Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 15.04.1992, Blaðsíða 19
PRBSSAN 17. APRÍL 1992 19 S T J Ó R N M Á L HAN' hvers er stjórnmálafrœðinám? Stundum sækja á mig efasemdir um hagnýtt gildi stjómmálafræðináms. Svo vill tÚ, að á Alþingi íslendinga sitja tveir rnenn, sem lokið hafa háskólaprófum í stjómmálafræði, þeir Ólafur Grímsson fyrir Alþýðubandalag og Einar Guðfmns- son fyrir Sjálfstæðisflokk. Em þeir öðmm fyrirmynd um prúðmannlegt orðfæri? Hafa þeir lyft umræðum á þingi upp í veldi vísindanna, þar sem frjáls sannleiks- leit kemur í stað óheftrar hagsmuna- gæslu? Eg efast um það og skal nefna dæmi máli mínu til stuðnings. Þegar Davíð Oddsson orðaði þá hugsun, að hið opin- bera gæti hugsanlega aðstoðað fólk til að flytja ffá stöðum, þar sem það situr fast í óseljanlegum eignum, rauk stjómmála- fræðingurinn Einar Guðfmnsson upp í ræðustól á Alþingi og sagði, að ekki yrði þolað að flytja menn hreppaflutningum á milli staða. Einar ætti að vita betur. Hreppaflutn- ingar voru, að ómagar vom fluttir, oftast nauðugir viljugir, á þann hrepp, sem hafði framfærsluskyldu við þá. Hugmynd for- sætisráðherra, sem var raunar ofarlega á baugi á viðreisnarárunum, er hins vegar um að milda það högg, sem markaðsöflin geta óneitanlega gefið fólki í byggðum, sem forsendur em brostnar undan... Sam- kvæmt könnunum Félagsvísindastofn- unar nýtur sú hugmynd mikils fylgis í söjálbýli. Dæmin af stjómmálafræðingnum Ólafi Grímssyni em auðvitað fleiri en tölu verður á komið. Hann er strákslegastur þingmanna í orðavali og óvandaðastur í öllum vinnubrögðum. Þegar Davíð Odds- son benti á, að Ólafur hefði sýnt ógætni með því að láta fjármálaráðuneytið skipta við sömu auglýsingastofu og Alþýðu- bandalagið, á meðan hann réð báðum húsum, rauk Ólafur upp í ræðustól á Al- þingi og sagði, að athugasemd forsætis- ráðherra bæri vitni um „skítlegt eðli“. PRESSAN benti skömmu síðar á það, að nokkmm ámm áður hefði Ólafur ekki átt nægilega sterk orð til að lýsa hneyksl- un sinni og fyrirlitningu, þegar Jón Bald- vin Hannibalsson lét Alþýðuflokkinn skipta við sömu auglýsingastofu og hann hafði látið fjármálaráðuneytið versla við, á meðan hann var þar húsbóndi! Ekki væri vanþörf á að bæta umræðu- venjur í íslenskum stjómmálaum. í því umbótastarfi ættu íslenskir stjómmála- ffæðingar að vera fyrstir í flokki. En raun- Á Alþingi íslendinga sitja tveir menn, sem lokið hafa háskólaprófum í stjórnmálafrœði, þeir Olafur Grímsson og Einar Guðfinnsson. Eru þeir öðrum fyrirmynd um prúðmannlegt orðfœri? Hafa þeir lyft umrœðum á þingi upp í veldi vísind- anna, þar sem frjáls sannleiksleit kemur í stað óheftrar hagsmuna- gœslii? in hefur fram að þessu orðið önnur. Af er sú tíð, er úr Háskólanum komu menn á Alþingi eins og Einar Amórsson, Bjami Benediktsson og Ólafúr Bjömsson._ Höfundur er lektor í stjórnmálafræöi V I Ð S K I P T I ÓLAFUR HANNIBALSSON Með öfugum klónum Það kemur sennilega fáum á óvart að ríkisstjórninni tókst að klúðra fyrsta skrefmu í átt til einkavæðingar. Klúður virðist beinlínis orðið helsta vömmerki þessarar ríkisstjómar. Líka þegar um er að ræða mál, sem virðast líkleg til vin- sælda meðal almennings, tekst ríkis- stjóminni að leggja þau fram með þeim hætti að egna ekki bara flokksbundna fylgismenn sína til andstöðu og upp- reisnar, heldur og fleiri eða færri þing- menn stjómarflokkanna. Þegar ég var að alast upp vestur á Fjörðum var ekki töluð nein tæpitunga, þegar menn sáu hrakleg vinnubrögð. Þá var gjaman tekið svo til orða, að það væri eins og „andskotinn hefði gert þetta með öfugum klónum fyrir aftan rassgatið á sér“ („aftan bak“ ef menn vildu vera kurteisir). Þetta á við um einkavæðingaráform ríkisstjómarinnar. Sjálfsagt var að bregða skjótt við og koma ríkinu út úr vonlausum rekstri eins og Alafossi og Skipaútgerð ríkis- ins, sem gleypa milljónir króna á dag í fjárframlögum úr ríkissjóði. Ekki er hægt að sjá neina þörf á sltkum hraða í sambandi við einkavæðingu bankanna. Nefnd er að störfúm til að skoða einka- væðingu ríkisfyrirtækja í heild sinni. Hvers vegna má ekki bíða eftir að hún skili áliti? Það hefur legið ljóst fyrir að margir þingmanna vilja skoða þessi mál í samhengi og sjá þá fyrst fmm- varp að löggjöf um heilbrigða við- skiptahœtti og varnir gegn hringa- myndunum, áður en þeir gera upp hug sinn um ráðstöfun eigna almennings á almennan markað. Ummæli ráðamanna upp á síðkastið hafa líka orðið til þess að vekja tortryggni um tilganginn með einkavæðingu yfirleitt. Ummæli fjár- málaráðherrans um að sjálfsagt væri að selja Búnaðarbankann á hálfvirði komu „ábyrgðarvæða" (!) bankana. Nýleg reynsla erlendis frá er ekki til þess fall- in að vekja mönnum bjartsýni um „ábyrgðarvæðingu" með einkarekstri þessara stofnana, nema því betur sé bú- ið um hnútana með eftirlit með allri fjármálastarfsemi. Það hefur komið æ „...það er ekki líklegt til „ábyrgðarvæðingar“ fyrir- tækja að gefa þau, eða selja á hálfvirði, þeim sem þegar ráða alltof miklu í íslenskum fjármálaheimi“ eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í þessa umræðu. Ekki bætti forsætis- ráðherrann úr skák, þegar hann kom fram í sjónvarpi að afloknu skyndi- námskeiði í einkavæðingu á vegum breska íhaldsflokksins. Þá varð honum tíðræddast um hversu lítið væri að óttast þótt einokunarstofnanir í al- mannaþjónustu væru einkavæddar. Ráðið væri að setja upp á móti þeim svo og svo stórar ríkisreknar eftirl- itsstofnanir. Og svo sá ég nýlega auglýsingu um einhvem umræðufund um einkavæðingu á vegum Alþýðu- flokksins, þar sem spurt var hvort ætti að einkavœða lögreglunaV. Er að furða þótt spurt sé, hvort þessir menn séu að reyna að koma óorði á einkavæðingu yfirleitt, áður en menn em komnir á byrjunarreit? Það er talað um að með þessu sé bara verið að stíga fyrsta skrefið: Að betur í ljós að bankar em þess eðlis, að þótt opinberri ábyrgð á innstæðum þeirra sé aflétt hefur ekkert ríkisvald efni á því að láta þá fara á hausinn svo sem þeir verðskulda, því að það getur skapað panikk meðal almennings og kippt stoðunum undan öllu efnahags- kerfi viðkomandi þjóðar. I Noregi vom til skamms tíma allir bankar einka- bankar. Þeir eru nú nær allir komnir meira og minna á hendur ríkisins. Stærsti banki Danmerkur var nú á dög- unum að leita ásjár ríkisins. Sparisjóða- hneykslið í Bandaríkjunum er talið munu kosta skattgreiðendur allt að 500 milljörðum dollara þegar öll kurl em komin til grafar. Þar létti Reagan öllum hömlum af útlánastarfsemi þeirra en „gleymdi" að afnema ríkisábyrgð af innistæðunum. Óprúttnir fjármála- braskarar geta því hellt sér út í vafasöm og áhættusöm viðskipti í skjóli þess, að ríkismamma (skattgreiðendur) muni alltaf taka á sig versta skellinn, fremur en láta bankana fara í gjaldþrot. Allir stærstu einkabankar Bandaríkjanna eiga í vök að verjast eftir yfirtökuæðið á síðasta áratug, sem oftar en ekki var fjármagnað með bókhaldskúnstum og verðbréfabraski, sem lítil raunveruleg verðmæti stóðu að baki. Það virðist jafnauðvelt að draga „ábyrgðarvædda" einkaframtaksmenn á asnaeyrunum og pólitískt skipaða flokksgæðinga. Það er líka misskilningur hjá Jóni Sigurðssyni, ef hann heldur að for- ganga hans um einkavæðingu Útvegs- bankans sáluga hafi skapað honum slíkt traust, að hann þurfi ekki að vanda undirbúning að frekari einkavæðingu ríkisbankanna til hins ýtrasta. Þeim sem að staðaldri lesa þetta blað ætti líka að vera ljóst, að það er ekki líklegt til „ábyrgðarvæðingar" fyrir- tækja að gefa þau, eða selja á hálfvirði, þeim sem þegar ráða alltof miklu í ís- lenskum fjármálaheimi. Mönnunum, sem löngum hafa skartað með núver- andi fjármálaráðherra og forsætisráð- herra sem fundarstjóra á aðalfundum sínum. Svo undarlegt sem það kann að virð- ast verður nefnilega að framkvæma einkavæðingu með aðferðum áætlunar- búskapar. Þar dugar ekki að vinna með öfugum klónum fyrir aftan bak. F J O L M I L A R Þjóðarsál og kartöflur Þegar ég var í aðeins rólegri vinnu en ég er í nú hlustaði ég reglulega á Þjóðar- sálina á Rás 2. Ég hafði hana í gangi á meðan ég eldaði og skrældi kartöflumar. Ég skræli nefnilega kartöflumar áður en ég sýð þær til að geta skorið þær í tvennt og hent þeim sem hafa hringrot í sér. Eftir því sem vorið nálgast fækkar þeim kartöflum sem lenda í pottinum. Síðast fékk ég átta kartöflur úr tveggja kílóa poka. En hvað um það. Um daginn ætlaði ég að vera góður við mig og fór heim fyrir sex, náði í búð og var mættur heim rúm- lega sex til að skræla kartöflumar mínar og hlusta á Þjóðarsálina. Það var þá sem ég náði átta kartöflum úr tveggja kílóa pokanum. Þjóðarsálin hafði ekkert mikið breyst frá því ég hlustaði síðast fyrir einhverjum mánuðum. Ef eitthvað var hafði hún versnað eins og kartöflumar. Mér fannst eins og Stefán Jón Hafstein væri alveg hættur að hafa gaman af þessu verki. Hann var önugur við suma eins og fyrr en alls ekki eins skemmtilega önug- ur og mig minnti að hann væri. Og hann var líka fljótur að koma sér upp skoðun sem var öndverð við skoðun viðmæland- ans, en þær skoðanir sem hann fann vom ekkert sérlega skemmtilegar. Sumar jafhvel enn venjulegri, vitlausari og leið- inlegri en skoðanir viðmælendanna. Mér fannst líka eins og þeir sem hringdu inn og kvörtuðu ynnu við það. Ég fékk á tilfinninguna að megnið af fólkinu væri að hringja inn í sjötta eða sautjánda skipti. Sumir heilsuðu Stefáni meira að segja með því að þakka honum fyrir síðast og Stefán gat ekki leynt æ-ert- það-þú-aftur-tóninum. Þetta er allt voðalega sorglegt. Ekki s t s t fyrir það að við þessu er ekkert að gera. Það er að minnsta kosti ekki hægt að loka Þjóðar- sálinni. Hún er fyrir löngu orðin magn- aðri en svo. Þjóðarsálin er orðin eins og kartöflum- ar. Maður er löngu kominn yfir að nenna að tuða yfir þeim. Og eins og með kart- öflumar lætur maður sig hafa það. Mað- ur sættir sig frekar við hringrotið en að venja sig á hrísgrjón. Gunnar Smári Egilsson „Það er einlæg skoðun stjórn- enda Mjólkursam- sölunnar að í þessu máli hafi fyrirtækið hreinan skjöld og mark- mið þess um vandaða þjónustu og heiðarlega við- skiptahætti hafi hvívetna verið haldið.“ Guðlaugur Björgvinsson einokari. cVccccv et- iítAj'ucevip.öm, cí, 'uccccclcv- CíécvcU'W „Menn ræða um hlutina og þetta er eiginlega eins og komm- úna hjá okkur, ég stjóma bara æfingunum." Tómas Holton aðalritari. eAÁZ itíUwwwTwv? „Ég er helmingi eldri en sá næstelsti í fyrirtækinu." Jóhannes Jónsson bónuskóngur. "£av jcZ fx.o&rt'tci' c\Í) ve.’ca. c\Í) tc\L^c\. /rWv „Gera verður þá kröfu til láns- umsækjenda að þeir leggi ffam raunhæfar rekstraráætlanir, sem sýni án allrar óskhyggju hvemig greiða eigi til baka þau lán sem sótt er um.“ Geir A. Gunnlaugsson lánsmaður. /\jt (, vccí, jci, LrCV'CC cyœ-i! beúti a.oAÍ! „Ég á þetta nafhi mínu að þakka. Þetta er mikill sigur fyrir Mussolini-fjölskylduna." Alessandra Mussolini þingmaöur. je.cýcv'), cyvc\-c)u,í. tscr'ccý- c\A, eÁAi, óýcíLju,v/ , J>að er betra að sleppa veisl- um en að spara til þeiira." Ólafur Jónsson veislufulltrúi. e^ccLccViico-clcvcccti d^Jc\ccctibc\cv&c\ccS ? „Guð einn má því vita hvað Landsbankinn tapar á gjaldþrotí fyrirtækisins.“ Sverrir Hermannsson vinur Eykons í (snó. (^þídciLc'cticvcv k,\,c\tc\cvc\c\ „Það er mikil umræða í flokknum um fólk og steíhu- mið.“ Guðmundur Árni Stefánsson varamaður.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.