Pressan


Pressan - 28.05.1992, Qupperneq 13

Pressan - 28.05.1992, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992 13 Már Pétursson, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður í Kjósarsýslu Már Pétursson var skiptaráöandi í mál- inu og taldi ekki ástæöu til aö rann- saka framlagða papp- íra þó svo lögmaöur legöi á þaö mikla áherslu og hafi aö lokum óskaö aöstoö- ar Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Lög- fræöingur benti á að í Ijósi sakavottorðs ákæröa heföi Már haft ástæöu til aö taka tillit til óska lögmannsins. Skiptaráðandi í Hafnarfirði tók ekki tillit til óska lögmanns um lögreglu- rannsókn á falsaðri erfðaskrá og efa- semda um að framlögð gögn væru á rökum reist. Einkaerfinginn íhugar nú hvort ríkissjóður sé bótaskyldur vegna afglapa Más. GERBI í fréttum PRESSUNNAR undanfarnar tvær vikur hafa embættisstörf héraðsdómara í Hafnarfirði verið til umfjöUunar. Var þá meðal annars nefhd op- inber kæra sem Ríkissaksókn- araembættið gaf út á hendur Ól- afi Hrólfssyni og tveimur vitn- um, ásamt Valgeiri Kristinssyni, lögmanni og fasteignasala, sem var sýknaður. Dómsmál þetta snerist um fölsun á erfðaskrá Magnúsar Ólafssonar af hendi Ólafs Hrólfssonar, þar sem hon- um er úthlutað eignum úr búinu, en Hulda Magnúsdóttir, einka- dóttir Magnúsar, hefði átt að vera einkaerfingi. Vottamir tveir voru fundnir sekir um að hafa vottað erfðaskrána að Magnúsi lámum. Nú er Hulda að velta fyrir sér hvort hún eigi bótarétt á ríkis- sjóð vegna meðferðar skiptaráð- anda á málinu. Fordæmi em fyr- ir því að starfsmenn ríkisins hafi baikað ríkinu skaðabótaábyrgð. A þessu stigi málsins er mögu- legt að hafa samband við ríkis- lögmann og kanna bótaskyldu ríkissjóðs. Ef ríkislögmaður fellst á bótaábyrgð er hægt að gera sátt, en ef hann telur bóta- ábyrgðina ekki til staðar verður að höfða mál til að fá úr því skorið hvort um bótaábyrgð er að ræða. DÁNARBÚIÐ TAPAÐ Eignir dánarbúsins eru nú tapaðar og Hulda í raun arflaus. Ólafur Hrólfsson hafði umsýslu með eignum dánarbúsins en nú eru þær tapaðar þar sem Ólafúr er gjaldþrota. Ráðstöfun Ólafs á fjármunum Magnúsar var dæmd óheimil og hann sagður hafa dregið sér 1.083.459 krónur (um 2,5 milljónir að núvirði). Málavextir em þeir að seint í desember árið 1983 andaðist Magnús Ólafsson á Vífilsstöð- um. 12. janúar 1984 hófust op- inber skipti á dánarbúi hans í Skiptarétti Hafnaríjarðar, en bú- ið taldi húseign á Oldugötu 14 í Hafnarfirði, bifreið, innbú og lausafjármuni. Skiptaráðandi var Már Pétursson, bæjarfógeti í Hafnarfirði og sýslumaður Kjósarsýslu. FALSAÐIR PAPPÍRAR I skiptarétti lagði Ólafur fram falsaða erfðaskrá og tvo kaup- samninga um Öldugötu 14, ann- an um kaup Magnúsar á íbúð- inni og hinn dagsettan 9. nóv- ember 1983 um sölu Magnúsar á íbúðinni til Ólafs. íbúðin hafði verið innsigluð 5. janúar 1984 að ósk Huldu en innsiglinu var aflétt þegar skiptaréttur tók til starfa. Sigurður Georgsson, lög- maður Huldu, krafðist þess að íbúðin yrði innsigluð á nýjan leik og opinber rannsókn færi fram á skjölum þeim sem Ól- afur lagði fram. Þá fór Sigurður fram á að rannsakað yrði hvort Ólafur hefði í vörslu sinni lausafjár- muni og aðra muni sem til- heyrðu dánarbúinu, svo sem sjónvarp, píanó, bækur, hús- gögn og málverk. Þá vildi hann láta rannsaka hreyfingar á bankareikningum og að kannað yrði hvar fé það sem Ólafur sagðist bafa greitt hin- um látna væri niður komið. Hér var meðal annars um að ræða útborgun í íbúð á Akur- eyri sem ðlafur seldi fyrir Magnús. Ólafur hafði engar kvittanir sem gátu sannað að Magnúsi hefðu verið afhentir peningamir. Þessum óskum var synjað af Má Péturssyni. í bréfi dag- settu 17. janúar 1985 frá Rík- issaksóknara var ekki talin ástæða til að hefja opinbera rannsókn nema að ósk skipta- ráðanda. Síðar kom í ljós að Ólafur hafði dregið sér fé og að munir úr dánabúinu voru í hans höndum. „Ég hafði miklar efasemdir um að framlögð gögn væru á rökum reist og var tortrygginn á þau,“ sagði Sigurður Ge- orgsson. „Eg bað ítrekað um að beðið yrði með skiptin. Þá kærði ég þetta til rannsóknar- lögreglunnar sem síðan leiddi í ljós að erfðaskráin var föls- uð. Þá var búið að afhenda ákærða öll verðmætin.“ HVAÐÞARFTILAÐ SANNFÆRA SKIPTARÁÐ- ANDA? Hér má varpa fram þeirri spumingu hversu lengi skipta- ráðandi getur litið framhjá ósk- um lögmanna, en skiptaráðandi mun að öllum líkindum ekki hafa talið sannanir og gögn lög- formleg til að réttlæta að beðið væri með skiptin. „Það kann að vera spuming hvað maður þarf að sýna ffam á þannig að skipta- ráðandi fari sér hægt,“ sagði Sigurður Georgsson. Lögfræðingur sem PRESSAN ræddi við benti á að í ljósi saka- vottorðs Ólafs hefði Már haft ástæðu til að taka tillit til óska lögmannsins. Ekki náðist í Má til að bera undir hann þetta at- riði. í skýrslum ákærða, Ólafs Hrólfssonar, fyrir skiptarétti kemur fram að engar kvittanir eða undirskriftir af hálfu hins látna hafi legið fyrir vegna gjafa sem Ólafur taldi sig hafa fengið, þar með taldar sparisjóðsbóka- innstæður. Ólafúr hélt því fram að Magnús hefði gefið sér meg- inhluta eigna sinna á fjögurra mánaða tímabili, ffá ágúst 1983 þar til Magnús andaðist. í byrjun desember 1984 breytti annað vitnið framburði sínum og kom þá í ljós að erfða- skráin var fölsuð og hafði verið undirrituð að Magnúsi látnum. Það var síðan ekki fyrr en sex ámm síðar, 12. desember 1990, að Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp dóm í sakadómsmáli þessu, sjö ámm eftir andlát Magnúsar. Dómur- inn var birtur fljótlega eftir það en Guðmundur sendi dóm og dómsgerðir ekki frá sér fyrr en fyrir tæpum tveimur vikum. GANGUR MÁLSINS Málið var þingfest í Saka- dómi Hafnarfjarðar 12. ágúst 1986. Dla gekk að fá lögfræðing fyrir ákærða, Valgeir Kristins- son, og segir í dómnum að Haf- skipsmálið svokallaða hafi seinkað allri málsmeðferð. Einrúg reyndi Guðmundur að fá setudómara í málið. í dómnum segir orðrétt. „Kærandi hafði fundið mjög mikið að meðferð skiptaráðand- ans í dánarbúinu og taldi dómar- inn af þessum ástæðum eðlilegt og skynsamlegt að með málið færu setudómari og lögfræðing- ur, sem ekki hefði starfað við embættið, og þá sérstaklega þar sem málið hafði hlotið umfjöll- un í fjölmiðlum." Þessari ósk var synjað. Rúm fjögur ár liðu frá því málið var þingfest þar til dómur féll. Þó svo aðstæður hafi að einhverju leyti verið óhentugar er þetta óvenjulangur tími. PRESSAN hafði samband við förmann stjómar Dómarafélags íslands, sem vildi ekki tjá sig um þennan seinagang að svo stöddu, þvf málið væri til um- fjöllunar hjá félaginu. Anna H. Hamar

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.