Pressan - 15.04.1992, Side 35

Pressan - 15.04.1992, Side 35
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 15. APRIL 1992 35 LÍFIÐ EFTIR VINNU BARIR • Um síðastliðna helgi var opnaöur nýr bar í Tryggvagötu, þar sem áður var staðið á öndinni. Nýi staöurinn heitir Grjótið og sinnir sérstaklega þörfum rokkunnenda. Allri slíkri sér- hæfingu ber að fagna. Hins vegar verður að segjast eins og er, að inn- rétting ber ekki nein sérstök merki rokkáhuga ef undan eru skilin gömul þungarokksplaköt og mótorhjólshræ í andyrinu. Gestirnir voru í leðraðra lagi, enda hálstau bannað inni á staðnum. Tónlistin, sem leikin var í hljómsveitar- pásum var hins vegar ómarkviss og ekkert sérstaklega til þess fallin að gleðja rokkunnendur. Fyrst að verið er að þessu á annaö borö eiga aðstand- endur staðarins að sjá sóma sinn í því að þora að leika Metallica, Anthrax, Slayer, CelticFrost, Sepultura og þaö- an af þyngra efni. Meira að segja í Þjóðleikhúskjallaranum er hægt að hlusta á Doors og þaðan af rólegra efni. Vonandi þarf staðurinn bara að slípast til og þá hefur hann alla burði til þess að verða alvöru rokkstaður. Pjetur er með mörg járn í eldinum þessa dagana og hefur í ýmsu að snúast. P.S. CAMLI LUNDUR Hraw/Jt»gni Hrafnhildur Halldórsdóttir dagskrárgerðarkona ,JÉg hef dreift kröftunum dá- lítið. Þetta er spumingin um brauðstritið; ég vildi frekarfá mér hlutastarf hjá Sjón- varpinu en deyja úr sulti í þakherbergi einhvers staðar," segir myndlistar- maðurinn, rokkarinn og grafíkerinn Pjetur Stef- ártsson og er að svara þeirri spumingu hvemig standi á því að svo lítið hef- ur borið á honum undanfarið. Pjetur hefur dvalist töluvert erlendis undanfarin misseri og unnið þar og skoðað söfri, „verið að víkka sjóndeildarhringinn", eins og hann segir sjálfur. Nú um páskana, nánar tiltekið 16. til 20. apríl, sýnir Pjetur í Gamla Lundi á Akureyri blýants- og tússteikn- ingar sem hann hefur unnið á síðustu þremur árunt. A næst- unni ætlar Pjetur einnig að sýna á Höfn í Homafírði og á Seyðis- firði. En allt um það. Pjetur er líka tónlistarmaður og sjálfsagt muna allir eftir því bráðgóða rokklagi Ung, gröð og rík. P.S. og co. eru komnir af stað aftur og vinna nú að nýrri plötu. A henni verða Pjetri til aðstoðar Tryggvi Htibner, Halldór Lárus- son, Sigfus Ottarsson, Björgvin Gíslason, Pat Tennis, Rúnar Gunnarsson og Jón Olafsson bassaleikari. Ekki er neitt ákveð- ið með hvenær platan kemur út en við bíðum spennt. STÚLKA KÖLLUÐ NONNI Hingað til lands er kornin hollenska blúsrokksveitin A Girl called Johnny. Það er svo sem ekkert skrítið að þessi bless- aða sveit skuli heita þessu naftti, söngvari hennar er nefnilega stúlka sem einmitt er kölluð Johnny. Að sögn Jens Hanssonar, saxófón- ieikara Sálarinnar hans Jóns míns, sem ber hitann og þung- ann af hingaðkomu Johnny, er hún hreint frábær söngkona og minnir talsvert á ekki ómerkari söngkonu en Janis Joplin. Auk Johnny eru í bandinu Jan Vand- ermay gítaristi, Rudy Engelbert bassaleik- ari, Christian Musier trommari og M.J. Lav leikur á gítar. „Þetta em allt saman ntjög góðir hljóðfæraleikarar. Ég hef heyrt í þeim og bandið er frá- bært, ég mæli með þeim,“ segir Jens og meðan enginn annar er til vitnis tökum við hann að sjálfsögðu trúanlegan. A Girl called Johnny spilar á Púlsinum í kvöld, 15. apríl, og líka þann 20. Lipstick lovers hita upp bæði kvöldin. An þess að það komi málinu beint við má geta þess að Rudy Eng- elbert lék um tíma með þýsku rokkdrottningunni Nínu Hagen og var meira að segja sambýlismaður hennar um skeið. Y N D N Áður en Sævar Karl Ólason seldi allri karlþjóðinni Boss- jakkaföt var hann bara venjulegur strákur með strítt hár. Nú, tæpum tuttugu árum og 125.679 Boss-jakkafötum síðar, er hann allur orðinn settlegri og velmegunarlegri. Hann er kom- inn með svip sem aðeins þeir sem verða að stofnun í samfélag- inu ná. Einskonar Jóhannesar Nordal-svip. „Komið þið sœl. Því miður þá eru Hrafnhildur og Smári ekki heima núna. En þau eru mjög samviskusöm og hringja til baka um leið og þau koma heim. Skildu bara ejtir skilaboð, hvar og hve- nœr, klukkan hvað. “ POPPIÐ • Heitur is er nýstofnuð hljómsveit sem spilar á Gauki á Stöng í kvöld. í þessari sveit er margt ágætra manna, svo sem; Edda Borg (konur eru líka menn), Björn Thoroddsen og Bjarni Sveinbjörnsson. Þau leika víst blús- rokk í hressari kantinum. Að minnsta kosti segir Úlfar það. • Völuspá. Þaö er ekki nóg með að það megi lesa hana sér til ánægju um páskana heldur verður líka hægt að hlusta á hana í kvöld á Firöinum. Það er að segja hljómsveitina Völuspá, ekki bókina. Við fjölyrðum ekki meira um þetta. En hljómsveitina skipa þeir Björgvin Gíslason, Haraldur Þor- steinsson, Jón Ólafsson bassaleikari, Ríó tríó-maðurinn með alskeggiö, Ág- úst Atlason, og kannski einhverjir fleiri. • Lipstick lovers spila frumsamda tónlist og uppáhaldslögin sín á Blús- bamum í kvöld. Vúllí búllí. Þetta sem þú ert að lesa núna er bara til uppfyll- ingar, það var svo fjári tíkarlegt að hafa þetta baratværlínur. KÓNCULÓARSOKKABUXUR í HVERSDA6NUM Sveinn Líndal Jóhannsson, verslunarstjóri Skífunnar í Kringlunni. Hvað ætlar þú að gera um páskana Sveinn poppari? „Það er á dagskránni að vinna að BA-ritgerð minni í stjómmálaffæði. Þá vinnu ætla ég að krydda með hæfi- legum skammti af bjór og skemmtun en þess á milli ætla ég að sitja inni við og skrifa.“ öllu er á botninn hvolft hefur Holtið allt- af vinninginn, ekki síst vegna þess hversu íhaldssamur staðurinn er og mikill stöðugleiki í eldamennsku, fram- reiðslu og allri umgjörð. Grillið á Hótel Sögu hefur aldrei náð þeim upphæö- um í matargerðarlistinni sem Holtið er orðlagt fyrir. Hins vegar geta menn setið þar hátt uppi, snætt ágætan mat, og horft yfir borgina eins og kóngar í ríki sínu eitt kvöld. LEIKHÚS • Allt lokað. Þaðervitaskuld einsog hver önnur della aö stóru atvinnuleik- húsin I Reykjavík skuli ekki sýna af grimmd og ákafa yfir páskana. Því hvenær hefur hinn vinnandi lýður svo- sem betri tíma til að fara í leikhús en einmitt þá, og er ekki líka heppilegast að fara í leikhús á stórhátíðum þegar maður er hvort sem er í sparifötunum. (staðinn taka Þjóðleikhúsið og Leikfé- lag Reykjavíkur sér gott páskafri, sem minnir okkur á að leikararnir eru opin- berir starfsmenn, og líka í hjartanu oft átíðum. • Islandsklukkan. Leikfélag Akur- eyrar gerir Reykjavfkurleikhúsunum skömm til og sýnir leikgerð (slands- klukkunnar flesta hátíðardagana. Sýn- ingin er í meira lagi hefðbundin, þetta er sú islandsklukka sem er þjóðinni kær og kannski engin ástæða til að of- urselja hana einhverri tilraunastarf- semi. Kannski er hún enn frekari ástæöa til aö sjá (slandskiukkuna sú uppgötvun sem einhverjir hafa gert að verkiö fjalli í raun um aðild íslands aö Evrópubandalaginu. Leikfélag Akur- eyrarmiö., fim., lau. & mán. kl. 20.30 • La Bohéme.Furöulega geta (s- verið íyrr en nú í vetur sem hún fór að taka skriftimar alvarlega að einhverju ráði. Og það með hreint ekki slæmum árangri því rúmlega 100 smásögur bárust í keppnina. En ætíar Vala að leggja fyrir sig skriftir? „Framtíðin er óráð- in en það er gott og gaman að fá svona viðurkenningu lýrir það sem maður gerir. Það dregur að minnsta kosti ekki úr manni að halda áfram,“ segir Vala. Annars virðist skáldgyðjunni vera sérstaklega vel við nema í MH því sigurvegari í ljóða- keppninni var líka þaðan. Hann heitir Jón Yngvi Jóhannsson en það reyndist bara ómögulegt að ná í hann drenginn, þannig að ljóðið verður að bíða betri tíma. skrifað með ypsiloni og kemur þessu ekkert við. Þetta er sveit sem spilar á Dansbarnum í kvöld og þótt þeir séu bara tveir félagarnir þá spila þeir ágætavel. • BP-blúsband skemmtir þeim sem sækja Feita dverginn heim í kvöld. Þetta er tríó skipaö meðlimum úr hljómsveitinni Fressmönnum. Við minnum á þá staðreynd aö British Petroleum er ekki lengur startrækt hér á landi og því ætti þetta að vera Olís- blúsband. En erlendu áhrifin sækja alls staðar á. • El puerco og ennisrakaðir skötu- selir leika ekki á Tveimur vinum í kvöld. Nei, en jjeir verða þar á annan í páskum. Svínið og selirnir hafa ekki komið fram lengi, að minnsta kosti hef- ur þá lítiö fariö fyrir því. Einu sinni gáfu þeir út plötu. Honk. VEITINGAHÚS • Þaö er víst hefð og hefur verið bundið' í lögreglusamþykktum aö á stórhátíð eins og páskunum skuli veit- ingahús vera harðlokuð. Á þessu hafa reyndar orðiö nokkrar undantekningar hin síðari ár, en í mörgum tilvikum hafa þaö verið staðir sem ætla að krækja í gesti á þeirri forsendu einni að það sé opiö, ekki vegna þess að maturinn sé neitt sérlega merkilegur. Við þessu ástandi er best að bregðast meö því að fara almennilega út að borða um páskana, gera það með stæl, á veit- ingastaö sem varla lokar af svo litlu til- efni. Sitja lengi, í sallaró, yfir þríréttaöri máltíð, góðu rauðvíni, kaffi og koníaki. Þar eru vitaskuld hótelin f fremstu röð. Kannski slaga einhver veitingahús tímabundið upp (Hótel Holt, en þegar Kóngulóarstelpan Vala skrifar og skrifar og hefur þegar fengiö fyrstu viðurkenningu sína fyrir ritstörf. mánuð eða þar um bil er vænt- anleg bók frá Vöku- Helgafelli með því bitastæðasta úr sam- keppninni. Vala segist alltaf hafa skrifað töluvert en það hafi þó ekki • Sniglabandiö bankar upp á hjá Kára, Jónasi og mömmu hans á Tveimur vinum í kvöld. Það þarf svo ekkert aö segja mikið frekar, það vita allir að Skúli, Ploderinn, Drösullinn og félagar þeirra svíkja engan. • Sín. Þama ekki um að ræða sjón- varpsstöðina, enda er nafn hennar „Þetta er svona lítil saga úr hversdagslífinu og gerist á Blúsbamum," segir Vala Bald- ursdóttir, höfundur smásögunn- ar Kóngulóarsokkabuxur sem bar sigur úr býtum í smá- sagna- og ljóðakeppni fram- haldsskólanna. Vala er 19 ára og nemi á félagsfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún segir að sagan sé ekki al- veg ósönn en vill engu ljóstra upp um innihaldið. Sem er kannski ekkert skrítið þvf eftir Vlf> MÆLUM MEÐ Að fólk sæki um sem leikarar hjá Light Nights fín sumarvinna fyrir þá 1.800 námsmenn sem horfa ffam á atvinnu- leysi Þjóðargrafreitnum á Þingvöll- um þangað er góður páskabíltúr Fleiri hryggðarvökum til dæmis við kynbótastöðina í Hrísey og bara hvar sem er Páskaeggjum með meira og betra nanimi ekki bara tveimur hörðum kara- mellum, nokkrum kúlum og einum brjóstsykri INNI Smábamasund. Það er mikið inni (og gott) að eiga lítil og sæt böm sem heita stómm og ábúðarmiklum nöfnum (Amljótur, Álfgrímur, Þor- gerður, en ekki Yrsa Mjöll eða Burkni Snær); hafa komið þeim í heiminn mitt í hjartahlýjunni og umhyggjunni og heimilisbragnum á Fæðingarheimilinu, búa f fallega uppgerðri en þó ekki fburðarmikilli íbúð í steinhúsi fyrir vestan Kringlumýri, vera umhverfisvænn án þess það fari þó nokkum tfma út í heimskulegar öfgar, áhugasamur um menningu, leikhús og þjóðmál án þess það verði þó nokkum tíma að kjánalegri áráttu. Njóta fjölmiðla í hófi. Eiga passlegt safn geisla- diska, þar sem er hæfilega mikið af vönduðu en þó framsæknu rokki, helstu perlum sígildrar tónlistar, að ógleymdum svolítið obskúrum ftölskum og frönskum flytjendum. K .æða börnin af kostgæfni með til- liti til lita og mynstra, en þó alltaf af fyllstu smekkvísi. Setja skemmti- legar húfur á litlu kollana. Punktur- inn yfir i-ið er samt smábamasund- ið sem snjall íþróttakennari í Mos- fellssveit innleiddi fyrir nokkru. Lfklega er alveg rétt að það auki bæði styrk og sjálfstæði litlu barn- anna, en þó er það varla neitt hjá því hvað foreldrarnir taka sig vel út. ÚTI Orðtök. Allar gömlu tuggurnar úr máli kotbænda og þurrabúðar- fólks sem íslensku nútímafólki er uppálagt að nota eins og það væri lifandi tungumál; allur sá staðlaði talsmáti upprunninn úr heyskap, fráfæmm og sjósókn á opnum bát- um sem kemur ekki hætishót við fólki sem fer allra sinna ferða á jap- önskum bílum. Málshæltir sem koma eins og gluggapóstur upp úr páskaeggjum, svo andlausir að þeir eru sennilega búnir til í kaffitíman- um í súkkulaðifabríkkunni eða í einhverjum afdal sem Byggðastofn- un hefur ekki einu sinni uppgötvað (leiðinlegasta persónan í íslenskum bókmenntum er reyndar vinnumað- urinn sem alltaf svaraði í málshátt- um). Og — í framhaldi af því — páskaegg, eða þessar súkkulaði- klessur í sellófani sem fslendingar brúka sem páskaegg. Einu sinni var ekkert gotterí að hafa á íslandi nema kókosbollur, lindubuff og sír- íuslengjur. Á þeim tíma mótaðist líka hið íslenska páskaegg. Síðan varð allt frjálst og inn í landið flæddi háþróað útlenskt gotterí. Og íslenska gottið skánaði líka, smátt og smátt og með semingi sælgætis- framleiðenda. Nema páskaeggið — það er ennþá eins og á haftatíman- um.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.