VÍNVEITINGAHÚSIN FÆRA SIG UPP Á SKAFT- IÐ En það em ekki bara „svartir næturklúbbar" starfræktir í borginni. í seinni tíð — eftir að næturklúbbanna varð fyrst vart — hefur það nefnilega færst í vöxt að þrátt fyrir að barir loki dymm sínum klukkan þrjú liggi þeim ekkert á að rýma staðinn. í flestum tilvikum halda þeir áfram að afgreiða til klukkan fimm og þá fyrst em Ijós kveikt og pent gefið til kynna. að tími sé kominn til að yfirgefa sam- kvæmið. Þeir veitingahúsaeigendur, sem PRESSAN ræddi við, segja að þó þeim yrði í sjálfsvald sett hvenær þeir lokuðu niyndu þeir að líkindum setja markið við fimm, aðallega vegna vaxandi kostnaðar og minnkandi hagn- aðarvonar eftir því sem líður á nóttina. „Það væri ekki hægt að hafa opið lengur án þess að vera með tvískiptar vaklir og þar fyr- ir utan er það fólk, sem nennir að vera að drekka fram á morg- un, oftast ekkert eftirsóknar- verðir viðskiptavinir,“ segir einn jDeirra. AFGREIÐSLUTÍMINN EKKIFORGANGSMÁL I dómsmálaráðuneytinu fylgj- ast menn álengdar með þróun- inni. „Lenging afgreiðslutíma hefur komið til umræðu héma, aðallega vegna erindis þar að lútandi ffá Sambandi veitinga- og gistihúsa, sem þeir sendu í fyrra,“ segir Ari Edwald, að- stoðarmaður dómsmálaráðherra. „Hins vegar hafa menn ekki komið sér niður á endanlegar til- lögur í því efni. Sumir hafa vilj- að fara þá leið að veita tíma- bundin leyfi til nokkurra staða í tilraunaskyni, en aðrir telja rétt- ara að allir sitji við sama borð ef farið yrði út í slíkt. Afgreiðslu- tíminn hefur hins vegar ekki verið neitt sérstakt forgangsat- riði við endurskoðun á þessum reglum.“ Ari telur að þróunin hljóti að vera í frjálsræðisátt. „Það er líka miklu fleira, sem spilar inn í. Samgöngur eru bara eitt dæmi. Á meðallaugardagsnóttu eru kannski 150 leigubílar í akstri, en vínveitingastaðimir eru um 100. Vandinn blasir við, þegar staðirnir tæmást allir á sama Næturklúbbar hafa sprottið upp eins og gorkúlur í Reykjavík að und- anförnu og enginn virðist kunna neina sérstaka skýringu á því, nema einfaldlega þá að fólk sé ekk- ert tilbúið til þess að fara heim klukkan þrjú og eftirspurnin hafi á þessum vettvangi sem öðrum skap- að framboð. En hvar eru þessir staðir? Hvernig eru þeir reknir? Og boða þeir það, sem koma skal í afgreiðslutíma vín- veitingahúsa? tíma.“ „Málið er einfaldlega það, að það kemur engum við hvar, hvenær eða hvemig ég og vinir mínir kjósum að skemmta okk- ur," segir einn þeirra, sem við- riðnir hafa verið rekstur eins af næturklúbbunum. „Ég þori að fullyrða, að gestimir okkar haga sér miklu betur en gerist og gengur á þessum venjulegu stöðum. Þetta er bara venjulegt fólk, sem er búið að fá nóg af því að pólitíkusarnir séu að skipta sér af öllu, sem það gerir. Tímarnir hafa breyst og fólk lætur ekkert banna sér að skemmta sér.“ Viðmælendur PRESSUNN- AR em á einu máli um að af- greiðslutíminn verði rýmkaður eða gefinn frjáls — fyrr en seinna. Hvort það dugar til þess að drepa næturklúbbana eða gera þá löglega er svo annað mál.___________________ Andrés Magnússon. Rjartsýn á breytingar Segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SVG „Breytingar á afgreiðslu- tímanum em vissulega einn af þeim hlutum sem við höf- um áliuga á, en það er aðeins eitt atriði af mörgum sem þarf að taka á,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. „Mér finnst eðlilegt að til séu staðir, sem em opn- ir lengur en til klukkan þrjú. Vilji fólk skemmta sér lengur á því að sjálfsögðu að vera það heimilt.“ Ema segist ekki hafa heyrt kvartanir frá veitingamönn- um vegna næturklúbbanna, enda séu þeir ekki í beinni samkeppni. ,JEn það sem við förum fram á er gott eftirlit. Ég hef aldrei skilið af hverju lögreglustjóra er fyrirmunað að stöðva þessa vitleysu á sama tíma og eftirlitsmenn á hans vegum grandskoða hina löglegu veitingastaði og það á kostnað staðanna sjálfra."

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.