Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 33

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17.JÚNÍ 1992 33 fslenskir karlmenn eru farnir að tala upphátt um slæmu hliðarnar á kvenréttinda- baráttunni. Um að einokun kvenna á jafnréttisumræðunni hafi valdið sinnuleysi um þeirra eigin vandamál. Og nú vilji þeir aftur fá að vera karlmenn. smaa letrið að skilja eftir sokkana sína þar sem þeim hentar, því vitanlega er það enn konan sem sinnir flestum heimilisverkunum — bara betur menntuð og tekju- hærri en áður. Alls ekki slæm niðurstaða þrátt fyrir allan ómaklega áróð- urinn um karla sem miskunnar- lausa, tilfinningalausa kúgara saklausra, langþjáðra kvenna — eða hvað? HETJULAUSIR OG MJÚKIR Það er líka ákveðin þversögn í þessari nýuppgötvuðu meðvit- und karla um hlutskipti sitt og vanda vegna sinnisleysis samfé- lagsins um sérstöðu þeirra. Ann- ars vegar er uppi krafa um að karlmenn fái að vera karlmenn, fái að finna „karlið" í sjálfiim sér aftur, segi upp sem mjúki mað- urinn. sem er sköpunarverk og hugsmíð kvenna. I því felst að vera sterkur, ntyndugur og kjark- aður. Þessir sömu karlar svíkja hins vegar sjálfa sig um leið og þeir upphelja kvartanakórinn um hversu illa kvenréttindabar- áttan hefur farið með þá. Með réttu ættu þeir að nota aðferðina sem hefur lengi reynst vel gegn ffekum konum — að þegja. Bera harm sinn í hljóði. En það er varla að undra þótt þeir séu ringlaðir. Þeir eiga sér nefnilega engar almennilegar fyrirmyndir lengur til að kenna þeim hvað það er að vera karl- maður. Fjórðungur drengja elst upp hjá einstæðum mæðrum, fóstrur eru langflestar konur og sömuleiðis kennarar. Karlanefnd félagsmálaráðherra bað Guð- mund Andra Thorsson að leita karlmennskuímynda í íslenskum bókmenntum. Hann fann fátt annað en andhetjur og drykkju- sjúklinga og eiginlega engan boðlegan nema Gunnar á Hh'ðar- enda. Og meira að segja hann var mjúkur inn við beinið, þrátt fyrir sína karlmannlegu burði. Hann var „þreyttur og mæddur á vígaferlum og í verulegri ídenú- tetskrísu og þurfti að realísera sig uppá nýtt sem karlmann". Og féll vegna dramblætis konu. Einu almennilegu hetjumar sem íslenskir karlmenn eiga em amerískar — úr sjónvarpi og bíómyndum. Þeir karlmenn em kröftugir og kaldir, vel vopnfær- ir og fullir ofbeldis. Það er ímyndin sem amerískir karl- menn hafa reynt að uppfýlla með sífellt skelfilegri afleiðingum. Sumir drepa og nauðga á götum úú, einir eða í unglingagengjum, aðrir spranga berir um skóga á karlmennskunámskeiðum, á flótta ffá mæðmm sínum og eig- inkonum í leit að villimanninum í sjálfum sér. Hvomgt skilar miklum árangri. Hinir köldu Skandinavar fundu náttúrlega aðra leið. Þeir leita karlsins í sjálfum sér í fé- lagsfræðiúttektum. Leita upp- reisnar í nefndum. Nefndum undir stjóm kvenna með fullúngi ráðuneyta undir stjóm kvenna. Það er bylting mjúka mannsins. Karl I h. tiirgisson Við erum aiitaf sekir, sama Itvað við gerum segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur „Við sem emm á þessum aldri emm aldir upp við að mæður okkar vom alltaf að búa um rúm- in, ganga ffá sokkunum okkar og elda ofan í okkur,“ sagði Guð- mundur Andri Thorsson rithöf- undur., J>egar við svo fömm að búa með einhveijum konum er- um við sekir um eitthvað, en við áttum okkur ekki alveg á því í hveiju sökin liggur. En við emm alltaf að reyna að þóknast kon- unni og þegar við reynum að þóknast, þá emm við orðnir mjúkir og það er slæmt líka. Þá emm við líka að hræsna og það er verra en að vera raunvemlegir karlmenn, raunverulegir sóðar og raunverulegir kúgarar. Við emm sem sagt alltaf sekir, sama hvemig við snúum okkur. Ég hef á úlfmningunni að þessi umræða sé sprottin frá mönnum af ákveðinni kynslóð sem em orðn- ir svolítið ringlaðir í þessu — þessum stöðugu kröfum og mis- vísandi skilaboðum sem við fá- um.“ I hverju felast þau skilaboð ? „Þau eru „Vaskaðu upp, en ef þú vaskar upp, þá ertu ekki ekta karlmaður og ég vil fá ekta karlmann — en ég vil ekki fá ekta karlmann“ ef þú skilur hvað ég er að fara.“ Hvernig á að leysa þetta? Segja konunum að gera þetta nú upp við sig eða hvað? „Eða kannski að vera ekki alltaf að reyna að fara eftir þeim, heldur að vera heiðar- legir gagnvart okkur sjálfum. Aðallega þó ekki alltaf að vera að reyna að lifa okkur inn í týpur, því þær em bara til í bíó- myndum og tímaritum. Rambó er bara bíómynd og mjúki I kreppu mefi sjálfsmyndina segir Sigurður Svavarsson ritstjóri „Þessi umræða hefst vonum seinna á íslandi, ef miðað er við nágrannalöndin. Það er talsvert sfðan norskir og sænskir karl- menn fóm að ræða saman um jafnréttismálin út frá sjónarhóli karla,“ sagði Sigurður Svavars- son ritstjóri. „Þar eins og hér var mönnum farið að leiðast dáh'tið hvað um- ræðan um jafnrétú kynjanna var mikið í höndum kvenna og virt- ist vera einhvers konar einkamál kvenna. Þeir höfðu í nokkuð mörg ár leitt þetta hjá sér, viður- kennt að konur þyrftu fyrst og fremst að sækja aukinn rétt og að það væri á þær hallað. Eflaust hefur líka haft sín áhrif sam- viskubit karla yfir því. I jafnréttismálunum er hins vegar margt sem snertir karla beint; í löggjöfinni þarf úl dæmis að breyta ýmsu úl að karlar geú axlað fjölskylduábyrgð úl jafns á við konur. Það var líka farið að pirra ýmsa karlmenn, þar á meðal mig, þær alhæfmgar sem eru uppi í jafnréttisumræðunni — að karlmenn séu svona og konur hinsegin. Þetta gengur ekki upp og em hættulegar alhæfingar sem geta leitt fólk að fáránlegum niðurstöðum. Það er líka nauðsynlegt úl að sátt náist um jafnréttismálin að bæði kynin komi að umræðunni. Karlmenn mega ekki fá á úlfinn- inguna að það sé verið að þröngva upp á þá einhveiju sem þeir hafa ekkert um að segja. Ég held að því verði ekki unað og þá getum við átt á hættu öfgakennd viðbrögð." Eru karlmenn í sjádfsmynd- ar- eða tilfmningakreppu? „Það gleymist oft, þegar tal- að er um að karlar fari illa með konur, að kveikjan að því í mörgum tilfellum er einhvers konar andleg vanlíðan eða til- fmningaleg kreppa karlmanns- ins. Því verður ekki breytt nema það sé viðurkennt sem vandamál sem þarf að takast á við. Það er til dæmis of einfalt að fullyrða að karlmenn séu í eðli sínu ofbeldishneigðir og allir eigi að sitja undir því. Margir karlar sem grípa til of- beldis gera það vegna þess að þeir koma ekki auga á neinar lausnir. Ég held að þessum mönnum verði að hjálpa, á sama hátt og fórnarlömbunum er hjálpað." Hverjar eru orsakirnar? „Það eru áreiðanlega margar ástæður fyrir því og erfitt að nefna eitthvað tiltekið. Sumir hafa lent í dálíúlli kreppu með sjálfsmyndina. Á sama hátt og það var keppikefli ákveðinna kvenna á sínum tíma að hafna kveneðlinu eða því kvenlega, þá þótti mörgum körlum sem það hlyti að vera ákjósanlegt Tilfinningakreppan í rætur í aumingjadýrkun segir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur ,Jafhrétúsmálin hafa einangr- ast í einhverjum hópi sértrúar- kerlinga," sagði Guðmundur Ól- afsson hagfræðingur. „Það er slæmt fyrir öll mál að daga uppi í sértrúarhópum. Það er líka von- laust að ná einhveijum árangri í þessum efnum án þess að við- horf karla fái að heyrast og njóta sín.“ Er til eitthvað sem er sér- stakt viðhorfkarla? „Þessi mál hafa verið rekin eins og einkamál kvenna sem komi körlum ekki við. Það er til dæmis raðað í jafnréttisráð mestanpart konum. Málið er hins vegar flóknara en svo að einhver einn hópur geú einok- að það. Það kemur körlum til dæmis jafnmikið við óg kon- um hvemig á að leysa það þeg- ar hagsmunir fjölskyldunnar og atvinnunnar fara ekki sam- an.“ Það hefur verið sagt að karlar séu að bregðast við til- finningalegri kreppu sinni með þessari umrœðu. „Tilfinningakreppa karla á fyrst og fremst rætur í því sem ég vil kalla aumingjadýrkun- ina í þjóðfélaginu. Karlmenn mega ekki vera myndugir án þess að vera kallaðir kúgarar eða eitthvað álíka. Það hefur verið rekinn áróður fyrir mjúka manninum svokallaða og hann hefur verið hin æski- lega fyrirmynd, en það er ekki hægt að bjóða neinum upp á slíkt hlutverk. Hið hefðbundna hlutverk karlmannsins er að sýna ákveðinn myndugleika. Það er hann sem beitir ofbeldi þegar á þarf að halda, hann er stríðs- maðurinn og veiðimaðurinn, hann er hinn hugrakki, vemd- ari hinna minnimáttar og frið- arstillirinn. Hins vegar eru hugmyndir okkar um karla og konur oft byggðar á alhæfingum sem standast ekki og þess vegna er varhugavert að halda uppi svona goðmögnun. Konur hafa búið til svona goðsagnamyndir af sjálfum sér — þær séu svo góðar og búi yfir úllitsseminni, alúðinni og umhyggjunni. Það er alveg eins hægt að túlka það sem slettirekuskap, leiðindi og maðurinn er hugtak sem konur bjuggu til. Þessi umræða er annars svo- lítið kjaftæði og minnir að því leyti á kvennahreyfinguna. Þær voru alltaf í einhverjum basis-grúppum, minnir mig að það héti, þar sem þær sátu í hring og ræddu móðurlífsbólg- ur og svoleiðis mál. Það held ég að sé ekki aðferð karla og þess vegna sé ekki hægt að búa tii karlahreyfingu eins og kvennahreyfinguna. Körlum er stundum legið á hálsi fyrir að geta ekki talað um tilfinningar sínar, en það þarf ekki að vera galli — kannski frekar einkenni. Það þarf ekki alltaf að vera að kjafta um tilfmningar sínar. En við getum sem sagt ekki sest niður í einhverjum basis- grúppum og farið að ræða um typpin á okkur. Það erum ekki við. Við förum frekar á völlinn og fáum okkur bjór.“ að draga eitthvað úr karl- mennsku sinni. Þeir hafa verið að ganga í gegnum eitthvað sem þeir voru ekki búnir und- ir.“ Hver er þessi karlmennska sem þú nefnir? „Áð hluta hlýtur það að vera fólgið í því að spjara sig, vera ekki eftirbátar annarra, standa sig ekki verr en næsti maður. Að hluta er þetta líka spurning um að klára sig á vinnumark- aðnum, sem hefur reynst mörgum erfitt. Margir karlmenn fóru líka illa út úr umræðunni, sem einu sinni var hávær, um að öll karlafélög og karlasamkomur væru neikvæð, að eiginkonan ætti að vera besti vinur karl- mannsins og þau ættu að gera allt saman. Ég held að þetta hafi leitt til þess að margir karlmenn standa uppi eigin- lega vinalausir. Þeir eiga eng- an besta vin, vin sem þeir geta rætt við um mál sem ekki verð- ur talað um við eiginkonuna. Þarna hafa konur búið betur; það er viðteknara að þær eigi sér trúnaðarvinkonur og þær eru eflaust klókari að ræða til- fmningar sínar. Þetta held ég að sé vandi margra karla — þeir eru bara ferlega einir.“ frekju. Það sem ég er mest á móti í hinni hefðbundnu jafnréttis- umræðu er hin marxíska yftr- færsla á þjóðfélagslegri átaka- kenningu, þar sem í stað öreiga og borgarastéttar eru setl karl- ar og konur. Konur eru kúgað- ar af körlum — öllum körlum — og þannig hefur þetta staðið frá örófi alda, allt frá því mæðraveldið stóð. Manni skilst að ef konur réðu meiru í heiminum, þá yrðu ekki háð stríð eða beitt ofbeldi og allir yrðu góðir. Þetta er nákvæmlega sama þvælan og í marxismanum, þessi femíníski þvættingur sem er ekki skóbótarinnar virði. Kenningin er sú að hinir vondu haft völdin og ef hægt er að koma þeim frá völdum, þá verði allir góðir og ham- ingjusamir. Þetta er rugl sem allir aðrir eru löngu búnir að afgreiða og það er ekki hægt að bjóða nokkrum manni upp á þetta.“ Það er með olíkindum hvað blaðamannastéttin má þola. Það er ekki nóg með að málfars- ráðunautar, pólitíkusar og alls konar fólk annað sé sifellt að hnýta í stéttina, heldur er alls konar lið að troða sér inn á hana. Guðni Þórðarson, sem var tekinn í dýrlingatölu í helg- arblaði Dyfyrirskömmu en hefur nú verið settur út af sakrament- inu, hefur til dæmis aldrei komið í viðtal án þess að minnast á að hann sé nú gamall blaðamaður, eins og það sé einhver afsökun. Og Þorsteinn Pálsson titlar sig enn blaðamann í símaskránni vegna þess að hann var ritstjóri á Vísi í gamla daga. Það er svona eins og — í tilefni dagsins — að Jón Sigurðsson forseti (Bók- menntafélagsins) væri sífellt titl- aður blaðamaður vegna þess að hann ritstýrði Nýjum félags- rítum hér í eina tíð. Eins er það öldungis f ráleitt að hlusta á Jón Baldvin Hannibalsson tala af yfirlæti við blaðamenn, þar sem hann þekki þennan bransa út og inn. Það að hafa verið ritstjóri Al- þýðublaðsins um skeið gerir manninn ekki að Nestor ís- lenskrar blaðamennsku. BSRB- furstinn Ögmundur Jónasson skráir sig enn sem fréttamann í símaskrána, en treystir þó fjöl- miðlum (eða sjálfum sér) ekki betur en svo að í hvert skipti, sem í hann er hringt og hann inntur álits á einhverju, tekur hann spurningarnar niöur, legg- ur á og hringir klukkustundu síð- ar með uppskrifuð svör, þannig að enginn veit hvort hann er að svara eftir bestu samvisku, samkvæmt nýlögðum Tarot-spil- um eða samkvæmt því sem Björn Arnórsson segir honum. Þessi óstéttvísi er þó ekki nærri því eins pirrandi og þegar starf- andi blaðamenn fara að sinna allt öðrum áhugamálum en blaðamennsku. Styrmir Gunn- arsson, ritstjóri Morgunblaðs- ins, er þannig mun uppteknari af þvi að kippa í spotta íslenska valdakerfisins bak við tjöldin en að láta sér nægja að segja frétt- ir af spottatogurum landsins í málgagninu. Jónas Kristjáns- son hefur fyrir löngu látið af rit- stjórn DV. Hann skrifar ekki einu sinni um landbúnað lengur ef undan er skilið BLUP-kerfið, sem enginn veit hvað er, nema Jónas og aðrir hestamenn. Og það er ekki einleikið hvað mikill hluti af fréttatímum Stöðvar tvö fjallar um laxveiði, eins og líftaug þjóðarinnar liggi milli stangar og flugu. Á árum áður var hvatt til þess að skósmiðir héldu sig við leistann sinn. Það er ekki síöur bráðnauðsynlegt að blaða- menn haldi sig við ritvélina (eða tölvuna núorðið) og að þeir, sem yfirgefið hafa stéttina, hætti að bendla sig við hana.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.