Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 Á L I T Ketill Larsen Á að breyta reglum í knatt- spymu til að reyna að gera hana skemmtilegri? Evrópukeppnin í Svíþjóð stendur nú sem hæst. Knattspyrnan sem þar er spiluð þyk- ir á stundum ekki hafa verið upp á marga fiska og aldrei hafa eins fá mörk verið skor- uð að meðaltali í leik. í haust tekur sú breyting gildi að markmaður má ekki taka boltann með höndum fái hann sendingu frá samherja. GUÐNIKJARTANSSON knattspyrnuþjálfari: „Ef ég svara þessu útfrá því sem ég sé í Evrópu- keppninni þá myndi ég vilja breyta henni að minnsta kosti þannig að ekkert jafntefli væri til. Hvemig sem menn vildu síðan útfæra það; hvort ætti að vera vítaspymukeppni eða eitthvað annað. Reglan sem kemur um að ekki megi gefa á markmanninn er eitt dæmi um tilraun til að lífga upp á boltann. Rangstöðureglan hefur einnig oft verið rædd og það er ekkert sem segir að ekki megi breyta þar. Ég vil ekki breyta knattspymunni stórlega en það má skoða ýmsar svona hugmyndir, byrjunin væri kannski að.prófa þærhjá yngri landsliðum. En það má ekki breyta allt í einu, þessi leikur væri ekki svona vinsæll ef fólki þætti hann alltaf leiðinlegur.“ EGGERT MAGNUSSON formaður KSÍ: „Það er eitthvað sem gerir það að verkum að knatt- spyman er langvinsælasta íþróttin í dag og nýtur geysilegra vinsælda um allan heim og því hlýtur flest í knattspyrnunni að vera vel lukkað. Auðvitað má alltaf skoða breyúngar, en það er af og írá að ég telji þörf á að gera róttækar breytingar, þessar miklu vinsældir sýna hvað leikurinn er vel heppnaður." LOGIÓLAFSSON þjálfari íslandsmcistara Víkings: „Eg er nú svolítið efrns í því, mér finnst fótboltinn skemmtilegur eins og hann er. Það væri ffekar að hugsunarháttur í taktískum aðferðum mætti breyt- ast. Ég er frekar vantrúaður á breytingar. Ef við tök- um sem dæmi regluna um markmennina þá þýðir hún það, að mínu mati, að liðin hætta að spila boltanum frá aftasta manni. Það þýðir að markmenn fara að sparka boltanum eins langt fram og hugsast getur. Þetta held ég að sé ekki það sem koma skal. En breytingin á rangstöðureglunni, að nú megi menn vera samsíða vam- armanni, er af hinu góða. Ég er tilbúinn að skoða allar hugmyndir þótt þær séu ekki þær sömu og mínar." PETUR ORMSLEV þjálfari og leikmaður Fram: „Ég vil litlu breyta í sambandi við reglurnar og helst ekki neinu. Að mínu mati heíúr engin góð til- laga komið ffam um breytíngar. Hugmyndir um að stækka mörkin og einhvcrjar sérstakar rangstöðu- línur og fleira myndu skemma leikinn held ég. Það væri ffekar að mætti breyta mótafyrirkomulagi en reglum. En það má skoða allar hugmyndir sem ffam koma.“ ASGEIR ELIASSSON Inndsiiðsþjálfari: „Ég sé ekki í fljótu bragði hvemig hægt er breyta reglunum tíl að gera fótboltann skemmtílegri. Ég held að aðalmálið sé kannski að liðin spili ekki svona passíft en ég sé ekki neina ákveðna lausn á því. Ég held að í sjálfu sér sé engin þörf á að breyta reglunum, fótbolti er skemmtilegur og þetta er bara spuming um hvemig menn vilja spila. Flestir leikir geta verið skemmtílegir án þess að reglunum sé breytt og ég hef verið á þeirri skoðun að ekki megi betur þekktur sem Tóti trúður, er fastur liður í hátíðahaldi Reykvíkinga 17. júní. Hann hefur verið á röltinu með kúlunef og í trúðaskóm í rúm tuttugu ár, er kominn í bullandi samkeppni við götuleikhús, risa, galdramenn, spákonur og aðrar furðuver- ur en heldur þó sínu striki og ætlar ekki að láta sig vanta þetta árið frekar en önnur. Tóti trúður eldist ekki Að morgni þjóðhátíðardags hljóma klukkur kirkna og nokkm síðar leggur forseti lýð- veldisins blómsveig að minnis- varða Jóns Sigurðssonar á Aust- urvelli. Efitir innblástur ættjarð- arsöngva flytur fjallkonan, tákn hinnar íslensku kvenþjóðar, ávarp. Þetta gerist á þeim tíma sem flestír drekka í rólegheitum morgunkaffið sitt, en fátt er það annað sem minnið geymir af viðburðum dagsins. Að vísu er dagskráin afar fjölbreytt og hægt að hitta Bínu blómálf, sjá sirkus Babalú og hlusta á Siggu Bein- teins, en offast er það nú svo að fólk ranglar um miðbæinn, hangir í biðröðum tíl að kaupa sælgæti og blöðrur eða leitar skjóls á rólegri stað. Það hafa verið gerðar heiðarlegar tílraunir til að hressa upp á anda dagsins með allsherjar kamívali, en af einhverjum ástæðum orðið að hjákátlegum samkomum í ís- lensku umhverfi. Eitt er það þó sem stendur upp úr og hefur lítið breyst síðustu tvo áratugi og það er Tóti trúður, glaði náunginn sem kætír bömin. Hvenœr leit Tóti trúður dagsins Ijós? OTALANDIMENN OG KONUR „Mér fmnst það ábyrgðar- hluti að hleypa öllum inn á svona þjóðarfund í beinni út- sendingu eins og það er kall- að hjá RUV. Þarna komu menn og konur er voru svo ókurteis og reyndar ótalandi að það er skömm að bjóða landsmönnum þetta þvarg. — Nema þetta sé spegilmynd þjóðarinnar, og þá er sannar- lega illa komið.“ Einar Magnússon, lesendabréf í DV. Stefán Jón Hafstein, dag- skrárstjóri rásar 2 „Aðalatrið- ið er það, að útvarpið er stofnun sem ráðamenn hafa góðan að- gang að með skoðanir sínar. Það væri ábyrgðarhluti að leyfa ekki almenningi að viðra skoðanir sínar á móti. Ef fólkið er dóna- legt og frekt, þá er það lfka dónalegt og frekt að leyfa fólki ekki að komast að með skoðanir sínar.“ NÆRINGARSNAUÐIR HIPPAR „Hippatímabilið er liðið sem betur fer. Það var nœringar- snauttfyrir huga og þroska fólks og niðurlœgjandi fyrir þá sem það þurftu að þola. Vonandi kemuraldrei annað eins tímabil í lífl þjóða. Því má líkja við heimsstyrjöld á friðartímum. “ Guðrún og Lilja, lesendabréf í DVi Margrét Hallgrímsdóttir, borgarminjavörður og for- stöðumaður Arbæjarsafns: „Eins og fram kemur í formála sýningarskrár um sýninguna okkar er það álit sagnffæðinga að tímabilið 1968-1972 hafi einkennst af hræringum meðal ungs fólks og um leið meiri vel- megun en áður hafði þekkst. A þessum árum var að vaxa upp ný kynslóð íslendinga, sem ekki þekkti af eigin raun hina hörðu lífsbaráttu sem einkennt hafði lifnaðarhætti íslendinga frá upp- hafi byggðar. Nýr hugsunarhátt- ur mótaðist og þjóðfélagið þró- aðist inn á nýjar brautir. Ung- menni skáru upp herör gegn neysluhyggju og róttækni bloss- aði upp í framhaldsskólum. Þetta var hluti af einkennum tímabilsins upp úr 1970. Nú, tuttugu ámm síðar, em þau að fá á sig heillegri mynd og unnt að átta sig á þeim áhrifum sent straumar og stefhur tímabilsins höfðu í for með sér. Lífið á ís- landi fer aldrei aftur í sömu skorður, þótt áhrifin yrðu eflaust minni en margur ætlaði." MESTIAFENGISSJUK- LINGURINN „Ríkissjóður er hinsvegar orðinn alger áfengissjúklingur, háður áfengi við fjárlagagerð. Hann getur ekki lifað án áfeng- is. Ríkissjóði þjónar almenning- ur þá fyrst nœgilega vel, að hann kaupi niikið brennivín af ATVR á fimmfoldu heimsmark- aðsverði. Hins vegar má enginn verða fullur afþessu öðruvísi en þá sé um félagslegt vandamál að rœða, semfellur undir stofii- anirog samtök. “ Halldór Jónsson forstjóri Halldór Árnason, skrif- stofustjóri Fjárlagaskrif- stofu: „Því miður er kostnaður ríkisins, bæði beinn og óbeinn, vegna áfengisneyslu það stór að þær tekjur sem ríkissjóður hefur af sölu áfengis ná varla að standa undir þeim kostnaði. Spurningin er hvort aðrir en neytendur sjálfir eigi að standa undir kostnaðinum sem fylgir neyslu áfengis.“ HARMRÆNN SAMRUNI „Grunnhugmyndin að baki Þjóðarbókhlöðu (sameining Lands- og Háskólabóksafns) var frá byijun ónothæf og veld- ur því minna tjóni sem fyrr verður frá henni horfið. Há- skólabóksasafn og Landsbóka- safn gegna svo gjörólíkum hlut- verkum að þau verða ekki sam- einuð nema með harmkvælum." Einar Bragi rithöfundur í Mbl. Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður og for- maður byggingarnefndar Þjóðarbókhlöðu: „Það verður ekki aftur snúið með þetta mál. í ekki stærra þjóðfélagi er nauð- synlegt að sameina kraftana. í þessu dæmi eitt öflugt safh í stað „Það var árið 1970, en áður hafði ég verið í öðmm gervum. Þar á meðal má nefna Alla sem lenti í ýmiss konar ævintýrum." Hvers konar náungi er Tóti? „Hann er besti náungi. Hann er strákur í sér og eldist aldrei neitt, hvemig sem á því stendur, hann er alltaf jafngamall þótt húfan sé aðeins farin að láta á sjá og hárið orðið rytjulegra. Hann er vinur bamanna og hefur gam- anafþeim." Lyftist brúnin á fólki þegar hann birtist? , Já, það er vegna þess að hann gerir bara hluti sem fólk hefur gaman af. Hann spaugar og syngur lög fyrir böm og bama- vini. Börnin taka töluverðan þátt íþessu." Tóti er nú kominn í tölu- verða samkeppni. , Já, það er ekki verra því það er ekki nóg að það sé einn skrít- inn karl á ferli. Það verða að vera margir því þjóðinni fjölgar stöð- ugt." Hann verður á ferðinni í dag? , Já, hann verður í miðbænum og Kópavoginum líka.“ Hvers má vœnta af honum þetta árið? , Alls góðs. Hann verður kátur og glaður, ekki síst á þessum degi.“ Hefur þessi dagur eitthvað breyst í gegnum árin? , J9ei, ekkert, og það er eins og allt hafi bara gerst í gær.“ Myndi fólk sakna Tóta ef hans nyti ekki við? , Já, vissulega."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.