Pressan - 28.05.1992, Side 14

Pressan - 28.05.1992, Side 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. MAÍ 1992 Titringurinn í Alþýðuflokknum MIKIL OÁNÆGJA MEO JON BALDVIN EN MINNISAMS1ABA OM X ■ ■ I ■■ ■ ■ ■■ ■■ ■ ■■ I ■ ■ Alþýðuflokkurinn virðist ekki reiðubúinn að kjósa Jó- IBIIII | 1 ■ hönnu Sigurðardóttur formann, þrátt fyrir óumdeildar Smj H ■ ■■■ ■y,y H ■ vinsældir hennar í flokknum. Jón Baldvin sýnist traustur í S I \ 1 ■■ sessh en beðið er eftir yfirlýsingum Guðmundar Árna Stef- ■■ ■ I ■■ ■ ■ I ■ ■■ ánssonar á þingi ungkrata nú um helgina. Jón Baldvin fékk falleinkunn hjá helmingnum Úlkoma Jóhönnu Siguröar- dóttur og Jóns Baldvins Hanni- balssonar úr skoðanakönnun Skáís fyrir PRESSUNA var ólík. Jóhanna fékk hæstu meðalein- kunn sem ráðherra hefur fengiö og var langt fyrir ofan næsta mann. Jón Baldvin fékk hins vegar næstlægstu meðalein- kunnina var einn þriggja ráð- herra sem fengu falleinkunn. Samanburðurinn er Jóhönnu í hag í öllum tilfellum: Jóhannafékk7,1 í meöalein- kunn en Jón fékk 4,5. 13 pró- sent þátttakenda gáfu Jóhönnu 10 en aðeins 4 prósent Jóni. Jóhanna fékk 8 til 10 frá 48 prósentum þátttakenda en Jón aðeins frá 20 prósentum. Jón Baldvin fékk núll frá 18 Niðurstöður í einkunnagjöf- um fólks um ráðherra benda til þess að það gæti orðið Alþýðu- flokknum farsælt að skipta um formann. Losa sig við næstóvin- sælasta ráðherrann, Jón Baldvin Hannibalsson, og setja í hans stað þann langvinsælasta, Jó- hönnu Sigurðardóttur. Þó virðist afar ólíklegt að sú verði niður- staðan á flokksþinginu sem haldið verður um miðjan júní. Vegna þess að stuðningur við störf þeirra er mjög viðlíka með- al flokksmanna og vegna þess að þótt flokkurinn styðji Jóhönnu sem varaformann og til að vera Jóhanna virðist hann ekki reiðu- búinn að gera hana að formanni. Þó er töluverður skjálfti innan flokksins og ljóst að kratar vilja vera viðbúnir hinu óvænta þegar á þingið kemur. Óánægjan sem einkum hefur birst í véfréttastíl í fjölmiðlum veldur óvissutitringi sem enginn virðist geta hent reiður á. Til marks um það var kjördæmisþing flokksins í Reykjanesi á þriðjudagskvöld. Meðal fundarmanna voru þeir sem hafa lýst efasemdum um forystu Jóns Baldvins, en fúnd- inum lauk með því að samþykkt var samhljóða afdráttarlaus stuðningsyfirlýsing við hann. Nú standa yfír kosningar full- trúa á flokksþing, meðal annars um helgina hjá stærsta félaginu, Alþýðuflokksfélagi Reykjavík- ur. Þar er framboð meira en eftir- spum og hafa verið í gangi með- al flokksmanna listar með nöíh- um þeirra sem tilteknir hópar vilja að komist að sem fulltrúar. Meðal annars hefur hópur stuðn- ingsmanna Jóhönnu dreift lista með um þrjátíu nöfnum sem brýnt er talið að hljóti kosningu. Félagið á rétt á rúmlega fimmtíu fulltrúum af 330 á þinginu. Samband ungra jafnaðar- manna velur sína fulltrúa um helgina og verður Guðmundur Arni Stefánsson gestur þar. Sú skoðun er áleitin innan flokksins að þar muni hann gefa yfirlýs- ingu um ffamboð til formanns, enda hafi hann þegar tryggt sér hálft annað hundrað atkvæða ef til formannskosninga kæmi. I samtali við PRESSUNA vildi Guðmundur Ami ekki neita þessu, sagðist ekki halda ræðu án þess að gefa einhverjar yfir- lýsingar. Hann vildi ekki segja hvers eðlis þær yrðu. Hann vildi „Ekki stikkfrí í pólitík" segir Jón Baldvin Hannibalsson „Guð láti á gott vita ef eitt- hvað er að marka þetta,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson og var þá að vísa til útkomu Al- þýðuflokksins úr skoðana- könnun Skáls. „Einkunnagjöf ráðherra er náttúrlega af því tagi að það deilir enginn við dómarann, þótt ég hafi lúmskt gaman af því að ráða í hvað ræður ein- kunnagjöfinni. Ég spyr sjálfan mig hvort falleinkunn upp á4,5 endurspegli mat þjóðarinnar á þýðingarmestu milliríkjasamn- ingum sem henni hafa hlotnast á lýðveldistímanum eða hvort hún endurspeglar einungis þá staðreynd að formaður Al- þýðuflokksins er umdeildur. Hann er ekki stikkfrí í pólitík og hann kemur ekki ábyrgðinni af óvinsælum verkum yfir á aðra.“ Hvernig útskýrirðu gengi Jóhönnu? „Allir vita að hún er góð kona og góðs makleg." Hvað segir þetta flokknum um hvað hann á að gera á flokksþinginu? „Enn með þeim fyrirvara að eitthvað sé að marka þetta, þá stendur Alþýðuflokkurinn betur en nokkru sinni síðan hann hóf stjómarþátttöku ár- ið 1987. Sú skoðun virðist vera röng, að einarðleg fram- ganga við nauðsynlegar kerf- isbreytingar í ríkisfjármálum bitni á flokknum og hann lifi það ekki af. Flokkurinn á ekki að heykjast á því verki, heldur ljúka því.“ Gœti hann ekki líka dregið þá ályktun að betra vœri að hafa í formannssœti vinsœl- asta ráðherrann fremur en þann nœstóvinsœlasta? „Jú, ef það væri rökrétt niðurstaða af því sem ég sagði áðan, að menn vilji að Alþýðuflokkurinn haldi áfram á sömu braut og ef menn treysta vinsælasta ráð- herranum til að ganga vask- lega fram í þeim verkum.“ PRESSAN gerði ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Jó- hönnu Sigurðardóttur, en hún sinnti ekki skilaboðum. heldur ekki segja álit sitt á niður- stöðum í skoðanakönnun Skáís. Aðrir drógu mjög ákveðnar ályktanir af könnuninni. „Ég hef þegar lýst yfir að ég telji tíma- bært að skipta um forystu og þessar einkunnir sýna að þjóðin er sammála því. Það verður svo að koma í ljós hvort flokksþingið er sammála. Það kemur ekki á óvart að formaðurinn nýtur ekki trausts, því hann nýtur ekki trausts hjá mér,“ sagði Bjarni P. Magnússon, sveitarstjóri og fyrr- um borgarfulltrúi flokksins, sem reyndar hefur lýst stuðningi við Guðmund Ama sem formann. , Jóhanna er afskaplega heiðar- leg og samkvæm sjálfii sér, hún er það sem Jón Baldvin hefur sagst vera en er ekki. Um for- ystuhæfileika hennar skal ég ekkert segja, en ef ég ætti að velja á milli þeirra hika ég ekki við að velja hana.“ Annar stuðningsmaður Jó- hönnu er ÓUm Þorvarðardóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs. „Það er engin tilviljun að Jó- hanna fær hæsta einkunn, því hún hefur það orð á sér að vera heilsteyptur stjómmálamaður,“ sagði hún. „Þessi könnun er hins vegar um álit fólks á eintak- lingum sem ráðherrum en ekki sem forystumönnum flokka og varasamt að draga of margar ályktaniraf því.“ Sem er það sem ræður úrslit- um á flokksþinginu. ,£g held að flokkurinn láti ekki einhverjar vinsældakannanir fjölmiðla hafa áhrif á sig,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingflokks- formaður. „Það virðist sem þau njóti mjög álíka stuðn- ings hjá flokksfólkinu, en það er líka Ijóst að flokks- fólki þykir mjög vænt um Jóhönnu Sigurðardóttur." Sá hópur sem er óánægður með Jón Baldvin virðist eiga tveggja kosta völ. Annars vegar að fara í formannskjör til að láta í Ijós óánægjuna, ef hann telur sig hafa fylgi til þess. Hins vegar að Jóhanna dragi sig til baka og eftirláti Guðmundi Ama varaformannssætið. Það er einn af kostunum sem hún er nú að íhuga. Ef ekki verða átök um menn á þinginu er sýnilegt að línur muni skerpast í málefn- um, sérstaklega í velferðarmál- um svonefndum. Jón Baldvin hefur talað opinberlega fyrir býsna róttækuni breytingum þar, en undirbúningshópur fyrir þingið í þeim málaflokki lýtur forystu Jóhönnu. Þar hafa hug- „Skemmtiefni en ekki vísindi" segir Jón Sigurðsson „Þetta er samkvæmisleikur, en ekki skoðanakönnun," sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra aðspurður um skoðana- könnun Skáís. „Tölugildi em ekki af skynsamlegu viti í svona samkvæmisleik. Það hefur enga merkingu að tölu- setja viðhorf fólks til ráðherra og starfa þeirra á þennan hátt. Þetta gefur hins vegar einhveij- ar vísbendingar um vinsældir og um það ætla ég ekki að segja meira.“ „Hvaða ályktanir á Al- þýðuflokkurinn að draga af þessu varðandiforystuna?" „Engar sérstakar ályktanir, bara skemmta sér við að skoða þetta. Þetta er skemmtiefhi en ekki vísindi.“ myndir Jóns — til dæmis um að láta þá greiða fyrir ýmsa þjón- ustu sem efni hafa á — ekki ver- ið uppi á borðum og hann sjálfur hefiir ekki komið að þeirri vinnu. Karl Th. Birgisson prósentum þeirra sem tóku þátt. Jóhanna fékk núll frá 1 prósenti þátttakenda. Jón Baldvin fékk falleinkunn; 4 eða minna, frá 50 prósentum þátt- takenda en Jóhanna fékk fall- einkunn frá 10 prósentum. Þegar afstaöa stuönings- manna Alþýðuflokks er skoðuð kemur í Ijós að 39 prósent þeirra gáfu Jóhönnu 10 en 23 prósent Jóni. 90 prósent gáfu Jóhönnu hæstu einkunn, 8 til 10, og 85 prósent Jóni. Jón fékk hins vegar falleinkunn frá 13 prósentum kratanna en Jóhanna aðeins frá 1,5 prósentum þeirra. Jóhanna fékk 8,7 í meðaleinkunn frá kröt- um en Jón 8,2.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.