Pressan - 28.05.1992, Síða 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28.MAÍ 1992
E R L E N T
„Ég ætla ekkert
aö kaupa, mig
langar bara aö
skoöa...“
Naína Jeltsín, eiginkona Borísar
Rússlandsforseta, var á ferö í Hol-
landi á dögunum til aö afla fjár
handa ungum fórnarlömbum
Tsjernobyl-slyssins. Þegar hún var
spurð hvort hana langaöi aö sjá ein-
hverja markveröa staöi i Hollandi lét
hún þá ósk eina í Ijósi aö hún fengi
aö skoða stórmarkað.
Kaupmáttur op-
inberra starfs-
manna minnkar
enn
Undirbúningi umhverfisráðstefn-
urnar f Ríó er svo að segja lokið og
á sumum vfgstöðvum mæti halda
aö ráðstefnan væri þegar hafin.
Þannig munu vændiskonurnar frir
utan Help, stærsta diskótek borgar-
innar, þegar hafa hækkað þóknun
sína um helming og er talið aö hún
muni enn hækka þegar rjómi um-
hverfisskriffinna heimsins kemur í
bæinn.
Þakka þér,
Jeeves
I kjölfar óeirðanna í Los Angeles
hefur eftirspurn eftir breskum einka-
þjónum vaxið stórlega, en margir
þeirra eru fyrrverandi hermenn, sem
hafa hlotiö þjálfun sem lífveröir auk
hinna hefðbundnu starfa eins og aö
strauja dagblöðin, blanda afréttara
og vera herranum innan handar um
hvaðeina.
Er aldrei friöur?
íbúum í svefnhverfi skammt frá San
Francisco brá heldur betur í brún
þegar meölimir vélhjólagengisins
Hells Angels festu kaup á húsi í
hverfinu, fluttu inn og hófu umsvifa-
laust taumlaust samkvæmislíf. Sáu
íbúarnir fram á svefnlausar nætur
og lækkandi fasteignaverð. Fyrsta
kvörtun til lögreglunnar var þó af
öörum toga en búist hafði verið viö,
því á laugardagsmorgni hringdu
englarnir sjálfir í lögregluna og
kvörtuðu undan hryllilegum hávaða
frá garðsláttuvélum nágrannanna.
Suður-Afríka
Armani-öreigarnir flýja Soweto
Þegar F.W. de Klerk, forseti
Suður-Afríku, tilkynnti það 2.
febrúar árið 1990 að Nelson
Mandela, leiðtoga Afríska þjóð-
arráðsins (ANC), yrði sleppt úr
haldi, vöknuðu vonir um að
loksins yrði endi bundinn á að-
skilnaðarstefnuna og annað
óréttlæti minnihlutastjómarinnar
gagnvart svertingjum. Hlutskipti
flestra þeirra hefur þó lítið breyst
til hins betra síðan og ef eitthvað
er hafa hinir snauðu orðið enn
snauðari.
Átök kynþátta svartra hafa
magnast og ofbeldisverkum
svartra gegn svörtum hefur síst
fækkað, en fyrst og fremst eru
það Inkatha- hreyfmg Zúlú-
manna og ANC, sem eigast við.
Ekki síst á það við í gömlu
blökkumannahverfunum á borð
við Soweto og Alexandra, en ein
afleiðing þess er að flestir leið-
togar Afríska þjóðarráðsins hafa
flutt búferlum í fínni hverfi, sem
áður voru einvörðungu opin
hvítum.
Þrátt fyrir að fangaklefi Man-
dela í 23 ár hafi líkast til verið
besti fangaklefi í Suður-Afríku
var hann enginn svíta. Hið nýja
Framhliö hinnar nýju villu Nelsons Mandela.
heimili hans í Houghton-hverfi,
sem er nokkurs konar Amames
Jóhannesarborgar, er aftur á móti
hið glæsilegasta. Húsið keypti
Mandela eftir skilnaðinn við
Winnie, en hún dvelst enn í tröll-
aukinni villu þeirra í Soweto á
hæð, sem aðrir íbúar nefna Be-
verly Hill.
Athygli vakti hversu lágt verð
Mandela galt fyrir húsið, því það
Frjálst siónvarp
í Rúmeníu
Þrátt fyrir að flestir telji lýð-
ræðisþróun í Rúmeníu með
allra hægasta móti varð Rúm-
enía samt sent áður fyrsta ríkið
austan jámtjaldsins sundur-
ryðgaða til að leyfa rekstur
frjálsrar sjónvarpsstöðvar.
Stöð tvö þeirra Rúmena er
þó ekki enn farin í loftið, en
gert er ráð fyrir að útsendingar
geti hafist innan nokkurra
vikna. í fyrstu verður sent út
sex stundir á virkum dögum og
sjö stundir unt helgar. Þau ný-
mæli verða í dagskránni að sex
auglýsingamínútur verða seld-
ar á hverri klukkustund, en að
öðm leyti á dagskráin að helg-
ast af fréttum, sjónvarpsleikrit-
um, kvikmyndum, spuminga-
þáttum og léttri skemmtan.
Það er breskt fyrirtæki, sem
á 80% af stöðinni á móti rúm-
enska ríkissjónvarpinu, en að-
alfjárfestirinn er grískur sjón-
varpsmógúll, Minos Kyriakou
að nafni. Talsmenn stöðvarinn-
ar segjast ætla að legggja ríka
áherslu á gæði efnisins og fyr-
irhuga að við stöðina starfi um
240 manns. Talið er að í upp-
hafi nái um fjórðungur Rúm-
ena útsendingum stöðvarinnar
og um tveir þriðju að ári liðnu.
kostaði hann aðeins um 10 millj-
ónir íslenskra króna. Þar sem
menn hafa borgað meira fyrir
auðar lóðir í hverfinu, hafa menn
sagt sem svo að annaðhvort sé
hús Mandela að hruni komið eða
þá að seljandinn, sem er vellauð-
ugur iðnrekandi, hafi viljað
koma sér í mjúkinn hjá ANC.
Hið síðamefnda kæmi ekki á
óvart, því að undanfömu hafa
sögur gengið fjöllum hærra um
hvemig ýmsir leiðtogar ANC
hvítum viðskiptajöfrum. Áður
en Mandela keypti húsið gisti
hann til dæmis í nokkrar vikur í
höll forstjóra stærsta trygginga-
fyrirtækis landsins. Og í fyrra
keypti Oliver Tambo, forseti
ANC, ekki minna slot fyrir jafn-
virði um 200 milljóna íslenskra
króna.
Fatasmekkur ANC-foryst-
unnar vekur ekki minni athygh,
því foringjamir klæðast allir
klæðskerasaumuðum fötum ffá
únum. Það þótti til dæmis hálf-
vandræðalegt í veislu, sem hald-
in var til heiðurs David Dinkins,
hinum þeldökka borgarstjóra
New York-borgar, að heiðurs-
gesturinn var sá eini, sem klædd-
ist litríkum afrískum kufli. Og
þegar ráðherrar minnihluta-
stjómarinnar hitta leiðtoga ANC
em þeir eins og kaupfélagsstjór-
ar í samanburði.
Thabo Mbeki, skuggautanrík-
isráðherra ANC, ekur um allt í
hvítum blæju-BMW af dýmstu
gerð og bjó til skamms tíma í
svítunni á fínasta hótelinu í land-
inu. Og Cyril Ramaphosa, fram-
kvæmdastjóri ANC, sem á ámm
áður var formaður verkalýðsfé-
lags svartra námumanna, fer nú
um hveija helgi á silungsveiðar
með toppunum hjá námusam-
steypunni Anglo-American.
Einn örfárra leiðtoga ANC,
sem ekki hafa fjarlægst rætur
sínar, er hinn 79 ára gamli vara-
forseti ANC, Walter Sisulu, en
hann býr enn í sama rauða múr-
steinshúsinu í Soweto og hann
flutti inn í 1941. Það er kannski
heldur engin tilviljun að hann er
sá leiðtoga ANC, sem mestrar
virðingar nýtur hjá svartri alþýðu
hafi þegið alls kyns greiða af Armani eða Savile Row í Lund-
Syndir feðranna
Breyskleiki vígðra þjóna kaþ-
ólsku kirkjunnar hefur verið
nokkuð til umræðu að undan-
fömu eftir að í hámæli komst að
írski biskupinn Eamonn Casey
hefði átt í langvinnu ástarsam-
bandi við bandaríska konu, getið
við henni son og síðan stolist í
safnaðarbaukinn þegar upp á
vinskapinn slettist og konan
krafði hann um meðlag. í kaþ-
ólskum sið á íslandi til foma
þótti reyndar engum neitt óeðli-
legt við að klerkar ænu konur og
böm, en nú — þrátt fyrir meint
umburðarlyndi 20. aldar manns-
ins — þykir þetta öldungis
ófært.
Hins vegar er líkast til algeng-
ara en margur hyggur að kaþ-
Grenier-hjónin ásamt dóttur sinni.
MAGNEA MATTHÍASDÓTTIR
Fjaðrafok faríseanna
„[SyndinJ getur verið hórdómur eða tóbaksreykingar, þátt-
taka í stjórnmálum eða keppnisíþróttum eða — og
„uhyggen spredersig“— jafnvel sú hrœðilega synd að
hvetja ungt fólk til framhaldsnáms... “
Hér í Danave'.di talar varla
nokkur maður um annað en
veðrið þessa dagana, enda búið
að vera 25° hiti og heiðríkja upp
á hvem dag og spáir öðm eins
næstu viku. Innfæddir gæla við
þá hugmynd að nú komi annað
eins sumar og ’47, sem enn
seiðir fram draumkenndan svip
á langminnugum og fullorðnum
Dönum. En þegar menn geta
fengið af sér að tala um annað
en sól og sumar, er það ekki
yfirvofandi silfurbrúðkaup
drottningarinnar eða þjóðarat-
kvæðagreiðslan á þriðjudaginn
um Maastricht-samkomulagið,
þrátt fyrir allar milljónimar, sem
já-menn splæsa til að fá þjóðina
til að kjósa rétt. Skoðanakann-
anir sýna enn hnífjafnt hlutfall
milli já-manna og nei-manna,
20% eða svo eiga enn eftir að
gera upp hug sinn, 3% ætla ekki
að kjósa, en til mikillar mildi
virðast allir búnir að átta sig á
því að atkvæðagreiðslan á að
fara fram. Batnandi manni er
best að lifa, líka í þessari blíðu.
Nei, það sem helst hefur hrist
upp í mönnum er sértrúarsöíri-
uður, sem telur um það bil
16.600 manns í 235 sóknum um
allt land. Þetta eru Vottar Je-
hóva, sem eiga reyndar útibú
um allan heim (nánar tiltekið 97
löndum) en aðalstöðvar sfnar í
Ameríku, eins og fleiri skrítin
trúfélög. Vottamir lentu nefni-
lega í þeirri leiðindaaðstöðu, að
fjölmiðlar komust á snoðir um
að frá þeim hefði verið stolið
leyniskrá yfir brottræka félaga
fyrir tæpu ári, í júlí í fyrra. í
skránni ku vera greint frá einka-
högum 4-6.000 manns eða svo.
Sagt er að hún sé hálfur annar
metri á þykkt og nái allt aftur til
ársins 1952, eða 40 ár. Þetta er
auðvitað afskaplega vont mál,
því dönsk yfirvöld em á því að
þessi skráning bijóti í bága við
lög og reglur, en Vottamir bera
það lyrir sig að þeir megi skrifa
svona punkta niður hjá sér, svo
framarlega það sé ekki á tölvu.
Komið hefiir fram annars staðar
að tölvuskráningin fari fram í
aðalbækistöðvum safnaðarins í
Ameríku, þar sem þeir em ekki
jafnfeintnir við slík apparöt.
Og það er ekki falleg lesning,
sem skráin býður upp á. Eins og
áður var nefnt, er hún um fólk,
sem gert hefur verið brottrækt úr
söfnuðinum vegna þess að það
hefur gert sig sekt um athæfi,
sem ekki sæmir sanntrúuðum
mönnum. Það getur verið hór-
dómur eða tóbaksreykingar,
þátttaka í stjómmálum eða
keppnisíþróttum eða — og
„uhyggen spreder sig“ — jafn-
vel sú hræðilega synd að hvetja
ungt fólk til framhaldsnáms,
sem Vottamir telja siðspillandi
með afbrigðum. „Safnaðarþjón-
amir“ mega ekki hafa alskegg
og þykja ósiðsamlegir í klæða-
burði ef þeir ganga ekki um í
jakkafötum og með bindi, þó
það sé kannski ekki alveg ljóst
hvar þeir finna fordæmi fyrir
slíkum útlitsreglum í Biblíunni.
Forsprakki safnaðarins hér í
landi leggur að jöfnu samkyn-
hneigð og stelsýki, en getur um-
borið hvort tveggja af himnesk-
um kærleika, svo framarlega
sem menn láta ekki undan veik-
leika sínum. Og það er reyndar
fleira, sem Vottamir líta hom-
auga, til dæmis blóðgjafir, enda
valdi ung rnóðir í söfnuðinum
það frekar um daginn að deyja
en þiggja blóð og verða þar með
útskúfuð úr „samfélagi heil-
agra“.
Utskúfunin er nefnilega
hræðileg refsing íyrir þá ræfla,
sem fyrir henni verða. Það má
segja að þeir hætti að vera til í
augum fyrrverandi safnaðar-
systkina og sinna nánustu, því
fólk á sjálflt á hættu útskúfun, ef
það helrir eitthvert samband við
sektargemlingana. Foreldrar
mega ekki einu sinni heilsa brot-
legu bami sínu á götu, hvað þá
meira, og iðulega em það reynd-
ar nánir ættingjar, sem koma
upp um „syndina", því það er að
sjálfsögðu tilkynningaskylda
innan safnaðarins. Og svona í
lokin má nefna, að fólk á svo
erfitt með að slíta sig úr þessum
kærleiksfaðmi, að eigin vali eða
annarra, að það em starfandi
fjölmargir stuðningshópar víða
um land. Já, „kristilegu kær-
leiksblómin spretta, kringum
hitt og þetta“. ______________
Höfundur er rithöfundur i Kaup-
mannahöfn.
ólskir kennimenn láti undan
ffeistingum holdsins. Kaþólskir
gáfumenn á Englandi hafa sumir
látið sér fátt um málið finnast og
benda á að menn heiti einlífi
ffekar en skrrlífi, manninum sé
syndin eiginleg — það sé ein-
mitt það, sem greini hið mann-
lega frá hinu guðlega — og
prestar geti sem aðrir menn fall-
ið í freistni. Og það gera þeir.
I Bandaríkjunum em til dæm-
is stuðningssamtök við konur,
sem eiga í kynferðis- og/eða tíl-
fmngasambandi við kaþólska
presta, og innan vébanda þeirra
em meira en 1.000 manns. Sam-
tökin nefnast Fagnaðarerindið
og em starfrækt af hjónunum
Joe og Cathy Grenier. Þeim er
málið ekki alls óviðkomandi,
því hann er fyrrverandi prestur
og hún fyrrverandi nunna. Bæði
em afar trúuð og beijast fyrir af-
námi einlífiskröfu kirkjunnar.
Þau segja vandann brýnan,
ekki síst vegna leyndarinnar,
sem hjúpar þessi sambönd. Ann-
ars vegar er leyndarmál elskend-
anna og hins vegar láta kirkjunn-
ar menn eins og vandinn sé ekki
til. Þangað til kirkjan endurskoð-
ar afstöðu sína er um þrjár leiðir
að velja: syndga á laun, láta af
kjóli og kalli eða ganga til liðs
við biskupakirkjuna, sem hefur
nær sömu kenningu og hin kaþ-
ólska en leyfir hjónabönd presta.