Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR PKESSAN 17.JÚNI 1992 Ég vildi óska þess að sautjándi júní vseri eins og á árum áður. Eins og honum var ætlað að vera. Miðað við sögu þessarar þjóðar er ekkert eðlilegra en hún drekki sig útúr í hvert sinn sem liún er minnt á hana. Þannig á það að vera á sautjándann og þannig á það að vera 1. des. Og á timamótum erekki bara til siðs að líta aftur heldur einnig liorfa fram á veg. Þargefst þjóð- inni önnur ástæða til aðfá sér ærlega neðan í þvt. Það er þvt sorglegt að einhverjar stór- stúku-kerlingar skuli ætla að reyna að gera þennan dag að há- tið bamanna. Flæma heiðviðra drykkjumenn út í hom eins og þær hafa gert á jólum og íferm- ingarveislum. þýðir ekkert að ætla að borga með plasti, svoleiðis nokkuð er ekki tekið gilt. Djúpsteiktu bitarnir eru stórgóðir þegar maður er í skapi til að borða þá. Maöur verður að vísu þungur á eftir og eiginlega hálfbumbult en það er allt í lagi — þetta var nefnilega gott meðan á átinu stóð. DJASS • í Djúpinu, litla kjallaranum undir Hominu í Hafnarstræti, verður djassað um helgina innan vébanda óháðrar listahátíðar. Þar troða meðal annars upp með htjómsveitum tvær ungar og bráðefnilegar söngkonur, rétt liðlega tvítugar. A föstudagskvöldið er þar Móeiður Júniusdóttir, en á laugar- dagskvöldið Kristjana Stefánsdóttir. Það er hljómsveit Jóels Einarssonar saxófónleikara sem byrjar þessa litlu djasshátíð á fimmtudagskvöldið. KLASSÍKIN • Tónleikar í Héðinshúsi. Kannski eru þessir tónleikar ekki fyrir neitt hrejnstefnufólk, því efnisskráin er óvenjulega tætingsleg. Eða hvað er sameiginlegt með Verki fyrir kontra- bassa, hlaupakött og segulband eftir Þorkel Atlason, sex sálmum eftir Grieg í flutningi Hamrahlíðarkórsins, frum- sömdu efni Bjöms bónda, miðaldatón- list og gemingi eftir Áma Ingólfsson? Líklega ekki neitt — en samt er allt í lagi að prófa að setja saman svona prógramm. Héðinshúsiö fim. kl. 20.30. • Sumarsólstöðutónleikar. Þarna verður flutt ofboðslega gömul músík, hún heyrist varla eldri. Yngsta verkið er eftir Monteverdi, sem andaðist 1643, það elsta keðjusöngur eftir óþekktan höfund, talinn vera frá því um 1250. Þetta er semsagt ekkert rokk og ról, dálítið eldra en það, en í fararbroddi flytjenda eru kontratenór- amir Sverrir Guðjónsson og Sigurður Halldórsson. Þeirsyngja með skærum attröddum eins og konur — svo unun er á að hlýða. Fossvogskirkja sun. kl. 20.30. LEIKHÚS • Rigoletto. Þeir klikkuðu á að setja upp óperuna hans Áskels Mássonar í íslensku óperunni og í staðinn rifja þeir upp gamla uppfærslu á Rigoletto. Til eru kvaddir nokkrir helstu söngkraftar lýðveldisins, Diddú, Kristinn Sig- mundsson og Ólafur Ámi Bjarnason. Semsé ágætt, en kannski ekkert æs- andi nýsköpun, svona á Listahátíð. ís- lenska óperan fös. & lau. kl. 20. • Ertu svona kona? er danssýning sem Auður Bjarnadóttir færir upp á stóra sviöinu í Þjóðleikhúsinu í tilefni Listahátíðar. Þama eru flutt tvö verk og dansar Auður í þeim báðum; hið fyrra er sólóverk sem heitir Þær gætu lifnað við og fjallar um konu sem þarf að takast á við kariveldið. Það á vel við á kvenréttindadaginn, sem er á föstu- dag. Hið síðara, Andinn í rólunni, fjall- ar um æsku og elli, tíma og tóm, kyrr- setu og ferðalag. Þjóðleikhúsiö fím. & fös. kl. 20.30. • Leikhúskvöld í Héðinshúsinu, salnum þar. Þarspretta þessadagana ótal blóm á útjaðri listarinnar, sum sjálfsagt litfögur, en önnur varia nema gægjast upp úr moldinni. Þarna fer Þórunn Magnea Magnúsdóttir með einjjáttung eftir Jean Cocteau, fransk- an þúsundþjalasmið. Harpa Amardótt- ir leikur Hörpu — í himnaríki, stykki eft- ir Sjón, en Gunnar Helgason Breyttan mann. Það er eftir Hallgrím Helgason. Héðinshús sun. kl. 21. ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT 1 rispa 6 kjökrinu 11 orsökuðu 12 flakk 13 byrinn 15 slátur 17 egg 18 snurfusa 20 eira 21 angrar 23 hafgola 24 stétt 25 tijónur 27 slóði 28 klóna 29 skjöl 32 gáski 36 landstjóri 37 of- lof 39 þvæld 40 svif 41 leysir 43 beita 44 karlmannsnafn 46 blaðra 48 hæfíleiki 49 merki 50 hafnar 51 þjóðflokkinn LÓÐRÉTT 1 bliknar 2 kerlingarskrukkan 3 fisks 4 einstigi 5 fjáð 6 díki 7 hita 8 mjúk 9 lyktuðu 10 orðrómi 14 gufusjóða 16 ætt 19 hnugginn 22 reik 24 ávöxtur 26 hrædd 27 fönn 29 stelpug- opinn 30hyskni 31 vissi 33 unnusta 34 stutt 35 vinnusamara 37 spil 38 valdi 41 hárlubbi 42 viðureign 45 óðagot 47 hagnað DINNER Helga Braga Jónsdóttir leikkona Svala Braga eldar matinn Loðvík XIV velur vínið Gertrude Stein verður veislustjóri Chopin sér um tónlistina Else Lasker Schöler flytur ljóð og fremur kannski gjörning ef hún verður í stuði Chaplin þjónar til borðs Þórbergur Þórðarson segir sögur og kveður kvæði ásamt Braga Jónssyni Isadora Duncan stígur tjáningarfullan dans og kannski tekur Þórbergur með henni sporið svona í lokin Shakespeare sér um almenn fíflalæti PLATAN RINGO STARR TIME TAKES TIME Það tóksinn tíma fyrir Ringo að gera fram- bærilega plötu. Ringo nýtir sér poppstíl Tra- velling Wilburys þótt aðeins Jeff Lynne hjálpi honum á þessari plötu (og aðeins í tvelmur lög- um). Ringo spilar loks- ins sjálfur á allar trommur. Þetta erekki síðri plata en fyrsta sæt- is plata hans frá 1973, „- Ringo". Fær 8 af 10. EISENSTEIN ALLUR Lengi vel var það eins og hver önnur kredda, og kannski enn í viss- um kreðsum, að Sergei Eisenstein væri mesti kvikmyndahöfundur allra tíma. Og að myndin hans, Beitiskipið Pótjemkín, væri öðrum kvikmyndum meiri og betri. Þar keppti hún varla við neina mynd, nema þá helst Borgara Kane eftir Orson Welles. Einu sinni voru kvikmyndir af þessu tagi sýndar í sjónvarpi, það var líkt og liður í sjálfsögðu kvikmyndauppeldi. Nú- orðið sjást þær varla ffamar nema í kvikmyndaklúbbum og kannski á menningarlegustu myndbandaleig- um, en hérumbil aldrei í sjónvarpi —þar vilja menn frekar sýna léleg- ar og miðlungsmyndir í lit en svart- hvít listaverk sem eru kannski þög- ul í ofanálag. En það tekur enginn af Eisen- stein að hann var brautryðjandi sem átti mikinn þátt í að móta frásagnar- tækni kvikmyndanna, þrátt íyrir að á stuttri ævi næði hann ekki að ljúka nema sex kvikmyndum. Þær verða allar sýndar næstu tvær helg- ar í MIR-salnum við Vatnsstíg í tíl- efni óháðrar listahátíðar í Reykja- vík. Á sunnudaginn klukkan 17 er það höfuðverk hans, Beitiskipið Pótjemkín, og að því loknu Oláó- ber, en í þeirri mögnuðu áróðurs- mynd er sögð saga bolsévikkabylt- ingarinnar í Rússlandi. Og svo koll af kolli, í réttri tímaröð: Gamalt og nýtt, Lifi Mexíkó, Alexander Név skí og Ivan grimmi, fyrsti og annar hluti. Það er ókeypis inn. EROTISKIR Málstaðurinn var kannski ekki góður, en Október eftir Eisenstein þykir einhver snjallasta áróðursmynd sem gerð hefur verið. EKKI ROKK MEf> MEIKI „Þetta er skítmetalband. Við erum ádeiluhljómsveit og reyn- um að setja út á glamúrrokkið eins og það gerist best; Guns’n Roses, Poison og fleiri svoleiðis sveitir með meiki og slíku," seg- ir Atli Jarl Martin, einn meðlima hljómsveitarinnar Fökkopps. Fökkopps er ein þeirra sveita sem spila á rokktónleikum í Héðinshúsinu í kvöld, miðviku- daginn 17. júní. Það er Loftárás á Seyðisfjörð sem stendur að tón- leikunum. Fökkopps skipa, auk Atla, Amar Sigurðsson, Jóhann Rajhsson og Sindri Páll Rafns- son. „Við spilum hrátt, kröftugt, einfalt og skemmtilegt rokk,“ segir Atli. Hann segir þá félaga í aðra röndina vera að gera grín að tónlistarstefnu sem kölluð hefur verið speed metal. „Við reynum að vera mjög fyndnir í útliti en tónlistin er fúlasta alvara." Fökkopps er einskonar af- sprengi dauðarokkssveitarinnar Clockwork Diabolus, en félag- amir fjórir eru allir meðlimir í þeirri sveit. Bæði þessi bönd verða á tónleikunum í kvöld, en Fjórmenningarnir í Fökkopps spila skítmetal. þar verða líka Cranium, Maunir, Condemned, Bar 8, Bafomet, Múliúlpa, Forgarður helvítís, In memoriam, Synir Raspútíns, Strigaskór nr. 42 og Sororicide. Ljóðasnillingamir Valgarður Bragason og Ari Gísli Bragason koma einnig fram. AVEXTIR OC FLEIRA Loftárásin, óháða listahá- tíðin í Reykjavík, teygir líka anga sína í Kópavoginn. Þar, á Hafnarbraut 1 d, hefur ung- ur ljósmyndari, Egill Egils- son, sett upp sýningu þar sem getur að líta röð mynda sem hann kallar „Af erótískum ávöxtum". Myndefnið er ávextír, svona venjulegir eins og fást í hverri búð, en líka hinir forboðnu ávextir mannslíkamans. Annars em myndlistarsýn- ingar út um allt þessa dagana, flestar í tengslum við listahá- tíðimar tvær, þá hefðbundnu og þá óháðu. Gamla Málar- anum við Bankastræti hefur verið breytt í gallerí og þar sýna málarar og ljósmyndar- ar. I Geysishúsinu er mynd- listarsýning, en líka á Berg- stöðum við Bergstaðastræti, í Héðinshúsinu, Hlaðvarpan- um og á krám og kaffihúsum f miðbænum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.