Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 18.06.1992, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 17. JÚNÍ1992 íslenskir karlmenn eru í vanda. Svo grunaði að minnsta kosti Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra þegar hún setti á stofn sérstaka nefnd undir forystu Margrétar Bjömsdóltur til að kanna stöðu karla í breyttu samfélagi. Þetta var samt ekki alveg hennar prívathugmynd. I útlöndum hafa karlmenn verið að tala um vandamál sín í nokk- ur ár, í Skandinavíu í nefndum, í Ameríku uppi í fjöllum berrass- aðir og gargandi í kringum varð- elda. Við fórum skandinavísku leiðina. Bjuggum til nefnd. Sem hélt ráðstefnu. Þar sem meiri- hluti fundarmanna var konur. Og allir kappklæddir. ÓLUND ÚT í JAFNRÉTTH) Það er engan veginn samstaða um í hveiju þessi meinti vandi karla er fólginn. Mest eining virðist um að leiðrétta misrétti sem kann að leynast í lögum og reglugerðum og mismunar körl- um í líkingu við það sem konum var og er mismunað. Það er ekki í mjög mörgum málum. Þó er nefnd framkvæmd á lögum um forræði bama, þar sem forræði bama við skilnað er nánast sjálf- krafa dæmt móður nema sýnt sé að hún sé allsendis ófær um um- önnun þeirra. Svo er það fæðing- arorlofið, þar sem réttur feðra er mun minni en mæðra. Og maka- lífeyrir, sem greiðist eftir fráfall maka. Þar er hugtakið ekkjubæt- ur til, en ekkilsbætur hafa ekki verið fundnar upp. Að auki er bent á anda ýmissa laga og fram- kvæmd þeirra sem þykir körlum í óhag. Það er miklu óáþreifanlegri undiraldan í málflutningi margra, sem um stöðu karla Qalla, og felst í einhvers konar fylu eða ólund vegna breyting- anna sem kvenréttindabaráttan hefur kallað yfir þá. Þar er kvart- að undan auknum kröfum um þátttöku í bamauppeldi og heim- ilisstörfum jafnframt óbreyttum kröfum um fyrirvinnuhlutverk karla — að körlum séu ekki skapaðar aðstæður til að upp- fylla hvort tveggja í senn. Þar er líka kvartað undan óvinarhlut- verkinu sem körlum hefur verið úthlutað; þeim er borið á brýn að hafa kúgað konur og kvalið öld- um saman í einu allsheijarsam- særi karlaveldisins, sem karlar nútímans vilja margir ekki kann- ast við. Allt sem einkenndi karl- mennsku og samfélag karla hef- ur verið gert tortryggilegt og að skammaryrðum. Og þótt þeir séu í sjálfu sér reiðubúnir að annast böm og bú meira vilja þeir samt halda í og endurvekja það sem , Jcarlmennskt" hefur verið talið. Margir karlmenn standa sum- sé uppi ringlaðir um sjálfa sig og karlmennskuna, fullir sektar- kenndar vegna synda feðranna og reiðir út í konumar sem komu þeim í þessa sjálfsmyndar- kreppu. STUTT LÍF OG HÆTTU- LEGT — EÐA LJÚFT OG lYRIRHAFNARLÍHÐ Það er reyndar réttilega yfir ýmsu að kvarta. Þannig vitum við að drengir eiga við miklu meiri erfiðleika að etja en stúlk- ur. Þeir þurfa mun meiri sérað- stoð í skóla, meiri sérkennslu, meiri geðræna hjálp, lenda oftar utan garðs og misnota oftar vímuefni, yfirleitt þrír fyrir hveija eina stúlku. Þar á ofan lát- ast karlmenn oftar af völdum slysa, sjúkdóma og sjálfsmorða, líka í hlutföllunum þrír á móti einum. Og svo lifa þeir að með- altali fimm ámm skemur en kon- ur. Ef þessi lýsing ætti við konur, það er að h'f þeirra væri styttra, hættulegra og yfirleitt ömurlegra en karla, þá væri nokkuð örugg- lega búið að viðurkenna það sem félagslegt vandamál sem þyrfti að leysa. Hvar em athvörfin fyrir ofsótta eiginmenn? Eða stuðn- ingshópamir fyrir kúguðu karl- ana sem fá ekki að horfa á fót- boltann fyrir matseldinni? Af hvetju er samfélaginu svona miklu annara um líf kvenna en karla? Af því að konur hafa ein- okað umræðuna um jafnréttis- mál. Þar til nú. Sú er í það minnsta röksemdin. En um leið gleymist hvað það var sem karlamir græddu á kvennabyltingunni. Nú getur Karlmenn þurfa að ræða þessi mál segir Atli Rúnar Halldórsson fréttamaður „Ég hef rökstuddan gmn um að margir karlmenn telji sig kúg- aða í sambúð eða hjónabandi og þurfi að ræða þessi mál,“ sagði Atli Rúnar Halldórsson ffétta- niaður. „Ég þekki dæmi þess að fjölskyldufaðir gætir bús og bama, en konan yinnur úti, og fjölskyldan viðurkennir það ekki sem sama hlutinn og ef konan væri heima. Ég get ímyndað mér að karlmaðurinn geti upplifað það á svipaðan hátt og lent þann- ig í einhverri tilfinningakreppu. Mér þótti til dærnis merkilegt að heyra að hugmyndir hafa ver- ið um einhvers konar athvarf fyr- ir karla og ég velkist ekki í vafa um að það em til karlar í slíkum vanda sem þurfa á aðstoð að halda. Kvenréttindaumræðan hefur staðið mjög lengi og ákveðnum árangri og mér þy gott að fá ferska vinkla inn hana. Það vekur hins vegar hygli mína að það skuli vera i isvaldið sem hefur ffumkvæði a þessari umræðu, að félagsmála ráðherra, sem er kona, skipa nefhd til að fást við mál. Kvenréttindabaráttan, mann réttindabarátta homma og lesbí og svo framvegis, byijaði í rótinni, meðal þeirra sem eiga hagsmuna að gæta. Þama kemur ffumkvæðið hins vegar að ofan og þá kemur í ljós að það var þörf fyrir ræða þessi mál. Það út af fýrir sig er mjög merkilegt." piparsveinn farið út á lífið án þess að borga nema hálfan reikn- inginn, átt samræður við yndis- lega konu um millibankavexti á meðan hún skenkir honum vrnið og notið síðar ásta sem eru hon- um fjárhagslega og tilfinninga- lega ódýrari en nokkru sinni fyrr í sögunni. Þeir kvæntu njóta orðalaust allra þeirra lífsþæginda sem atvinnuþátttaka kvenna hef- ur gert möguleg og halda áffam

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.