Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 19

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17. JÚNÍ1992 19 M E N N EGGERT HAUKDft^j , . Þögli maðurir>n Wmlmfi þingi. Hann talamW , sjaldnast og ri^nnsEffi I Ef allir þingmenn J væru eins og hann S væri hægt að kveðja J saman þing og senda B það aftur heim rúm-T. um fjórum dögum ® siðar. Ef hins vegar þingmenn fengju greitf miðað við ræðuhöld fengi Egg- ert.ekki nema rúmar 8.500 krónur á mán- uði i iaun. STEIIMGRIMUR J. SIGFÚSSON. Málglaðasti maður þingsins. Ef allir þingmenn töluðu jafnmikið og hann yrði þingið ekki starfhæft. Þing- fundir þyrftu að standa yfir í rúmar 22 klukkustundir á HJORL EKKILENGUR VIÐMIÐUN Eitt sem vekur furðu þegar ræðutími þingmanna er skoðað- ur er að Hjörleifur Guttormsson skarar ekki lengur fram úr fyrir langar og efnismiklar ræður. Á árum áður var búin til mæliein- ingin hjörl og jafngilti hún 20 mínútum. Eitt hjörl var sá tími sem stystu ræður Hjörleifs vörðu. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Meðalræðutími Hjör- leifs er ekki nema 7 mínútur og 55 sekúndur í dag. Níu þing- menn ná því að skjóta Hjörleifi aftur fyrir sig í meðalræðu- lengd. Methafmn á síðasta vetri var Guðmundur Bjarnason. Þegar hann sté í ræðustól talaði hann að meðaltali í 13 mínútur og 17 ÞESSIR TALA LENGST ÍEINU 1-Guömundur Bjarnason 13 mín. 17 sek. 2.Steingrímur J. Sigfússon 11 mín. 6 sek. 3. Vilhjálmur Egilsson 10 mín. 22 sek. 4. Halldór Ásgrímsson 10 mín. 21 sek. 5-Guöni Ágústsson 9 mín. 56 sek. 6.Steingrímur Hermannsson 9 mín. 6 sek. 7.Tómas Ingi Olrich 8 mín. 16 sek. B.Karl Steinar Guönason 7 mín. 59 sek. 9.Pálmi Jónsson 7 mín. 58 sek. 10-Hjörleifur Guttormsson 7 mín. 55 sek. ÞESSIR FÓRU OFTAST í RÆÐUSTÓL I.ÓIafur Ragnar Grímsson 376 2.Svavar Gestsson 312 3.Steingrimur J. Sigfússon 295 4. Kristinn H. Gunnarsson 256 5. Ólafur Þ. Þórðarson 237 6. Friðrik Sophusson 190 7. Hjörleifur Guttormsson 189 8. Halldór Ásgrimsson 188 9. Davíö Oddsson 186 10-11.Guörún Helgadóttir og Þorsteinn Pálsson 180 sekúndur. Ræður hans vom því um 60 prósentum lengri en ræð- ur sjálfs Hjörleifs. Það kemur síðan sjálfsagt engum á óvart að sá sem átti næstlengstu ræðumar að meðal- tali var Steingrímur J. Sigfús- son. Hann talaði að meðaltali í 11 mínútur og 6 sekúndur. Meðalræðan í þinginu var 5 mínútur og 56 sekúndur. Ef allir þingmenn væru jafnlengi að segja meiningu sína og Guð- mundur Bjamason hefði saman- lagður ræðutími meira en tvö- faldast. í stað þess að vera 697 klukkutímar hefði hann orðið 1.560 tímar. HVERSU LENGITALA FLOKKARNIR? Ef ræðutími hvers flokks er skoðaður kemur í ljós að al- þýðubandalagsmennimir töluðu lengst (220 tíma og 22 mínútur), síðan framsóknarmenn (177 tíma og 33 mínútur), þá sjálf- stæðismenn (135 tíma og 28 tíma), þar næst alþýðuflokks- menn (74 tíma og 40 mínútur) og loks kvennalistakonur (74 tíma og 25 mínútur). Samkvæmt þessu var ræðu- tími meðal-allaballa 24 og hálf- ur tími, meðal-kvennalistakonu tæpir 15 tímar, meðal-fram- sóknarmanns 13 tímar og 40 mínútur, meðal-krata 7 og 1/2 tími og meðal- sjálfstæðimanns 5 tímar og 12 mrnútur. Þetta er dálítið mikill munur. Ef meðal-sjálfstæðimaðurinn er gerður að gmnneiningu og þing- mannafjöldinn umreiknaður samkvæmt ræðutíma þá vom 26 sjálfstæðismenn á þingi, 14 kratar og 14 kennalistakonur, 34 framsóknarmenn og hvorki fleiri né færri en 42 alþýðu- bandalagsmenn. Það sýnir sig á þessu að það er magnið en ekki gæðin sem skiptir máli þegar komið er að ræðuhöldunum niðri á þingi. Og þá er ekkert mat lagt á innihald ræðnanna. ÓLAFUR RAGNAR ÞURFTI376 SINNUM AÐ TJÁSIG En þótt Steingrímur J. Sigfús- son hafi talað mest bað Ólafur Ragnar Grímsson oftar en hann um orðið. Ólafur kvaddi sér hljóðs einum 376 sinnum á ný- afstöðnu þingi. Næstur á þess- um lista er Svavar Gestsson, sem þurfti 312 sinnum að taka ÞESSIR FÓRU SJALDN- AST í RÆÐUSTÓL 1. Eggert Haukdal 5 2. Lára Margrét Ragnarsdóttir 9 3. Vilhjálmur Egilsson 10 4. Guðrún J. Halldórsdóttir 15 S.Sigbjörn Gunnarsson 17 6-7.Guðjón Guömundsson og Sigriður A. Þóröardóttir 18 8. Árni Johnsen 21 9. Margrét Frímannsdóttir 23 10-11.Árni R. Árnason og Tómas Ingi Olrich 24 til máls. Það er 64 ræðum færra en Ólafur flutti. Eggert Haukdal er hógværasti þingmaðurinn að þessu leyti sem öðru. Hann fór einungis 5 sinnum í ræðupúlt í vetur. Og ef sama talnaleiknum er beitt áffam þá hefðu verið fluttar 23.688 ræður í þinginu ef allir þingmenn væm eins og Ólafur Ragnar í stað þeirra 7.056 ræðna sem fluttar voru. Og ef allir væm eins og þögli maður- inn Eggert Haukdal hefðu ekki verið fluttar þar nema 315 ræð- ur. Gunnar Smári Egiisson LANGORÐIR ÞINGMENN Guðmundur Bjarnason Halldór Ásgrímsson Gubni Ágústsson Steingrímur Hermannsson Tómas Ingi Olrich Olína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Músin sem fékk skellinn Þreyttasta klisja í pólitískum fréttum er: , Jjjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús.“ Hún hefur verið notuð við allar stjómar- myndunarviðræður eftir stríð, eftir alla samninga um efna- hagsaðgerðir og eftir alla lands- fundi og flokksþing stjómmála- flokkanna. Krataþingið í Kópavogi var þar engin undantekning. Fyrst stóð til að taka Jón Baldvin Hannibalsson af lífi. Það var ekki gert. Þá lá í loftinu að Jóni Þingheimur veitti Ólínu þetta högg óumbeðið. Hver þingmaður fyrir sig tók þá ákvörðun að hún ætti ekki betra sæti skilið. Sigurðssyni yrði veitt þungt högg þar sem nafni hans Hanni- bals vék sér undan. Það fór lítið fyrir því. Einnig var talað um að Jóhanna hefði látið svo illum látum fyrir þingið að hún væri orðin völt í valdastóli varafor- manns. Sú varð ekki raunin. Þá var og rætt um að Guðmundur Ámi hefði veikt stöðu sína af sömu orsökum. Það var heldur ekki að sjá. Þegar öllu er á botninn hvolft gerðist ekkert. Ályktanimar em óskiljanlegar eins og vera ber á flokksþingi. Ámundi Ámunda- son fékk sitt atkvæði í for- mannskjörinu. Allt var eins og það átti að vera. Nema hvað Ólína Þorvarðar- dóttir fékk skellinn sem allir hinir áttu að fá. Henni var varp- að í sæti fimmtánda varamanns í flokksstjóm. Og það einkenni- lega var að hún var plottuð þangað. Það var ekki gengið um með lista um kandídata til flokksstjórnar til að hindra framgöngu Ólínu. Það gekk enginn fram fyrir skjöldu og sagði að nú þyifti að setja henni stólinn fyrir dymar. Nei. Þingheimur veitti Ólínu þetta högg óumbeðið. Hver þingmaður fyrir sig tók þá ákvörðun að hún ætti ekki betra sæti skilið. Ólína var músin sem fæddist af öllum hótununum um átök á flokksþinginu. Það er því illa komið fyrir karríer-konunni sem Jón Bald- vin heillaðist af þegar hún var að skrifa endurminningar eigin- konu hans og vitnaði svo stíft í gömlu ástarbréfin frá honum. Þá sá hann fyrir sér endurreisn krata í borgarstjóm. Hann sá í henni nýjan vettvang fyrir jafh- aðarstefnuna í borginni. En eftir að kratar hafa fylgst með Ólínu í borgarstjóm í tvö ár og horff á pólitíska leiki hennar em þeir hættir að sjá nýjan vett- vang jafnaðarstefnunnar í Ólínu. Þeir geta þó ekki hafnað þessum oddvita krata í stærsta sveitarfé- laginu um formennsku í sveitar- stjómarmálaráði flokksins. En þeir gátu hafnað henni um setu í flokksstjóm. Og þeir gerðu það. ---------------ÁS I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.