Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNI 1992 LfFIÐ EFTIR VINNU 39 dagskrárgeröarmaður „Halló. Þetta er Hemmi vinur þinn nýskollinn á klakann, urrandi hress, og erþví miður bara ekki heima. Það vœri mjög notalegt efþú lœsir bœði inn símanúmerið og skilaboð og ég hef samstundis samband þegar ég kem í hreiðrið mitt. Nú, ég þakka þér fyrir að hringja og ég hlakka ofboðs- lega, svakalega, kærlega til að heyra í þér. “ nmvjtii;i;i Hermann Gunnarsson hún. Á móti Ingibjörgu leika til að mynda Baltasar Kormákur, Steinn Armann Magnússon og Flosi. Allt atvinnuleikarar, en Ingibjörg er ekki menntuð í leik- list. Hún ætlar þó að bæta úr því á komandi ámm og hasla sér völl í listinrú. En. í Veggfóðri er erótík og Ingibjörg þurfti því að leika í er- ótískum ástarsenum. Er hún hrædd um að ganga fram af siða- postulum einhverjum? „Það er alltaf gaman að ögra litlu þjóðfé- lagi, en ég held að þetta ætti ekki að hneyksla neinn -— þetta er bara fallegt," svarar Ingibjörg. Og við spáum því að hún eigi eftir að ná langt stelpan. CEOCJAÐ- IRMENNA HRE55Ó ÞELDÖKK ÞIVA 5ÖNC5IN5 Á útlensku heita svona konur „divur“ og ekki margar sem kom- ast í þann flokk, en enginn efast um að Grace Bumbry á þar heima. Þetta eru stórsöngkonur með mikla rödd, frægar og dáðar, en til að verðskulda þessa nafnbót þurfa þær líka að vera aðsópsmiklar kon- ur og stórar í sniðum, svo sem hæfir sannkölluðum heimssöngkon- um. Ekki saka pelsar, dýrir kjólar og mikið af skartgripum. Bumbry hefúr staðið á óperusviði allar götur frá því hún söng í TannhauseríBa- yreuth fyrir réttum þrjátíu árum. Og nú kemur hún til Reykjavíkur, á Listahátíð, og syngur með Sin- fómuhljómsveit- inni í Háskóla- bíói á fimmtu- dagskvöldið. Þar syngur hún meðal annars verk eftir Berlioz og Beethoven, en líka Liebestod úr Tristan og Isolde eft- ir Wagner. Það verður væntan- lega hápunkturinn. „Það hefur komið talsvert mikið af fólki og fólk er nijög ánægt með þetta. Veðrið hefur auðvitað ekki leikið við okkur en það hefur verið afar góður andi hjá músfköntunum svo og gest- um,“ segir Sigurður Ólafsson á Hressó, þar sem Klúbbur Lista- hátíðar hefur verið starfrækmr. Eftir föstudaginn hættir klúbburinn, en lokakvöldið leika Júpíters fyrir dansi. Þeir spiluðu einmitt á Hressó ekki alls fyrir löngu og stemmningin var slík að menn muna ekki annað eins. „Það var rosalegt, menn urðu al- veg geggjaðir," segir Sigurður. Sigurður segir veðrið hafa sett dálítið strik í reikninginn, gestir hafi kannski ekki verið alveg eins margir og vonast var til, en þeir hafi svo sannarlega skemmt sér og öðrum. Gestimir sem koma í klúbbinn eru ekki þeir sömu og sækja staðinn jafrian. „- Þetta er allt annað fólk, alveg jafrigott en allt annað. Ég held að meðalaldur gesta hafi hækkað um 12 til 15 árnúna." En nú er komið að lokum starfsemi klúbbsins að þessu sinni en það verður slúttað með stæl og Júpíterssveiflan svíkur ekki. „Það eina slæma við Klúbb Listahátíðar er að hann hættir einn daginn," segir Sigurður. En, hann kemur aftur. Júpíters spila á lokakvöidi Klúbbs Listahátíöar. BARIR •Þjóöleikhúskjallarinn var nú alltaf kallaður Líkhúskjallarinn þegar ég var í menntó, vegna þess aö þar var helst aö fínna kennara og annað leiöindaliö, sem hélt þaö væri merkilegt af því aö þaö hefði útskrifast áriö 1968. Og ein- hvernveginn hefur maöur alltaf vantrú á börum í eigu hins opinbera. En i verökönnun PRESSUNAR á börum í síöustu viku kom í Ijós aö silagangur ríkisstofnana er ekki alltaf svo hábölv- aöur. Leikhúskjallarinn kom nefnilega langbest út, meö alódýrasta brennivín- iö í bænum. Bjórinn var reyndar ekki gefinn, en önnur vinföng vóru á spott- prís. Eftir leikhúsferð á dögunum brá sá, sem þetta ritar, sér í kjallarann. Þaö vakti reyndar athygli aö aörir leik- húsgestir nýttu sér ekki tækifærið til ókeypis aðgangs, sem var ekkert verra, því þaö er náttúrulega mjög grand að hafa heilan veitingastaö til umráöa fyrir sig og dömuna, sem snörurnar voru lagöar fyrir. Þjónar vóru á hverjum fingri og plötusnúður- inn lét eftir hvaöa sérvisku í tónlistar- smekk, sem vera vildi. Seinna fjölgaöi reyndar og gestimir vóru ekki ósvipaö- ir þeim, sem fyrr var lýst. Kannski er maður oröinn umburöarlyndari með árunum eða hugsanlega bara orðinn svona gamall, en þetta var ágæt skemmtun, jafnvel þó svo gestirnir á gólfinu syngju og léku með þegar Me- atloaf lýsti paradisinni við skinið af mælaboröinu. Pínulítið hallærislegt, en fyrir fólk á aldrinum 30-50 er kjallar- inn ágætiskjötmarkaöur. VECC- FÓDRAK- INN INCI- BJÖRC „Mér líst mjög vel á myndina og er ekki hrædd um að hún komi til með að ganga illa. Hún verður hit!“ segir Ingibjörg Stef- ánsdóttir, aðalleikkonan í kvik- myndinni Veggfóðri, sent frum- sýnd verður í lok júlí. Ingibjörg leikur ekki bara að- alkvenhlutverkið heldur syngur hún einnig mikið af þeim lögum sem í myndinni heyrast — hún er nefnilega í hljómsveit. Sú ágæta sveit heitir Pís of keik og í henni em líka Máni Sva\’arsson og Júlíus Kemp, leikstjóri Vegg- fóðurs. í dag, á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn, kemur út diskur með tónlistinni úr myndinni og þar eiga fleiri sveitir lög en Pís of keik. Til dæmis Síðan skein sól, Sálin hans Jóns míns, Geiri Sæm, Todmobile, Tennumar hans afa og Flosi Ólafsson. Ef eitthvað er að marka það sem Ingibjörg segir — sem við ef- umst ekki um — þá er tónlistin hreint frábær. En ef við snúum okkur aftur að myndinni þá er Ingibjörg búin ur og leikur í Veggfóðri, en hún vpnnfóhri ekki að sjá dulítinn part úr henni og segir að sér lítist mjög vel á. En kvíðir hún ekki dálítið íyrir að koma fram íyrir alþjójð á hvíta tjaldinu? ,Jú, ég verð að viður- kenna það að ég fæ smákitl í magann þegar ég hugsa um það. Það er svo rosalega skrýtið að sjá sjálfa sig á stóm tjaldi," svarar POPPIÐ • Bogomil og milljónamæringamlr ætla aö spila á Hressó í kvöld. Takiö eftir því aö nú þýöir í kvöld ekki fimmtudagskvöld heldur miðvikudags- kvöld. Ókei? Bogomil spilar blóöheita músík og geröi allt vitlaust á Hressó fyrir einhverjum dögum og verður sjálf- sagt ekki skotaskuld úr því að gera þaö aftur í kvöld. Þetta er fínt á sautj- ándanum. • KK-band leikur viö hvem sinn fing- ur á Gauknum fimmtudags- og föstu- dagskvöld. KK spilar blúsinn sinn vel, um þaö veröur ekki deilt, og því ætlum við ekki aö hafa fieiri orö um þetta. • Todmobile er aö senda frá sér nýja plötu. Jibbí. Platan heitir 2603 og á föstudagskvöld ætlar Todmobile aö halda útgáfutónleika á Tveimur vinum. Ekki vitum viö hvaö nafniö á að þýöa en einu sinni kom út plata sem hét 1984. Hún var ekkert með Todmobile heldur útlensk, meö tónlist úr kvik- myndinni 1984 sem gerö var eftir sögu Orwelles. Júritmiks spilaöi á henni. Todmobile- platan kemur kvikmynd- um ekkert viö. Kannski þýöir þetta bara tuttugasti og sjötti mars. • Pinetop Perkins, blúsarinn síungi, veröur á Púlsinum á föstudagskvöld og þetta veröa síðustu tónleikar hans hér aö sinni. En sjálfsagt kemur hann aftur. Hann Magnús Lífsbjargarmaöur er að kvikmynda kallinn þannig aö kannski geta gestir slæðst svona al- veg óvart og kæruleysislega fyrir myndayél á Púlsinum. Þá komast (óeir kannski í þátt á ABC í Ameríku. • Jötunuxar. Við vonum að viö séum ekki aö Ijúga því — og erum reyndar nokkuð viss um aö svo sé ekki — aö Jötunuxamir veröa í Grjótinu á föstu- dags- og laugardagskvöldið. Þaö var nefnilega einhver óprúttinn náungi bú- inn aö hnupla bókunarbókinni í Grjót- inu. En Friöjón (okkur minnir að minnsta kosti að hann hafi heitið Friö- jón — erum búin aö týna miöanum) hélt aö þaö væru örugglega Jötunuxar sem ættu aö spila. Ef ekki, þá skamm- iö Friöjón. Steinunn Bára Porgilsdóttir hárgreiöslukona Hvað ætlar þú að gera um helgina, Steinunn? „A föstudagsh’öldið œtla ég að liggja í leti og horfa á góða mynd af myndbandi. A laugardaginn verð ég að vinna en um kvöldið getur verið að égfari eitthvað út að djamma. A sunnudaginn ætla ég síðan í göngu um Heið- mörkina með fjölskyldunni— það er að segja ef það verður sól. “ • Galfleó verður á Gauknum laugar- dags- og sunnudagskvöld. Þessi hljómsveit er stórgóö alveg hreint með Rafn Jónsson, Sævar Sverrisson og fleiri góða innanborös. • Skriöjöklar Aö öllum öörum ís- lenskum hljómsveitum ólöstuðum eru Skriöjöklarnir áreiðanlega sú sveit sem hvaö fyndnust er. Eða var aö minnsta kosti. Viö skulum bara rétt vona að Jöklarnir hafi ekki glataö neinu af húmornum — það væri þvílík synd. En þeir veröa á Tveimur vinum á laugardagskvöldiö hvað sem öllu líöur. Tengjum. VEITINGAHÚS Sumur matur er þannig aö stundum langar mann ofboöslega í hann, en þess á milli hefur maður hálfgert ógeö á honum. Djúpsteiktir kjúklingabitar eru þannig matur. Kjúklingabitarnir á Kentucky Fried er góöir, frönsku kart- öflurnar eru líka fínar og sömuleiöis hrásalatiö. Mörgum þykir líka mafs- stönglarnir frábærir og kjúklingaborg- arinn, og borða meira að segja þaö sem kallaö er „hot wings" meö bestu iyst. Þaö er semsagt ekkert út á mat- inn að setja, svona í sjálfu sér. Staðirn- ir sjálfir — þeir eru tveir - - ern líka al- veg þolanlega huggulegir aö innan. Innréttingamar bera þaö aö vísu dálít- ið meö sér að þær eru hannaöar meö þaö í huga aö auövelt sé að þrífa þær, þær eru úr plasti, en þær eru samt smekklegar og þjóna sínum tilgangi al- veg ágætlega. Kentucky- staöirnir eru fjölskyldustaöir og þar getur familían öll úöaö í sig óhollustunni meö sælu- bros á vör. Fengiö innpökkuö plast- hnífapor, boröað af pappadiskum og drukkiö kók úr pappaglasi. En þaö ÆSKUMYNDIN Sumir menn eldast allt öðmvísi en aðrir menn og það er víst ör- uggt að Magnús Þór Jónsson, Megas, er einn af þessum sumu mönnum. Elsta myndin er frá 1959 og þá er Megas 14 ára, huggu- legt og pent ungmenni. Á miðmyndinni er hann aftur á móti orð- inn talsvert mikið gamall í framan en hún er tekin fyrir 15 til 20 ár- um. Á nýjustu myndinni er Megas farinn að nálgast það útlit sem hann hafði 1959. Hárgreiðslan er sú sama og andlitið er slétt og fellt — einungis örfáar hrukkur sem sýna þá visku sem hann hef- ur öðlast á þessum rúmu 30 ámm. Megas virðist því vera búinn að ná hámarki í aldri og vera farinn að yngjast á ný. Ýmsum breytingum á knattspyrnureglunum bara einhverjum, til að af- stýra þessum gegndarlausu leiðindum Að Tóti trúður fái styttu af sér niðri á torgi hann er eina fyrirbrigðið sem hefur staðið af sér allar rigningar á þjóðhátíðardaginn Sérhæfðum útvarpsstöðvum Stjarnan vísar veginn með stanslausum fyrirbænum, líka fyrir morgunmat Að Reykvíkingar launi Vestmanneyingum sýning- una á Herjólfi og fari með Strætisvagna Reykjavíkur til Eyja Prjónahúfur, bláar, eins og sjómenn eru stundum með á gömlum myndum, sem er rétt tyllt á kollinn, meira til skrauts en hita, jafnvel á góðum sum- ardegi. Að vera hraustlegur ungur strákur með svoleiðis húfu í verkamannavinnu á áberandi stað í bænum. Þannig að margir taki eftir manni, komist ekki hjá því. Taka vinnuna með stæl, líka kaffi- tímana. Kalla ekki allt ömmu sína. Stíllinn á æskulýðnum er nefnilega dálítið groddaraleg- ur þetta sumarið; fyrir utan húfuna eru æskilegir þættir í heildarmyndinni þungir og klossaðir skór (mótorhjóla- eða hermannastígvél), skegg- hýjungur sem fær að vaxa næstum óhirtur, föt sem eru rifin á strategískum stöðum og groddaralegt amerískt rokk (Nirvana). Baseballhúfan get- ur líka orðið til gagns og virð- ist ætla að verða furðu lífseig, en það veltur samt mikið á því hver er með hana á höfðinu. Á sumu fólki virkar baseballhúf- an nefnilega ansi pempíuleg. Eitt bendir þó til þess að allur groddaraskapurinn sem spegl- ast í vali á höfuðfati risti ekki djúpt, hann sé mestanpart á yfirborðinu. Þegar þetta góða fólk rennur út úr menntakerf- inu með stúdentspróf eru allir með húfu, hver kjaftur undan- tekningarlaust með stúdents- húfu... Það er allt í lagi með veðrið hérna suðvestanlands. Rign- ingin bjargar fólki nefnilega frá því böli að verða sólbrúnt, frá þvf að húðin verði hrukkótt og skorpin, áferð hennar eins og leður. í mörg ár hafa læknar klifað á að það sé æskilegt að vera fölur, annað sé raunar stórhættulegt, fölur og intress- ant. Því fölt fólk virðist ein- hvern veginn niiklu andlegra en þeir sem eru sólbrúnir. Við erum semsagt farin að nálgast aftur þann tíma, sem var fyrir langalöngu, þegar þótti sérdeil- is ófínt að vera sólbrúnn; nei, svoleiðis var enginn nema veð- urbarið almúgafólk sem stund- aði erfiðisvinnu utandyra. En þó að vissu leyti með öfugum formerkjum. Meðal nágranna- þjóða okkar hefur sólbrúnka öðlast mjög ákveðna merk- ingu; sá sólbrúni ber það með sér að hann hafi ekkert betra við tímann að gera en að góna upp í sólina — að öllum líkind- um er hann atvinnulaus. Svo hárfín blæbrigði þekkjum við ekki hér á íslandi, ekki enn, hér vitnar sólbrúnkan um það eitt að hinn sólbrúni eyði tíma sín- um á sólbaðsstofum, sem er náttúrlega rosalega plebbal- egt...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.