Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 í SKOÐANAKÖNNUN SKÁÍS FYRIR PRESSUNA VORU ÞÁTTTAKENDUR SPURÐIR HVERJIR VÆRU HELSTU KOSTIRNIR VIÐ AÐ BUA Á ÍS- LANDI. SVÖRIN VORU MARGBREYTILEG EN ÞÓ ER AUÐSÉÐ AÐ ÁKVEÐNIR ÞÆTTIR ERU FLESTUM OFARLEGA í HUGA ÞEGAR ÞEIR HUGSA HLÝLEGA TIL LANDSINS OG ÞJÓÐARINNAR. 1. HREINTLOFTOG HKEINT VATN Það sem var langoftast nefnt sem helsti kosturinn við að búa á íslandi var hreinleiki loftsins og tær- leiki vatnsins. Rúmur þriðjungur þátttakenda, eða 227, nefndi það sem aðalkostinn við landið. Það naut því aðeins meira fylgis en verðlagið þurfti að þola af óvinsældum. Upptalning á kostum íslands hlýtur jafhframt að gefa til kynna hvaða augum íslendingar líta údönd. Ef þeir sætta sig við að búa á íslandi vegna hreins lofts og vatns hlýtur aðalgallinn við útlönd að vera mengað loft og skítugt vatn. 2. FKIÐ5ÆLD, FKIÐUK héma.“ Og ef við höldum áfram útúrsnúningi þá er ein- faldlega vont að búa í útlöndum. 5. MENNINGAKAKFUK- INN, TUNGAN OG 5ÓNMENNTIKNAK Ef einhverjum finnst þessi listi orðinn eins og úrval úr hátíðarræðum helstu ráðamanna þá er ekki allt búið enn. Menningararfurinn sjálfur, tungan og bókmenntimar koma nefnilega næst og fá atkvæði 38 þátttakenda. Þar af vildu 17 nefha tunguna og bækumarsérstaklegaen21 menningararfinn. 6. FKEL51OG FKJÁL5KÆÐI Aðeins 37 nefndu ffelsi og frjálsræði í íslensku samfélagi sem kost við að búa á íslandi. Það er ekki mikið, sérstaklega í ljósi þess að 94 þátttak- enda nefndu boð og bönn í þessu sama samfélagi sem helsta ókostinn við að búa hér. 10. GÓÐ LÍF5AFK0MA Eflaust undrar einhvem að þrátt fyrir atvinnuleysi, eilífa kreppu og fyrirsjáanlegan aflabrest skuli þó níu þátttakenda neffia góða lífsafkomu sem helsta kost þess að búa á íslandi. Ef efnahagsspár ganga eftir ætti þessi hópur að hafa þynnst um aldamótin nema þama séu komnir þessir sem sífellt em að verða ríkari og ríkari í ræðunum hennar Jóhönnu Sigurðardóttur. 11. DUGLEGT FÓLK Og einum færri nefndi dugnað landans sem helsta kost þess að búa hér. Þetta fólk gæti aldrei lifað og starfað innan um letingjana í útlöndum. 12. FJAKLÆGD FKÁ ÖDKUM LÖNDUM Ef einhverjir þátttakenda em á réttum stað í tilver- unni em það þeir fimm sem nefhdu fjarlægð ís- lands ffá öðmm löndum sem helsta kost þess að búa hér. Það væri einna helst að þetta fólk gæti orðið hamingjusamara á einhverri Kyrrahafseyja. U. LÍTIÐ UM FLÁGUR OG SKORDÝR Bz 7.77.7.. Hér kemur svarið við vangaveltum margra um hvers vegna ein fluga í bananafarmi eða geitungabú í garði Steingríms er stór frétt á ís- landi. Tveir þátttakenda nefhdu nefhilega það sem helsta kost þess að búa á íslandi að vera laus við slíkar plágur. 13. FALLEGT KVEN- FÓLK Þótt svörin í könnuninni væm ekki kyngreind má 16. VELFEKDAKKEKFID Ef marka má yfirlýsingar fyrir krataþingið í Hafh- arfirði er sá þriggja manna hópur sem nefndi vel- ferðarkerfið sem helsta kost jress að búa hér á landi að deyja út. OG ÖKYGGI I öðm sæti á listanum yfir kosti landsins lentu frið- sæld, friður og öryggi. Alls nefhdu 194 þátttak- enda eitthvað af þessu. Af þeim nefndu 84 öryggið og hversu lítið væri um glæpi hérlendis. Þetta hefur löngum verið talið einn af kostum þess að búa á íslandi. Yfirleitt hafa útlendingar ekki staldrað lengi við hérlendis áður en þeir fá að heyra að íslendingar læsi ekki bflum sínum — hvað svo sem til er í því. Og það er einnig orðið dálítið leiði- gjöm klisja að lesa í viðtölum við íslendinga í er- lendum blöðum að þeir séu sífellt að rekast á for- setann á gangi niðri í bæ. Eftir sem áður er þetta ofarlega í huga fólks, því rétt tæpur þriðjungur nefhir öiyggið og ffiðinn sem helsta kostinn við landið og það þrátt fyrir reglu- bundnar fréttir DV af fólskuverkum nágranna sinna á Hlemmi. 7. LANDKÝMl OG VÍDÁTTA Og 28 nefhdu víðáttuna og landrýmið sem helsta kostinn við að búa á íslandi. Þetta er fólk sem vill ekki láta þrengja að sér, kannski bændur sem vilja brjóta undir sig land til ræktunar, ef til vill jeppa- menn sem vilja aka um vegleysur. 3. HEITT VATN Nú emm við komin að smærri hópum. 12 þátttak- enda nefndu heita vatnið og hitaveitumar sem að- alkost landsins. Fyrir þennan hóp er einfalt að fyll- ast ættjarðarást. Honum nægir að fara í heitt og gott bað. 13. LYDKÆDID Lýðræðið fékk atkvæði frá fjómm þátttakenda. Það telst ef til vill ekki mikið fyrir þessa fomu stoð vestrænna samfélaga. Kannski er landlægu virð- ingarleysi íslendinga við Alþingi og þingmenn um að kenna. v 1 ætla að þeir tveir þátttakenda sem nefhdu fallegt kvenfólk sem aðalkost íslands hafi verið karl- menn. 19. LITLAK VEGALENGDIK Þetta svar verður ekki skilgreint hér, enda erfitt að ráða í hvað þeir tveir sem nefndu þetta meintu. 20. FNGIN HEK- 5KYLDA Loks vom það tveir þátttakendur sem mundu eftir því að hér er engin herskylda. 3. FFGUKD LAND5IN5 173 þátttakenda fannst fegurð landsins helsti kost- urinn við að búa hér. Það er góður fjórðungur af þátttakendum. Og ef við höldum áfram að snúa svömnum á haus hlýtur sami ijórðungur að telja það höfuðókost annarra landa hversu ljót þau em. 4. EINFALDLEGA GOTT AD 5ÚA HÉK 71 þátttakandi hafði annaðhvort ekki ímyndunarafl til að koma orðum að tilfinningum sínum eða var svo yfirkominn af ást og þakklæti til lands og þjóð- ar að hann svaraði einfaldlega: „Gott að búa 2. GÓDUK MATUK Og níu nefhdu góðan mat sem helsta kostinn við ísland og íslendinga. Ef til vill em þetta góð með- mæli með íslenskum mat. Ef til vill segir jsetta að- eins til um hversu vondur maturinn er í útlöndum. 14. FJÖL5KEYTT VEDUKFAK Hér kemur aftur hópur sem er á réttum stað. Þrír þátttakenda nefndu fjölbreytt veður sem helsta kost þess að búa á íslandi. Þeir 104 sem kvörtuðu undan veðrinu gætu sitthvað lært af þeim. 15. FÁMENNID Fámennið er annað sem landinn hefur blendnar til- finningar til. Sex nefndu það sem galla en þrír sem kost. ANNAD Að lokum skulu talin upp þau atriði sem fengu eitt atkvæði í könnuninni. Þrennt mætti ef til vill flokka saman: Einn nefndi kjaftasögumar í fámenninu sem kost við landið, annar tilgreindi smáborgaraháttinn og sá þriðji benti á að hér væru allir númer. Einn þátttakenda hafði komið auga á að íslending- ar væm skemmtilegir en annar nefndi íslenska hestinn sem helsta kostinn við landið. Einn tilnefndi dagblöðin og annar nefhdi Morgun- blaðið sérstaklega sem helsta kost þess að búa hér- lendis. Loks kom einn með kvikindislegasta svarið, en hann taldi það helsta kostinn við að búa á íslandi hvað það væri gaman að fara til útlanda.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.