Pressan - 15.04.1992, Síða 16

Pressan - 15.04.1992, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15.APRÍL1992 Útskrifa 20 læknum of mikið á ári Um þessar mundir eru 400 ís- lenskir læknar við framhalds- nám eða störf í útlöndum. Á hverju ári eru útskrifaðir 36 læknar hér á landi á sama tíma og þörfm er sögð 12 til 14 læknar á ári fram til aldamóta. í Stúdentablaðinu er haft eftir Kristjáni Oddssyni, lækni á Borgarspítalanum, að ef 80 pró- sent þeirra lækna sem nú eru er- lendis kæmu heim skyndilega myndi það valda 20 til 25 pró- senta atvinnuleysi í stéttinni. Fjöldi íslenskra lækna erlendis feli því í sér dulbúið atvinnu- leysi. Að óbreyttu er talið að at- vinnuleysi íslenskra lækna auk- ist á næstu árum og nái hámarki árið 2010. Erlendis hefur verið gripið til strangra fjöldatakmark- ana til að atvinnuleysi lækna verði komið í jafnvægi árið 2005. Ásdls Erlingsdóttir, aöaleig- andl OZZ hf. Kona Úlfars í veitinga- rekstri í PRESSUNNÍhefur ítarlega verið sagt frá viðskiptaveldi Ulf- ars Nathanaelssonar. Því til við- bótar má nefna félag nokkurt sem heitir OZZ hf. og er skráð á Mávanes 2 í Garðabæ. Hlutafé er 500.000 krónur og eigaÁsÆv Er- lingsdóttir, eiginkona Ulfars, og Erlingur Pétur Ulfarsson, sonur hans, mestallt hlutaféð. Félagið var stofnað 12. ágúst 1991 og hefur meðal annars rekið veit- ingastaðinn Apríl í Haíharstræti, en þar var áður til húsa Fimman sem Vilhjálmur Svan og Þorleif- ur Einarsson ráku í eina tíð. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hefur reksturinn verið boðinn til sölu undanfarið. Frístund Börnin verða að fara úr stjórninní ,Það hefúr verið haft samband við þetta fólk og því sagt að þessu verði að kippa í liðinn og skipa nýja aðila í stjóm félags- ins,“ sagði Benedikt Þórðarson, forstöðumaður Hlutafélagaskrár, þegar hann var spurður um við- brögð stofnunarinnar við þvf að í fyrirtækinu ÁBS Frístund væru 12 og 15 ára böm skráð í stjóm eins og greint var ffá í PRESS- UNNI fyrir viku. Það em böm >Astþórs Bjarna Sigurðssonar í Frístund sem þama um ræðir. Benedikt sagði að vanalega rækju starfsmenn Hlutafélaga- skrár augun í slíkt við skráningu og þá væm gerðar athugasemdir. Þetta tilvik hefði hins vegar farið framhjá þeim. Sagði hann að ef eigendumir gerðu ekki breytingu yrði fyrirtækið skráð án stjómar. Kostnaður Alþingis vegna setu varaþingmanna er nú kom- inn upp í 5,6 milljónir króna, en á yfirstandandi þingi hafa 49 vara- menn komið inn á þing. Fara þeir því að nálgast þingmanna- töluna sjálfa en þá verður hægt að segja að Alþingi hafi endur- nýjað sjálft sig. Eftir þvf sem komist verður næst hafa þeir aldrei verið fleiri. Varaþingmenn fá aldrei laun fyrir minna en tvær vikur. Laun þeirra em hlutfall af þingfarar- kaupi og em nú 5.757 krónur á dag eða 80.598 krónur fýrir tvær vikur og getur aldrei orðið minna. En með því er ekki öll sagan sögð. Á þessa upphæð leggst orlof, 8.197 krónur, og líf- eyrissjóðsgjald og tryggingaið- gjald upp á samtals 10.656 krón- ur. Samtals gerir þetta 99.450 krónur. Þetta er sú upphæð sem það kostar þingið að lágmarki að Hjálmar Jónsson og Magnús þingmennirnir. kalla inn varaþingmann. í langflestum tilvikum halda þeir þingmenn sem hverfa af þingi í skamman tíma þingfarar- kaupi sínu. Þeir missa aðeins laun ef þeir þurfa að sinna einka- erindum en ekki ef þeir veikjast eða þurfa að sinna opinberum er- indagjörðum. Þann 3. mars höfðu varaþingmenn sest á þing í 34 skipti og aðeins var tvisvar um einkaerindi viðkomandi þingmanns að ræða. í mars hefúr mönnum hins vegar verið orðið mál að breyta til, því þennan eina mánuð komu 16 varaþingmenn inn. JÓN BALDVIN MINNST VIÐ Það er eðlilegt að ráðherramir séu minna við en þingmenn, enda hafa þeir meiri skyldum að gegna erlendis. Sömuleiðis er eðlilegt að utanríkisráðherra sé : Mest notuðu vara- mest á ferðinni, en Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið fjar- verandi 64 daga. Eitthvað af því skýrist af bakuppskurðinum ffæga. Jón Baldvin hefur farið út af þingi fjórum sinnum. Næsti maður á eftir Jóni Bald- vini hefúr farið tvisvar, en þeir Matthías Bjarnason og Vil- hjálmur Egilsson hafa tekið sér löng hlé. Hefur Vilhjálmur tvisv- ar farið af þingi og verið 40 daga fjarverandi. Þeir sem voru fyrstir til að kalla inn varamann gerðu það 7. október — þegar vika var liðin af þingtímanum. Þá þurftu þau Geir H. Haarde, Einar K. Guð- ftnnsson, Gunnlaugur Stefáns- son, Margrét Frímannsdóttir og Olafur G. Einarsson að bregða sérfrá. PRESTURINN OG VEÐUR- FRÆÐINGURINN MEST NOTUÐAÐIR Þeir varaþingmenn sem mest hafa verið notaðir eru Hjálmar Jónsson, prestur í Skagafirði og sjálfstæðismaður, og Magnús Jónsson, veðurfræðingur og krati. Þeir hafa komið inn þrisvar hvor, en Hjálmar hefur verið lengur eða í 54 daga. Það færir honum 310.878 krónur í laun. Nokkur fjöldi hefúr hins vegar komið inn á þing tvisvar í vetur. Fyrir Sjálfstæðisflokk eru það; María E. Ingvadóttir, Þuríður Pálsdóttir og Guðjón A. Krist- jánsson. Hjá Alþýðuflokki; Her- mann Níelsson, Valgerður Gunnarsdóttir og Pétur Sigurðs- son. Hjá Framsóknarflokki hefúr ElítiR. Líndal komið tvisvar inn. JÓHANN EINIALLABALL- INN SEM SIHJR STÖÐUGT Hlutfallslega hafa þingmenn Alþýðubandalags skipt mest út, sem er dálftið einkennilegt, vegna þess að þeir eru í stjómar- andstöðu. Jóhann Ársælsson er eini þingmaður þeirra sem situr stöðugt og kallar ekki inn vara- þingmann. Alþýðubandalagið vill hins vegar ekki nota hvem varamann oftar en einu sinni og því hafa átta þingmenn kallað inn tíu varaþingmenn. Kvennalistinn hefur aftur á móti verið hófstilltur í skipting- um að þessu sinni, en lengi vel var það stefna þeirra að „nota“ varaþingmenn mikið til að veita sem flestum konum þingreynslu. Á vegum Kvennalistans hafa Anna Ólafsdóttir Bjömsson, Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Einarsdóttir kallað inn vara- menn, en þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir hafa setið sem fastast. Sá þingmaður sem hefur kost- að íslenska skattgreiðendur minnst vegna varaþingmanna er þó líklega Eggert Haukdal sem setið hefur á þingi síðan 1978. Hann hefur aldrei kallað inn varamann öðmvísi en að hverfa sjálfúr af launaskrá. Eggert hefur í sjö skipti horfið af þingi á þess- um 14 árum og í öll skiptin í einkaerindum — aldrei til að sinna opinberum skyldustörfum. Haraldur Jónsson og Siguröur Már Jónsson Jón Baidvin Hannibalsson: Bakiö og EES töföu hann frá þingi, en hann hefur fjórum sinnum kailaö inn varamann. Jóhann Ársælsson: Situr fastast af alþýöubandalags- mönnum, sem hafa kallaö til 10 nýja varaþingmenn. D E B E T „Það er mjög gott að vinna með Guðmundi. Þegar hann var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í borg- inni kom vel í ljós hversu agaður hann er og hann kom miklu í verk á skömmum tíma. Hefur mikla yfirsýn yfir þau mál sem fjallað er um hverju sinni,“ segir Kjartan Magnússon, formaður Heimdallar. „Þeg- ar ég var með honum í pólitík í gamla daga þótti mér hann mjög skyldurækinn. Hann tók allt mjög alvar- lega sem hann ætlaði sér og er metnaðargjam,“ segir Pétur Tyrfingsson, fyrrum skoðanabróðir Guð- mundar í Fylkingunni. „Hann er mikill hugsjóna- maður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og ein- lægur í áhuga sínum á að skila störfum sínum óaðfinn- anlega og láta gott af sér leiða. Framúrskarandi heið- arlegur og drengilegur,“ segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. „Hann er greindur, fróður og hefur lifandi áhuga á hugmynd- um. Stefnufastur og vandaður maður,“ segir Hanncs Hólmstcinn Gissurarson lektor. Guömundur Magnússon settur þjóöminjavöröur Það hefúr ef til vill háð honum á stundum hversu diplómatískur hann er. Ég veit ekki með nýja starfið, en í pólitíska starfinu getur það haft galla í for með sér,“ segir Kjartan Magnússon. „Mér líkar ekki ka- rakterinn; hann er þurr og drumbslegur snobbari, teprulegur og dómharður. Enda stóð hann stutt í okkar pólitfk, hún stangaðist á við metnað hans og snobb,“ segir Pétur Tyrfingsson. „Það er óskaplega ámælis- vert og mikill galli á honum að hann skuli hafa hætt að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn," segir Kjartan Gunnarsson. „Hann er þungur á bárunni og ef til vill fullíhaldssamur, en það kann að vera kostur á þjóð- minjaverði,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurar- son. Mcnntamálaráðhcrra hcfur sett Guðmund Magnússon í starf þjóðminjavarðar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.