Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17. JÚNÍ 1992 Ræðuhöld þingmanna Ef allir þingmenn töluðu eins mikið og Steingrímur J. þyrftu þingfundir að standa allan sólarhringinn, en ef allir væru eins og Eggert Haukdal væri hægt að afgreiða þinghaldið á innan við viku. Alþýðubandalagsþingmennirnir töl- uðu eins og 42 sjálfstæðismenn. Og ótrúlegustu tíðindin eru þau að Hjörleifur flutti ekki lengstu ræðurnar. smmlm j. Ef allir þingmennirnir 63 þyrftu að tala jafnmikið og Steingrímur J. Sigfússon þyrftu þingfundir að standa yfir í 22 klukkustundir og 12 mínútur hvem virkan dag þinghaldsins ef allir ættu að geta lokið sér af. Ef þingmenn væru hins vegar jafnsparir á ræðutímann og Eggert Haukdal gætu þeir mætt til þings klukkan 9 að morgni 15. september og verið famir heim klukkan ellefu að morgni þann 20. september án þess að funda meira en 8 tíma á dag. Steingrímur J., ræðuskörung- ur þingsins í vetur, talaði nefhi- lega 99 sinnum meira en Eggert PESSIR TÖLUÐU MEST I.Steingrímur J. Sigfússon 3.277 2. Ólafur Ragnar Grímsson 2.487 3. Halldór Ásgrímsson 1.947 4.Svavar Gestsson 1.843 5. Kristinn H. Gunnarsson 1.604 6. Ólafur Þ. Þóröarson 1.586 7. Hjörleifur Guttormsson 1.497 8. Friðrik Sophusson 1.147 S.lngibjörg S. Gísladóttir 1.065 lO.Guörún Helgadóttir 1.034 Haukdal, sem bæði fór sjaldnast í ræðupúlt og talaði minnst. ALÞÝÐUBANDALAGH) MEÐ MUNNRÆPU Þegar ræðutími þingmanna í vetur er skoðaður kemur í ljós að árangur Alþýðubandalags er hreint ótrúlegur. Af tíu mestu ræðuskörungunum á flokkurinn sex. Hann á sömuleiðis sex á listanum yfir þá þingmenn sem oftast kvöddu sér hljóðs. Eins og kunnugt er em lands- fundir Alþýðubandalagsins frægir fyrir maraþonumræður og nætuifundi. Venjulegir mið- stjómarfundir í flokknum eru líka á við góða landsfundi ann- arra flokka. Það má því líklega ekki rekja nema hluta af mál- gleði þingmanna Alþýðubanda- lagsins til málþófs, því hinir stjórnarandstöðuflokkarnir komust ekki með tærnar þar sem allaballar höfðu hælana. Hinn hlutann má rekja til reynslu úr félagsmálaskóla Al- þýðuílokksins. Að meðaltali talaði hver al- þýðubandalagsmaður í um 24 klukkustundir og hálfum tíma betur. Það er næstum því fimm sinnum meira en meðalræðutími sjálfstæðismanna. Níu manna þingflokkur Alþýðubandalags- ins talaði á við 42 sjálfstæðis- menn. Og með ræðuhöldum sínum tókst þessum 15 prósent- um þingheims að fylla út í 31 prósent ræðutímans. FRÁH V ARFSEINKENNI RÁÐHERRA Davíð Oddsson forsætisráð- herra kvartaði undan því í vetur að fyrrverandi ráðherrar í ríkis- stjóm Steingríms Hermannsson- ar væru með ífáhvarfseinkenni sem lýstu sér í sífelldum ræðu- höldum í þinginu. Þótt ráðherr- ann hafi ef til vill ekki oft rétt íyrir sér hefur hann líklega hitt naglann á höfuðið í þetta sinn. Tíu ráðherrar núverandi ríkis- stjómar töluðu samtals í 123 klukkustundir á þinginu eða hver að meðaltali í um 12 túna. Sex fyrrverandi ráðherrar síð- ustu ríkisstjómar töluðu hins vegar samtals í 184 klukku- stundir eða hver um sig að með- altali í 30 tíma og þremur kort- erum betur. EGGERT MEÐ 8 ÞÚSUND Á MÁNUÐIEN STEIN- GRÍMUR J.864 Hér að ofan voru þeir bomir saman; ræðuskörungurinn Steingrímur J. og þögli maður- inn Eggert Haukdal. Steingrím- ur væri nærri 100 Eggerta maki. Þegar Kristinn heitinn Finn- bogason stjómaði Tímanum á árum áður innleiddi hann launa- kerfi fyrir blaðamenn sem ÞESSIR TÖLUÐU MINNST 1 .Eggert Haukdal 33 2.Sigbjörn Gunnarsson 38 3. Lára Margrét Ragnarsdóttir 49 4. Guöjón Guömundsson 68 5. Guörún J. Halldórsdóttir 71 6.Sigriður A. Þóröardóttir 77 7. Árni M. Mathiesen 93 8. Vilhjálmur Egilsson 103 9. Árni R. Árnason 104 10. Geir H. Haarde 109 byggðist á því að hver og einn fékk greitt samkvæmt skrifuð- um dálksentimetrum. Því meira sem blaðamaðurinn skrifaði því meira fékk hann útborgað. Og öfugt. Samanlagt þingfaraikaup alls þingheims er um 132 milljónir á ári. Ef regla Kristins Finnboga- sonar væri yfirfærð á ræðutíma þingmanna fengi Steingrímur J. Sigfússon um 864 þúsund krón- ur á mánuði í stað þeirra 175 þúsunda sem hann fær í dag. Að sama skapi fengi Eggert Hauk- dal ekki útborgaðar nema 8.618 krónur á mánuði þar sem hann talaði svo lítið. ENN UM ÓTRÚLEGA MÁLGLEÐISTEINGRÍMS J. Steingrímur J. Sigfusson tal- aði í 54 klukkustundir og 36 mínútum betur. Ef allir þing- menn töluðu jafnmikið og hann hefði tekið fimm ár að klára ný- lokið þing, miðað við sömu af- köst og voru í þinginu í vetur. Og til að gefa enn betri mynd af málgleði Steingríms J. þá tal- aði hann meira en eftirtaldir þingmenn samanlagt; Eggert Haukdal, Sigbjörn Gunnarsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Guðrún J. Halldórsdóttir, Sigríður A. Þórðardóttir, Arni M. Mathie- sen, Vilhjálmur Egilsson, Arni R. Arnason, Geir H. Haarde, Arni Johnsen, Egill Jónsson, Eyjólfur Konráð Jónsson, Gunnlaugur Stefánsson, Guð- mundur Hallvarðsson, Ingi Björn Albertsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Margrét Frí- mannsdóttir, Pálmi Jónsson, Ragnar Arnalds, Sturla Böðv- arsson og Tómas Ingi Olrich. Þetta eru 22 þingmenn eða rúmur þriðjungur þingheims. Steingrímur J. er því enginn venjulegur þingmaður. Ef þessi 22 ofantalin hafa sinnt þing- skyldu sinni væri óhætt að skilja þijá menn á borð við Steingrím J. eftir á þinginu án þess að það kæmi niður á afköstunum. Það kæmi að minnsta kosti ekki niður á ræðuhöldunum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.